Þjóðviljinn - 27.02.1945, Síða 2

Þjóðviljinn - 27.02.1945, Síða 2
2 ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 27. febrúar 1945. \ Kveðju svarað - frögnin rofin Eg sé að í Alþýðublaðinu á laugardag er mér send kveðja frá Sæmundi Ólafssyni og drótt að að mér undirferli og félags- legum vanþroska; ég komi of oft á fundi, tali meira um mál- efni félagsins en hollt sé fyrir þann anda sem á að ríkja í fé- lagi sjómanna í Reykjavík, eft- ir mælikvarða Sæmundar. Það rekast töluvert á ummæli hans í greininni. Hann virðist skrifa án þess að hugsa. Á næstsíðasta fundi í Sjómannafélaginu þekkti hann mig ekki með nafni, hann varð að spyrja að því hvað ég héti þegar hann var að svara orðum mínum. Eg veit að ég hef gefið honum ónotalegan löðrung með orð- um mínum og honum svíður að hann skuli ekki geta ráðið við mína frjálsu hugsun í ýmsum málum, taugar hans verða í ó- lagi ef einhver leggst svo lágt að eiga við hann orðastað, því maðurinn er tæplega viðræðu- hæfur, þessvegna hjúpar hann sig lyginni og svífst einskis. Eg er ekkert hræddur og stend ur alveg á sama þótt Sæmund- ur hafi 1 hótunum við mig um að ég verði rekinn úr Sjómanna félaginu ef ég þori að tala. Eg efast um hvor verður að fara þaðan fyrr, hann á þar ekki heima samkvæmt eðlilegu lög- máli verklýðssamtaka. Eins getur verið um mig þar sem ég stunda vinnu í landi núna. Mér er illa við alla langhunda eða ræður sem eru langar. Til þess -að þú þurfir ekki að gizka á hvað langur tími hefði farið í að hlusta á ræðu mína um skipulagsmál félagsins og Al- þýðusambandsþingið, þá get ég sagt þér og öðrum frá því að það hefði tekið 15 mínútur. Þú segir að ég hafi komið með skrifaða ræðu eftir aðra, þú hafir þekkt það á skriftinni! Eg er hissa á hvað gáfur þín- ar eru vannotaðar á þessu sviði, þú hefur aldrei fyrr séð mína skrift, en þó segizt þú þekkja hana, þannig verður lygin þér að fótakefli í hverju orði. Gagn vart formanninum ert það þú sem ferð með mesta lygina, þú talar á fundinum um að þú hefðir kosið heppilegra orðalag í ræðu formanns, enda er hæg- ur vandi fyrir formann að af- sanna mín orð ef hann lætur sína ræðu koma í félagsritinu eins og hún var flutt á fundin- um. Þú getur ekki einu sinni far- ið með rétt mál um hvénær hafi verið greitt atkvæði um að stytta ræðutímann. Ólafur Frið riksson var búinn að tala og hans hugvekja til starf^ndi sjó- manna var góð; þar var hugsun á bak við; hann er ekki ennþá. orðinn fúinn í orðum þegar honum tekst upp, ef allir stjórn armeðlimirnir hirtu um að skapa þann anda og innri eld, sem ræða hans flutti, þá væri meira líf í félaginu, þá þyrfti ekki að afboða fundi vegna þess hve fáir mættu. En þetta var nú út- úrdúr; ég átti eftir að hirta Sæmund betur. Þú talar um að mér muni ætlað formannssætið. Það er eðljlegt, að það sé of- arlega í huga þínum, þú hefur lengi borið þá von í brjósti að erfa formannssætið og ert hræddur við að ég muni spilla fyrir því að sú von geti rætzt. Þér er alveg óhætt.að taka mig trúanlegan, ég skal sjá um á- samt öðrum meðlimum Sjó- mannafélagsins að þú komir ekki þar til greina. Þig vantar allan manndóm til að vera í því starfi og er merkilegt hvað þú hefur fengið að fara með um boð félagsins út á við lengi, í trássi við starfandi sjómenn. Ætli þau verði ekki lengi í minnum orðin hans Sæmundar þegar hann var að reyna að fá meðaumkun hjá starfandi sjó- mönnurn: „Það eru ekki þið, sem ég átti við, heldur hinir; það eru fleiri sjómenn og ráða- meiri sem áttu það sem ég i i sagði á Alþýðusambandsþing- I inu“. Eg vorkenndi manninum þar sem hann sat í sínum eigin gapastokki og reyndi að smjúga, sem Loki forðum. Efa- laust fær hann einhversstaðar hughreystingu í raunum sínum, þótt starfandi sjómenn kvæðu hanmniður með þessum orðum: „Þú getur ekki Sæmundur far- ið milli veggja svona strax eða hangið í lausu lofti og því síð- ur farið í myrkrið, manndómur þinn og sál er ekki ennþá til- búin, yfirgefðu ekki það sem þú hefur fengið þinn lífsþrótt frá og sízt á þennan hátt.“ Sæmundur heldur að alltaf sé verið að tala um sig, en ég hef aldrei heyrt á hann minnzt á mannamótum, enda er hann löngu dottinn út úr röðurn verkalýðsins og heyrist þar ekki nefndur á nafn. Eg er til- búinn hvenær sem er að ganga undir gáfnapróf ásamt Sæ- mundi þó ég hafi engin sjó- j mannaskólaréttindi. Minn skóli hefur verið skóli lífsins eins og margra annarra alþýðumanna. Einn púnktur í greininni var réttur; ég var einu sinni fram- sóknarmaður og er það enn í þeim eina og sanna raunveru- leika. Eg ann framförum og mun berjast við hlið þeirra manna sem vinna af festu og djörfung að umbóta- og fram- faramálum þjóðarinnar. Egmun leggja minn litla skerf til efl- ingar stjórninni meðan hún sýn ir það með gjörðum sínum að réttur verkalýðsins er ekki fyr- ir borð borinn. Eg vil að Sjó- mannafélagið sé sterkt félag, að hinir duldu kraftar fjöldans komi betur 1 Ijós en verið hefur á undanförnum árum, að starf- andi sjómenn hafi meiri áhrif í félaginu en nú er, að menn séu metnir eftir hæfni en ékki skoðaðir sem flokksleg tilrauna dýr. Eg álít að ekki eigi að líðast í nolckru stéttarfélagi að inntöku- skilyrðin séu miðuð við hvort með- limurinn sé hættulegur einhverj- um flokki. Eg set hér sönn dæmi. Maður, sem hafði verið í Ameríku- ! siglingum óskaði eftir að vera yfir- færður úr félagi úti á landi, daginn eftir að hann kom í land, en hon- um var neitað um inntöku í Sjó- mannáfélag Reykjavíkur með þeim forsendum að hann væri ekki munstraður á skip, en annar mað- ur, sem var líka í verkalýðsfélagi úti á landi og vantaði vinnurétt- indi hjá DagSbrún var tekinn í fé- lagið í nóvember með þeim fyrir- vara að hann hefði verið á síld yf- ir sumartímann. Svona samræmi skil ég ekki, en þá veit maður hver er ástæðan. Stjórn Sjómannafélags- ins var hrædd við að fá þekktan áhrifamann inn í félagið, mann sem hafði mikla reynslu í félags- störfum og var alfluttur til Rej’kja víkur. En hinn maðurinn var góð- ur til að punta upp á félagaskrána. Þeir hlógu margir á síðasta Sjó- mannafélagsfundi, þegar stjórnin vissi ekki af neinum manni hæfum til að vera í Sjómannadagsráði nema atvinnurekanda norður í landi, hann bað víst um það bréf- lega blessaður sveinninn, eða hinn margumtalaði Sæmundur kæmi til greina. í Sjómannadagsráð á að velja menn sem eitthvað jákvætt liggur eftir, menn sem eru í störf- um á hafinu eða hafa sýnt hug og djörfung til að rita um öryggis- málin. Menn eins og Guðmund Guðmundsson frá Ofeigsfirði, sem stinga við fótum til að vernda sjó- mannasamtökin fyrir slepjuskrifum málrófsmanna og morðsæði 'fjár- græðginnar. Kaldar eru kveðjurn- ar til reykvískra sjómanna að þeir séu ekki færir um að stjórna sín- um málum sjálfir, frá stjórn síns eigin stéttarfélags. Er eðlilegt að félag. sem er stjórnað og drifið á þennan hátt, sé tekið alvarlega, sem sýnir jafn mikla stéttarlega minnimáttarkennd að leita ekki að neinum nýjum kröftum meðal með lima sinna? Eg tel að lög Sjiunanna félagsins þurfi á ýmsan hátt endur- bóta við, og nánara samband eigi að vera við Dagsbrún en nú er, þar sem félagsstarf þeirra er á margan hátt svo samtvinnað. Eg -\’il að formaðurinn sé laun- aður af félaginu og starfi eingöngu fyrir félagið. Það eru svo mörg mál og verkefni framundan, sem þarf að leysa fyrir sjómannastétt- ina. Oryggismálin eru í ólestri, skipaskoðunin vanmáttug. vantar aðhald frá sjómannasamtökunum, sjómennina vantar viðunandi skip til að færa björg í þjóðarbúið og hin almenna fræðsla um félagspiál er af skornum skammti. Eg tel ekki eftir mér og öðrum að borga hærri iðgjöld til félagsins, til að treysta betur hið innra starf félagsmeðlim- anna. Og lirekk ekki í kuðung, eða læt mér bilt við verða, þó ' gert sé óp að mér fyrir að leggja þessum málum liðsyrði. Eg trúi því ekki at5 stjórn Sjó- mannafélagsins haifi sent Sæmund Olafsson fram á ritvöllinn til að kveða „Hinn nýja Björn í Sjó- mannfélaginu“ í kútinn, eins^ og ég er nefndur í greininni, því betri j vopn verður að hafa en hann er fær um að handleika með penna sínum; og mér finnst ofur eðlilegt að Sæmundur beri saman raunir sínar og frama þeirra manna, sem standa framarlega í röðum verka- lýðsins, og eru metnir að verðleik- 'aiaFjaáitnfinÍD Athugasemd Þjóðviljinn hefur verið beðinn fyrir eftirfarandi athugasemd: í kvennasíðu Þjóðviljans 24. f. m. 19. tölubl., er birt viðtal við frú Guðrúnu Magnúsdóttur, Akranesi, og er meðal annars minnst þar á vinnu hennar við fiskflökun síðast- liðinn vetur. Þó að ekki sé nafn- greint frystihúsið, eigendur þess né verkstjóri, þá vil ég hérmeð gera það. Haraldur Böðvarsson & Co. á húsið og verkstjórinn er undirrit- aður, og þar sem mér finnst mjög hallað réttu máli, hvað mér við kem ur í nefndu viðtali, vil ég leyfa mér að biðja yður að birta stutta athugasemd frá mér. Guðrún Magnúsdóttir var ekki ráðin til þess að flaka nema ef þess var þörf. Fyrir þá vinnu fékk hún karlmannskaup. í húsinu unnu fleiri stúlkur en hún, sem kunnu að flaka og flökuðu dag og dag. Þær fengu líka karlmannskaup. Ekki neituðu þær að fara frá flökuninni og pakka, og af hverju átti Guðrún að fá hærri laun við pökkunina en hinar stúlkurnar? Eg vissi vel, að þær vildu helzt allar flaka, sem kunnu það, en bæði var það, að karlmennirnir voru of fáir til að byrja með og óvanir margir hverj- ir og svo íjölgaði þeim og þeir urðu líka þjálfaðri í starfinu. Þar af leiðandi þurfti ég að láta allar stúlkur pakka og höfðu þær samt ekki undan, því að venjulega voru fleiri kassar til ópakkaðir, þegar flökun var lokið. Guðrún segir, að ég hafi „rekið augun“ í karlmannskaupið hennar eftir 3 mánuði. Hún vann ekki fulla 3 mánuði í húsinu í allt. Byrjaði 3. ianúar og hætti 21. marz. Af þeim tíma flakaði hún frá 3. jan. Skilyrði fyrir skatt frelsi Eíoiskípðfél. Frumvarpið um skattjrelsi Eim- ! skipajélagsms var til 3. umrœðu í neðri deilcl á jöstudaginn, og var samþykkt breytingartillaga jrá Barða Guðmundssyni um skilyrði þau, sem sett eru jyrir skattjrels- inu, sem hcr segir: 1. Arður hluthafa fari eigi yf- ir 4%. 2. Tekjuafgangi félagsins ár- in 1944 og 1945, að frádregn- um arði samkv. tölulið 1, verði varið til kaupa á skipum og á annan hátt í þágu samgöngu- mála, svo og öðrum sjóðeign- um félagsins. 3. Fram fari á árunum, sam- kvæmt reglum, er samgöngu- málaráðherra setur, könnun á því, hverjir séu núverandi eig- endur hlutabréfanna og hvað af bréfunum kunni að vera glat- að. Að þessari könnun lokinni skal semja nýja hluthafaskrá og birta hana opinberlega. 4. Samningur náist við félagið ; um þátttöku í kostnaði við , strandsiglingar á þeim grund- velli, sem hlutaðeigandi ráðh. samþykkir. Frumv. var samþykkt með 8 gegn 7 atkv. og afgreitt til efri deildar. um af fjöldanum, sem finnur hverjir vinna bezt og áhrifaríkast að fram'faram'álum heildarinnar. Páll Iíelgason Jlk til 25. febr., þó ekki stöðugt. Það kom oft fyrir að hún pakkaði eða himnudró, eftir því sem á stóð. Mér var vel kunnugt um hvaða kaup hún hafði strax frá byrjun, svo hafi mér þótt „leitt til þess jafnréttis að vita,“ þá gat ég látið hana fara fyrr að pakka en ég gerði. Að endingu vil ég segja þetta: Guðrún bað mig að lofa sér að flaka, sem ég gerði meðán þess var kostur, en eins og ég hef áður sagt, var bætt við mönnum og var þá full þörf fyrir hana að pakka. Það vildi hún ekki gera fyrir sömu laun og kynsystur hennar og þess- vegna hætti hún. Hinar stúlkurnar,. sem voru vanar að flaka, en fengu það ekki, voru sízt ver til þess. fallnar en Guðrún, þótt ég léti hana sitja fyrir því og þær mættu rétt- stundis. Rannveigu Kristjánsdóttur vil ég benda á það, þegar hún byrjar á „veraldarsögu" Guðrúnar Magnús- dóttur, að sialdan er nema hálfsögð sagan, þegar einn segir frá. Með þökk fyrir birtinguna. Lýður Jónsson. Skemmtun Nordmann- slaget og Færeyinga- félagsins Fœreyingajélagið og Nord- mannslaget héldu nýlega sameig- inlega skemmtun í samkomuhúsi norska hersins. Skemmtunin hófst með sameig- iplegri kaffidrykkju.. IJndiv borð- um fluttu ræður þeir Peter Wige- lund form. Færeyingafélagsins, T. Haarde form. Nord m an n slage t, Sámal Davidsen blaðamaður las kvæði, og érinfremur flutti S. A. Friid, sem var þarna gestur, ágæta ræðu. David Waage. fulltrúi I. L. 0., og Olstrup, sjóliðsforingi í norska flotanum, voru gcstir á skemmt- uninni. Færeyingar sýndu þjóðdansæ sína og Norðmenn einnig sína þjóðdansa undir stjórn Farastveit. Skemmtunina sóttu hálft annað hundrað manns og fór hún hið bezta fram. Sámal. Næturlæknir er í læknavarðstof- úrim'.~*í Austurbæjarskólanum, sími 5030. Næturakstur: Aðalstöðin, sími 1383. Utvarpið í dag: 18.30 Dönskukennsla, 1. flokkur. 19.00 Enskukennsla, 2. flokkur. 20.20 Tónleikar Tónlistarskólans: Concerto grosso í c-moll eftir Locatelli (Strengjasveit leik- ur. — Dr. Urbantschjtsch stjórnar). 20.45 Erindi: Um stjórnarskipun ís lendinga. Stjórnarskráin (Gunnar Thoroddsen prófes- sor). 21.10 Hljómplötur: Lög leikin á pí- anó. 21.20 íslenzkir nútímahöfundar: Davíð Stefánsson frá Fagra- skógi les úr skáldritum sín- um. 21.45 Hljómplotur: Kirkjutónlist.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.