Þjóðviljinn - 27.02.1945, Side 8

Þjóðviljinn - 27.02.1945, Side 8
Fjársöfnun til kvennaheimilisins Hallveigarstaðir Ákveðið hefur nú verið að hefja nýtt átak til þess að koma upp kvennaheimilinu Hallveigarstaðir. Eins og bæjarbúum er kunnugt er það gamalt áhugamál kvenna að reisa hér hús er verði miðstöð fyrir starfsemi kvenfélaga í bænum og kvenfé- lagasambanda. f sjóði Hallveigarstaða eru nú um 100 þús. kr. en auk þess hefur verið fengin lóð á ágætum stað í bænum. þJÓÐVILJINN ***** ■ ■■ ■ Spor Hriflu-Jónasar þurrkuð út Menntamálaráðherra hefur sent shólameistara Menntaskól- ans á Akureyri eftirfarandi bréf: , ,M enntamálaráduney ti ð, Reykjavík, 26. febrúar 1945. Hinn 1. olctóber 1930 ritaði ráðuneytið yður, herra skóla- meistari, svohljóðandi bréf: „Að gefnu tilefni er þetta tekið frarn viðvíkjandi tveim atrið- um um stjórn og aga í skólum landsins: Nemendur mega eigi hafa nokkur afskipti af stjórnmálum út á við, hvorki í rœðu né riti, né taka þátt í deilum um hagsmuna- baráttu félaga eða stétta í landinu meðan þeir eru nemendur í skólanum. Nemendur mega aldrei ölvaðir vera og eigi má á þeim sjást að þeir hafi áfengis neytt. Brot gegn þessu fyrirmœli varðar missi attra hlunninda, endurtekið brot burtvísun úr sltóla, annað hvort um skeið eða að fullu og öttu, Og þannig getur fyrsta broti gegn þessu fyrirmœli verið svo háttað, t. d. ef það skerðir virðingu skólans, að vísa beri nem- anda úr skóla þegar í stað“. Þau fyrirmœli framangreinds bréfs, er varða afskipti nem- enda af stjómmálum og þátttóku í deilum um hagsmunabaráttu félags eða stétta í landinu, eru liér með úr gildi fettd, Þetta tilkynnist yður, herm skólameistari, liér með. BRYNJÓLFUR BJARNASON (sign.). Birgir Thorlacius (sign.). Mcð bréfi þessu liefur menntamálaráðherra þurrkað út eirun ómenningarblettinn frá stjómartíð Hriflu-Jónasar. Með reglu- gerðarákvœði þau, sem hér eru numin úr gildi, að vopni, hófu skólastjórar ofsólcn gegn róttœkum nemendum, og voru fátœkir piltár reknir úr skóla fyrir það eitt að berjast fyrir málstað stétt- ar sinnar. ' ! Vegirnir í nágrenni Reykjavíkur ruddir TJnnið var að því í allan gærdag að ryðja vegina í nágrenni Reykjavíkur, svo að þeir verði akfærir, samkvæmt upplýsing- um sem blaðið fékk hjá vegamálaskrifstofunni í gær. Fjáröflunarnefnd Hallveigar- staða, en í henni eru frú Guð- rún Jónasson, formaður nefnd- arinnar og frúrnar Laufey Vil- hjálmsdóttir og Kristín L. Sig-. urðardóttir, skýrði blaðamönn- um í gær frá þessari nýju fjár- söfnun sem nú er verið að hefja. Bandalag kvenna var stofn- að 1917, og kom þá brátt fram hugmyndin um stofnun slíks heimilis, en það var ekki fyrr en seint á árinu 1925 að fjár- söfnun var hafin til Hallveig- arstaða. Undanfarið hefur verið hljótt um þetta mál og liggja til þess ýmsar ástæður, m. a. erfiðleik- ar með öflun byggingarefnis. Hugmyndin með byggingu kvennaheimilisins Hallveigar- staðir, sem heitið er eftir fyrstu húsfreyju á íslandi, Hallveigu Fróðadóttur, hefur m. a. verið sú að þar gætu stúlkur, er koma ókunnugar til bæjarins, átt athvarf og fengið aðstoð við útvegun vinnu og námsdvalar, verði þar í senn matsölu- og gistihús fyrir konur sem eru gestir í bænum, ennfremur jafnvel smáíbúðir fyrir ein- hleypar konur. Einnig að þar verði starfræktur vinnuskóli fyrir stúlkur þar sem áherzla sé lögð á þjóðlegar greinar. Megintilgangur með stofnun heimilisins er sá, að þar verði miðstöð fyrir starfsemi kvenfé- laga í bænum og kvenfélaga- sambönd, salir til fundahalda þeirra o. s. frv., Einnig mun lestrarfélag kvenna, sem hefur átt við þröngan kost að búa undanfarið verða flutt þangað. Á þessum vetri birtu blöðin ávarp frá fjáröflunamefnd Hall veigarstaða, þar sem nánar var frá þessu máli skýrt. Er nú hætt að safna hlutabréfum í þessu augnamiði, en áherzla lögð á almenna fjársöfnun og hefur nefndin látið gera spjöld er verða seld í bókabúð- um hér í bænum og úti um allt land. Er á þeim mynd af Berldaskoðunin 898S hafa verið shoðaðir S.l. viku voru skoðáðir 1799 manns. Aðsókn hefur verið með ágætum og liefur ób'líð veðrátta ekkert dregið úr henni. Sem dæmi um hve fólk hefur brugðizt vel við má nefna að fólk á tíræðisaldri hefur komið til skoðunarinnar ótil- kvatt. Alls hafa verið skoðaðir á þeim fimm vikum, sem liðnar eru síðan skoðunin hófst, 8985 manns. Berklaskoðuninni var frestað í gær vegna illveðurs og ófærð- ar. Mun fólki, sem mæta átti til rannsóknar þá, verða tilkynnt nánar um skoðun í hádegisút- varpinu 1 dag. höggmynd Einars Jónssonar er hann nefnir Verndin. Lág- marksverð spjaldanna er kr. 10. í sjóði Hallveigarstaða eru nú um 100 þús. kr., þá hefur og verið fengin lóð undir hús- ið, sem er 1340 m2 að stærð og liggur við Túngötu, Garða- stræti og Öldugötu. Fjáröflunamefndin heitir nú á karla og konur að styðja þetta málefni og styrkja það með framlögum og að kaupa þessi spjöld svo hinn langþráði draumur kvennanna um Hall- veigarstaði geti rætzt. Kvenfélagssamband Jslands hefur skrifstofu 1 Búnaðarfé- lagshúsinu og verður þar tek- ið á móti framlögum, að sjálf- sögðu taka og nefndarkonur einnig á móti framlögum. íkviknanir Síðastliðinn laugardag kl. 19,24 kviknaði í Bjarnaborg. Eldurinn kom upp í gluggatjöld um og varð fljótt slökktur. Síðastliðinn laugardag kl. 7,26 kviknaði í húsinu við I-iaug arnesveg 26. Eldurinn kviknaði út frá spennistöð. Húsið er ein hæð úr timbri, Steyptur kjallari og lágt ris. Háspennustraumur fór á húsið og kveikti í risinu, en þar var hefilspónatróð er eldurinn læsti sig í og urðu allmiklar skemmdir af eldi og vatni áður en eldurinn varð slökktur. í gær kl. 12,41 kviknaði í bragga skammt frá benzínstöð Nafta og þótt slökviliðið færi þegar á vettvang urðu allmikl- ar skemmdir, eyðilagðist bragg- inn allur að innan. Forseti vottar samúð sína Framkvœmdastjóra Eimskipafé- lags Islands hefur borizt svohljóð- andi bréf frá forseta íslands, herra Sveini Bjömssyni: „Bessastöðum, 2i,\. febr. 1945. Hr. framkvœmdastjóri Guðmundur Vilhjálmsson, Reykjavík. Aftur, þrem mánuðum eftir Goðafoss-áfallið, I>ið ég vður taka við votti mínum um djúpa samúð með öllum þeim, sem um sárast eiga að binda végna þess að enn öðru skipi Eimskipafélagsins, „Dettifossi“, hefur verið grandað í þjónustu íslenzku þjóðarinnar. Við finnhm öll mest til út af manntjóninu, með eftirlifandi ást- vinum, og vegna mannfórnanna, sem ekki verða bættar með neinu. En samúðin nær einnig til stjórn- enda og annarra starfsmanna fé- lagsins, ekki sízt þeirra, sem eru á sjónum og taka þátt í þessurn ó- jafna grimmdarleik, sem særir þjóðina hverju holundarsárinu á fætur öðru. Með alúðarkveðju; (sign.) Sveinn Bjömsson". MAC ARTIIUR, sem fyrst gat sér mikinn orðstír fyrir hina hetju- legu vöm á Filipseyjum, er nú langt kominn með að hrekja Jap- ana þaðan aftur. Handknattleiks- mótið Mótið hófst miðvikudaginn 21. febr. með setningarræðu Frímanns Helgasonar. Leikir mótsins hafa farið sem hér segir: KVENFL.: Ármann — F. H. 16:6 í. R. — Haukar 11:11 K. R. — Ármann 6:13 F. H. — í. R. 8:13 Stig kvenflokkanna eru því þannig, að Ármann hefur 4 stig, í. R. 3 stig, Haukar 1 stig, ep F. H. og K. R. hlutu ekkert stig. 2. FL. KARLA: Haukar — Vkingur 24:5 Haukar — í. R. 17:13 Vfkingur — í. R. 9:15 Haukar — F. H. 14:5 Hafa Haukar því 6 stig, í. R. 2, Víkingur, F. H. og Ármann hafa ekkert stig hlotið, en Ár- mann hefur ekki leikið ennþá í þessum flokki. 1. FL. KARLA: í. R. — Ármann 19:16 Valur — F. H. 11:13 l Fram — Haukar 16:14 Hefur þá í. R., F. H. og Fram 2 stig hvert, en Ármann, Hauk- ar og Valur ekkert stig. hlotið. MEISTARAFL. KARLA: Víkingur — I. R. 15:14 Fram — Haukar 11:16 Valur — Ármann 17:22 í. R. — F. H. 34:19 Víkingur — Fram 19:18 Ármann • — F. H. 25:11 Haukar - — Valur 16:17 í. R. — Fram 22:6 í þessum flokki eru stigin svo, að Ármann, í. R. og Vík- ingur hafa 4 stig hvert. Hauk- ar og Valur hafa 2 stig hvort og F. H. og Fram ekkert. Nú eru aðeins tvö kvöld eft- ir af fyrri hluta mótsins, þriðju daginn 27. og miðvikudaginn 28. febr. Þá fara fram einn kvenflokksleikur, tveir 1. fl. leikir og þrír meistarafl. leik- ir, sem allir geta haft úrslita- þýðingu. í gærmorgun var hafið að ryðja veginn til Hafnarfjarð- ar og Vífilstaða og er hann nú „Helsingjar", tfmarit berklasjúkliogi i Kfhtneshæli IJelsingjar, tímarit Sjálfsvarnar, félags berklasjúklinga á Krislnes- hæli, er nýkomið út. Tímaritið hefst með ávarpi til lesendanna. Aðrar greinar í ritinu eru: Stofnun Kristneshælis, yfirlit um sögu og tildrög málsins, eftir Jónas Þorbergsson; Vinnustofumál Kristneshælis, eftir Helga Magra; Sunnudagur, þáttur úr óprentaðri skáldsögu, eftir Þórunni Magnús- dóttur; Farið úr!, eftir Kaj Bru- sen; Heilsuhæli Norðurlands, er- indi eftir Jónas Þorbergsson; Frá bókasáfninu og Barn, kvæði eftir Kristján Einarsson frá Djúpalæk. Allur ágóði af sölu ritsins rennur til menningarstarfsemi berklasjúk- linga. Ritið mun fást hjá afgreiðslu X’jóðviljans. akfær. Einnig var unnið að því að ryðja veginn suður með sjó og má búast við að hann verði fær í dag. Mosfellssveitarvegurinn var ruddur upp að Seljabrekku og einnig var unnið í Kjalarnes- veginum. En aðallega var lögð áherzla á að ryðja Hellisheiðina. Lagði flokkur manna af stað frá Reykjavík um hádegi og ruddi hann veginn upp að Logbergi. En snjóýtan við Skíðaskálann fór á rnóti þeim. Snjóýta fór úr Ölfusi um hádegið og ruddi veginn upp á Kambabrún, og hélt síðan áfram þaðan og tók með sér mjólkursleða yfir heið- ina. Síðan hélt hún alla leið að Elliðaám og tók með sér um 20 manns. Hellisheiðin er þó ekki fær enn, þar sem ýtan gat ekki rutt veginn nógu vel. Frá Ölfusi til Reykjavíkur var hún 8 tíma. Ýtan mun fara austur aftur í dag og verða dráttarvélar í ferð með henni. Munu þær draga mjólkursleða vestur yfir verstu kafla leiðar- innar, svo að vænta má að draga muni úr mjólkurskortin- um.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.