Þjóðviljinn - 11.03.1945, Side 2

Þjóðviljinn - 11.03.1945, Side 2
2 Þ JÓÐVILJ IlN N Sunnudagur 11. marz 1945. Ileifa nefndirnar húsasHiól? $feia'fii>éðtnrit£k» „Skrumtillögfur verða hvorki atvinna né húsaskjól“. Þann ig hljóðar heilsíðu fyrirsögn í Morgunblaðinu 24. f. m., þar sem segir frá bæjarstjórnai- fundinum 22. f. m. Þar er sleg- íð föstu að tillögur þær sem þar komu fram um húsnæðis- mál og fleira væru aðeins fá- nýtt hjal, eða tilefnislaust blað- ur. Þessu til sönnunar eru svo birtir kaflar úr ræðu háttvirtra bæjarfulltrúa og borgarstjóra í þeim ræðum er beint og ó- beint viðurkennt, að bæta þurfi húsakost bæjarbúa. Það er líka viðurkennt að sjálfstæðismeiri- hlutinn í bæjarstjórn treysti ekki einkaframtakinu einu til að leysa öll vor vandamál. Bæjarstjornarmeirihlutinn viðurkennir því blátt áfram að hér verði hið opinbera að láta til sín taka. Enda er það löngu viðurkennt með byggingu Höfðaborgar og Melahúsanna. Borgarstjóri segir þarna, að yfir Reykjavík hafi gengið veltiár. Já, rétt er nú það. En hverjir eru ávextirnir? Bærinn hefur orðið að neyðast til að innheimta gjöld sín fyrirfram, eins og þegar fátæklingar þurfa að fá kaupið sitt fyrirfram, og þúsundir fólks þurfa að búa í aumustu hreysum erlendra her manna, kjallaraholum oj geymsluskúrum. Hvar ætli fólk ið hefði búið, ef veltiárin hefð .i ekki komið? Það er reyndar alveg rétt áð veltiárin komu, og nokkrir borg arar þessa bæjar urðu forrík- ir, en ,þau hefðu áreiðanlega getað náð til allra bæjarbúa hefði betur verið á haldið af forráðamönnunum og einstakl- ingamir margir sýnt meiri þegnskap og skilning á fjár- málum og alvarlegum viðfangs efnum þessara alvöruþrungnu tíma. „Það er gróandi í • fram- kvæmdum bæjarins11, segir hátt virtur borgarstjóri. Það er rétt, margt hefur ver- ið gert, sem vel er, aukið raf- magn, hitaveita, bættar götur. Höfðaborg og fleira er á leið- inni, skólar, vatn og 80 eins og tveggja herbergja íbúðir o.fl, En hvað leysir þetta margar fjölskyldur úr bröggum og lé- legum skepnukofum? Eftir svo sem 1 til 2 ár komast hér um bil 80 smáfjölskyldur, sem bá verða hælislausar, undir þak. í fáum orðum sagt: Eftir góðærið getur að líta Reykvíkinga í „lúxus“íbúðum og óhófslifnaði. Eftirgóðærið getur að líta háar hallir til að selja í hé- góma og gagnslausa muni. Eftir góðaærið á Reykjavík- urbær um 100 endingarlausar og undirstöðulausar íbúðir fyr- ir fátæklinganna. Eftir góðærið segir bæjai- stjómarmeirihlutinn: Það er gróandi í framkvæmdum bæj- arins. Á þessum umrædda fundi hafa komið fram ákveðnar ósk'ir um þátttöku ríkisins í húsnæðismálunum. Eg get vel fallizt á að það sé rétt og sjálf- sagt, enda verður slíkt ríór- mál ekki afgreitt á viðunandi hátt nema með fullum skiln- ingi allra hugsandi og leiðandi manna. En afstaða þings og stjórnar hefur til þessa ekki verið sérstaklega glæsileg í þessum efnum, að minnsti gagnvart alþýðu kaupstaðanna. 'Vegna bygginganna í sveitun- um og til endurreisnar á þeim, var Bygginga- og landnámssjóð ur stofnaður og olli straum- hvörfum í sveitunurh en fyrir kaupstaðina var ekkert gert sem samsvaraði því. Lögin um verkamannabústaði voru knúixi fram gegn vilja allra íhalds- afla í landinu, og gerðu þau mikið gagn. Árin fyrir þessa styrjöld voru svo settar full- ar hemlur á flestar bygginga- framkvæmdir vegna kreppu, fátæktar og innilokunarstefn- unnar. Þegar svo „veltiárin“ komu ^öðluðust peninga- og stríðsgróðamenn möguleika td að hagnýta sér framkvæmda- leysi fyrirstríðsáranna, sem nú kom fram Lhúsavöntun og gíf- urlegu .gróðrabralli með hús. Einkaframtak fátækra eii> staklinga var að sækja stór- kostlegt fjármagn á rándýran peningamarkað. Það vita allir að hagstæðustu lán bygging- anna (Veðdeildin) eru svo lág að þau koma að tilfinnanlega litlum notum. Á þessu hefur af ríkisvaldinu enn ekki verið ráðin bót. Þá vita og allir hve gegndarlaust okur hefur átt sér stað í húsabraskinu, og þar virðist lítið hafa bólað á verð- lagseftirliti. í málefnasamningi núverandi ríkisstjómar virtist mér frek- ar lítil áherzla lögð á bygginga málin og þeim frekar beint til einstaklinganna. Það, sem Alþingi hefur mest gert í þessum málum, er setn- ing húsaleigulaganna og þykja þau á margan hátt lítt hafa til bóta orðið. En um þau skal • ekki rætt hér að þessu sinni. í niðurstöðuályktunurú bæj- arstjómarfundarins er skýrt frá að bæjarstjórn hafi skipað nefnd til að athuga þátttöku bæjarins í byggingamálunum. sama hafi og' Alþingi falið rík- isstjórninni að láta gera Mikil eru verkin mannanna!! Eftir húsnæðisleysið sem allir þekkja í 5 árin síðustu, eru skipaðar nefndir til athuguxi i ar á málinu. Þetta er skrípa- leikur hins opinbera valds í mesta nauðsynjamáli bæjarins Veita þessar nefndir húsa- skjól? Nei! og aftur nei! Og þeim er heldur ekki ætl- að að gera neitt. Því í ályktun- inni segir svo: „Er og ólíklegt, að frekari í- búðabyggingar af opinbetri hálfi mundu, eins og nú er um aðstöðu til framkvæmda þ. á m. öflun byggingarefnis, verða til að auka byggingar, heldur til að hindra einstaklinga í framkvæmdum þeirra“. Þetta er sennilega ákveðin yfirlýsing. Opinberar íbúða- byggingar myndu draga úr byggingum einstaklinga. T. d bíóbyggingum eða kirkju, veit- ingahúsum e. þ. u. 1. Hvaða byggingar heldur þú. lesandi góður, að séu nauðsyn- legastar? Braggabúi. SUðBbln Reuhfa- ullir lelsl I dai Skákþing Reykjavíkur hefst í dag. Keppt verður í þremur flokkum: Meistaraflokki, fyrsta og öðrum flokki. í meistara- flokki eru 12 þátttakendur, í 1. flokki 12 og í 2. flokki 9. Ekki verður hægt að leyfa á- horfendum aðgöngu að þinginu, að svo stöddu, vegna of lítils húsnæðis, en verið er að at- huga möguleika á að fá úi* því bætt. Dregið var í fyrrakvöld um niðurröðun í flokkana og varð hún þessi: í meistaraflokki' 1 Hafsteinn Gíslason, 2. Sturla Pétursson, 3. Guðmundur Á- gústsson, 4. Benóný Benedikts- son, 5. Magnús G. Jónsson, 6. Pétur Guðmundsson, 7. Krist- ján Sylveríusson, 8. Aðalsteinn Halldórsson, 9. Bjarni Magnús- son, 10. Steingrímur Guð- mundsson, 11. Lárus Johnsen og 12. Einar Þorvaldsson. Núv^randi Reykjavíkurmeist ari er Magnús G. Jónsson. í fyrsta flokki varð niðurröð unin þessi: 1. Þórður Þórðarson, 2. Guðmundur Guðmundsson, 3. Ólafur Einarsson, 4. Dómald Ásmundsson, 5. Böðvar Péturs- son, 6. Gunnar Ólafsson, 7. Gest ur Pálsson, 8. Ingimundur Guð- mundsson, 9. Sigurgeir Gísla- son, 10. Róbert Sigmundssón. 11. Jón B. Helgason og 12 Björn Svanbergsson. í öðrum flokki er niðurröðun þessi: 1. Eiríkur Marelsson, 2. Eyjólfur Guðbrandsson, 3. Eirík ur Bergsson, 4. Valdimar Lárus- son, 5. Hafsteinn Ólafsson, 6. Jón Þ. Árnason, 7. Ingólfur Jónsson, 8. Skarphéðinn Pálma- son og 9."Guðmundur V. Guð mundsson. . Fyrsta keppni í meistara- flokki hefst á morgun, mánu dag og keppa þá þessir: Haf- steinn Gíslason við Einar Þor- valdsson, Sturla Pétursson við Lárus Johnsen, Guðmundur Ágústsson við Steingrím Guð- mundsson, Benóný Benediktss. við Bjarna Magnússon og Magn ús G. Jónsson, Reykjavíkur- meistari við Kristján Sylveríus- son. — Þeir, sem taldir eru á undan, leika hvítuí Skákstjóri er Guðmundur S Guðmundsson. Músíksnobbarnir og jassinn Torfi skrifar Bæjarpóstinum eft- irfarandi bréf um Helga Hjörvar, jass og æðri tónlist. „Til allrar hamingju var ég ný- búinn að flýta klukkunni en nærri lá að ég missti af útvarpsþætti Helga Hjörvar á sunnudagsmorg- uninn var. Og þegar síðu^tu tón- arnir í undirleiknum hljóðnuðu. greip mig óviðráðanleg löngun til að láta í ljós þá skoðun, að hinn dramatíski samanburður á „Sunm,- degi selstúlkunnar“ og jasslögum, og meðfylgjandi orð hafi haft þvex'- öfug áhrif við það sem ætlunin Næturlæknir er í læknavarðstof- unni í Austurbæjarskólanum, sími 5030. Næturvörður er í Lyfjabúðinni Iðunn. Helgidagslæknir er Bergsveinn Ólafsson, Ránargötu 20. sími 4985. Næturakstur í nótt: Hreyfill. sími 1633. Aðra nótt: Bifröst, sími 1508. Ljósatími ökutækja er frá kl. 18.30 til 6,50. Útvarpið í dag: 10.30 Útvarpsþáttur (Helgi Hjörvai. 11.00 Morguntónleikar (plötur): Sónötur eftir Beethoven. a) Sónata i G-dúr, Op. 31, m.. 1. b) Sónata í Es-dúr, Op. 31, nr. 3. c) Sónata í Fis-dúr, Op. 78 13.00 Bænda- og húsmæðravika Búnaðarfélags íslands. — Er- indi: (Dr. Halldór Pálsson ráðunautur, frú Viktoria Bjarnadóttir). 14. 00 Messa í Hallgrímssókn (séra Sigurjón Árnason). 15.15—16.30 Miðdegistónleikar (plöt ur): a) Pétur Jónsson syngur. b) 15.45 Moments Mocicaux eftir Schubert. c) 16.10 Le Cid- danssýning- arlög eftir Massenet. 18.30 Barnatími (Pétúr Pétursson o. fl.). 19.25 Hljómplötur: „Liðandi stund“ lagaflokur eftir Boyce. 20.20 Samleikur á viola og píanó (Sveinn Ólafsson og Fritz Weisshappel): Sónata í F-dúr eftir Bee- hoVen. 20.35 Erindi: Ferð í Öskju (Ólafuj: Jónsson framkvæmdastjóri frá Akureyri). 21.05 Lögreglukórinn syngur (Matt- hias Sveinbjörnsson stjórnar). 21.25 Upplestur: Úr ritum Theo- dóru Thoroddsen (frú Aðal- björg Sigurðardóttir). 21.45 Hljómplötur: Guilhermina Suggia leikur á-celló. 22.05 Danslög. Útvarpið á morgun: 13.00 Bænda- og húsmæðravika Búnaðarfélags íslands. — Er- indi: (Hallgrímur Þorbergs- son bóndi á Halldórsstöðum. frú Dagbjört Jónsdóttir, frú Aðalbjörg Sigurðardóttir). 18.30 íslenzkukennsla, 2. flokkur 19.00 Þýzkukennsla, 1. flokkur. 19.25 Bænda- og húsmæðravika Búnaðarfélags fslands. — ár- var, því ekki efa ég að Helgí Hjörvar sé einn af þeim vel meix1- andi mönnum sem halda að for- dómar sínir séu algild sannindi Eg held að árangurinn hafi orðið þessi: Nokkrir tónlistarsriobbar hafa sannfærzt um að Helgi Hjörv- ar sé einn hinna réttlátu. Einhver ungmenni sem hlustuðu hafa feng- ið staðfesta þá barnalegu skoðum að danshljómlist nútímans, jassinr. og sönglög eins og „Sunnudagur selstúlkunnar" — það sem í al- mennu tali er nefnt „æðri tónlist"' séu algjörar andstæður, fjandsam- leg öfl, sem berjist upp á líf og dauða um hverja sál; hafi æsku- maður gaman af að dansa eftir jasslagi eða hlusta á slíkt, sé hann um leið fallinn í spillingarfen að eilífu, útskúfaður frá hreinleika- sælu sönglaga eins og Sunnudags- selstúlkunnar“. Það eru ekki nema fá ár síðan rektor Háskóla íslands bannfærði jassinn í setningarræðu sem hina ægilegustu siðspillingu (en sú afstaða kann að hafa verið fengin að láni í Berlín), og ræðan var meira að segja prentuð í Þjóð- viljanum! Ruglandi I samanburði Helga Hjörvar á sunnudaginn var liggur fyrst eg fremst sú villa, að hann bar sar.i- an það sem ekki er sambærilegt vegna eðlismunar. Jassinn er fyrst og fremst dansmúsík, og. er því sambærilegur við dansmúsík frá tímum Óla Bulls, en ekki sönglög. Nú á tímum eru samin hér á L- landi, og í öllum menningarlönd um, sönglög á borð við Sunnudag selstúlkunnar, og þau eru metin af ungum og gömlum nú eins og þá. En tuttugasta öldin hefur borið með sér nýja dansmúsík, jassinn,. sem orðið hefur alþjóðlegri en nokkur dansmúsík áður, heimurinri Hefur minkkað og þjóðirnar eiga fleira sameiginlegt. Barátta allra nöldrara heimsins hefur ekki dugað til að hindra að jassinn hafi fanð sigurför sem dansmúsík úr einu landinu í annað. Þeirri staðreynd verður ekki breytt héðan af. * Nútímaæskan kann að meta góða tónlist En hinu virðast herforingjamír í baráttunni við jassinn gleyma, að samtímis þessu hefur margfalduZt áhugi ungs fólks fyrir „æðri tór, list“. Hér á landi, og þá einkum í bæjunum, er þetta áberandi. Inn- lendur tónlistarskóli veitir árlega tugum ungmenna ágæta tónlistai- fræðslu, útvarpið flytur mikið af beztu tónlist heimsins inn á nærrf hvert heimili, sem vill hlusta. Og: þá kem ég að því atripi, sem að vísu getur varla orðið annað en fullyrðing: Eg held að fleiri æsku- menn, piltar og stúlkur, hlusti á Framhald á 5. síðu. indi: Viðhorf bænda og neyt- enda til landbúnaðarins (Haf- steinn Pétursson bóndi á Gunnsteinsstöðum). 20.30 Samtíð og framtíð: Málmarn- ir (dr. Jón E. Vestdal). 20.55 Hljómplötur: Leikið 'á sekkja- pípu. v. 21.00 Um daginn og veginn (Sig urður Bjarnason frá Vigur). 21.20 Útvarpshljómsveitin: Norræn þjóðlög. — Einsöngur (ungfrú Guðrún Þorsteinsdóttir): a) „Fjólan" eftir Mozart. b) Þjóðlag eftir Schubert. c) „Kennst du das Land“ eftir Thomas. d) „Ein sit ég úti á steini“ eftir Sigfús Einarsson.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.