Þjóðviljinn - 13.03.1945, Blaðsíða 1
10. árgangur.
Þriðjudagur 13. marz 1945.
61. tölublað.
KÍiStFÍD j
tlmsáfrarundírbúníngur í Danzíg og Gdynía
Tilkynnt var. í sérstakri dagskipun frá Stalín
marskálki í gær, að hersveitir Súkoffs marskálks
hefðu tekið borgina Kiistrin.
Borgin er við Oder, þar sem Warthe rennur í ána,
og er aðeins 65 km. frá Berlín.
Héraðsstjórar nazista í borgunum Danzig og
Gdynia hafa skipað svo fyrir, að allt skuli gert til að
búa borgirnar undir langa umsát.
Hersveitir þeirra Rokossovskis og Súkoffs tóku á
þriðja hundrað bæja og þorpa í gær.
Sovétherstjórnin hefur nú rof
ið þögn sína um bardagana í
Kustrin og tilkynnt töku borg-
arinnar.
Borgin er mestöll á eystri
bakka Oder, en ekki er annars
getið en að hverfin á vestur-
bakkanum séu lík?i á valai
rauða hersins, og er það því
óbein viðurkenning þess, að
hann sé búinn að fá öfluga fót-
festu þar, eins og mátt hefur
skilja á fréttum Þjóðverja. En
sovétherstjórnin hefur aldrei
nefnt það.
Kustrin hefur 20 000 íbúa. —
Eru þar talsvert miklar her
gagnaverksmiðjur, en mikilvæg
ust er hún sem -samgöngumið
stöð. Koma þar saman sjö járn-
brautir.
Má búast við að hún verði
miðstöð undirbúningsins undir
sóknina til Berlínar.
NÁLGAST DANZIG
Hersveitir Rokossovskis nálg-
ast Danzig frá þremur hliðum
og báðum megin við Vislu. Eru
þær aðeins 12 km. frá borginni
að sunnan. — Aðrar hersveit_
ir eru rúmlega 10 km. frá j
pólsku hafnarborginni Gdynia. j
í Norður-Pommern hefur \
þýzki herinn nú aðeins rúml.
110 km. langt og 20 km. breitt
svæði á sínu valdi.
KOLBERG
Miklir götubardagar eru háð-
ir í Kolberg, sem er eina hafr,-
.arborgin, sem Þjóðverja hafa
ennþá á sínu valdi á milli
Stettin og Danzig.
STÓRORUSTUR í UNG-
VERJALANDI
/
Undanfama daga hafa mikl-
ar orustur verið háðar á slétt-
i um Ungverjalands fyrir suð-
vestan Búdapest. — Þjóðverjar
halda uppi hörðum gagná
hlaupum í því skyni að komast
til Dónár. — Þeir hafa orðið
fyrir afar miklu manntjóni og
hergagnatjóni.
Þjóðverjar segja rauða her
inn sækja fram í áttina til
borgarinnar Banska Bystrica í
Tékkóslóvakíu.
Skaðabótanefnd
Bandamanna
í Moskvu
Stettinius utanríkisráðherra
■Bandaríkjánna skýrði svo frá í
gær, að skaðabótane'fnd Banda-
jnanna hefði tekið til starfa,-
hefur hún aðsetur í Moskvu.
Nefnd þessi á að ákveða skaða-
þótagreiðslur Þjóðverja í vörum.
Stofnun nefndarinnar var ákveð-
ín á ráðstéfnunni á Krím.
Rauð hersveit sœkir fram á austurvígstöðvunuvi.
8 f ranskir kvislingar
dæmdir
Átta jranskir kvislingar, þjón-
ar þýzku leynilögreglunnar, voru í
gœr dœmdir í París.
V'oru fjórir þeirra dærndir til
dauða, tveir til ævilangrar þrælk-
iinarvinnu og tveir í styttri fang-
elsisvist.
Svikari ráðinn af
dögum
Alræmdur svikari, Erling Sol-
hcim að nafni, var nýlega tekinn
af lífi.
Hann var nýkominn úr leiðangri
til fjaUa, sem liann fór í því skyni
að njósna um norska föðurlands-
vini, sem höfðu lagzt út til að
hjarga lífi sínu.
Þýzka leynilögreglan hafði borg-
að honum 100.000 krónur fyrir för-
ina, en hann var ráðinn af dögum
áður en hann gat komizt til aðal-
stöðva Gestapos á Victoria Terr-
asse til að gefa skýrslu.
(Frá' norska blaðajulltrúanum).
Batnandi heilsufar
á Finnmörk
Frá Kirkenes hefur frétzt, að síð-
ast liðnar vikur hafi heilbrigðisá-
standið í frjálsu héruðunum batn-
að talsvert.
Barnaveikin, sem um tíma var
skæð, er nú að minnka, og aðrar
farsóttir eru nú einnig orðnar væg-
ari.
Nauðsynlegustu lyf hafa verið
flutt til Finnmerkur og ástandið
í sjúkrahúsunum hefur verið lag-
að.
(Frá norska blaðajulltrúanum).
Japanar taka
franska Indo-Kína
Síðan Vichy-stjórnin samdi við
Japani á sínum tíma, hafa þcir ráð-
ið öllu, sem þeir hafa AÚljað, í
franska Indo-Kina, en um helgina
ákváðu þeir að sleppa allri kurteisi
og leggja landið opinberlega undir
sig.
Yfii'herstjórn Japana tilkynnti í
gærkveldi, að aílt landið væri á
sínu valdi nema norðvestur-horn-
ið þar sem nokkrar franskar her-
sveitir verjast enn.
Gengur vel á
Mindanao
Hernaður Bandaríkjamanna á
Mindanao, næststærstu ey Filipps-
eyja, gengur vel. Mótspyrna Jap-
ana er lin enn sem komið er.
Síðan innrásin hófst (á föstu-
dag), hafa Bandaríkjamenn tekið
fjögur þorp. Stefna þeir til Sam-
boangen. stærstu borgarinnar.
MYNDIRNAR SÝNA þýplca hermenn sem flúðu til Sviss
undan Bandamönnum og yoru kyrrsettir þar. Efri myndin
sýnir þá fara yfir landamgerin, en sú neðri svissneska landa-
mœraverði athuga vopn þeirra.
H M? tehilr austan Bimr
Bandaríkjamenn hafa þegar tekið tvo bæi austan
Rínar. — Annar þeirra er Linz. — Framsveitir þeirra
eru aðeins 3 km. frá aðalbílveginum (Autobahn) v frá
Limburg: til Kölnar.
Lokið hefur verið við að uppræta síðustu herflokka
Þjóðverja vestan Rínar andspænis Wesel.
Yfirráðasvæði 1. hersins aust
an Rínar er nú orðið 15x8 km.
á stærð, — þ. e. a. s. hann
hefur 15 km. kafla af eystri
bakkanum á sínu valdi og hef-
ur komizt 8 km. austur frá
fljótinu. —Bardagar eru ekki
mjög harðir þarna ennþá, og
ekki er búizt við að Banda-
ríkjamenn hefji stórsókn það
an fyrr en um leið ,og aðrir
herir Bandamanna leggja til
atlögu og halda yfir Rín á
mörgum stöðum.
Hodges hershöfðingi fór í
heimsókn yfir Rin í gær og
dvaldist nokkra klukkutíma á
eystri bakkanum.
í gær gerðu 1300 br^zkar
sprengjuflugvélar árásir á jár:v
brautarstöðvar fyrir austan
þennan „brúarsporð“ 1. hersins.
— í fylgd með þeim voru 700
orustuflugvélar.
1 KM. FRÁ KOBLENZ
Hersveitir úr þriðja hernúm
eru nú aðeins 1 km. frá Ko-
blenz. — Tóku þær 10 bæi í
gær á báðum bökkum Moselle.
Suður í Saar-héraði hafa
Þjóðverjar gert 20 gagnáhlaup
á síðastliðnum tveimur dögum.