Þjóðviljinn - 13.03.1945, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 13.03.1945, Blaðsíða 5
t>JÓÐVILJINN — Þriðjudagur 13. marz 1945 þJÓÐVILJl Útgefandi: Samciningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Hitstjóri og ábyrgðarmaður: Sigurður Guðmundsson. Stjórnmálaritstjórar: Einar Olgeirsson, Sigfús Sigurhjartarson. Ritstjórnarskrifstofa: Austurstrœti 12, sími 2270. Afgreiðsla og auglýsingar: Skólavörðustíg 19, simi 2181^. Áskriftarverð: í Reykjavík og nágrenni: Kr. 6.00 á mánuði. Úti á landi: Kr. 5.00 á mánuði. Prentsmiðja: Víkings'prent h.f., Garðastrœti 17. Verða launalögin upphaf að bættum búrekstri? „Kaupfélög og kaupmenn gegn sósíalistum“ •Þessa dagana er samvinnumönnum að berast febrúarhefti Samvinnunnar. Þetta er tímarit okkar allra, sem erum í kaup- félögum ixrnan Sambands íslenzkra samvinnufélaga, og raunar væri hægt til þess að ætlast að það flytti skoðanir þess fjöl menna hóps, sem telur að þeir sem þurfa að kaupa eða selja vöru, hver svo sem varan er, geri það sjálfum sér og þjóðar- heildinni haga|ilegast með því að mynda samvinnufélög og láta, þau annast viðskiptin. Ekki þarf að taka fram að sá fjöl- •menni hópur, sem samleið á að þessu marki, er um margt ósam- mála, meðal annars er þar að finna menn úr öllum stjórnmála- flokkum. Samvinnunni er ætlað að vera málgágn fyrir hinn sameiginlega áhuga allra þessara manna, og að vera með öllu hlutlausri um það sem þeim ber á milli innbyrðis og ekki kem- ur samvinnustefnunni við. Þannig hafa allir heiðarlegir og full- veðja leiðtogar samvinnumanna hugsað, en annað hljóð er nú í skrokk þeirra manna, sem gefa út Samvinnuna. í febrúarhefti Samvinnunnar birtist forustugrein, sem er einskonar dagskipun hinna „vísu feðra í Sambandinu“ og er að efni til á þessa leið: „Kaupfélög og kaupmenn eiga að mynda samfylkingu gegn sósíalistum. Það er bamaleg stefna liðinna tíma, ef kaupfélögin hugsa sér að. leysa kaupmennina af hólmi, nú ber að leggja megináherzlu á góða samvinnu kaupfélaga og kaupmanna“ í greininni er þetta orðað þannig meðal annars: „Þegar Samvinnan stækkaði um næst síðustu áramót, gerði ég mér far um að benda á markalínu milli samvinnustefnunnar og andstæðinga hennar og keppinauta. Eg komst að þeirri nið- urstöðu að kommúnistar væru höfuðandstæðingar samvinnunn- ar, því að þeir stefndu að tortímingu og algerðri eyðileggingu hins frjálsa samstarfs ... “ „Reynslan sýnir, að íslenzk kaupfélög og íslenzkir kaupmenn hafa svo að segja í félagi gert verzlunina innlenda. Áður fyir hefur einstökum mönnum úr báðum þessum herbúðum dottið í hug að þeir gætu algerlega sigrað hinn aðilann, en nú vita allir skynsamir menn, að sá sigur getur ekki unnizt, nema með allsherjar landsverzlun, en það hentar hvorki samvinnu- né sam- keppnismönnum. Þvert á móti geta kaupfélög og kaupmenn ekki annað, þegar á reynir, heldur en staðið hlið við hlið til að sjálfbjörgun mæti ásókn þeirra, sem vilja eyðileggja báða þessa aðila. Niðurstaða málsins verður því sú, að samvinnumenn og kaupmenn berjast af alefli móti ríkisverzlun kommúnista". Svo mörg eru þau orð Samvinnunnar og er full vissa fyrir að þau eru ekki töluð fyrir munn samvinnumanna almennt, en það er til athugunar fyrir samvinnumenn um land allt hvort þeir vilja ölly lengur hlíta forustu manna, sem telja sitt megin verkefni að etja samvinnumönnum gegn samvinnumönnum en mynda bandalag við kaupmenn. Stefna þesskra manna hefur komið beflega fram á tveimur síðustu aðalfundum S- í. S., þar hafa þeir gengið fram með vaxandi hávaða ,(sbr. stríðsyfirlýs- ingu síðasta fundar á hendur sósíalistum), en fylgi þeirra og tök á fundunum hefur staðið í öfugu hlutfalli við hávaðann, og ætti nú brátt að draga að því, ef samvinnumenn gera skyldu sína, að tónn þeirra næði háa c-inu og fylgið núllinu. Um síðustu mánaðamót lauk, með sigri, á Alþingi hinni þraut- leiðinlegu baráttu starfsmanna ís- lenzka ríkisins, fyrir því að sett væru mannsæmandi lauitalög. Hörð he'fur sú barátta verið ut- an Alþingis. og engu síður innan þess, svo óvíst er að nokkurt mál hafi átt jafn örðugt uppdráttar. sem þó var stefnumál ríkisstjórn- lar sem naut rí'flegs meiri hluta Alþingis, og sem enginn alþingis- maður vildi kannast við að hann væri á móti. Verður því ekki sagt að þeim, sem greiddu atkvæði gegni réttlæt- ismálinu, hafi farizt stórmannlega, og allra sízt stuðningsmönnum rík- isstjórnarinnar. En eflaust má þakka það drengilegri festu henn- ar að málið náði þó fram að ganga. Við undirbúning að setningu þessara nýju launalaga kom í ljós hið furðulegasta ósamræmi. Er fróðlegt í þvi sambandi að tilfæra eitt dæmi, þó það skipti ekki miklu máli eftirleiðis. Sú starfsstétt, sein undirritaður tilheyrir, tollvarðastéttin, hefur um langt skeið barizt harðri bar- áttu fyrir kjörum sínum, og talið sig vera a'fskipta samanborið við aðrar hliðstæðar ■ stéttir, t. d. lög- reglumenn og póstafgreiðslumenn, en á það hefur aldrei verið hhistað fyiT en nú. Tollverðir gerðu þá kröfu að verða settir í 8. launaflokk, sem nú er 10. flokkur með kr. 7800.00 full árslaun, auk verðlagsuppbótar. Þessi krafa var af ýmsum talin óhæfilega há, svo mikla hækkun, úr kr. 6420.00, væri ekki hægt ^ð samþykkja, meðal annars vegna þess að þá yrði að hækka aðrar sambærilegar starfsstéttir. Þó varð það nú ofan á að þessi krafa toll- varða var samþykkt. En þá kemur í ijps, eftir að Alþingi hafði fellt burt ákvæði 48. gr. launalagafrum- varpsisn. að þeir sem tollverðirnir voru að.bera sig saman við, og áttu að fá eins og þeir kr. 7800.00 árs- Iaun, höfðu undan'farin ár haft það og meira til. Þetta dæmi er ekki dregið hér fram til að metast við neinn, né sem umkvörtun, til þess er engin ástæða, tollverðir fengu sínar kröf- ur uppfylltar og eru ánægðir, held- ur til að sýna hvílíkt regin rétt- leysi hefur ríkt undanfarið og ó- samræmi milli heilla starfsstétta sem tvímælalaust eiga að sitja við sömu kjör. Skal svo útrætt um það. Þá liggur næst fyrir að leysa annan þátt starfskjaranna, sem er réttindi og skyhlur. Sú lausn getur ckki beðið. 1 sam'bandi við samþykkt launa- laganna virðast alþingismenn liafa fengið mikinn áþuga fyrir því máli, enda hefur ríkisstjórnin falið ein- um þeirra, próf. Gunnari Thor- oddsen, að undirbúa löggjöf um réttindi og skyldur starfsmanna, svo liægt verði að leggja frumvarp þar að lútandi fyrir næsta reglu- legt Alþingi. Væntum vér opinber- ir staffsmenn hins bezta af starfi Gunnars í þessu máli. Við undifbúning slíkra laga mun koma í ljós mikið ósamræmi, og ekki síður en í sambandi við launin. Sérstaklega mun vera tals- verður munur á daglegum eða vikulegum vinnustundafjölda hjá fólki sem vinnur þó hliðstæð eða samskonar störf. Á því verður auð- vitað að fást lagfæring. Það er ekki annað en blekking að telja tvo menn, sinn úr hvorri starfs- grein, með t. d. kr. 7800.00 í árs- laun, jafn vel launaða, ef öðrum er gert að skyldu að vinna 48 klst. á viku en hinn sleppur með 36 klst. Ásamt hæfileikakröfum verður að leggja vinnustundafjölda til grundvallar þegar laun manna eru ákveðin. Þá er eitt atriði i sambandi við réttindi, sem hefur verið og er einskis virt viðast hvar hér á landi, en sem er þó af flestum viður- kennt að meirU eða minna leyti — í orði. Það er réttur eldri starfs- manna fram yfir þá sem yngri eru í starfinu, til ftetur launaðri eða á annan hátt eftirsóknarverðari starfa. Það skal að yísu viður- kennt að með því móti er ekki fullkomlega tryggt að hæfasti mað- urinn verði fyrstur og síðan koll af kolli, en það eru þó mestar lík- urnar fyrir því, hafi á annað borð valizt hæfir menn til starfsins í upphafi. Enda er þessi regla við- urkennd að vissu leyti í hinum rtýju launalögum, þar sem ínenn vcrða að vinna 4—6 ár áður en þeir fá full laun og um leið viður- kenningu fyrir því að þeir séu full- gildir starfsmenn. Sú óregla og handahóf, sem gilt hefur fram á þennan dag, tryggir á engan hátt sérstökum hæfileika- mönnum betri aðstöðu, heldur þeim sem hafa „góð sambönd“. Er óþarfi að nefna dæmi í því sam- bandi, þau eru öllum að meiru eða minna leyti Jcunn. Að minnsta kosti verða að fara fram algjörð straumkvörf í rekstri þjóðarbúsins, til þess að beztu starfsmönnunum sé á hverjum tíma veitt sú viður- kenning sem þeim vissulega ber, og verður minnzt á það atriði síð- ar. » Samþykkt launalaganna virðist einnig ætla að hafa í för með sér aukinn áhuga ráðamanna þjóðar- innar fyrir bættu skipulagi á rekstri ríkisstofnana. Er það vel farið og sannar |iað sem frjálslynd- ir menn allra landa hafa haldið og halda fram, að því dýrara sem mannahaldið er, því meira leggja þeir sig frarn sem kaupa það, til að fá sem mest afköst, aðallega með því að bæta aðstöðuna og skipulagið og fullkomna tækin. ÍJt- koman verður auðvitað aukin framleiðsla, fjörugra viðskiþtalíf, þegar launþegarnir hafa eitthvað til að kaupa fyrir, og að öllu leyti betri búskapur. Rekstri ríkisstofnana og annarra hér á laiidi er mjög ábótavant. Og engum er það kunnara en einmitt starfsfólkinu sjálfu á hverjum stað. Þess vegna skal það endurtekið, að það er vel farið að alþingismenn skuli hafa fengið áihuga á því að ^ breyta um frá því sem ér og hefur t verið, enda mun ríkisstjórnin hafa í hyggju að láta rannsókn fara fram í þessum efnum, með það fyrir augum að draga úr útgjöld- um ríkissjóðs, og fá aukin afköst sbarfsfólksins. En það er vafasamt að sú rannsókn takist til hlítar, eða nái tilgangi sínum, nema haft sé að einhverju leyti samband við sjálft starfsfólkið á hverjum stað, í höndum þess eru hinar daglegu fram'kvæmdir, og það hefur að- stöðu til að sjá kosti þeirra og galla með skyggnari augum en yf- irmaðurinn, eða þeir sem fjær standa. Væri slíkra upplýsinga leit- að, kvnni margt að koma í Ijós sem mikla þýðingu hefði við þær tilraunir að bæta fyrirkomulagið á ríkisbúskapnum. Það gæti einnig, meðal annars, orðið upþhaf að því fyrirkomulagi, að hverjum einstökum starfsmanni væri gert það ljóst, að óskað væri eftir hugmyndum og tillögum frá honum, viðvíkjandi starfi hans og þeirri stofnun sehi hann vinnur við, sem væru svo athugaðar af þeim sem stjórnina hefðu á hendi, Slí'kt fyrirkomulag hlyti að styrkja sambandið milli yfirmanna og undirgefinna. Hinir síðarnefndu fengju aukinn áhuga á starfinu, og fyndu meir til ábyrgðar gagnvart því, þar sem velgengni þess væri svo mikið í þeirra höndum, auk þess sem slíkt niundi skapa heil- brigðan metnað milli manna og stofnana. Jafnframt því hlytu af- köstin að aukazt. Með þess háttar fyrirkomulagi einu, væri hægt að velja af ein- hverju viti í yfirmannastöður, að frágbnginni fyrrnefndri reglu um að láta starfsaldur ráða. En hvað sem ofan á verður í þessum efnum, er nú þegar Ijóst, að samþykkt liinna nýju launalaga hefur opnað augun á þeim sem áð- ur höfðu þau lokuð, fyrir þeirri nauðsyn, að hverfa frá rányrkj- unni á þegnum þjóðfélagsins, til ræktunar og fyllstu nýtingar á þeirri starfsorku sem látin er í té ,og fósturjörðin gerir kröfu til. Karl Halldórsson. Tímatal og öskulög Dauðaslys Síðastl. laugardag vildi það slys til, að Guðmundur Guðmundsson, bóndi í Grænanesi, féll í Grjótá í Steingrímsfirði og dru'kknaði. Framh. af 3. síðu. Höfn, þar sem Þjóðverjinn réð. — Ekki lét hann þó þetta á sig fá, heldur tók til á nýjan leik við tímatalsrannsóknir sínar og lauk doktorsritgerðinni á furðulega skömmum tíma. Hún er því með nokkrum hætti ástandsbarn, en hvergi kennir þess. III. Doktorsritgerð Sigurðar Þórar- inssonar ber vott um mikinn lær- dóm og leikni í meðferð heimilda. Efnið er víða til fengið, og virðist höfundurinn þaulkunnugur íslenzk um annálum sem nýjustu jarð- fræðiritum á erlendum tungum. Ritgerðin skiptist i allmarga kafla, sem virðast sundurleitir nokkuð við fyrstu sýn, en orka þó allir í þá átt að skýra viðfangsefnið sjálft Fyrst er inngangurinn; þar sem höf undur lýsir tímatalsrannsóknum jarðfræðinga almennt og markmiði öskurannsóknanna sinna sérstak- lega. Þá kemui' annar aðalkafli ritsins, sem fjallar um eyðingu Þjórsárdals (60 bls.). Er þar fyrst sögð saga dalsins, en siðan lýst rannsóknum- höfundar á jarðvegi þai' og öskulögum. Loks eru færð að því gild rök. að þessi fagra sveit hafi eyðzt í hinu mikla Heklu- gosi árið 1300. — í næsta kafla segir frá eðli öskunnar og gerð, efna- og litrófsgreiningu hennar. á- hri'fum veðráttu á öskufall, og er Öskjugosið mikla árið 1875 tekið sem dæmi um þetta, en þá barst askan á 11 stundum frá Dyngju- fjöllum til Noregs. Margt fleira er rakið í þessum kafla, og er hann gagnmerkur. — Þessu næst kem- ur svo hinn síðari meginkafli bók- arinnar, og ræðir þar um rannsókn- ir á jarðyrkju hér til forna. Frjó- greiningar höfundar hafa leitt í ljós sem ætla mátti, að í þann mund er Þjórsárdalur byggðist, hefur skógurinn eyðzt, en grasgróður aukizt að því skapi, enda virðast fornmenn hafa kostað kapps um að eyða skóginn ekki aðeins með brandi, heldur og með báli. Síðan virðast þeir hafa tekið til við korn- yrkjuna og ræktað bygg mest, en auk þess hafra, einkum í fyrstu. Einkennilegt ef það, að þarna í dalnum fannst frjó af tveim plönt- um, sem ekki vaxa þar nú né ann- arssþaðar á landinu. En báðar voru þær notaðar til ölgerðar, og ef því líklegt, að þær haf'i verið ræktaðar hér til forna. — í síðasta kaflanum segir höfundurinn svo frá þeim ummerkjum, er hann fann um eyðingu skóga með eldl, en um öll Norðurlönd tiðkaðist það áður fyrr, að menn brenndu mörkina, er þeir þurftu að auka út akra sína eða tún. Hér hefur verið stiklað á stóru um efni þessarar bókar, enda ekki annars kostur. Þó munu menn sjá, að það kemur víða niður og tekur mjög til sögu þjóðarinnar og at- vinnuhátta, enda er þessu þannig farið. — Saga vor er frá öndverðu mörkuð mjög af náttúru landsins, meira en annarra þjóða, mótuð af ísi þess og eldum, harðviðrum þess og einangrun. Engin önnur þjóð hefur með slíkum þjáningum sem vér komizt í kynni við hanvslaus náttúruöfl, engin önnur þjóð á jafn niiklar heimildir um þau. Þjóðar- sagan verður aldrei sögð né skilin rétt fyrr en við vitum meira en nú um náttúru landsins, loftslag- ið, gróðurfarið, fiskigengdina, og þær breytingar er þetta hefur tek- ið frá því, er landið byggðist. IV. Tefrokronologi, öskutímatal, er nýtt orð, nýtt hugtak og ný rann- sóknaraðferð, sem Sigurður Þórar- insson hefur lagt í hið mikla og gagnsama bú vísindanna. Það var ánægjulegt, að tslendingpr skyldi verða til þessa. Hitt skiptir þó meira máli, að okkur mun reynast þetta gagn með sæmd, því að það mun sannast, að öskulögin, sem liggja falin í moldum landsins, eiga eftir að auka drjúgum við þekk- ingu okkar á sögu og atburðum liðinna alda. Sigurður Þórdarinsson er ungur maður, rúmlega þrítugur, en þó hefur hann þcgar getið sér góðan orðstír sem jarðfræðingur, ekki að- ,eins um Norðurlönd, heldur einnig á Englandi og í Ameríku. Hann hefur nú sýnt, svo að ekki verður um villzt, að hann er fullveðja fræðimaður, sem mikils má vænta af í framtíðinni, ef allt fer með felldu og hann verður ekki brauð striti að bráð, þegar heim kemur. Pálmi Hanncsson. (ÞjóSviljanum hejur ekki tekizt að ná i þeesa merku mók Sigurðar Þórarinssonar. Ritdómur Pálma Hannessonar cr prentað- ur ejtir Tímariti Máls ocj menningar, með leyji höjundar). Kröfur Hiífarmanna Framhald af 2. síðu. er sett það skilyrði að hlýða valdboði bæjarstjómarinnar hvenær og hvernig sem stendur á um að fara niður á bryggju og afgreiða skip, og þeir sem ekki hlýði, verði reknir úr vinn unni. Þar sem með nefndri sam- þykkt bæjarstjórnarinnar, sjálfsákvörðunarréttur verka- manna er fótum troðinn og fyr- ir borð borinn, á þeirri forsendu eru mótmæli þessi byggð. Hinsvegar lýtur fundurinn ’svo á að vinna við framleiðslu- tækin í bænum eigi eðlilega að sitja fyrir vinnuaflinu, en verkamenn eigi að ráða því sjálfir hjá hvaða atvinnurek- anda þeir vinnan og leiga eða framsal á verkamönnum, eins og í samþykkt bæjarstjómar- innar er gert ráð fyrir, sé ó hæfa sem ólíðandi sé. Þá samþykkir fundurinn að mótmæla harðlega brottrekstri þeirra Sigurðar T. Sigurðsson- ar, Hermanns Wendels, Péturs Kristbergssonar og Marteins Friðjónssonar, sem reknir hafa verið úr bæjarvinnunni fyrir þær sakir að vilja ráða sjálfir hjá hvaða atvinnurekanda þeir vinna. Felur fundurinn stjórn Hlífar og trúnaðarmannaráði að gera hverjar þær ráðstafanir er þurfa þykir til þess að leiða mál þetta til lykta á viðunandi hátt. HLÍF MÓTMÆLIR Þriðjudagur 13. niarz 1945 — ÞJÓÐVILJINN BANDABIKIN c : Bókin fjallar um hina miklu og voldugu þjóð í vestrinu. Baráttu framgjarnra manna til að geta lifað lífinu frjálsir og jafnir, sem óhikað hafa fórnað öllu fyrir frelsi og mannréttindi. Bókin hefur komið út á flestum tungu- málum heims, og alls staðar verið talið hin merkasta, enda rituð af einum frægasta rithöfundi Bandaríkjanna, Stephen Vincent Benét, sem nýlega er látinn. Af bók þessari geta íslendingar mikið lært, ekki sízt í sambandi við verndun lýðræðisins og framtíðardrauma þjóðarinnar. Verður því hver fróðari eftir en áður við lestur þessarar bókar. BANDARIKIN fási mú hjá öílutn bóksöfutn* KÍNVERSK liersveit á leið til Lunglcing í Suðvestur-Kína, sem er nú á valdi Kínverja ejtir harðar orustur. vín n u n a. Verkamannafél. Hlíf hélt fund um þetta mál s. 1. föstu- dag og voru þar samþykkt eft- irfarandi mótmæli með 69 atkv. gegn 16: „Út af deilu þeirri sem bæj- arstjórn Hafnarfjarðar hefur stofnað til við Verkamannfélag ið Hlíf, þar sem rofið er sam- komulag, er gert var á s.l. vori, með samþykkt bæjarstjómar 13. febr. s. 1. þar sem verka- mönnum 1 bæjarvinnunni ern sett þau skilyrði að þeir verði að yinna við afgreiðslu skipa, þegar þess er óskað og þeim verkamönnum er ekki sætti sig við þau skilyrði verði ekki hafðir í vinnu hjá bænum, samanber brottr^ekstur fjögurra verkamanna úr bæjarvinnunni. þá ályktar fundur haldinn í Verkamannafélaginu Hlíf 9 marz 1945 að það sé að vriu rétt og sjálfsagt að framleiðsl- an sitji fyrir því vinnuafli seni til er í bænum, þegar þess er þörf, en hinsvegar vilji né geti verkalýðurinn ekki sætta sig við að vera sviptur þeim rétti að mega sjálfur ráða hjá hvaða atvinnurekanda hann vinnur í hvert sinn. Þess vegna telur fundurinn £ að leiga eða framsal á verka- í mönnum eins og fram kemur í ofangreindri samþykkt bæjar- í; stjórnarinnar, sé kúgun sem ekki sé hægt að þola. Og hefndarráðstafanir á hendur hinum fjórum verka- mönnum sem reknir hafa ver- ið úr bæjarvinnunni, sé fólsku verk sem ólíðandi sé og krefst þess að þeir séu teknir aftur í Æ. F. R. Fundur í 3. sellu í kvöld kl. 8.30 á venjulegum stað í Vesturbænum. Þar að auki telur fundurinn að samkvæmt gildandi sam.i- ing milli Hlífar og Hafnar- fjarðarbæjar hafi bæjarstjórn ekki heimild til þess að krefj- ast þess að verkamenn ráði sig í bæjarvinnu með þeim skil- málum að þeir séu skyldir til þess að fara í vinnu hjá öði- um atvinnurekendum eftir a- kvörðun bæjaiyfirvaldanna, hvenær sem er og án ábyrgðar bæjarins á viðkomandi verki. Þess vegna samþykkir fund urinn að mótmæla harðlega nefndri samþykkt < Bæjarstjórn ar Hafnarfjarðar og brott- rekstri hinna fjögurra verka- manna úr bæjarvinrfunni og felur stjórn félagsins að koma þessum mótmælum á fram- færi við viðkomandi aðila og hafa á hendi viðræður við bæj- arstjómina um þessi mál“. HAFNFIRZKIR VERKAMENN MUNU STANDA FAST SAM- AN UM SJÁLFSÁKVÖRÐ- UNARRÉTT SINN Hafnfirzkir verkamenn Iíta svo á, að þetta tilskipanabrölt bæjar- stjórnarinnar sé næsta hjákátlegt, þar sem fást mundu nægir menn til skipaafgreiðslu þótt slíkar „dag- skipanir” væru ekki gefnar út. Komi niörg skip inn í einu getur það komið fyrir að halda þurfi á öllum þeim mannafla, en þess eru einnig dæmi, að þegar bæjarvinnu- mennirnir hafa verið sendir á bryggjuna hafa aðrir ekki fengið vinnu. Tilskipun b æ j a r s t j órn ar in n ar virðist með öllu óþörf og einna helzt 'gerð til þess að láta verka- memi finna til máttar og „valds“ bæjarst j órnarinnar. Verkamenn ha'fa lýst því yfir, að þeir telji að framleiðsluiþörf eigi að ganga fyrir, og myndu því nægir menn fást með frjálsu samkomulagi, án vald- boðs og eru Verkamennirnir því ákveðnir að standa fast saman um sjálfákvörðunarrétt sinn. ÁLFHÓLL Sjónleikur í J. L. 26. sýning. Annað kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4 NÆST SÍÐASTA SINN. 5 þáttum eftir Heiberg. í dag. Móðir okkar MARGRÉTÞÓRÐARDÓTTIR * Lindarbæ, verður jarðsungiu frá Oddakirkju föstudagrinn 16. marz n. k. kl, 2 e. h. Ásgeir Ólafsson, Ólafur Ólafsson, Þórður Ólafsson, Ragnar Ólafsson. Orval er komið út Fyrsta hefti Úrvals á þessu ári er komið út, og flytur það að vanda margar greinar um ýmisleg efni, sem teknar eru úr timaritum og bókum víðs- vegar um heim. Meðal grein- anna má nefna: „Vítamín-bu- skapur Íslendinga“, úr bók Júl- íusar Sigurjónssonar læknis „Mataræði og heilsufar á ís- landi.“ Úrval hefur áður birt útdrátt úr þessari bók, og er mikill fengur að því, því að almenningur mun ekki eiga að- gang að henni. Þá er grein um myndlist, „Það er tízka — en er það list?“, Nýjar slökkviað- ferðir“, Hversvegna svo marg- ir?“, , Fiskibúið í Skotlandi" (fjallar um merkilegar fiski- ræktartilraunir), „Dásamlegur kvalastillir“, „Bjórinn“. „Arf- taki Churchills“, „Er hægt að lengja starfsævi mannsins?“, ,„Sannleikur og ættjarðarást", „Maðurinn konunnar sem mál- aði meistaraverkið“ (smásaga), „Upphaf bókmenntanna“, „Fisk veiðar Norðmanna“, „Hver ert þú?“ (athyglisverð grein um nýungar í sálarfræði). Fleiri NYKOMIÐ: Náttkjólar og undirföt úr prjónasilki og satíni. Verzlun H. Toft Skólavörðust. 5. Sími 1035. Bazar Nordmannslaget Prjónaklúbbur kvenna í Nor- mannslaget hefur haldið bazar s. I. 3 daga ú Hverfisgötu 116. Munirnir á bazarnum voru að mestu leyti eigin viniia, kvennartna og að nokkru leyti gjafir. Árangur bazarsins var miklu meiri en menn höfðu gert sér vonir um. Alls komu inn kr. 15.275 og verður féð not- að til að kaupa skó'fatnað lianda bágstöddu fólki í Noregi. greinar eru í heftinu, sem ekki verða taldar hér, og loks er útdráttur úr bók, „Ævi hins ó- fædda manns“, sem lýsir á fróð legan og skemmtilegan hátt þróun fóstursins í móðurlífi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.