Þjóðviljinn - 13.03.1945, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 13. marz 1945.
7
ÞJÓÐVILJINN
Mikkjel Fönhus:
Hrakningar bjóraf jölskyldunnar
Þetta voru heldur ekki fyrstu bjórarnir, sem sáu það.,
En það var orðið langt síðan þeir höfðu verið# hér.
Hvernig sem á því stóð, höfðu þeir flutt. Það getur
vel verið, að þeir hafi verið búnir að fella öll smátré
kringum tjörnina og naga svo mikinn börk, að lítið
hafi verið orðið um fæðu.
En bjórahúsið stóð enn. Það var stórt hús sunnan
við tjörnina, náði níu álnir upp á land og langt út í
vatnið.
Það var auðséð, að húsið hafði verið lengi í eyði.
Allt trjásmælki úti og inni var orðið feiskið og fúið.
En húsið sjálft var traust að sjá. Það var grasi gróið
að ofan.
Bjóramamma hafði séð þetta hús í fyrra sumar.
Hún steypti sér í vatnið, fann innganginn á augabragði
og skreið inn. Inni í húsinu lágu fúnar frjágreinar, sem
bjórarnir höfðu legið á. En hún fann líka dálítið, sem
hún vissi ekki hvað var. Eitthvað var það líkt steini.
\ en holt innan og fjarska létt', þegar hún tók það upp.
Bjórarnir stungu sér hver af öðrum og komu á eftir
henni inn í húsið.
t
Litlu seinna synti bjórapabbi yfir tjörnina og labb-
aði inn í skóginn til að kanna hann.
Skógurinn var þéttur. Hér og þar voru brotnir trjá-
stofnar, sem ekki voru sléttir í sárið, eins og eftir sög
eða öxi. Sárið var snubbótt og ójafnt. Bjórapabbi sá,
að þessi tré höfðu ekki fallið af mannavöldum. Hér
höfðu frændur hans verið að verki, einhvern tíma fyrir
löngu.
Fám 'dögum seinna hefði mátt sjá á mörgu að bjóra-
fjölskylda var komin að Svörtutjörn.
Sá atburður hafði "gerzt fyrir þrjátíu árum, að maður
neðan úr Grenidal hafði farið hingað úpp í skóginn
en aldrei komið aftur. Fólk hélt, að hann hefði drukkn-
að í Svörtutjörn og því voru margir smeykir við að
fara þar um.
En einn góðan veðurdag kom þó maður gangandi að
Svörtutjörn. Hann hafði poka á bakinu og öxi í hend
inni.
Hann hjó öxinni í mörg trén, sem hann fór frarn
hjá svo að hvítt ör kom í stofninn. Hann var að merkja
trén, sem átti áð höggva að vetri. Maðurinn, sem hafði
keypt skóginn í vor, ætlaði að fara að láta höggva þau.
7(itt ÞETTA
f
ERICH MARIA REMARQUE:
VINIR
*
Það er gömul hugmynd að
láta örninn tákna eitt og ann-
að. Fomþjóðin Etrúskar létu
amarmynd tákna styrk og vald
ríkisins. Hjá Rómverjum tákn-
aði örn með þanda vængi her-
sveitir þeirra. Keisarinn í Bys-
anton lét örninn tákna vald
sitt í austri og vestri. Prúss-
landskeisari gerði öminn að
skjaldarmerki ríkisins, og fleiri
þjóðhöfðingjar ■ fóru að dæmi
hans. Skjaldarmerki Prússlands
var svartur öm. Aftur á móti
var hvítur örn skjaldarmerki
Póllands. Napóleon lét örninn
tákna keisaradæmið Frakkland.
| Örninn var gerður að tákni
Bandaríkjanha á dögum Benja-
míns Franklins. En hann var
mjög á móti því og ritaði á þá
leið: „Eg vildi að örninn hefði
ekki verið gerður að tákni rík-
isins. Lifnaðarhættir hans eiu
óheiðarlegir. Hann aflar sér
ekki fæðu á ærlegan hátt. Oft
má sjá örninn sitja á grein og
horfa á haukinn, þegar hann er
að veiða fisk. Og þegar hauk-
urinn hefur náð fiskinum, ræðst
öminn að honum og tekur fisk-
inn af honum. Sjálfur er öm-
inn of latur til að veiða.“
skilningur?“ hvíslaði hún í
bænarrómi.
„Hver veit? Gæti ekki verið.
að hann hefði lagt þetta til
hliðar í laumi, til að geta grip-
ið til þess, ef illa færi?“
Hún stóð á fætur og nú /oiu
hreyfingar hennar ósjálfráðar
Hún kom nær mér. ♦„Jú, það
er satt. Eg veit að það er satt“,
hvíslaði hún. „Þessi lævísi!
Hann hefur nurlað saman pen-
inga, án þess að ég vissi. En
ég tek þá. Og ég skal eyða
þeim á einu kvöldi — hverjum
einasta eyri!“
Eg þagði. Þetta var nóg í
bráðina. Hún var að átta sig á
fyrsta reiðarslaginu — að Hasse
var dáinn. Því næsta varð hún
að taka eins og það var. Mér
datt í hug, að líklega mundi
hún fleygja sér í gólfið, þegar
hún frétti, að hann hefði hengt
sig. En hún um það. Það var
ekki unnt að vekja Hasse upp
frá dauðum hennar vegna.
Hún fór að gráta. Hún grét
hátt og ákaft með miklu tára-
flóði, eins og bam. Það tók
góða stund. Eg hefði viljað gefa
mikið til að hafa cigarettu vað
hendina. Eg get helzt ekki horft
á neinn gráta.
Að síðustu jafnaði hún sig.
Hún þurrkaði sér um augun
og klíndi dufti á andlitið án
þess að líta í spegil. Og hún
gleymdi að loka dósinni, þegar
hún lét hana niður í handtösk-
una.
„Eg botna ekkert í þessu,“
sagði hún lágt og veikróma.
„Eg skil þetta ekki. Harin
hefur líklega verið góður mað-
ur.“
„Já, hann var góður maður.“
Eg sagði henni hvar lögreglu-
stöðin væri, þangað yrði hún
að fara. en nú væri lokað þar.
Mér fannst, satt að segja rétt-
ast, að hún færi þangað ekki
strax. Hún hafði heyrt nóg
þennan daginn.
Þegar hún var farin kom frú
Zalweski út úr dagstofu sinni.
„Var ég áreiðanlega eini mað-
urinn sem var heima?“ spurði
ég og var bálreiður við sjálfan
mig.
„Já, þér og Georg. Hvað sagði
hún?“
„Ekkert.,,
„Það var það bezta.“
„Ekki er það nú víst.“
„Eg hef enga meðaumkun
með henni/ sagði frú Zalweski
ákveðið. „Ekki minnstu með-
aumkun.1
„Meðaumkun er líka einskis-
virði í þessum heimi,“ svaraði
ég önugur* „Hún er dulin gleði
yfir óhöppum annarra. Það vit-
ið þér. Hvað er annars orðið
framorðið? Mig langar til að
hringja til Patrice klukkan
sjö. En ég vil helzt ekki hafa
neina áheyrendur. Er hægt að
koma því svo fyrir?“
„Þér getið flutt símann inn í
eldhúsið, ef þér viljið. Snúran
er nógu löng. Fríða er farin og
það er enginn heima nema Ge-
org.“
„Það er ágætt,“ sagði ég
Eg barði að dyrum hjá Ge-
org. Það yar orðið langt, síðan
ég hafði talað við hann. Hann
sat álútur yfir borðinu og var
ákaflega vesældarlegur. Stór
pappírsbunki var á borðinu fyr
ir framan hann.
„Gott kvöld, Georg,“ sagði
ég. „Hvað ert þú að gera?“
„Fyrirtækið er að gera upp
reikninga sína og hætta,“ sagði
hann og brosti dauflega. ,,.Er
það ekki ágæt dægrastytting á
aðfangadagskvöld?“
Nú sá ég að það voru sundur-
rifnar stílabækur, efnafræðafor-
múlur og þessháttar, sem lá á
borðinu. Hann var magur og
náfölur. Eyrun voru eins og
þau væru úr vaxi.
„Hefurðu borðað í dag?“
spurði ég.
„Það kemur ekki málina
við,“ svaraði hann. „Það er ekki
sultinum að kenna. Eg get bara
ekki haldið áfram. Eg gefst
upp. Það er ekkert annað.“
„Fellur þér það illa?“
!,Já.“
„En líttu á mig, Georg. Held-
urðu að ég hafi ekki einhvern
tíma ætlað að ' verða eitthvað
annað en hljóðfæraleikari á
vændiskvennamarkaði eins og
Kafé Intemational?“
Hann sveigði fingurna afturá
bak svo að brakaði í þeim. „Ju,
ég skil það. En það er mér ekki
léttbærara fyrir því. Námið var
mér allt. En nú hef ég séð, að
þetta strit er til einskis. Til
hvers á ég eiginlega að lifa?“
Mér lá við að brosa, þó að
hann væri þjáningarlegur og
tæki sér þetta sorglega nærri.
„Þú ert flón. Heldurðu að þú
sért fyrsti maðurinn, sem gerir
þessa uppgötvun? Auðvitað er
allt tilgangslaust. Við lifum
ekki til að vinna eitthvað sér
stakt eða gera eitthvert gagn.
Svo einfallt er það ekki. Stattu
á fætur. Gerðu þig dálítið
snyrtilegan, og svo ferðu með
mér til Kafé Intemational og
gerir þér glaðan dag í tilefni af
að þú ert orðinn maður. Hingað
til hefurðu verið skóladrengur.
Eg sæki þig eftir hálftíma.“
„Nei,“ sagði hann. Hann var
alvarlega hugsjúkur.
„Jú. Þú kemur víst. Þú gerir
mér greiða með því. Eg veið
einn míns liðs og hlakka ekkert
til þess.“
Hann horfði á mig efabland-
inn. „Ef þér er áfram um það
—“ tautaði hann, „þá ætti mdr
auðvitað að vera sama.“
„Þarna sérðu,“ sagði ég
„Þetta er dágóð byrjun.“
-----Eg bað um samtal við
Pat klukkan sjö. Eftir þann
tíma var ekki nema hálft gjald,
og því gat ég talað helmingi
lengur við hana, en ég hefði
gert annars. Eg settist á borðið
í forstofunni og beið. Innan úr
eldhúsinu lagði fyrir þef af feiti
og káli. Mig langaði ekki til að
tala við Pat í því andrúmsloft.
Eftir stundarfjórðung fékk ég
sambandið og Pat kom strax í
símann. Þegár ég heyrði mjúka.
lága rödd hennar, varð ég svo
hrærður, að ég kom fyrst engu
orði upp. „Pat! Er þetta þú
sjálf?“ stamaði ég. ,.Eg sit
hérna á forstofuborðinu hennar
frú Zalweski — og ég skil ekki
— —. Hvernig líður þér, Pat?
Ertu á fótum?“
„Mér líður vel, elskan. Eg
sit í glugganum í herbergi míriu •
og er í hvítu baðkápunni. Það
er hríð úti.“
Eg sá þetta allt í anda. Hríð-
arfjúkið utan við gluggann og
Pat,þar sem hún sat álút í
glugganum.
„Guð hjálpi okkur, Pat. Þess
ir bölvaðir peningar! Ef ég ætti
peninga, mundi ég fara strax
með flugvél og vera hjá þér
í kvöld.‘
„Já, elsku------“
Hún þagnaði. Eg heyrði bara
suðið í símanum. „Pat, ervu
þarna?“
„Já — en þú mátt ekki minn-
ast á þetta. Mig fer að svima/
„Mig svimar líka,‘ sagði 'ég.
„Segðu mér, hvað þú hefur fyr-
ir stafni.“ Hún fór að segja mér
frá hinu og öðru. En ég tók
ekki eftir, hvað það var, hlust-
aði bara á rödd hennar. Eg
sat hálfbogin á borðinu beint á
móti villisvínshausum og eld-
húsdyrunum, þar sem matarþef
urinn var. En mér fannst hafa
opnast hlið inn í aðra veröld
og þaðan streymdi birta og yl-
ur. Hún kom með fagra drauma,
æsku og þrá. Eg lét fæturna
hvíla á stól, studdi hönd undir
kinn og starði á villisvínshaus
inn og eldhúsdyrnar. — En það
skipti engu. Eg sá kornakra í
gullnum kvöldroða og ég sá
skógarveg í fölgrænni birtu.
Röddin þagnaði. Eg dró anö
ann djúpt. „Það er yndislegt að
tala við þig, Pat. — Hvað ætl-
arðu að gera í kvöld?‘
„Það verður jóláhátíð hérna
í kvöld og byrjar klukkan átta.
Eg aétla að fara að búa mig.“
„í hvað kjól ætlarðu að
fara? „Silfurkjólinn?1*
„Já. Eg ætla í „silfurkjólinn.11
Eg var í honum þegar þú barst
mig inn ganginn forðum/
„Með hverjum verðurðu?“
„Ekki með neinum. Þetta
verður hérna niðri í salnum.
Allir verða þar.“
„Eg er hræddur um að þú
svíkir mig, þegar þú ert komin
í „silfurkjólinn“, sagði ég.
Hún hló. „Nei. Sá kjóll minn