Þjóðviljinn - 13.03.1945, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 13.03.1945, Blaðsíða 3
I>riðjudagur 13. marz 1945. ÞJÓÐ VILJINN 3 Menntasbólaleíkmrí tin; „Kappar og vopnK eftír Geörge B, Shaw ; Lárus Sígurbförossoö Úr þriðja þœtti: Frú Petkoff, Sergius, Louka, Bluntsclili, Petkoff, Raina. Leíkstjórí Tímatal og| öskulög Þýðing skólaleikjanna fyrir íslenzka leikmenningu verður aldrei of metin. Lengi vel var allt okkar leiklistarlíf í þeim fólgið og síðan fjölbreytt leik- listarlíf þróaðist hér í Reykja- vík og annarsstaðar á landinu hafa þeir, auk þess að vera einn liður þess, gegnt merkilegu hlut verki með því að veita verð- andi leikurumþjálfunogæfingu og er allsendis óvíst, að við ætt- um svo marga góða leikara og raun er á, ef skólaleikirnir hefðu ekki verið. Skólaleikimir eru nú ætlaðir til að veita leikhúsgestum skemmtilega kvöldstund og afla fjár í sjóði nemenda. Þeir hafa síðustu áratugina fyrst og fremst verið gamanleikir, ,.far- sar“, þar sem ekki hefur reynt um of á leikhæfni eða drama- tískan skilning nemendanna En í ár hafa nemendur brugðið nokkuð út af venju í vali sínu á skólaleiknum. í stað hins venjulega gamanleiks, hafa þeir valið leikrit, sem að vísu er gamansamt, jafnvel spreng- hlægilegt, en þó með sterkum þjóðfélagslegum undirtón, og gerir því vissulega meiri kröf- ur til leikhæfni þeirra en aðr- ir skólaleikir hafa gert. * Leikrit það, sem þeir sýna nú, er eitt fyrsta og jafnframt eitt vinsælasta leikrit öndvegi-- leikritahöf. okkar tíma, George B. Shaw. Það nefnist í þýðingu „Kappar og vopn, andróman- tískur gamanleikur í þrem þátt- um“. — Þar er snjöll ádeila a hemaðarstefnuna (militarisn,- ann) og aðdáun hennar á titla- togi, skrautbúningum og heið- ursmerkjum, á þá lygi, að ævi hermannsins sé dýrlegt hlut- skipti án tillits til þess, hver sé málstaður hans, að það sé i hetjuskapur og dyggð að drepa I aðra menn, ef það er einungis | gert í stríði. En jafnfrámt ei j ]pað hressandi gamanleikur. þrunginn þeirri fyndni, uem Shaw er frægur fyrir: hnittin tilsvör og kómisk atriði, varla sú setning sögð 1 öllu leikritinu, sem kemur manni ekki til að hlæja. Og gamanleikur er það fyrst og fremst í uppfærslu nem endanna, eins og við mátti bú- ast. Þó að sýning þessa leiks reyni meira á hæfni nemend- anna en þeir skólaleikir, sem sýndir hafa verið síðustu ár, er óhætt að fullyrða, að yfir- leitt hefur þeim tekizt betur r.ú en endrapær. Heildarsvipur leiksins er mjög góður eftir þeim mælikvarða sem hægt er að ‘leggja á hann, enda þótt stundum bjáti á í staðsetning um og framsetningu. Einstöku sinnum er leikurinn það heil steyptur og eðlflegur að maður gæti haldið að hér væri um vana og þjálfaða leikara að ræða. Hraði leiksins er eðlileg- ur án tafa og hiks, sem oft hefur áberandi lýtt skólaleik- ina. t * Veigamesta hlutverk leiksins er tvímælalaust hlutverk Ein- ars Pálssonar, sem leikur Sviss- ann Bluntschli. Einah leikur þennan kærulausa, léttlynda en þó alvörugefna atvinnuhei- mann, sem tekur öllu með jafn aðargeði, hvort heldur hann er skoraður á hólm eða fær mik- inn arf, frjálst og óþvingað og virðist síður en svo kunna illa við sig á leiksviðinu. Einar hef- ur getið sér góðan orðstír í tveim. síðustu skólaleikjum, en hér er hann 1 essinu sínu, og óhætt virðist að fullyrða, að hann sé efni í afbragðsleikara Verðandi ástmey hans, Rainu, leikur ungfrú Hulda Valtýsdótt ir. Leikur hennar er eðlilegur og hvílir yfir honum 'sá kven- legi yndisþokki, sem hlutverk- inu hæfir, og beztu atriði leiks- ins er að finna í samleik þeirra Einars. Móður hennar, Katrínu, konu höfuðsmannsins, leikur ungfrú Elín Guðmundsdóttir og fer vel með hlutverk sitt, þó að hún geri nokkuð mikið úr því stundum, en það ætti að vera auðvelt að laga. Brandur Þor- steinsson skapar skemmtilega typu úr Petkoff höfuðsmanni. svo að maður kemst í gott skap einungis við að horfa á hanu. Sergius Saranoff höfuðsmann, fulltrúa uppskafningsháttarins og tildursskaparins leikur Stefán Hilmarsson og fer ágæt- lega með hlutverk sitt. Nicola, vinnumann hjá Petkoff hjónun- um, sem dreymir um að eign- ast verzlun í höfuðborginni, leikur Bragi Guðmundsson. Gervi hans er prýðilegt, en framsetning hans er ekki góð, þvogluleg og óskýr. Úr því þyrfti að bæta. Louku, þjón- ustustúlku Petkoffhjónanna, sem sér gegnum allan svikavef heldra fólksins,. en dreymir þó um að verða ein af því (henni tekst það á endanum) leikur ungfrú Snjólaug SVeinsdóttir af sannfæringu og festu. en það dregur úr hlutverki hennar, sem í rauninni er eina alvarlega TEFROKRON OLOG- ISKAR STUDIER PÁ IS- | LAND. Þjórsárdalur och dess Förödelse. Av Sigurd- ur Thorarinson. — Akadem- isk Avhandling. I. Tefrokronologi er nýtt orð í máli vísindanna og merkir tímatal, sem styðst við öskulög eða eldfjalla- sand í jörðu. Þetta viðfangsefni hefur Sigurður Þórarinsson, jarð- fræðingur, valið sér fyrstur manna og ritað um bók þá, er að ofan getur, en hún er doktorsritgerð hans. Svo er mál með vexti, að í sögu jarðarinnar er tímasetning örðug, enda, allmjög á reiki, og hafa fræði menn því leitað ýmissa úrræða til þess að finna henni fastan stað. Það er eitt þessara ráða að telja árlög í jökulleir, og hafa menn komizt með því móti um 15000 ár a'ftur í tímann. Annað er það að telja árahringa í risafurum og öð-> um stórviðum vestur í Ameríku, en sum þessi tré voru til fyrir Krists- burð. Þá hafa menn rannsakað plöntufrjó, sem geymzt hefur í mýr j um eða öðrum jarðvegi, en það ) helzt óskemmt um óralangan ald- I ur. Allar þessar aðferðir tengja | menn svo við tímatal mannkyns- sögunnar svo langt sem það nær, og nota þær, eina eða fleiri, eftir 1 því sem unnt er eða bezt hentar á hverjum stað. Á þennan hátt hef- ur tekizt að afla mcrkilegrar 'fræðslu ekki aðeins um áratal og alda, heldur og um loftslag og gróð hlutverk leiksins að meginá • herzla ér lögð á hina gaman- sömu hlið leiksins. Rússneskan foringja, smáhlutverk, leikur Magpús Ágústsson. Leikstjórinn, Lárus Sigur- bjömsson, á rpiklar þakkir skil- ið fyrir að hafa þýtt þennan leik og fært hann á svið. Hann hefur augsýnilega lagt mikla vinnu í leikinn og hann er hon um og nemendunum að öllu leyti til sóma. Á. S. urfar fyrri tíða, þar sem fornald- arfræðin á óðul sín. II. Sigurður Þórarinsson stundaði háskólanám í Stokkhólmi. Þar komst hann snemma í kynni við hinar nýju tímatalsrannsóknir, því að svo bar við, að í hópi kennara hans voru nokkrir helztu frömuð- ir þeirra, heimsfrægir menn. Lærði Sigurður frjógreiningu til hlýiar og hugðist að nota hana síðar meir hér heima. En á sumrin kom hann oftast út, ferðaðist um landið og safnaði sér efniviði til vetrarins, meðal annars frjóvi. — Eitt árið unnu þeir saman að jarðvegsrann- sóknum, Hákon Bjarnason og hann. Varð þeim þá ljóst, að nota mætti öskulögin í íslenzkum jarð- vegi til ýmissa ákvarðana um ald- ur hans og afstöðu, einkum hin hvítu eða ljósgráu kjg, sem hér eru víðast í jörðu, eitt eða tvö. — Iíéldu þeir nú athugunum sínum á- fram næstu árin og skýrðu frá þeim í ræðu og riti. — Arið 1939 var gerður hingað mikill leiðang- ur fornleifafræðinga á Norðurlönd- um til þess að rannsaka bæjarrúst- irnar í Þjórsárdal, og ha'fði Matt- hías Þórðarson þar mestar for- sagnir. Sigurður var ráðunautur leiðangursmanna um jarðfræði, og fékk hann nú forkunnargott tæki- færi til þess að gefa sig við ösku'- rannsóknum sínum, enda lét hann það ekki ónotað. llélt hann utan um haustið með mikil rannsóknar- efni. cr hann vann úr til hlítar. Síðan ætíaði hann að hverfa heim næsta vor. að minnsta kosti um sinn, cn þá lokuðust leiðirnar. cins og kunnugt er. Þess skal getið, að ekki ætlaði Sigurður í upphafi að semja dokt- orsritgerð sína um þetta öskutíma- tal, heldur um jöklana á Islandi, eðli þeirra, sögu og áhrif á þjóð- ina. Var hann komin vel á veg með rannsóknir og rit um þetta, en varð að hætta í bráð'vegna þess að uppdrættir og aðrar Iieimildir, er hann þurfti nauðsynlega. feng- ust hvorki héðan að heiman né frá Framhald á 5. síðu. Nicola (Bragi Guðmundsson) og Louka (Snjólaug Sveinsdóttir).

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.