Þjóðviljinn - 14.03.1945, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 14.03.1945, Blaðsíða 1
Borgar sig að leggja fé í Þjóðviljann? Ég held að prentsmiðja Þjóðvilj- ans muni vcrða mjög öruggt fyrir- tœki og frá því sjónarmiði sé því fé hyggilega varið, sem notað er til að kaupa í lienni hlutabréf. En jafnvel þó að þar lcunni að koma, að greidd- ur verði liár arður af þeim liluta- bréfum og mcnn vildu fegnir kaupa þau á tvöföldu nafnverði, eru það smámunir einir, borið saman við hina óbeinu ávöxtun fjárins. Við slculum athuga hvemig það fé hefur ávaxtazt, sem hingað til hefur verið lagt í Þjóðviljann? Án Þjóðviljans mundi Sósíalista- flokkurinn ekki vera það vald í þjoð- félaginu, sem raun er á orðin. An Þjóðviljans og Sosialistaflokks- ins mundi ekki hafa tekizt að sam- eina vcrkalýðshreyfinguna í öflug, einhuga samtók. Án Sósíalistaflokksins, málgagns hans og hinna sameinuðu verkalýðs- samtaka, myndi ekki liafa tekizt að brjóta gerðardómslögin á bak aftur. Það hefði ekki telcizt að hœkka grunnkaup verkamanna um 60— 100% og koma á almennum 8 stunda vinnudegi. Það mundi ekki hafa tekizt að koma á fót framfarasinnaðri ríkis- stjóm; enn mundi sitja að völdum afturháldsstjórn í landihu. Það mundú engin ný launalög hafa verið samþykkt. Fiskverðið mundi ekki hafa verið hœkkað um 15%, heldur stórlega lœkkað. I stað þeirra lagfæringa, sem nú er verið að gera á kjöritm verlca- manna og sjómanna, myndi vera háið hatrömm stéttastyrjöld í því augna- rniði að rýra kjör hins vinnandi fólks. Og er nú fáitt eitt talið. Svo geta menn gert sér til gamans að reikna hagnaðinn út í tugum milljóna fyrir heildina og í tugum þxisunda fyrir hvem einstakan. En þrátt fyrir allt þctta finnst mönnum það ganga guðlasti nœst að tala um „arð“ í sambandi við það jé sem lagt er i Þjóðviljann; það er líka rétt og eðlilegt að mcnn hugsi svo. Fjávrhagslegur stundarliagnaður er ekki það, sem máli skiptir, heldur sá þáttur, sem Þjóðviljinn á í því að skapa framtíðarsögu íslenzku þjóð- arinnar. Nýtt þjóðskipulag, ný menning, nýtt tímabil í sögu þjóðaiinnar og mannkynsins.'Það er þetta, sem koma skal fyrir tilstuðlun allra þeirra, sem Ijá Þjóðviljanum og flokki hans lið. Brynjólfur Bjamason. 10. árgangur. Miðvikudagnr 14. marz 1945. 62. tölublað. jienn leaua íiom oiir . - r*é' Nálgast bílabraufína millí Kðlnar og Frankfurts Bandaríkjamenn hafa nú komið sér upp flotbrú yf- ir Rín, skammt frá Remagen-járnbrautarbrúnni. Höfðu þeir lokið því verki fjórum sólarhringum eftir að þeir tóku Remagen-brúna. Hersveitir 1. bandaríska hersins austan Rínar eru komnar mjög nærri bílabrautinni miklu á milli Kölnar og Frankfurts. Bandamönnum er það mjög mikils virði að hafa nú tvær brýr yfir Rín. Geta þeir nú a. m. k. tvöfaldað her og birgða flutninga sína yfir fljótið. Járnbrautarbrúin er miklu hærri og því auðveldara skot- mark fyrir fallbyssuskyttur Þjóðverja, enda tókst þeim að koma einu skoti á hana í gær- morgun. Litlar skemmdir urðu samt á brúnni og varð sama og ekkert hlé á flutningunum yfir hana. Bandaríkjamenn halda áfram að færa út kvíarnar austan fljótsins, þrátt fyrir harðnandi mótspyrnu Þjóðverja. — Tefla þeir siðamefndu fram 11. skrið drekaherfylki sínu. — Höfðu þeir gert þrjú hörð gagnáhlaup fyrir miðjan dag í gær. Ákaft er barizt í þorpi syðst á þessum vígstöðvum. 1. herinn hefur nú 18 km. langan kafla að eystri bakkan- um á sínu valdi og er lengst kominn 10 km. austur frá fljót ■ inu. 3000 fasgap tehnlr i KOM Gðtcavfgí srefsf í Ðanzíg Rauði herinn tók meir en 3000 fanga í Kustrin, þ. á. m. yfirforingja setuliðgins. — Mikið herfang var tekið. Þjóðverjár eru byrjaðir að reisa götuvígi í Danzig. Hersveitir Rokossovskis eru komnar að sjó fyrir norðan Gdynia. Paul Winterton fréttaritari News Chronicle símar frá Moskva að ekki megi búast við að leiðin til Berlínar liggi nú opin fyrir rauða hernum, þar sem Kustrin sé fallin. Segir hann Þjóðverja vera búna að koma sér upp margföldu virkja ibelti fyrir austan Berlín. Hersveitir Rokossovskis halda áfram framsókn sinni í ,,pólska hliðinu" og eru komnar að Eystrasalti fyrir norðan Gdyn- ia. Tóku þær nokkra bæi þar í gær, m. a. Puck, 25 km. fyrir jiorðan Gdynia. Óstaðfestar fregnir segja rauða lierinn kominn inn í suð- urúthverfi Danzíg. Rússar gerðu loftárás á borg- ina í gær. Rauði hérinn hratt í gær hörðum áhlaupum Þjóðverja hjá Balatonvatni í Ungverja landi. Þjóðverjar tefla fram tveim ur skriðdrekaherfylkjum. — Rauði herinn hefur eyðilagt meir en 350 skriðdreka fyrir Þjóðverjum á þessum vígstöðv um á einni viku. 3. herinn, undir stjórn Patt- ons, lauk í gær við að uppræta innikróaðan herflokk Þjóðverja í Eifelhéraði á milli Triers og Koblenz. Tók hann á fjórða þúsund fanga. Loftárásir voru gerðar í gær á borgir í Ruhr og í Suður- Þýzkalandi. Síðustu fréttir 3. bandaríski herínn hejur allan nyrðri bakka Mosels á milli Tricrs og Koblenz á sínu valdi, að 10 km. kafla undanskildum. — Ilann tók samtals 6400 fanga í gær. Skorað á þýzka her- menn í Iíöln að gefa sig fram Ilemaðaryfirvöld Iiandamanna í Köln hafa skorað á alla- þýzka hermenn, sem leynast í borginni og hafa ldœðzt borgaralegum klœð- um, að gcfa sig tafarlaust fram. Sumir þeirra hafa verið skildir eftir til að njósna. — Er hótað hörðum refsingum fyrir að leyna þeim. Horthy talinn með stríðsglæpamönnum Horthy ríkisstjóri Ungverja lands er efstur á blaði á lista þeim yfir ungverska stríðs- glæpamenn, sem júgoslavneska stríðsglæpamálanefndin hefur samið. Hinir eru m. a. dr. Bardossy, sem var forsætisráðherra um það leyti sem ráðizt var á Júgo slavíu, Szalasy, foringi ung- verskra fasista og forsætisráð- herra kvislingastjómarinnar og Imredy, fyrrverandi forsætis ráðherra. Loftárás á Osaka Fjöldi bandarískra ,,Risaflug- virkja“ gerði árás á japönsku stórborgina Osaka í gær. Varp að var niður á hana 200 smá lestum af íkveikjusprengjum Osaka er mikil iðnaðarborg og næststærsta borg Japan. COLMAR í Elsass var tekin af franska liernum 5. febniar s.l. MYNDIN: Þýzkir herfangar í Colmar. Styrknum til tónlistarmanna úthlutað Nefnd sú, sem Félag íslenzkra tónlistarmanna kaus til þess að skipta styrlei þeim er Menntamála- ráð veitti til íslenzkra tónlistar- manna, hefur nú lokið störfum. Útlhlutað var 27500 kr. til 24 tónlistarmanna. Styrki hlutu þess- ir: ■ 2400 kr. Árni Thorsteinsson, Jón Leifs. 1800 kr. Björgvin Guðmundsson, Páll ísólfsson, Sigvaldi Kaldalóns, Sigurður Þórðarson. 1500 kr. Karl Ó. Runólfsson, Pétur Á. Jónsson, Hallgrímur Helgason. , 1200 kr. Árni Björnsson, Rögn- valdur Sigurjónsson, Þórarinn Jónsson. 1000 kr. Sigurður Birkis, Þórar- inn Guðmundsson. 600 kr. Ilelgi Pálsson, Eggert Stefánsson. 500 kr. Margrét Eiríksdóttir, Þorsteinn H. Hannesson, Friðrik Bjarnason, Axel Arn’fjörð. 400 Icr. Sr. Si^tryggur Guðlaugs- son, Bryn]ólfur Þorláksson. Hall- grímur Þorsteinsson, Ingi T. Lár- usson. Ennfremur hlaut Björgvin Guð- mundsosn í viðurkenningarskyni 600 kr. fyrir að hafa gefið út óra- ! tóríið Friður á jörðu. í úthlutunarnefnd áttu sæti Björgvin Guðmundsson, Hallgrím- ur Helgason og Sigurður Birkis. Þýzkra fanga leit- að í Wales Um síðast liðna helgi struku 70 þýzkir stríðsfangar úr fangabúðum í Walcs á Stóra-Bretlandi. Helmingur fanganna hefur þegar náðst, en hinna er leitað af mikl- um fjölda heimavarnarliðsmanna, lögreglumanna og borgara. — Flugvélar taka þátt í leitinni. Tanner burt úr finnska þinginu Milljónamæringurinn Vaino Tanner, sem kallaður hefur vei ið hinn illi andi finnsku yerka- lýðshreyfingarinnar, og var áð- ur formaður Sósíaldemókrata- flokksins, sagði af sér þing- mennsku fyrir rúmum mánuði síðan, og ætlar hann ekki að bjóða sig fram við næstu þing kosningar, sem verða í þessum mánuði. Allmargir fylgismenn hans á þingi hafa einnig ákveðið að bjóða sig ekki fram aftur. Nýtt stáliðjuver í Sovét-Ásíu Nýlega hófst stálframleiðsla í afar stórri verksmiðju, sem búið er að koma upp í Kara- ganda í sovétlýðveldinu Kas- akstan í Asíu. Er hún fyrsta stóra verksmiðjan þeirrar teg- undar í því landi. Verkamennirnir eru ungir þarlendir menn, sem lært hafa þessa .iðn í Úral. Vélar eru all- ar hinar fullkomnustu og smíð- aðar í Úral. Smíði verksmiðj- unnar og uppsetning vélanna tók níu mánuði. Verkamennirnir hafa komið sér upp 22 stórum íbúðarsam- byggingum og hundruðum ein- býlishúsa með hjálp ríkisins. Hungur í Hollandi Hollenzka stjórnin er mjög kvíðin út af högum 3000 000 Hollendinga, sem eiga heima í austurhluta Hollands, undii stjórn Þjóðverja. Á þessu svæði eru stórborgimar Amsterdam. Rotterdam og Haag. Óttazt er að meiri hluti þessa fólks deyi pr hungri, ef Bandamönnum tekst ekki að frelsa þennan landshluta fyrir maimánuð.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.