Þjóðviljinn - 14.03.1945, Page 8

Þjóðviljinn - 14.03.1945, Page 8
Iðnnemasambandsþingið Aljfktair uir iðnnðmsiögin og skölamðl iðnnemanna « Öðru þingi Iðnnemasambands í'slands (aukaþingi) var slit- ið s. 1. sunnudagskvöld. Alls voru haldnir f jórir þingfundir. Helztu ályktanir þingsins eru þessar: Með tilliti til væntanlegrar endurskoðunar á núgildandi löggjöf um iðnaðarnám, álykt- ar þingið að senda milliþinga nefnd þeirri er um þau mál fjallar eftirfarandi tillögur: 1. Varðandi lög um iðnaðar nám: a) Að allar hömlur sem nú eru á félagsfrelsi iðnnema séu afnumdar. b) Að tala nemenda sé á- kveðin með samningum milli sveina- og meistarafélaga í ihverri iðngrein fyrir sig. Sé þar miðað við atvinnuhorfur og aukningarþörf iðngreinanna á hverju ári. c) Að námssamningur sé ekki í gildi fyrr en hann hafi borizt; iðnfulltrúum til áritunar. d) Að nemum sé ekki heimt- ilt að hefja nám fyrr en fyrir liggur staðfestur námssamning- ur. e) Að sett séu lágmarksskil- yrði fyrir því, hverjir meist- arar skuli hafa rétt til nem andatöku. Sé miðað við, að við- komandi meistari hafi nægilege fjölbreytni í vinnubrögðum og þær aðstæður að öðru leyti, að hann hafi möguleika til að gera nemann fullnuma í iðn sinni, og telur þingið heppilegast, að nefnd skipuð af sveina- cg meistarafelagi í viðkomandi iðngrein, framkvæmi árlega rannsókn á starfsskilyrðum þeirra meistara, er æskja nein enda og sé samþykki nefndar- innar skilyrði fyrir töku nema. f) Að komið verði á hæfni- Stúdentaráðsdeilan Þar sem Alþýðublaðið í gær minnist á tillögu á það álit stúdentaráðs, að deilumál er eingöngu snerta stúdenta inn- byrðist skuli rædd innan veggja Háskólans en ekki á öp- inberum vettvangi, þykir rétt að birta hér eftirfarandi tillögu er samþykkt var á stúdenta ráðsfundi s. 1. sunnudag, vegna misskilnings er ummæli blaðs- ins kunna að hafa valdið. „Þar sem það hefur komið fyrir oftar en einu sinni og seinast 1 Alþýðublaðinu 8 marz, að stúdentar færu með persónulegar svívirðingar á skólafélaga sína í opinber mál- gögn, lýsir fundurinn slíkt at hæfi vítavert. Telur fundurinn, að deilu mál, sem eingöngu snerta stúd-< entá innbyrðis, skuli rædd inn an Háskólans en ekki á opiri- berum vettvangi". Tillaga þessi var samþykkt með 6 atkv. gegn 1 (atkv. Jóns Emilssonar). prófum er framkrvæmd séu í lok reynslutímans (eftir fyrstu. þrjá mánuðina).. Skal þar at- hugað hvort nemifm hafi hæfi- leika, heilsu og aðrar aðstæður til að halda áfram námi í þeirri grein er hann hefur haf ið nám í. g) Að tvisvar á námstíman- um með vissu millibili verði neminn látinn ganga undir verklegt próf er skeri úr hvort meistari láti honum í té þá kennslu, sem honum< ber. Komi hinsvegar, í ljós að meistari geri sér ekki nægjanlegt far um að sjá nemanum fyrir kennslu skuli iðnfulltrúar ekki árita námssamning hjá þeim meistara fyrr' en úr kennslunni hefur verið bætt, að dónú prófnefndar í viðkomandi iðn- grein. h) Að tvö fyrri ár námstím- ans verði nemar ávallt látmr fylgja sveini við vinnu, en hin síðari tvö, vinni þeir ávallt undir eftirliti sveins enda séu' nemar aldrei fleiri en fullgild- ir iðnaðarmenn. i) Próf þau er um getur í lið f. g., skulu framkvæmd eftir skilyrðum, sem prófnefnd í hverri iðngrein kemur sér sam- an um og undir eftirliti henn- ar. j) Að kaup iðnnema sé á vallt í vissu hundraðshlutfalli við samningskaup sveina í við- komandi iðngrein og sé það aldrei lægra en hér segir: Á fyrsta ári 30% af kaupi sveina. — Á öðru ári 40%, á þriðja ári 55% og á fjórða ári 70% af kaupi sveina. k) Þingið felur sambands- stjórn að lemja greinargerð fyrir þessum ályktunum og koma þeim á framfæri við rétta aðila. 2. Um skólamál iðnnema: a) Að iðnskólar verði starf- ræktir af því opinbera þ. e ríkinu. b) Að iðnskólar verði starf- ræktir á þeim stöðum á land- inu þar sem bezt þykir henta, og í sambandi við þá verði kom ið upp heimavist fyrir þá nen<- endur er skólana sækja utan þeirra staða. c) Að iðnskólar verði starf- ræktir sem dagskólar d) Að nemendur stundi ekki verklegt nám þann tíma er skólamir starfa. e) Að iðnskólamir verði tveggja ára skólar, og kennslan fari fram þrjá til fjóra mán- uði hvort ár. f) ‘ Að kennslan verði færð meira til samræmis við þarfir iðnaðarins en nú er. Aðrar ályktanir þingsins verða birtar í blaðinu á morg- un. Til fyrirmyndar Þjóðviljinn liejur áður get- ið um gjajir, scm honum haja borizt jrá ekkju einni í Vest- urbœnum, sem hejur cngar aðrar tekjur en lítiljjörlegan ellistyrk. ■— Frá þessari konu jœr blaðið nú gjajir með ótrú- lega sköm/mu millibili — stundum 10 kr. — stundum 20 — stundum 50 krónur. Mörgum er það ráðgáta livemig gamalmennin jara að jramjleyta lífinu aj styrk sín- um. Samt jinnur þessi lcona einhver ráð, til að styrlcja blað sitt >— sem lienni jinnst engu síður nauðsynleg út- gjöld og jajnvel nauðsynlegri, en jyrir mat og drykk. Ej aUir vinir Þjóðviljans j vœru gœddir slíkri jórnjýsi og skilningi vmndi hann vera í stórt og voldugt blað. Eng- um öðrum blöðum þýddi að keppa við hann. ,___________________________J Söngskemmtun Guðrúnar Á. Símonar Næstkomandi þriðjudag efnir hin vinsæla söngkona, Guðrún Á. Símonar, til söngskemmtunar í Gamla Bíó og verða henni til að- stoðar þessir hljómlistarmenn: Þórarinn Guðmundsson, Fritz Weisshappel og Þórhallur Árnason. Á söngskránni eru 11 lög, bæði e'ftir innlenda og erlenda höfunda. Eru mörg þessara viðfangsefna mjög þung, eins og t. d. Brindisi, úr óperunni „La Traviata“ eftir G. Vórdi, Un bel di vedremo, úr óp. „Madame Butterfly“ eftir G. Puccini, Intermezzo, úr óp. „Ca- valleria llusticana“ eftir P. Mas- cagni, La Partida eftir F. M. Al- varey og Ástardraumur eftir Franz Liszt. Ungfrú Guðrún hefur, eins og kunnugt er, háa sópranrödd, mjúka og fagra. Er hún vel skóluð og leikni í meðferð viðfangsefna aðdáanleg. Það rná með sanni segja, að sönghæ'fileikar ungfrúarinnar séu reistir á traustum grunni, því að hið bezta söngfólk á hún í báðar ættir, lið fram af lið, og faðir henn- ar, Símon sál. Þórðarson frá Hól, var einn hinn mest rómaði söng- maður á sinni tíð. Ágreiningur Þjóðviljans og Alþýðu- blaðsins um þjóðfrelsishreyfingar meginlandsins ^LÞÝÐUBLAÐIÐ er orðið dálítið smeykt við afstöðu sína til þjóðfrelsishreyfinganna á meginlandi Evrópu. Frelsishreyfingar alþýðunnar í Evrópu hafa sem kunnugt er, ekki átt upp á pallborðið hjá því blaði, þær hafa ver- ið rægðar þar eftir riótum trotskista og hægrikrata, sem mynda oftast samhljóma við áróðurstónlist Göbbels. Um þessi mál hefur verið og er ágreiningur milli Alþýðu- blaðsins og Þjóðviljans, því Þjóðviljinn hefur jafnan talið þjóðfrelsishreyfingarnar í Evrópu merkasta þátt þeirrar nýsköpunar, sem hefur verið að gerast og er að gerast í löndunum sem lifað hafa hernám þýzka nazismans. • þAÐ hefur verið og er ágreiningur milli Þjóðviljans og Alþýðublaðsins um það, hverjir væru fulltrúar þjóð- frelsishreyfinganna í hinum ýrnsu Jöndum. Alþýðublað- ið taldi lengi vel Mihajlovitsj sannasta fulltrúa júgoslav- nesku þjóðfrelsishreyfingarinnar, en bar Tito marskálk hvers konar óhróðri. Þjóðviljinn hefur jafnan talið Tito marskálk leiðtoga frelsishreyfingar Júgoslava, — og er það nú, þó seint sé, viðurkennt sjónarmið manna um heim all- an. Nú er Alþýðublaðið yfirleitt hætt að minnast á hetju sína Mihajlovitsj og hefur dregið úr níðinu um júgoslav- nesku þjóðfrelsishreyfinguna. jþÁ tók við fyrir alvöru stríðið við þjóðfrelsishreyfingar Grikklands og Póllands, og það er enn í fullum gangi. Alþýðublaðið reynir eftir megni að telja lesendum sínum trú um að E. A. M. og E. L. Á. S. séu glæpamannasam- tök og pólska bráðabirgðastjómin landráðalýður. Al- þýðublaðið hefur kosið sem sína menn pólsku afturha'lds- klíkuna í London, gríska hershöfðingjann Plastiras og Georg kóng, er kom á fasistaeinræði í Grikklandi. Auð- vi,tað er Alþýðublaðinu frjálst að taka afstöðu með þess- um öflum. En þróun næstu ára í Grikklandi og Póllandi mun sýna, hvort sjónarmiðið, Alþýðublaðsins eða Þjóð- viljans, er nær sanni, hvort það verða róttæku flokkarn- ir 1 Grikklandi sem njóta trausts þjóðarinnar — eða fyrr- verandi fasistar, hvort þjóðfrelsisöflin sem standa að bráðabirgðastjóm Póllands verða sterkari en átrúnaðargoð Alþýðublaðsins. Þjóðviljinn má vel una við þann dóm sögunnar, sem þegar er felldur í ágreiningsmálinu við Alþýðublaðið um Tito marskálk og Mihajlovitsj, og er ósmeykt við dóm framtíðarinnar um það, hverjir hafi stjórnað þjóðfrelsisbaráttu Grikkja og Pólverja síðustu árin. EN. hitt tekur yfir allan þjófabálk, þegar Alþýðublaðið fer að hrósa sér af einlægu fylgi við málstað Banda- manna. Þetta blað, sem hefur óskað nazismanum sigurs yfir Sovétríkjunum, og þar með yfir Bandamönnum, — og talið að í sljkum sigri lægi „menningarhlutverk“ nazism- ans. Þetta blað sem hefur látlaust ausið níði og rógi yfir eitt af þeim þremur Bandamannastórveldum, sem megin- þungi baráttunnar gegn nazismanum hefur hvílt á. Þetta blað trotskistans Stefáns Péturssonar, sem virðist enn vona, að auðvaldið í heiminum sé nógu sterkt til að sigra sósíalismann í Sovétríkjunum og annars staðar á megin- landi Evrópu, — það sem þýzka nazismanum mistókst, vona þessir herrar að brezka og bandaríska auðvaldinu takist. En einnig þessi von mun bregðast. Sterkustu auð- valdsþjóðjr heims sækjast eftir samvinnu við Sðvétríkin — eindregnari viðurkenning á styrk heimssósíalismans er óþörf. Söngkennari ungfrú Guðrúnar hefur Sigurður Birkis söngmála- stjóri vcrið undanfarin ár, en það ræður af líkum, að hún hugsar til frekara nárns erlendis, svo fljótt sem kostur er. S. Æ. F. R. N. k. fimmtudag hefjast erinda- kvöldin sem verða haldin næstu fimm fimmtudaga. Flutt verða 10 til 12 erindi um ýmis helztu vandamál, innlend og útlend.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.