Þjóðviljinn - 14.03.1945, Page 4

Þjóðviljinn - 14.03.1945, Page 4
>JÓÐVILJINN — Miðvikudagur 14. marz 1!)45 Miðvikudagur 14. marz 1945 — ÞJÓÐVILJINN þlÖÐVIUINI Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sigurður Ouðmundsson. Stjórnmálaritstjórar: Einar Olgeirsson, Sigfús Sigurhjartarson. Ritstjórnarskrifstofa: Austurstræti 12, simi 2270. Afgreiðsla og auglýsingar: Skólavörðustíg 19, sími 218ý. Áskriftarverð: I Reykjavík og nágrenni: Kr. 6.00 á mánuði. Úti á landi: Kr. 5.00 á mánuði. Prentsmiðja: Víkingsprent h.f., Oarðastrœti 17. Samstarf sósíalismans og kapítalismans Höfuðatriði samkomulags þess, er gert var á 'hinni sögulegu ráð- stefnu í Jaltaborg á Krímskaga, mun að öllum líkindum í augum kom- andi kynslóða verða það að reyna að tryggja vorri kynslóð og eftirkom- endum vorum frið með því að tryggja svo affarasælt samstarf þjóðanna á atvinnu- og viðskiptasviðinu, að ekki skapist orsakir til nýrrar styrj- aldar. Leiðtogunr stórveldanna er það ljóst, að komi aftur atvinnuléysi og kreppur og hefjist að nýju har.ðfítugt viðskiptastríð milli þjóðanna, þá verður ný styrjöld eigi umflúin. Itáðstafanirnar til þess að liindra at- vinnuleysi og kreppur eru því frumráðstafanirnar, sem gera þarf til þess að koma í veg fyrir nýtt stríð. Og um þessar ráðstafanir hafa þau tvö ólíku hagkerfi, sem í heiminum ríkja, — hagkerfi sósíalismans og kapí- talismans, — tekið saman höndum með því samkomulagi, sem pólitískir fulltrúar sterkustu þjóðanna, er komið hafa hagkerfum þessum á hjá sér, gerðu í Jalta. Menn spyrja eðlilega: Hvernig getur það verið að þessi ólíku þjóð- félög, — þessar andstæðu stefnur, geti unnið saman? Og það er nauð- synlegt að gera sér ljóst, hvernig á því stendur. Bæði hagkerfin geta unnið mikið við þetta. Þær þjóðir, sem hafa komið á hjá sér skipulagi sósíalismans áður. eða taka það ef til vill nú að meira eða minna leyti, vinna það við slíkt samstarf að fá mikil viðskipti við stóriðjulönd kapítalismans, Bandaríkin og Bre.tland, og geta flýtt uppbyggingu sósialismans hjá sér í krafti slíkra viðskipta. Iíin borgaralegu stóriðjulönd vinna það hins vegar við slikt sam- starf, að fá óþrjótandi markaði i löndum sósíalismans og í gömlu ný- lendunum og geta þannig tryggt öllum þcgnum sínum næga vinnu. Að vísu er ennfremur gengið út frá því i þessum löndum, að þau verði að bæta stórum lífsafkomu sinna eigin þegna, til þess þeir geti tekið við vaxandi hluta af því, sem framleiðslubáknin amerísku og ensku' afkasta. En með öllum þessum aðferðum vonast forráðamenn þessara landa eftir að geta hindrað það að kreppur og atvinnuleysi komi að nýju, — en það er þeim ljóst að væri dauðadómur yfir þéirra hagkerfi. En hvað myndi svo hins vegar verða, ef þessi tvö hagkcrfi ynnu ekki saman? Atvinnuleysi, kreppur og nýtt stríð. Og það eru þær skelfingar, sem allar þessar þjóðir, jafn.t sósíalistiskar sem borgaralegar, um fram allt vilja forðast. Samstarf sósíalismans og kapítalismans á heimsmælikvarða er hins vegar því aðeins framkvæmanlegt að meiri hluti hverrar þjóðar standi að því samstarfi, — að verkalýðurinn og borgarastéttin í hinum borg- aralegu löndum vinni saman að því að viðhalda friðnum með því að hindra að atvinnuleysi og kreppur skapist á ný, það er: með því að auka í sífellu afköst vinnunnar og tækninnar og bæta í sífellu afkomu fjöldans. Slík samvinna á sér nú t. d. stað um stjórn Roosevelts í Banda- ríkjunum. Ilins vegar er það augljó.st að verstu afturhaldsöflin vilja hindra þessa samvinnu. Þeirra stéfna er, að t. d. auðmannastétt Bandarikjanna brjóti verklýðshreyfingun þar í landi á bak aftur, vígbúi sig til styrj- aldar við Bvrópu, steypi heiminum út í nýjan fasisma og nýtt stríð. Blöð þessa áfturhalds vinna látlaust að því að rægja Roosevelt og eitra hugi fólksins, til þess að fá það við næstu kosningar til að verða á móti slíkri samvinnu, sem ein getur tryggt frið í heiminum. ® Hér á íslandi er verkalýðurilin og borgarastéttin að reyna sam- starf að því að hindra atvinnuleysi og unrskapa atvinnulíf vort svo með nýrri tækni að það tryggi öllum atvinnu og gera.hana svo arðbæra sem auðlindir og tækni lands og þjóðar leyfa. Heill og framtíð íslenzku þjóðarinnar á næstunni er undir því komin að þessi samvinna takist — og það hefur ekkert komið í ljós, sem ætti að hindra það að hún takist! Afturhaldsblöðin, sem vilja atvinnuleysi, kreppu og hrun, reyna að visu að spilla henni. En þjóðin veit til hvers refirnir eru skornir og mun sýna það fylli- lega að afturhaldsáróðurinn er áhrifalaus. UPPREISN ÞRÆLANNA W''"' Bardaginní Opel- bílaverksmiðjunni Fjöldi sovét-verkamanna, sem Þjóðverjar höfðu þröngvað til að vinna í Opel-bílaverksmiðjunni í Oppeln, gerðu uppreisn, þe.gar þeir heyrðu ráuða herinn n'álgast. Leiðtogar þeirra voru fjórir: Vladimir Tsésakoff, rafvirki frá Kúrsk; Stefán Zarúbín, vélasmið- ur frá Orel; Gennadi Súsloff og Vladislav Sibirko, bifvélavirkjar. Þessir menn höfðu verið fluttir nauðugir að heiman og sendir til Opel-skriðdreka- og bilaverksmiðj- unnar. Þar urðu þeir einlægir yinir og ákváðu að vinna öll þau skemmdaverk, sem þeir gætu unn- ið. Iíin mörgti húndruð landa þeirra, sem unnu í sömu verk- smiðju, reyndust þeim hinir ágæt- ustu liðsmenn. Tsésakoff lagði einkum stund á að koma ólagi á túrbínurnar i afl- stöðinni. Mesta afrek sitt vann hann í janúar 1944, þegar 'hann gerði aflstöðina óvirka í þrjá daga. Sérgrein Zarúbíns var að setja sand í kúlulegin, en Súsloff og Sibirko tókst að valda bilunum á flutningsböndunum. » En þó kastaði fyrst tólfunum dáginn sem drunurnaf í fallbyss- um Konéffs byrjuðu að bergmála í Oppeln. — Þjóðverjar uiðu sem ærðir áf skelfingu og byrjuðu að taka verksmiðjuvélarnar sundur. — Vinirnir, sem allir stjórnuðu sínum flokki landa sinna hver. urðu sammála um, að nú væri kominn tími til að gera uppreisn. Þeir afvopnuðu þýzku varð- mennina og öflúðu sér þannig riffla og handsprengna. Þeir réðust á járnbrautarstöð- ina, sem er við hliðina á vérksmiðj- unni, og komu í veg fyrir, að sex lestir, hlaðnar verksmiðjuvélum, kæmust af stað. — FJeiri menn gengti í lið með þeim. og tókst þeim að ná allri verksmiðjunni á sitt vald. Verksmiðjustjórinn, sem var ein- angraður í skrrfstofu sinni ;i efstu hæðinni, símaði til þýzka setuliðs- stjórans, og innan skamms var komið með skriðdreka og vélknún- ar fallbyssur á wttvang til að bæla uppreisnina niður. FÉLLU, EN IIÉLDU VELLI. Stefán Zarúbin fann rautt merkjaflagg og klifraði með það Síðan rauði herinn sóttf inn í Slésíu, hefur hann frelsað þúsundir sovétborg- ara úr ánauð. En þetta þjáða fólk beið ekki frels- unarinnar aðgerðalaust. Víðast hvar hóf það upp- reisn, þegar rauði herinn nálgaðist, kom í veg fyrir. að þýzku nazistamir gætu flutt dýrmætar vélar og birgðir burt og hefndi sín grimmilega á böðlum sín- um. — Nú er aftur unnið af kappi í flestum verk smiðjum og námum í þeim hluta Slésíu, sem er á valdi rauða hersins, og er það afar mikils virði fyrir rauða herinn, sem er þama kominn svo langt frá heimalandinu. upp á þak og festi það við út- varpsloftnet. Rauði fáninn var ekki fyrr farinn að blakta í gol- unni en fjandmennirnir hæfðu Stefán með byssukúlu, og lét hann þar líf sitt. Rússarnir bjuggust til varnar í verksmiðjunni. Byssur skriðdrck- anna og fallbyssurnar hófu skot- hrið á hana. Verkamennirnir tóku á móti með rifflum og handsprengj- um og öllu lauslegu. Sóslo'ff tókst að tengja gilda vatnsslöngu við heitu vatnsgeym- ami í verksmiðjunni og sprautaði sjóðandi vatni á Þjóðverjana. Aðrir köstuðu á þá glóandi járn- molum. Þeir börðust í fimm klukkutíma við þýzku skriðdrekana og stór- skotaliðið. Mörg hundruð þeirra féllu og af leiðtogunum fjórurn komst Tsésakoff einn lífs af. Skriðdrekahermenn Konéffs marskálks fundu hann særðan, þegar þeir komust til verksmiðj- unnar. Sovét-hermennirnir tóku ofan og lutu höfði yfir líkum hetj- anna, verkamannanna frá Orel, Karkoff, Kúrsk og Smolensk, scm börðust svo að segja með berum höndunúm gegn þýzku vélbúnu herflokkunum. Ovíst er um úrslit orustunnar, nema það er kunnugt, að verk- smiðjan féll óskemmd i hendur rauða hernum. Hefnd ambáttanna Margar af rússnesku stúlkunum, er unnu sem ambáttir á stórbýl- um auðugra þýz'kra landeigenda í Slésíu, hafa hefnt sín á kúgurum sínum. En sums staðaif fann rauði herinn þær skotnar hópum saman, en þrælahaldararnir allir á bak og burt. Stúlkurnar á óðalssetri frú Reidicnaus gerðu uppreisn, þegar þær fréttu, að rauði herinn var á leiðinni. Varðmenn frúarinnar ætl- uðu að reka þær niður í kjallara, en stúlkurnar gripu áhöld Jiau, sem voru hendi næst, og drápu varðmennina og tóku vopn þeirra. Því næst hröðuðu þær sér heim að húsi frúarinnar til að hafa hendur í hári hennar. Stúlkurnar drápu tvo hermenn, sem stóðu á verði við dyrnar, og komust inn til frúarinnar, þar sem hún var að keppast við að troða dýrgripum sínum niður í ferða- töskur til að hafa þá með sér á flóttanum vestur yfir Oder. Þegar hún sá stúlkurnar, kraup hún á kné og baðst vægðar og bauð þeim peninga fyrir að lofa sér að fara. — Þier drápu hana tafar- laust. — Því næst fóru þær að Ieita rauða hersins. Á meðal stúlknanna var dóttir læknis nokkurs í Minsk, leikskóla- nemandi frá Smolensk og kunn Stakanoff-stúlka frá samyrkjubúi í Úkrainu. REFSINGÁSKRÁ. Polevoj, stríðsfréttaritari blaðs- ins Pravda, segir svo frá: „Þjóð- verjar tóku þær og sendu þær á markað í Slésíu, þar sem þrælar og amibáttir voru seldar þýzku stór- bændunum. Þessir karlar með græna fjaðrahatta gengu meðfram röðunum og þreifuðu á stúlkunum, létu þær snúa sér við, ráku fing- urna upp í þær til að sjá hvernig þær væru tenntar....... Þessar stúlkur, sem hér um ræð- ir, voru sendar til búgarðs þýzka ofurstans, Reichenaus, og þar voru þær sviptar fötum sínuin og mun- um og látnar klæðast samfesting- um úr striga. Þær svá'fu á hálmi í hesthúsi vetur sem sumar. Maturinn var svo vondur, að jafnvel skepnurxi- ar mundu hafa hafnað honum. Frú Reichenaus stjórnaði bú- skapnum í fjarveru eiginmanns síns. ’— Ilún hafði samið heila réfsingaskrá með þýzkri ná- kvæmni. Sérstakur listi var yfir refsingar fyrir fvrstu brot á hverju sviði, og voru refsingarnar til til 50 svipu'högg. Samsvarandi listi var fyrir endurtekningu brotanna refíingarnar 5 til 25 keyris'högg. Ef stúlkurnar luku ekki ákveðnu vinnumagni, var fvrsta refsingin 15 svipuhögg, svo 5 keyrishög'g, svo 10 keyrishögg o. s. frv. — Þær voru barðar fyrir hvað sem var, — fyrir að ljúka ekki ákveðnum verk- um, fyrir að vera of seinar, fyrir „ófullnægjandi“ vinnu og jafnvel fyrir að vera svjpþungar. Þeim, sem átti að rcfsa, var varpað á Iiekk, sem var alltaf al- blóðugur. Hendurnar voru bundn- ar, og svo byrjaði bílstjóri frúar- innar barsmíðina. Frú Reichenaus FRÁ VESTURVÍGSTÖÐVUNUM. — Brezkir skriðdrekar sækja fram í áttina til Geilenkirchen í Þýzkalandi, sem 9. herinn tók ekki alls fyrir löngu. Þegar stormsveit Alþýðublaðsins sigr- aði í verkamannafélaginu á Sauðárkróki Framhald af 2. síðu. AÐALFUNDURINN OG UNDIRBÚNINGUR HANS Eftir Alþýðusambandsþingi ð og aðalfund Verkstjórafélagsins kastaði fyrst tólfunum með stjórn Skafta. Það fór að beia á því að hann var til fárra fiska metinn hjá þessum herrum og hann var a. m. k. óhæfur til að vera í stjórn. Smám saman eiu gerðir út hinir og aðrir leið- angrar eftir því sem hernaðai- aðstaðan krafðist til þess að sannfæra menn um að Skafti verði að fara ef heill félagsins á ekki að forganga. Gamla þjóð stjórnarliðið skríður enn einu sinni saman og teflir fram öll- um sínum herstyrk. Sjálfstæðis menn og Framsóknarmenn eiu settir á lista þjóðstjómarinnar. Herför er gerð út til þess að koma þessum voðalegu mönr,- um í stjórn þess á kné. Verk- stjórar, skrifstofumenn. kenn- arar og kúalæknar eru allir á harðaspretti til þess að vinna að þessu hugsjónamáli, og þeg- ar komið er á aðalfund, er hann fjölmennari en nokkur dæmi eru til áður um fund í sögu félagsins. Fundurinn „stóð til kl. 1 um nóttina"; segir Alþbl Það er rétt. Deilur voru allharð ar, en ekki er ég viss um að Alþýðublaðsliðið hafi riðið feit- um hesti af þeim fundi. Eitt er víst: Ekki var áróður þeirra þjóðstjórnarmanna fyrir fur.d- inn haldbetri en það, að kunn- ugt er um tvo menn, sem þar voru, að þeim blöskraði svo mál færsla þeirra, að þeir gengu út áður én kosið var. Eg er líka viss um að margir gengu nauð- ugir til þessa leiks, sem hér var háður. Hinsvegar er þaðnokkuð fyrir verkamenn til athugunar í framtíðinni, að láta ekki glepj • ast af áróðri eins og hér átti sér stað. Það er líka gott fyrir þá að festa sér það í minni, að var alltaf viðstödd og taldi högg- in. Og þegar bílstjórinn virtist vera að draga af sér, tók hún til og barði stúlkurnar af öllu afli. Margar af stúlkunum dóu af þessari meðferð. Ein réð sér bana. Onnur reyiidi að strjúka. Frú Reichenaus og aðrir þrælahaldarar í nágrenninp hófu skipulagða leit á hestum og höfðu veiðihunda. Einn af hundunum fann stúlkuna og beit hana í hálsinn, þegar hún reyndi að flýja hann. Hefur hún nú stórt ör eftir. Svona li'fðu þessar stúlknr, þang- að til við komiim. — Þær sýndu méi' bók, þar sem frú Reichenaus hafði skrifað með mikilli samvizku- semi tölu svipuhagganna og keyr- isha'gganna, sem stúlkurnar höfðu verið barðar. Mig langaði til að spyrja stúlk- urnar margs, en þær sögðu, að þetta væri liðinn, hræðilegur draumur, sem þær vildu ekki rifja upp frekar. — Þær vildu fara þeim til fólksins síns og vita, hvað }>ær gætu gert fyrir rauða herinn. Þær vildu starfa og hefna. flestallir þeir, sem gengu að þessu sinni fyrir skjöldu til þess að fella stjórn Skafta, eru menn, sem ekki vinna verka- mannavinnu, menn sem allir eru í öðrum launuðum stöðum. Þeir eiga engra sameiginlegra hagsmuna að gæta við verka mennina. Það er líka gott að at- huga að þeir mennirnir, sem kjósa Rögnvald Jónsson fyrir oddvita í verkstjórafélagir a leggja áherzlu á að koma Skafta á kné. Eg segi ekki að svo stöddu, að hér sé um sam- ræmdar hernaðaraðgerðir að ræða, en það er þá að minnsta kosti eðlishvöt, og það fer vel á því, að þeir menn, sem að þessu sinni gengu í fremstu röð um þjóðstjórnarinnar eru þeir sömu og jafnan hafa reynt að hafa hemil á kaupkröfum verka manna í þeirra eigin félagi. Nú eru það þessir menn, sem hrósa sigri. Tíminn einn getur sannað hvernig þess sigurs verður neytt. En ekki kæmi mér á ó- vart þó að sú öld væri skammt undan, sem legði þessi nátttröll í félagsmálum að jöfnu við drauga fortíðarinnar og kvæði þau niður eins og svo oft var gert við þá. Eitt er það, sem verður að viðurkennast gott við klausu Alþýðublaðsins og málflutnLig sálufélaga þess hér norður frá. Bæði blaðið og þeir hafa til þessa lagt áherzlu á að þeir hafi verið óviðbúnir sókn sósíal ista á Alþýðusambandsþingi og talið hana ódrengilega. En nú er það upþlýst á prenti, að svo var e'kki. Það hafa verið kosnir menn á þingið „sem andstæðing ar kommúnista“ eins og þessir félagar orða það, en kommún- istar eru allir þeir nefndir, sein vinna heiðarlega að stéttarmál- um verkamanna. Skafti Magn- ússon og við sem vorum í frá- farandi stjórn, megum vel við una þá virðingu, sem okkur hef ur verið gerð að þessu sinni Stjórnarstörf Skafta undanfar- in ár í félaginu þola vel að gang ast undir mál við störf þeina Alþýðublaðsmanna, og hún gæti vel átt við nú yísan, sem bezti Skagfirðingurinn, St. G St. kvað fyrir löngu síðan: Engin neyð að fara frá, fall er sigur nógur, þegar bítur ekkert á annað en tómur rógur. Pétur Laxdal. Noregsbanki tekur stórlán í New York Norges Banlc í Lorulon hejur samið wið vokkra banka í New York um 16 millj. dollara lán. Fœr Noregsbanki féð til umráða eftir frelsun Noregs. Lánið er til þriggja ára frá því það gengur í gildi. Vextirnir eru 2% á ári fyrstu 2 árin og 25% þaðan af. Lánið er veitt án trvggingar. (Frá norska blaðafulltrúanum). Frá Yinnustöðvum og verkiýdsfélögum Setuliðsvinnan Þjóðviljinn á þakkir skilið fyrir það, að láta verkamönnum í té nokkurt rúm í blaðinu, til um- ræðna um þeirra sérstöku málefni. Það ber vott um meira víðsýni og frjálslyndi en gerist hjá öðrum blöðum hér, að leyfa verkamönn- um þetta án þess fyrst að spyrja um stjórnniálaskoðanir. Það sem ég vil mihnasit á að þessu sinni er vinnan hjá setuliðinu, einkum flug- vallarvinnan. Þegar Bretar byrjuðu að ráða til sín verkamenn hér árið 1940 þá fylgdu þeir í einu og öllu kjara- samningum Dagsbrúnar. Hélzt það að mestu leyti til ársins 1942 að nýir samningai' voru gerðir milli verkamanna og atvinnurekenda. Þá höfðu Bandaríkjamenn með þessi mál að gera, enda áttu þá Bretar að vera farnir héðan, þó að reyndin sé sú, að þeir sitja cnn, þvert ofan í gefin loforð. Nú brá svo við, að í stað þess að fylgja samningum þeim. sem gerðir höfðu verið, eins og Bretar hö'fðu gert fram að þessu, birta Bandaríkjamenn heilmikið plagg, sem þeir kalla vinnuskilyrði, en annarrar merkingar, en við leggj- um í það orð. Á þéssum tíma voru töluvert margir í vinnu hjá setuliðunum. Þetta var einnig að hausti til, í september nánar tiltekið. Það var því nokkur vandi fyrir höndum, að stöðva þessa vinnu á þessum tíma. Enda varð það Úr, að Dagábrún leyfði meðlimum sín- um að vinna fyrst um sinn við þessi skilyrði þeirra Bandaríkja- manna. Það skal tekið fram, að taxti sá, er herstjórnin setti, var öllu hærri en sá, sem nýlega liafði verið samið um við íslenzka at- vinnurekendur. Að ýrnsu öðru leyti voru kjörin lakari, og í einstöku atriðum brot gegn íslenzkum lög- um. Það, sem verkamönnum fannst þó einna óadðkunnanlegast við þetta, var sá valdboðsandi, sem einkenndi þetta plagg, sú greini- lega fyrirlitning á verklýðssamtök- unum, sterkustu félagsheild innan hins í'slenzka þjóðfélags, sem lýsti sér í því að vilja ekki ræða við trúnaðarmenn samtakanna. Mönn- um fannst, að ef þróun félagsmála í Bandaríkjunum væri með svip- uðum hætti og þessi íramkoma benti til, þá væri andinn á eftir efn- inu þar, tækni á háu stigi, félags- mál á lágu. Frá þessum tíma, í sept. 1942, hafa setuliðin ekki fengizt til þess að semja við Dagsbrún. Við samniii'gana s.l. ár var reynt að fá herstjórnina til þcss að fylgja þeim. Það var fallizt á að greiða sömu taxt.a, og fallizt á sömu flokk- un. En á ýms önnur atriði var ekki fallizt eða á þau minnzt í svari hcr- stjórnarinnar. Nú alveg nýskeð átti ég tal uin þessi mál við Dagsbrúnarstjórnina. Varð það að samkomulagi að kalla saman á fund innan skamms, þá Dagsbrúnarmenn, sem vinna í flug- vellinum, og ræða þessi mál við þá. Eitt af verkum þess fundar verður að kjósa trúnaðarmann fyrir þenn- an vinnustað. Því enda þótt að ekki séu samningar við setuliðið enn sem komið er, þá er engu síð- ur rétt og sjálfsagt, að gætn réttar verkámannanna þar, svo sem kost- ur er á. Verkefni þessa fundar verður meðal annars: að ræða' um laugar- dagseftirmiðdagana næsta sumar, greiðslu orlofsfjár með orlofsmerkj- um o. fl. o. fl. Ég vænti því að þeir verkamenn í flugvallarvinn- unni, sem sjá þessar línur, hugsi um þessi mál, og mæti þegar um- ræddur fundur verður boðaður. Jón Agnars. Aðalfundur Verklýðs* félags Bolungavíkur Jón Tímótcusson. Verklýðsfélag Bolungavíkur hélt aðalfund sinn seint í febr. Stjórnin var öll endurkosin og er hún þannig skipuð: Formaður: Jón Tímóteusson Varaform. Pálmi Karvelsson Ritari: Ágúst Vigfússon. Gjaldkeri: Haraldur Stefáns- son. Meðstj.: Salomon B. Krist jánsson. Athugasemd Alþýðublaðið, þ. 1. þ. m., gerir mér þann heiður að birta nafnið mitt á prenti, ásamt því að til- kynna það, sem ég vissi ekki áður, að ég hafi verið kosinn á þing Al- þýðusambandsins, lil þess að „vinna á móti kommúnistum“. Ég tek það fram, að inér hefur til þessa tima verið, og er enn, með öllu ókunnugt um að Verka- mannafélagið Fram hafi sagt „kommúnistum“ stríð á hendur. Ég leit svo á, að ég hefði verið kosinn á þing verkalýðssamta'k- anna til þess ao taka þar afstöðu til mála vérkalýðsstéttarinnar, burtséð frá pólitískum flokkum. Samþmgsmaður minn, Magnús Bjarnakon, gat. heldur ekki um þessa fyrirhuguðu styrjöld við mig, og ég cr viss.um að ákvörðun um liana er ekki til í gjörðabókum fé- lagsins. Hins vegar er þar bókað það á'lit Magnúsar Bjarnasonar og Sigurð- ar Péturssonár. að flokkspólitískar erjur séu ó'heppilegar í hagsmuna- Samtökum verkamanná. Alþýðublaðsmennirnir mega því sjálfuip sér um kenna að liafa sagt orð, sem þeim þykir stóruin miður að ég skuli liafa tekið niark á. Sauðárkróki, 5. marz 1945. Skafti Magmísson. Furðuleg afstaða til ðryggis- mála sjámanna í fyrradag gekk útgerðarmað- ur „Venus“-togarans á milii blaða bæjarins og afhenti þeim yfirlýsingu, þar sem skipshöfn in á „Venus“ mótmælir greina- flokki Hákonar Jónassonar um öryggismál sjómanna. Mörgum mun hafa brugðið, er þeir lásu þessa yfirlýsingu, og það af tvennum ástæðum fyrst og fremst. Onnur er sú, að yfirlýsing- in er algjör andstæða þeirra hugmynda, er verkafólkið bcf- ur gert sér um samheldni og gagnkvæma samúð meðal laun þega til sjós og lands. Hin er sú, að Alþýðublaðið var fyrsta og eina morgunblað- ið sem birti þessa köldu kveðju til hásetans. Mál þetta liggur þannig fyr- ir, að Hákon Jónasson, sem hef ur verið háseti á togaranum „Sindra“, skrifar einhverja þá ýtarlegustu grein um öryggi?- mál sjómanna, sem rituð hefur verið, einarða og hispurslausa grein, sem vakið hefur þjóðai- athygli fyrir bersögli höfund- ar og jákvæðar tillögur. Strax og ,,Sindri“ kemur í höfn, tilkynnir skipstjórirn honum, að háns sé ekki leng- ur þörf á skipinu og rekur hann. Samtímis höfða tveir togara- skipstjórar, sem nafngreindir eru í greininni, mál á hásetann til þess að fá hann dæmdan í sektir og tugthús. Eftir að búið er þannig að svipta hann atvinnu sinni og eftir að tveir voldugir. menn SKEiMMTIFUNDUR verður í kvöld kl. 9. Til skemmtunar verður: Norsk skíðakvikmynd o. fl. ' Mætum öll með tölu. höfða mál á hann, er áhöfnin á skipi því, er annar þessara skipstjóra *fer með, fengin til að birta mótmælayfirlýsingu gegn grein Hákonar og bera Icf á skipstjórann. Þegar málið er komið á þetta stig, verður einmitt Al- þýðublaðið fyrst allra blaða til að birta þessa yfirlýsingu, ásamt heildsalablaðinu „Vísi“, og tekur þannig afdráttarlausa afstöðu með skipstjórunum og málstað þeirra en á móti há- setanum. Yfirlýsing skipshafnarinnar á „Venusi“ er vægast sagt fljótræði. Hún minnir allt of mikið á yfirlýsingar, sem at- vinnurekendur fengu nokkra verkamenn til að gefa í olíu- deilunni síðastliðið sumar, en snerust í höndum atvinnurek- enda. Ef skipverjar á ,.Venusi“ hefðu athugað betur, hvað þeir eru að gera með þessari yfir- lýsingu, þá hefðu þeir óefað komizt að raun um, að hún er vopn í höndum þeirra útgerð- armanna og annarra, sem vilja kæfa hverja djarfa rödd um öryggismálin og að með yfir- lýsingunni taka þessir sjómenn þá ábyrgð á sig, að leggja blessun sína yfir það ofbeldis- verk útgerðarinnar að reka um svifalaust þann manninn, sem þorði, þrátt fyrir yfirvofandi atvinnumissi, að hefja upp hreinskilna rödd sjómannsins. Og það er hart að vita til þess, að þegar útgerð og tveir tog- araskipstjórar sækja að einum háseta með atvinnusviptingu og málshöfðun, þá skuli menn úr þeirri stétt, sem hann er að berjast fyrir, taka sér stöðu gegn ofsóttum stéttarbróður sínum. En Alþýðublaðið verður bað til ævarandi smánar, að það skyldi fyrst allra blaða gera þessa yfirlýsingu að sinni ng ganga þannig fram fyrir skjöldu í þjónustu sinni við at- vinnurekendur. MELLERSII flughófðingi (í miðjunni), yfirmaður brezka jlug- flotans í Austurlöndum, ásamt aðstoðarmönnum sínum.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.