Þjóðviljinn - 17.03.1945, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 17.03.1945, Blaðsíða 2
2 ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 17. rnarz 194i>. Bæjarstjóm Hafnarfjarðar hefur samþykkt að heimila Bæj- arútgerð Hafnarfjarðar að verja einni milljón króna til kaupa á vélbátum er gerðir verði út frá Hafnarfirði. Verða stofnuð hlutafélög í þessu skyni og er ætlunin að einstaklingar leggi fram hinn helming hlutafjárins móti bæjar- útgerðinni. Ráðgert er að smíðaðir verði 10 bátar og verði kostnaðarverð þeirrar um 4 millj. króna. Verði 'helmingur þeirrar upphæðar feng- inn að láni, hinn helmingurinn verði beint framlag, 1 millj. kr. frá Bæjarútgerðinni og 1 millj. kr. frá einstaklingum er hlutafélögin stofna ásamt Bæjarútgerðinni. Gert er ráð fyrir að einhverjir bátanna verði tilbúnir á veiðar um næstu áramót. Sennilega verða einhverjir, eða ef til vill allir, bátarnir smíðaðir í Hafnarfirði. Áætlað er að tonnið í 40—50 tonna bátum, er smíðaðir eru í Hafnarfirði, muni kosta 8600 kr., sem er aðeins nokkru hærra en á bátum af svipaðri stærð, smíð- uðum í Svíþjóð. Þegar þessi ákvörðun kemur til framkvæmda mun hún hafa mikla atvinnuaukningu í för með sér og einmitt á þeim tíma sem oft er lítið um yinnu í Hafnarfirði. Því hefur stundum verið haldið fram að vélbátaútgerð frá Hafnar- firði gæti ekki keppt við útgerð- ina á Suðurnesjum, það væri lengra á miðin frá Hafnarfirði o. s. frv., en reynsla þeirra vél'báta, Oi* borgidDl Næturlæknir er í læknavarðstof- unni í Austurbæjarskólanum, sími 5030. Næturvörður er í Lyfjabúðinni Iðunn. Næturakstur: Hreyfill, sími 1633. Ljósatími ökutækja er frá kl. 18.50 til kl. 6.25. Útvarpið í dag: 18.30 Dönskukennsla, 1. flokkur. 19.00 Enskukennsla, 2. flokkur. 19.25 Hljómplötur: Samsöngur. 20.30 Leikrit: „Dr. Knock“ eftir Jul- es Romain (Leikstjóri: Brynj- ólfur Jóhannesson). Hjónaband. í dag verða gefin saman í hjónaband, af séra Jakobi Jónssyni, Hrefna Brynjólfsdóttir og Gísli Ólafsson. Heimili þeirra er á Freyjugötu 32. Örlygur Sigurðsson, listmálari ' hefur opnað málverkasýningu í Hótel Heklu. Verður sýningin opin frá kl. 10 f. h. til 10 e. h. daglega. í dag kl. 3,30 sýna Menntaskóla- nemendur leikritið Kappar og vopn eftir G. B. Shaw. Leikur þessi hefur hlotið miklar vinsældir og ættu menn að nota taekifærið til að sjá hann, því fáar sýningar munu vera eftir. Kvenréttindafélag íslands heldur afmælisfagnað fyrir félagskonur og gesti þeirra að Röðli þriðjudaginn 20. marz kl. 8.30. Þátttaka tilkynn- ist í síma 4349, 3682 og 2398 fyrir sunnudagskvöld. Hlutaveltu heldur Knattspyrnu- félagið Víkingur í K. R.-húsinu á j morgun kl. 2 e. h. Verður þar á , boðstólum fjöldi eigulegra og á- I gætra muna fyrir aðeins 50 aura. sem gerðir hafa verið út frá Hafn- arfirði, sýnir að þetta hefur enga úrslitaþýðingu í útgerðarkostnað- inum. Hins vegar verða löndunarskil- yrði og annað, sem vélbátaútgerð þarfnast í landi, að gerbreytast í Hafnarfirði, áður en þessi fyrir- hugaða litgerð kemur til fram- kvæmda. í Hafnarfirði eru nú tvær skipa- smíðastöðvar er hafa, sem kunnugt er, smíðað nokkura báta. Munu þær hafa haft lítið að starfa und- anfarið. Norðmenn gera Þjóðverjum grikk Samkvæmt fréttum frá Noregi var það svo mikið tjón fyrir Þjóð- verja að missa flotkranann í Hort- en í loftárás Bandamanna þann 23. febrúar s.l., að þýzka flota- stjórnin bað strax um annan krana frá Þýzkalandi. Þessi krani var dreginn frá höfn í Norður-Þýzkalandi og kom til Moss við austanverðan Óslóarfjörð andspænis Horten þann 9. marz. Flutningurinn hafði gengið sein- lega, því að mikil hætta var á árás- um flugvéla og kafbáta. Morguninn eftir komuna til Moss sprengdu skemmdaverka- menn úr norska heimahernum kranann í loft upp, og sökk hann nálægt einni af bryggjunum í Moss. (Frá norska blaðafulltnianum). Skýrsla um úthlutun fjár til leikara / Úthlutunarnefiid Félags is- lenzkra leikara hefur úthlutað 21^.500 króna styrk, er hún hafði til umráða, til 26 leikara. Upphæðinni var skipt. þannig: 1200 kr.: Friðfinnur Guðjónsson, Gunnþórunn Halldórsdóttir, Har- aldur Björnsson, Indriði Waage, Lárus Pálsson og Sóffía Guðlaugs- dóttir. 1000 kr.: Þorsteinn Ö. Stephen- sen, Tómas Hallgrímsson, Ævar Kvaran, Jón Aðils, Arndís Björns- dóttir, Brynjólfur Jóhannesson, Gestur Pálsson og Valur Gfslason. 900kr.: Svava Jónsdóttir, Akur- eyri, Þóra Borg Einarsson, Alda Möller, Alfreð Andfésson, Lárus Ingólfsson, Anna Guðmundsdóttir og Valdimar Iíelgason. Jón Norðfjörð, Akureyri, 700 kr. Sigrún Magnúsdóttir 650 kr. Emilía Borg 600 kr. Dóra Ilaraldsdóttir 550 kr. Eyþór Stefánsson, Sauðárkróki, 500 kr. í nefndinni áttu sæti: Haraldur Björnsson, formaður, Gestur Páls- son og Anna Guðmundsdóttir. * MupfDliEli Valgarður Þorkelsson. Valgarður Þorkelsson, skip- stjóri á v.b. Keflvíking, er 40 ára í dag. Valgarður hefur um fjölda ára verið formaður á fiskibát- um, bæði á Siglufirði og hér sunnanlands. Hefur hann ætíð verið góður aflamaður og happa sæll skipstjóri og vinsæll með- al sjómanna. Nú í vetur er hann aflahæstur 1 Keflavík, miðað við róðrafjölda. Hann var stofnandi hlutafél. Keflvikingur 1939, ásamt Dani- val Danivalssyni, er lét smíða v.b. Keflvíking. Valgarður var einn af frum- kvöðlum að stofnun Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Gróttu og gerði margt fyrir það félag, var m. a. í stjórn þess fyrstu 3 árin. Valgarður er ættaður úr Fljót um í Skagafirði. Hinir mörgu vinir hans senda honum í dag hugheilar árnaðar- óskir. Staðíes! lög á ríkis- ráðsíundi Forsetinn staðfesti á ríkis- ráðsfundi 12. marz 1945 eftir greind lög: 1. Lög um breyting á lögum nr. 100 23. júní 1936, um stýri- mannaskólann í Reykjavík. 2. Lög um aukið húsnæði í þarfir ríkisins og stofnana þess. 3. Lög um framlenging á gildi laga nr. 33 7- maí 1928, um skattgreiðslu h. f. Eimskipafé- lags íslands. 4. Lög um breyting á lögum nr. 3 6. ianúar 1938 um fast- eignamat. 5. Lög um laun starfsmanna ríkisins. 6. Lög um veltuskatt. (Frá ríkisráðsritara). MUNIÐ Kaffisöluna Hafnarstræti 16 r-m—in.r ~.r n»i—111-1- r nn - -----— 1 ^ ■ 1 ■ Bandarískur lœknir er að binda um sœrðan fót á belgisku barni í kjallaranum heima hjá því. Happdrættismiðarnir eru | seldir í flestum bóka- verzluhum og víðar \ ■ ' \ í HAPPDRÆTTI „Norrœnu hallarinnar“ Fyrir aðeins 5 krónur fá þeir, sem vinna í happdrætti „Norrænu hall- arinnar“. Ársdvöl við háskóla eða annan framhaldsskóla á Norðurlöndum og ferð til allra höfuðborga Norð- urlanda fyrir 2. Hver vill ekki taka boði um mánaðar skemmti- ferð um Norðurlönd, að stríði loknu, eða ársdvöl t. d. í hinum fræga og glaðværa háskólabæ Upp- sölum fyrir einar fimm krónur. Þetta býður happdrætti „Norrænu hallarinnar“ yður, ef heppnin er með. — Vinningar eru tveir. Hverjir verða þeir heppnu? Dregið 30. júní. — Kaupið miða strax!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.