Þjóðviljinn - 17.03.1945, Blaðsíða 5
ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 17. marz 1945
þJÓÐVILJI
Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sigurður Guðmundsson.
Stjórnmálaritstjórar: Einar Olgeirsson, Sigfús Sigurhjartarson.
Ritstjórnarskrifstofa: Austurstrœti 12, sími 2270.
Afgreiðsla og auglýsingar: Skólavörðustíg 19, sími 218
Áskriftarverð: í Reykjavík og nágrenni: Kr. 6.00 á mánuði.
Úti á landi: Kr. 5.00 á mánuði.
Prentsmiðja: Víkingsprent h.f., Garðastroeti 17.
Verður Reykjavík ekki með?
Aldrei hefur þjóðin tekið betur undir stefnu nokkurrar rík
isstjómar en nýbyggingarstefnu núverandi stjórnar. Stjórnin hef-
ur, hvað þetta snertir, beinlínis orðið við óskum eða öllu held-
ur kröfum þjóðarinnar. Þjóðina vantaði slíka forustu, hana vant-
aði stjórn er leiddi og styddi þann framfarabug sem nú bærist
í brjósti flestra íslendinga.
Nýbyggingaráð verður þessa ljóslega vart. Hvaðanæfa af
landinu berast því óskir og bendingar um nýjar framkvæmdir,
kapþhlaup virðist hafið milli sveitafélaga og héraða um að verða
'sem mikilvirkastir þátttakendur í hinni nýju uppbyggingu at-
vinnulífsins. En einn aðili er það sem ekki virðist óska að vera
með í kapphlaupinu, það er Reykjavík. Frá yfirvöldum Reykja-
víkur koma engar óskir, ekkert frumkvæði, aðeins yfirlýsingar
um að bærinn bíði í trausti þess að nýbyggingaráð líti í náð
sinni til höfuðstaðarins, þegar þess tími kemur.
Það kann að vera ánægjulegt fyrir nýbyggingaráð að fá þá
traustsyfirlýsingu, sem meiri hluti bæjarstjórnar veitti því er
hann var að vísa frá tillögum sósíalista um ákveðnar fram-
kvæmdir í útgerðarmálum bæjarins, og það getur verið býsna
þægilegt fyrir það að vita, að Reykjavík gerir engar kröfur.
þegar það yerður að mæta þeirri sta'ðreynd að eftirspurnin eftir
nýjum framleiðslutækjum er svo mikil, að mjög erfitt verður að
fullnægja henni- En fyrir íbúa Reykjavíkur horfir málið öðru
vísi við.
•
Ekkert byggðarlag hefur haft eins mikla atvinnu í sambandi
við hemaðarframkvæmdir eins og Reykjavík. Atvinna sem
stendur í beinu eða óbeinu sambandi við dvöl hins erlenda hers
hér á landi, er hlutfallslega meiri hér en í nokkru öðru byggð-
arlagi. Af þessari staðreynd leiðir að einmitt hér er þörf meiri
og víðtækari nýsköpunar á sviði atvinnulífsins en nokkurs stað-
ar annars staðar á landinu. Það er hlutverk bæjaryfirvaldanna
að gera sér grein fyrir þessari þörf, og að gera áætlun um
hvemig úr henni verði bætt, slíka áætlun bæri þeim að
leggja fyrir nýbyggingaráð og fylja fast eftir að bærinn fái
sinn hluta af þeim nýju framleiðslutækjum sem verða flutt til
landsins beint eða óbeint á vegum nýbyggingaráðsins. En þetta
er ekki aðferð þeirra manna sem nú stjórna bænum undir for-
ustu Bjama Benediktssonar, þeirra aðferð er að vísa umbóta-
tillögum frá í trausti þess að einhver annar beri hag Reykja-
víkur fyrir brjósti.
•
Öll er þessi afstaða skiljanleg þegar þess er gætt að trúar-
játning Sjálfstæðisflokksins hefur verið og er sú að það sé um
að gera að láta framtak einstaklingsins leysa vandamál atvinnu-
lífsins og að á mestu ríði að bæjarfélög og ríki séu ekki að
sletta sér fram í verkahring þess. En þetta er lífsskoðun lið-
inna tíma. Nútímamenn hljóta að viðurkenna að atvinnulíf
þjóða og bæjarfélaga verður að.reka samkvæmt þaulhugsaðri og
vísindalegri áætlun. Það er hlutverk hverrar bæjarstjórnar að
gera slíka atvinnuáætlun fyrir sitt bæjarfélag, framkvæmdir er
svo hægt að fela einstaklingum og félögum einum saman, eða
við hlið bæjarfélágsins. Þannig hugsa nútímamenn, en ekki þeir
fulltrúar liðinna tíma, sem nú stjóma Reykjavík.
Fyrir bæjarbúa er spurningin, hvort Reykjavík verður með
í þeirri nýsköpun sem hafin er, eða ekki. Eigi hún að verða með,
verður bæjarstjómin að eiga frumkvæðið, en til þess að bæjar-
stjórn taki það í sínar hendur, verða bæjarbúar að fela öðrum
forustuna. Til þess verður tækifæri næsta vetur, og upphafið að
áætluninni um framfarir í atvinnulífi bæjarins er áætlun um að
fá sósíalistum forustuna í bæjarmálunum, eftir kosningar sem
fram fara á næsta vetri.
Ileimsráðstefna verklýðsfélaga,
sem lokið hefur brýnustu verkefn-
um sínúm í Lundúnum, sendir
þenna boðskap alþýðu allra landa,
sem vonar og vill af alhug, að nýr
heinnir skuli rísa upp af rústum
og auðn styrjaldarinnar. Heims-
styrjöldin síðari hefur stofnað öll-
um þjóðum í alvarlegri háska, en
um getur í annálum sögunnar.
Iiinar sameinuðu þjóðir hafa bar-
izt fyrir frelsi sínu og lífsháttum
í langvinnri og hræðilegri baráttu
gegn árásarveldunum. Þær liafa
giftusamlega borið af sér ægileg-
Ustu atlögu, er nokkru sinni he.fur
verið gerð gegn grundvelli lýðræð-
isins og þegnrétti frjálsra manna,
þær hafa andæft hatrömmustu til-
raun, er nokkru sinni hefur verið
gerð til ]>ess að hneppa mannkynið
í íinauð og sveigja þjóðir undir
stjórnmálakerfi, atvinnuskipulag
og bugmyndafræði, er hefðu. ef til-
raunin hefði heppnazt, ofurselt
allar frjálsar þjóðir í hendur mönn-
um, sem með herafla sínurn þótt-
ust vera sjálfvaldir til að drottna
fyrir sakið „kynþáttayfirburða“
eða til að gegna svokölluðu „sögu-
legu hluitverki“.
Ileimsráðstefna verklýðsfélaga
vorra hefur kvatt fulltrúa til fund-
ar frá öllum álfum jarðarinnar, er
fara með umboð milljóna skipu,-
lagsbundinna manna, er veittu
staðfastlega viðnám kúgun fasism-
ans og hafa hrundið árás fasista
með fórnfrekri baráttu Yér kom-
um á heimsráðstefnu vora frá
sundurleitum löndum. Vér vorum
fulltrúar allra kynflokka og trúar-
bragða, og sundurleitir að hörunds-
lit. Vér ræddumsit við á ólíkum
tungumálum. En vér vorum ein-
huga urn þau markmið, er vér sem
verkamenn, eigum ásamt öllum
þjóðum, er frelsinu unna. Umræð-
ur vorar á heimsráðstefnunni voru
slíkar, að vér getum lýst því yfir,
án hiks eða vafninga, að verklýðs-
félög alls heimsins eru reiðubúin
til þess að starfa með öllum sam-
huga þjóðum að því, að fullur og
afdráttarlaus sigur verði unninn á
fasistaveldunum, er reyndu að
granda frelsi og lýðræði; að þau
vilja koma á öruggum og varan-
legum friði og efla alþjóðlega sam-
vinnu í fjárhagsmálum og ktvinnu-
málum, svo að nýta megi hinar
miklu auðlindir jarðarinnar öllum
þjóðurn hennar til blessunar,
bryggja vinnu handa öllum, efla
velmegun fólksins og skapa íélags-
legt öryggi handa komim og körl-
um með öllurn þjóðum.
Til þess að þessum háleitu mark-
miðum verði náð hefur heimsráð-
stcfna vor skuhlbundið milljóna-
samtök þau, er falið hafa oss um-
boð sitt, til að sfyðja hetjuheri
hinna sameinuðu þjóða í þeim or-
ustum, sem enn verða háðar áður
en lokasigri er náð. Sókn sovét-
herjanna í austri, efld og studd af
sókn Englendinga og Anreríku-
manna í vestri og þjóðfrelsisher-
sveitum Frakklands, Rúmeníu,
Júgóslavíu og Búlgariu, hlýtur að
verða hin skjóta úrslitasókn, er
kúgar þýzka ríkið til að gefast
upp skilyrðislaust og lýkur styrj-
öldinni við Þýzkaland.
í Austurheimi munu lönd þau,
sem eiga í ófriði við Japan, einnig
eiga vísan lokasigur. Lönd þessi
munu halda áfram sókn sinni af
sama móði og áðitr, unz Japan
neyðist til að ganga að skilyrðis-
lausri uppgjöf.
Vér hcitum á alla félagsbundna
verkamenn, sem fulltrúa eiga á ráð-
stefnu vorri, að láta einskis ófreist-
að til að sjá herjunum fyrir nauð-
synjum sínum, og ýta undir ó-
sveigjanlega ætlun hinna samein-
uðu þjóða um að sigra fasismann
í þessari styrjöld, og vér erum þess
fullvissir, að hollusta verkamanna
við ’hugsjónir frelsisins og lýðræð-
isins, sem hafa einkennt öll störf
þeirra í þágu styrjaldarinnar, muni
framvegis hvetja þá til að leggja
á sig þær fórnir, sem ekki verður
hjá komizt til að vinna lokasigur,
er skapa mun varanlegan frið.
Heimsráðstefna vor vill stuðla
að því, að stund sigursins megi
renna upp sem skjótast og hefur
því hvatt til þess, að nauðsynleg
hjálp verði veitt til að útbúa heri
í þeim löndum, sem leyst eru úr
ánauð, sérstaklega í Frakklandi og
ítalíUjSVO að þessi lönd eigi einnig
kost á að taka fullari þátt í styrj-
aldarrekstrinum. Ráðstefna vor
hvatti nsömuleiðis þjóðir í Iöndum
þeim, sem eiga í styrjöld við Jap-
an, til að veita hinni hugrökku kín-
versku þjóð þá hjálp er þær mega
varðandi hergögn og skotfæri, til
að styrkja baráttu hennar gegn
hinum japönsku innrásarfjendum.
Vér krefjumst þess, að í löndum
þeim og héruðum, sem leyst verða
úr ánauð, verði fylgt slíkri stjórn-
arstefnu, er tryggi fullan stuðning
allrar alþýðu í styrjaldarrekstrin-
um. Til þess að svo megi verða er
nauðsynlegt að gera eftirfarandi
ráðstafanir:
a) að koma þegar á málfrelsi,
ritfrelsi, fundafrelsi, trúfrelsi,
stjórnmálafrelsi og frelsi til að
stofna verklýðsfélög;
b) að mynda ríkisstjórnir, sem
njóta stuðnings þjóðarinnar;
c) að sjá fyrir vistum, matvæl-
um og hráefnum handa þjóð-
inni, svo að hægt sé að fullu
að hagnýta mannafla og fram-
leiðslumátt þessara héraða.
Ráðstefna vor var einhuga sam-
mála ákvörðun hinna þriggja sam-
einuðu stórvelda Krímskaga-ráð-
stefnunnar um að uppræta hern-
aðarstefnu Þýzkalands og nazism-
ann og gera allar nauðsynlegar
ráðstafanir tfl þess að stríðsglæpa-
menn og aðrir, er reynzt hafa sek-
ir þjóðníðingar, verði ábyrgir
gerða sinna og hljóti harða refs-
ingu; að Þýzkaland verði afvopn-
að og.allur herstyrkur þess gerður
óvígfær; að þýzka herforingjaráð-
ið verði leyst upp fyrir fullt bg
allt; að allur herbúnaður Þýzka-
lands verði afmáður og að engu
ger; og að Bandamenn hafi eftirlit
með öllum þýzkurn iðnaði, sem
nota má í hernaðarþarfir. Ráð-
stefna vor samþykkti einnig á-
kvörðun Krímskaga-ráðstefnunnar
um að gera slíkar ráðstafanir, er
tryggi fullar bætur frá Þýzkalandi
fyrir það tjón, er það hefur valdið
í löndum Bandamanna, en þau
lönd gangi fyrst fyrir um skaða-
bætur, er orðið hafa fyrir þyngst-
um bússifjum.
Verkalýðsfélög þeirra landa, sem
eiga í styrjöld vjð Japan, -stað-
festa þá skoðun sína, að ofantald-
ar meginreglur skuli einnig eiga
við Japan, en að keisari Japana
skuli gerður ábvrgur um herrnd-
arverk japanskrar hernaðarstefnn,
að í stað japanska keisaraveldis-
ins verði mynduð lýðræðisstjórn í
Japan og að Kairó-yfirlýsingin
verði framkvæmd afdráttarlaust,
að því er varðar lönd þaú, er Jap-
anar hafa sölsað undir sig í herför
sinni.
Ileimsráðstefna vor lýsti því há-
tíðlega yfir, að allar þjóðir jarð-
arinnar, sem frelsinu unna, skyldu
aðeins styðja og viðurkenna þær
ríkisstjórnir, stjórnmálaflokka og
stofnanir, sem hafá skuldbundizt
til að heyja styrjöld gegn fasism-
anum, hverju nafni sem hann nefn-
ist, unz hann hefur afmáður verið
úr tilveru allra þjóða.
Heimsráðstefna vor lýsti yfir
þeirri skoðun, að það sé skylda
ríkisstjórna með hinum sameinuðu
þjóðum, sem með samhug sínum
og samstarfi í stríði og friði trvggja
það, að nýrri skipan friðar og reglu
verði komið á um gervallan heim,
að synja viðurkenningar þeim ríkj-
úm, sem í stjórnmálalegum og at-
vinnulegum efnum eru andstæð
þeirn hugsjónum, er hinar samein-
uðu þjóðir hafa fórnað svo miklu
fyrir og lagt á sig hinar þyngstu
byrðar. Slík ríki eru Spánn
Francós, Portúgal og Argentína.
Heimsráðstefna vor hefur ein-
róma fallizt á ráðagerðir fundar-
ins í Dombarton Oak um virka og
haldgóða alþjóðaráðstefnu til að
afstýra friðrofi, varðveita öryggi
og halda uppi friði. Með því einu
móti verður hægit að tryggja full-
veldisréttindi og sjálfsstjórn þeirra
þjóða, sem hafa séð hvernig lýð-
ræðisréttindi þeirra hafa verið af-
máð miskunnarlaust.
Heimsráðstefna vor fagnaði af
alhug yfirlýsingu Bandamanna-
stjórna á þeim meginreglum, sem
staðfestar eru í Atlanzhafssáttmál-
anum, og um sameiginlega hjálp
handa þjóðum þeim, sem leystar
hafa verið úr ánauð, til að skapa
slík skilyrði, að traustar og full-
gildar ríkisstjórnir, er hvíli á frjálsu
samþykki þjóðarinnar, fái setzt að
völdum.
Heimsráðstefna vor gerði sér
grein fyrir hinum fjárhagslegu og
félagslegu viðfangsefnum, er bíða
allra þjóða að stríðinu loknu, og
kanníjði þær ráðstafanir, sem gera
verður til þess að afstýra atvinnu-
kreppu eftir ófriSinn, er mundi á
nýjan leik stofna heimsfriðnum í
hættu. Ráðstefnan samþykkti þess
vegna stefnuskrá varðandi alþjóð-
lega samvinnu til að tryggja iðn-
aðanþróun í lítt þroskuðum lönd-
um og nýta að fullu auðlindir
hverrar þjóðar með því að skipu-
leggja á hagnýtan liátt vinnuafl
mannanna á þá lnnd, að fram-
leiðslutækin verði nýtt til hins ýtr-
asta og hægt verði að sjá öllum
fyrir vinnu og vaxandi velmegun
um allan heim.
Heimsi'áðstefna vor lagði sér-
staka áherzlu á þær skyldur, er
ríkisstjórnir verða að rækja gagn-
vart körlum og konum, er gegna
herþjónustu, og livorki hafa spar-
að líf eða heilsu í baráttunni fyrir
sigri. Ráðstefnan krafðist þess, að
öryrkjum stríðsins yrði séð fyrir
ókeypis læknishjálp og nægilegum
sjúkrastyrk meðan þeir eru ó-
vinnufærir og þeim yrði veitt ó-
keypis þjálfun til að taka aftur
upp vinnu í iðnaðinum; að þeim,
sem eru öryrkjar ævilangt, verði
veittur lífeyrir, er tryggi þeirn og
fjölskyldum þeirra eðlileg og skap-
leg lífskjör.
Heimsráðstefna vor var einnig
á einu máli um það, að berjast
fyrir virkri verkamannalöggjöf í
ölluni löndum heims, þar á meðal
í nýlendum og öðrum löndum, sem
Iítt eru á veg komin, til verndar
verkamönnum í öllum framleiðslu-
störfum. Á annan hátt verður ekki
tryggt samtakafrelsi né helgustu
samfélagsréttindi manna; á annan
liátt fá verkalýðsfélög og önnur
samtök verkamanna ekki tækifæri
til að vaxa og þróast frjáls og ó-
háð né heldur að taka þátt í og
marka atvinnum'álastéfnuna í hin-
um ýmsu löndurn.
Verkalýðsfélög heimsráðstefnu
vorrar hafa tekið hina nrikilvæg-
ustu ákvörðun um að efla skipu-
lagsbundna sameiningu hinnar al-
þjóðlegu verkalýðshreyfingar. Ráð-
stefnan samþykkti einróma að
stofna heimssamtök verkamanna,
er telji innan vébanda sinna öll
verkalýðsfélög frjálsra landa á
grundvelli jafnréttis, án tillits til
kynþátta, trúar eða stjórnmála-
skoðana, svo að engum verði skip-
að utan garðs né á óæðra bekk.
Vér erum að skapa eins skjótt og
tök eru á volduga a!])jóðastofnun,
sem sameinar alla, og getur beitt
áhrifavaldi sínu til framdráttar yf-
irlýstum stefnuskráratriðum vor-
um. Vér kusum 45 manna nefnd á
heimsráðstefnu verkalýðsfélag-
anna, skipaða fulltrúum allra
deilda ráðstefnunnar, og hefur
nefnd þessi aðsetur i París. Nefnd-
in mun kveðja aftur til heimsráð-
stefnu í septembermánuði 1945, til
að samþykkja grundvallarlög sam-
takanna og stofnun varanlegs
skipulags. En á meðan mun hún
verða oddviti ráðstéfnunnar og
koma ákvörðunum hennar á fram-
færi. Hún mun túlka kröfur hinn-
ar alþjóðlegu verkalýðshreyfingar
um þátttöku og hlutdeild í öllum
málum varðandi friðinn og mála-
skipan alla eftir styrjöldina, um
fulltrúa á friðarráðstefuna og öll-
um alþjóðanefndum varðandi
friðarskipanina frá upphafi til
erida, allt frá ráðstefnunni í San
Francisco í apríl.
Heimsráðstefna vor gerði þessa
kröfu í þeirri sannfænngu, að al-
þýða hinna sameinuðu.þjóða hefði
rétt til þess að leggja orð í belg,
þegar friður verðúr saminn. Krafá
vor er byggð á þeirri sannfæririgu
verkalýðsfélagarina sér í lagi, að
þau hafi inikið verk að vinna í ný-
sköpun heímsiris. Heimsraðstefna
vor trúir því, að með áframhald-
andi náinni samvinnu og skjótum
aðgerðum hafi stjórnirnar og al-
þýða hinna sameinuðu þjóða þeg-
ir unnið hálfan sigur, en að tak-
í
ast muni að ráða fram úr hinum
erfiðu viðfangsefnum framtíðar-
innar og leysa hvern vanda, sem að
höndum ber.
Heimsráðstefna v e r'k al ý ð sf él ag-
anna vottar öllum þeim, sem fall-
ið hafa fyrir málstað frelsisins,
virðingu sína. Hún hyllir hina hug-
rökku heri hinna sameinuðu þjóða,
skæruliðasv.eitirnar, andstöðu-
hreyfingarnar og meðlimi varnar-
liðs borgarasveitanna.
Hin félagsbundna verkalýðsstétt
hefur laigt fram sinn fulla skerf í
orustum vígvallanna og á sviði
framleiðslunnar til að skapa og
vígbúa hinn gríðarlega herafla,
sem hafa þegar komið fasismanum
á kné og mun innan stundar brjóta
hann á bak aftur fyrir fullt og
allt. Hin sögulega ráðstefna vor,
sem er háð þegar styrjöldin stend-
ur sem hæst, er talandi tákn um
einingu verkalýðsstéttarinnar og
ber vitni siðferðilegum sigri hinna
sameinuðu þjóða á hinum illu öfl-
um fasismans. Hin skipulags-
bundna verkalýðsstétt, sem hefur
átt svo mikinn þátt í að vinna
þessa styrjöld, getur ekki látið
aðra um það að bera alla ábyrgð
á friðarskipaninni, hversu góður
sem tilgangur þeirra kann að vera.
Friðurinn, sem koma skal. mun
því aðeins verða góður friður —
varanlegur friður — friður, sem er
verður þeirra fórna, er goldnar
hafa verið sigrinum, ef hann fær
tjáð vilja frjálsra þjóða, hagsmuni
þeirra, þrá og þarfir. Vér sendum
því þetta ávarp heimsráðste'fnu
vorrar öllum verkamönnum heims-
ins og öllum góðviljuðum körlum
og konum, er vilja helga sig því
starfi að skapa betri heim með
sömu þjónustulund'og fórnfýsi og
þeir hafa lag’t fram til að vinna
sigur í styrjöldinni.
Undirritað aj nejndinni jyrir
hönd heimsráðstejnunruir.
Leiðrétting;. Það var Sparisjóður
Mjólkurfélags Reykjavíkur og ná-
grennis, en ekki Sparisjóður Rvíkur
og nágrennis, sem frá var skýrt í
blaðinu í gær' að bæjarstjórniri
hefði kosið endurskoðendur fyrir
Landsmót í handloiattleik 1945
(innanhúss) hafið
Seiimi hluti 15—20. marz
Fimmtudagur 15. marz kl. 10:
2. fl. Ármann—Víkingur 13:13.
dómari Anton Erlendsson. 1. fl.
Haukar — í- R. 27:27, dómari
Anton Erlendsson. Mfl. Hauk-
ar — F. H. 35:18 dómari Anton
Erlendsson.
Föstudagur 16. marz kl. 10:
2. fl. Í.R. — F. H. dómari Anton
Erlendsson. 1. fl. Víkingur —
Ármann dómari Anton Erlends-
son. Mfl. Ármann — Fram, dóm
ari Anton Erlendsson-
Laugardagur 17. marz kl. 9:
2. fl. Ármann — í. R. dómari
Stefán Jónsson. 1. fl. F. H. —
Víkingur, dómari Stefán Jóns-
son. 1. fl. Fram — Valur dóm-
ari Anton Erlendsson. Mfl. F.
H. — Víkingur, dómari. Anton
Erlendsson.
Sunnudagur 18. marz kl. 1.
Kvenfl. F. H. — Haukar, dóm
ari Þráinn Sigurðsson. Kvenfl-
í. R. — K. R. dómari Stefán
Jónsson. Mfl. Valur — Fram,
dómari Baldur Kristjánsson.
Sunnudagur 18. marz kl. 5:
I. fl. í. R. — Víkingur, dómari
Stefán Jónsson. 1. fl. F. H. —
Haukar, dómari Þráinn Sigurðs
son. 1. fl. Ármann — Valur,
dómari Baldur Kristjánsson.
Mánudagur 19. marz kl. 10:
2. fl. Ármann — F. H. Brand-
ur Brynjólfsson dómari. 1. fl.
Valur — í. R. dómari Sigurjón
Jónsson. Mfl. í. R. — Haukar
dómari Sigurjón Jónsson.
Þriðjudagur 20. marz kl. 10:
Kvenfl. F. H. — K. R. dómari’
Þráinn Sigurðsson. 1. fl. Hauk-
ar — Ármann, dómari Þráinn
Sigurðsson. Mfl. Fram — F. H.,
dómari Þráinn Sigurðsson.
Miðvikudagur 21. marz kl. 10:
1. fl. í. R. — F- H. dómari
Brandur Brynjólfsson. 1. fl.
Fram — Víkingur, dómari An-
ton Erlendsson. Mfl. Ármann —-
Haukar, dómari Anton Erlends-
son.
Fimmtudagur 22. marz kl. 10:
Kvenfl- Ármann — Haukar
ÚRSLIT, dómari Anton Erlends
son. 2. fl. Víkingur — F. H.,
dómari Baldur Kristjánsson, 1
fl. Fram — Ármann, dómari
Baldur Kristjánsson.
Föstudagur 23. marz kl. 10:
2. fl. Ármann — Haukar ÚR-
SLIT, dómari Sigurjón oons-
son. 1. fl. Valur — Víkingur,
dómari Sigurjón Jónsson. Mfl
Valur — í. R. dómari Baldur
Kristjánsson.
i Laugardagur 24. marz kl. 9:
1. fl. Fram — F. H-, dómari
Baldur Kristjánsson. 1. fl. Hauk
ar — Víkingur ÚRSLIT, dóm-
ari Þráinn Sigurðsson. Mfl. Ár-
mann — Víkingur ÚRSLIT.
dómari Anton Erlendsson.
Mótið fer fram í íþróttahúsi
Jóns Þorsteinssonar.
Laugardagur 17. marz 1945 — ÞJÓÐVILJINN
Byggingarsamvínmifélag Reykjavíkur.
Framhalds-aðalfuRdur
verður í Kaupþingsalnum mánudaginn 19. marz
kl. 8.30 síðdegis.
DAGSKRÁ:
1. Aðalfundarstörf samkv. félagslögum.
2. Rætt um nýbyggingar.
3. Þórir Baldvinsson byggingafræðingur tal-
ar um byggingamál.
Stjómin.
* Ml Wl>11 lll*l>" **■ “ *A* * ~ 1 iri~ii*-Y r‘>»~ini*n n ilt*
Brczkir hcrmenn ncfna þennan veg í Þýzkalandi Boni Strect cftir strœti í Londnn.
„Heimilisprýðin66
Heimilisprýðin er nafn á sjóði,
vg voru lögð drög að stofnun hans
22. dag maímánaðar árið 1933.
Átti sjóður þessi að verða til efl-
ingar byggingarsjóði Iíallveigar-
staða, en þó einkum að verða
styrktar og verðlaunasjóður, er
stofnunin tæki til starfa.
Markmið sjóðsins var birt í
blöðunum, en bar lítinn árangur.
En þar sem margt hefur breytzt
síðan árið 1933 og nokkrir pening-
ar hafa nú borizt byggingarfyrir-
tækinu í minningargjöfum, þá tel-
ur undirrituð fjársöfnunamefnd
Hallveigarstaða það rétt að birta
stefnuskrá sjóðsins í aðaldráttum:
„Þeir, sem vilja minnast einhverr-
ar góðrar konu, lífs eða liðinnar, í
hvaða stótt og stöðu sem hún er,
eða votta viðurkenningu og halda
minningu hennar á lofti, senda
þessum sjóði, er hlotið hefur nafn-
ið „Heimilisprýðin“, allmyndar-
lega peningaupp'hæð — ásamt
mynd af þeirri konu, sem minning-
in er helguð, nafni hennar, heimili,
aldri og stöðu.
Þegar Hallveigarstaðir verða
fullgerðir, verða allar slíkar.mynd-
ir geymdar í þar til gerðri bók á
völdum stað á heimilinu.
Sjóðnum skal varið til styrktar
ungum stúlkum, er vilja búa sig
undir heimilisstörf, eða nema list-
fengan heimilisiðnað. Nokkrum
hluta vaxtanna skal varið til að
prýða Hallveigarstaði. Peningar
þeir, sem berast kunna í þenna
sjóð, unz húsið er fullgertt, skal
nota til að koma húsinu upp, en
greiða verða Hallveigarstaðir spari-
sjóðsreritu af þeim í sjóðinn frá
viðtökudegi“.
Guðrún Jónasson,
Amtmannsstíg 5.
Laufey Viíhjálmsdóttir,
Suðurgötu 22.
Kristín Sigurðardóttir,
Bjarkargötu 14.
Arnheiður Jónsdóttir,
Tjarnargotu 10.
Anna Ásmundsdóttir,
Suðurgötu 22.
Elín Þorkelsdóttir,
Freyjugötu 49.
Fjóla Stefánsdóttir,
Laugaveg 79.
Friðrika Sveinsdóttir,
Ilverfisgötu 47.
Ingiibjörg Jónsdóttir,
Njálsgötu 27.
Jú)íana Friðriksdó11ir,
Bergstaðastræti 83.
María Maack,
Þingholtsstræti 25.
Mattihildur Kjartansdóttir,
Ásvallagötu 52.
;
0RLYGUR SIGHRÐSSON
opnar í dag
MÁLVERKASÝNINGU
í Hótel Heklu (inngangur frá Hafnarstræti).
Opin daglega frá kl. 10—10.
n ~ ‘ * 1 ’ - -^--i -ii-i-iriar*-ni-'-iin riiiw rw
fadXm^r.Aixiu,
i
» > ■ «■ mi.uT—i'A. . i*. . . . . yyg-^nrai—irKrivj-W
Amerískar herra-
SPORTBLUSSUR
fyrirliggjandi.
SIG. ARNALDS
HEILDVERZLUN
Hafnarstræti 8. — Sími 4950.
Stefnuskrá Austurríska æskulýðsins
Framh. af 3. síðu.
ingarstofnanir séu til afnota fyr
ir ungt fólk.
c) Sundlaugar, leikfimihús,
leikvellir o. s. frv. séu til af
nota fyrir almenning, undir
handleiðslu reyndra æskulýðs-
leiðtoga.
d) Ungu fólki undir 21 árs
aldri (þ. á m. bændafólki og
námsfólki) sé veitt 4 vikna
árlegt frí með fullu kaupi. Þeim
sem þarfnast lengri hvíldartírr.a
sé veittur hann.
4. Menntun.
a) Almenn skólaskylda verði
til 16 ára aldurs.
b) Kennsla sé ókeypis í
barna-, gagnfræða- og frara-
haldsskólum. Styrkir við há-
skóla og aðra framhaldsskóla
séu veittir eftir hæfileikum. Hið
opinbera sjái fyrir nauðsynleg
um viðbótarstyrkjum til uppi-
halds nemenda.
c) Hinir ungu Austurríkis-
menn verði aldir upp með það
fyrir augum, að þeir verði góð-
ir borgarar, lýðræðissinnar og
föðurlandsvinir. Viðfangsefnum
þeirra verði hagað eftir aust-
urrískum þörfum.
5. Heilsuvernd.
a) Fjölda heilsuverndar-
stöðva verði komið á fót. Öllu
ung-u fólki verði gert að mæta
til læknisskoðunar með vissu
millibili.
b) Öllu æskufólki verði
tryggð hentug lífsskilyrði og
fullnægjandi mataræði.
c) Sérstakar ráðstafanir séu
gerðar vegna þess æskufólks
sem fengið hefur berklaveiki,
og til að. hindra útbreiðslu henn
ar.
6. Félagsstarfsemi æskunnar.
a) Ungu fólki sé heimilt að
taka þátt í pólitískri starfsemi.
verkalýðsfélögum, trúarbragða
félögum og hvers konar menn-
ingar- og íþróttafélögum, sem
starfa á lýðræðisgrundvelli
Æskan hafi málfrelsi, ritfrelsi
og fundafrelsi.
b) Æskulýðsfélögunum verði
veittir opinberir styrkir og fjár-
hagsleg aðstoð vegna hins þýð-
ingarmikla þáttar, sem þau eiga
í menningarlífi og menntim
ungu kynslóðarinnar.
c) Sjálfstæði og at’hafnafrelsi
æskulýðsfélaganna verði á eng
an hátt skert með fjáretyrk frá
því opinbera.
d) ) Æskulýðsráð, sem skipað
er fulltrúum kosnum af æsku-
lýðssamtökunum, sé haft með
í ráðum í öllum málum er
snerta æskulýðinn.
e) Æskufólk 18 ára og eldri
fái kosningaréft og kjörgengi.
7. Jafnrétti karla og kvenna.
Piltar og stúlkur hafi jafnan
rétt og aðstöðu á öllum sviðum