Þjóðviljinn - 17.03.1945, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 17.03.1945, Blaðsíða 3
ÞJÓÐVILJINN 3 Laugardagur 17. marz 1945 Mannréttindi skólafólks f Vísi 13. þ. m. áfellist rit- stjórinn afnám banns við stjóm mála- og stéttadeiluafskiptum nemenda Menntaskólans á Ak- ureyri. Telur ritstjórinn daga allra flokka nema sósíalista talda í menntastofnun þessan og örvæntir mjög um sálarheill saklausra borgarabama, sem þar verði upp frá þessum degi að búa við látlausan áróður sósíalista. Nú fæ ég með engu móti séð, að af því hljótist neinn þjóðarvoði, þó að ungir menn láti sér ekki nægja skoð- anir feðra sinna á þjóðmálum og hugsi um þau upp á eigiu spýtur. En hefði ritstjórinn lát- ið svo lítið að lesa reglugerðai*- ákvæði það, sem numið var úi gildi, áður en hann greip penn- ann til að vara foreldra nem enda í Menntaskóla Akureyrar við þeim voða, sem borgaraleg- um skoðunum stafaði af þessari ráðstöfun menntamálaráðherra, myndi grein hans hafa orðið nokkuð á annan veg, því að ekki kemur mér til hugar að væna ritstjórann um vísvitandi ósannindi og rangfærslur. Ritstjórinn hefur gert sér hin ar furðulegustu hugmyndir im skipun mála undir stjórn Sig- urðar skólameistara. Þakkar hann skólameistara það, að stjórnmálaáróður sé bannaðui í M. A. En sannleikurinn er sá. að aldrei hafa verið lagðar neinar hömlur á stjórnmálastarf semi nemenda innávið. Þó að einhver góður sósíalisti í M. A. hefði snúið öllum skólasystkin- um sínum til fylgis við sósíal- ismann, hefði enginn getað blak að við honum fyrir þá sök. Hitt er annað mál, að vissar stjóm- málaskoðanir munu frekar hafa talizt þar galli en kostur á nem endum og miðar þó í jafnréttis- átt hin síðari ár. Ritstjórinn ber það blákalt fram, að stjórnmáladeilur þekk ist ekki meðal námsfólks í M. A. Mun mörgum þykja það frek ar last en lof um skólann og nemendur hans, að embættis- mannaefnin, sem þar nema, láti sig engu skipta stjórnmál. Væri þá íslenzka þjóðin og lýðveldi hennar illa á vegi stödd, ef slík andleg deyfð hefði gripið æsku hennar. Sem betur fer get ég borið það af eigin reynslu. að þá þrjá vetur, sem ég sat á skólabekk í M. A. leið enginn sá dagur, að ég tæki ekki þátt í eða væri áheyrandi að stjórn- máladeilum. Vinsælasta deilu- efnið á málfundum okkar nem- enda var stjórnmál. Meira að segja kennarar skólans töldu sig ekki yfir það hafna að deila um stjórnmál á málfundum okk ar. En reglugerðarákvæði þau. sem afnumin voru fyrir skemmstu, lögðu bann við stjórnmálaafskiptum útávið. Voru þau upphaflega sett til höfuðs verkalýðssinnum í skól- anum. Þótti ráðamönnum þá pokkur von, að takast mætti að lægja hugsjónaeld og bar áttuvilja ungra manna, ef þeir væru sviptir rétti til að starfa með skoðanabræðrum sínum utan skólans og túlka hugsjónir sínar fyrir æsku lands vors. Þótti þáverandi yfirmanni .menntamála það óskemmtileg tilhugsun, að úr skólum lands ins útskrifuðust menn, sem al- izt hefðu upp í nánum tengsl- um við verklýðshreyfinguna ng forystuflokk hennar. Vera má að einhverjum þyki lítill skaði skeður, þó að unglingar séu sviptir rétti til að starfa að stjómmálum. En ef menn hugsa málið, hlýtur öllum að vera það ljóst, að því fyrr sem menn taka að hugsa stjórnmál, því örugg ara ætti að vera að afstaða þeirra síðanneir sé vel íhuguð og miði til þjóðheilla. Námfúsir unglingar af alþýðustétt fá ekki hafið nám, fyrr en þeir hafa aldur til að yinna fyrir sér með erfiðisvin'nu á sumrum. Eru þeir margir í menntaskóla, jafn vel svo árum skiptir, eftir að þeir hafa náð kosningaaldri til Alþingis. En fyrir þá sök eind að þeir voru nemendur í M. A. voru þeir sviptir rétti til af- skipta af stjórnmálum. Brýtur slíkt bann freklega þau ákvæði stjómarskrár hins íslenzka lýð- veldis, að hver maður eigi rétt á að láta í ljós hugsanir sínar á prenti og að menn eigi rétt á að stofna félög í sérhverjum löglegum tilgangi. Getur hver maður gert það upp með sjálf- um sér, hvort réttmætt sé að svipta menn almennum mann réttindum, fyrir þá ástæðu eina, að þeir eru að búa sig undir að takast á hendur ýmis hin vandasömustu störf í þjóðfélag- inu. En vart má á milli sjá, hvað ranglátara er, að banna náms mönnum afskipti af stjórnmál- um eða þátttöku í hagsmunabar áttu félaga eða stétta. Það sem gexir æskumönnum af alþýðu- stétt kleift að brjótast til mennta af eigin rammleik, er hin sleitulausa barátta verka- lýðssamtakanna fyrir bættum kjörum yinnandi fólks á sjó og landi. Betri kjör á síldveiðiskip- unum, hærra kaup í síldarverk- smiðjunum eða hvar annarsstað ar, sem námsmenn vinna á sumrin, er beinn styrkur ungum mönnum sem sjálfir kosta sig í skóla fyrir afrakstur eigin handa. Væri því engin furða. þótt námsfólk finndi til þakk- lætisskuldar við verkalýðssam tökin og vildi styrk þeirra og veg sem mestan. En ef náms- menn vildu sjálfir gerast virkir félagar stéttarsamtaka sinna og leggja kjarabótabaráttu þeirra lið, • urðu þeir að velja milli náms síns og samtakanna, sem gerðu þeim fært að stunda þptta nám. Verkalýðssamtökin gerðu sér þegar frá upphafi ljóst, að hér var um að ræða ósvífna stéttakúgun. Þing Alþýðusam- bandsins samþykkti sama haust ið og þessi ákvæði voru sett, eindregin mótmæli gegn þeim. Almennur þingmálafundur á Akureyri sömuleiðis. Ennfrem ur Stúdentafélag Háskólans og fleiri félög, er oflangt væri að telja. En þáverandi yfirmaður menntamála á íslandi taldi sig ekki þurfa að gefa gaum að vilja almennings, skattborgar- anna, sem kosta þessa mennti- stofnun sem aðrar. En nú, er höfuðstéttir þjóðfélagsins hafa gengið til samstarfs um al- þjóðarvelferð, var rétti tíminn til að uppræta þessar menjar frá þeim tíma, er afmá átti verkalýðshreyfinguna með of- beldi og réttindasviptingu. Má bezt marka, hve vinsæl þessi ráðstöfun menntamálaráðherra er, að Vísir treystir sér ekki ,að ráðast á hana, heldur býr til reglugerðarákvæði fyrirMennta skólann á Akureyri sem aldrei hafa verið til, og segir síðan 'O/t Fræðsluerindi iEskju- lýðsfylkingarinnar N.k. fimmtudag hefst flutn ingur fræðsluerinda á vegum Æskulýðsfylkingarinnar ' í Reykjavík. Fyrirlestrar þessir verða fluttir 5 næstu. fimmtu- daga á Skólavóörðustíg 19- Að þessu sinni verða flutt tvö erindi á kyöldi. Verður annað um innlend mál, sögu verkalýðs hreyfingarinnar og samtaka hennar, en hitt um viðhorfin í stjórnmálum erlendis. Erindaflutningur sem þessi hefur verið mjög vinsæll, og er ekki að efa að bæði ungir og gamlir munu vilja fræðast um þau mál, sem fyrir verða tekin. Er sérstaklega nauðsynlegt fyrir æskuna, sem lítt þekkir til menntamálaráðherra hafa af- numið þau. En það er athyglisvert, að blað, sem nýlega hefur lýst sig málsvara hins eina, sanna lýð- ræðis, hvar í heimi sem er, skuli gerast því meðmælt að skóla- nemendum sé bannað að tala saman um stjórnmál. Er það einkennilegur lýðræð- isáhugi, sem þannig kemur fram. En íslenzk æska kann að meta þann hug, sem Vísir ber til hennar og mun launa að verðleikum. Magnús T. Ólafsson. stéttabaráttunnar af eigin reynd að kynnast þróun verk- lýðssamtakanna úr óskipulögð- um samtökum örfárra verka- manna í það afl, sem þau nú eru orðin í íslenzku þjóðlífi. Einnig er fróðlegt að gera sér grein fyrir hinu síbreytilega á- standi í hernumdu löndunum, sem nú eru laus, eða eru að losna úndan kúgun nazistanna, og hvers megi vænta af alþjóð- legu samstárfi að stríðslokum Erindin sem flutt verða eru þessi. Erindi um erlend mál: 1. Verkalýðshreyfingin á' ís- landi fram að 1916. 2. Alþýðusamband íslands. 3. Kommúnistaflokkur íslands 4. Sósíalistaflokkurinn. 5. Þátttaka sósíalista í ríkis- stjórninni og stjórnmálahorf- ur. Um erlend mál: 1. Hin nýja Evrópa I. Frakk land, Ítalía, Grikkland. 2. Alþjóðasamband verkamanna 3. Afstaða Sovétríkjanna til al- þjóðamála. 4. Hin nýja Evrópa n. Balkan- löndin og Pólland. 5. Nýja þjóðabandalagið og Krímráðstefnan. Ekk er ennþá fullráðið hverj ir flytja öll þessi erindi, en það mun verða tilkynnt jafnóðum Stefnuskrá austur- ríska æskulýðsins Austurríki var fyrsta landið sem ofurselt varð hinni þýzku nazistakúgun. En nú er að rofa til. Eftir 7 ára undirokun vænt- ir nú austurrísk alþýða þess að sá tími sé ekki langt undan, að hún geti sjálf valið sér stjórncr far og forustumenn. Félagsskapur ungra Austur- ríkismanna, sem starfar i Bret- landi hefur birt eftirfarandi stefnuskrá, sem Æskulýðssíðan sér ástæðu til að birta, því að hún gefur nokkra hugmynd um kröfur þær sem efst verða á baugi hjá æskulýð hinna und- irokuðu þjóða á meginlandi Ev- rópu. 1. Vinnuréttindi. a) Öllum æskulýð sé tryggð vinna við sitt hæfi að loknu námi. b) í öllu er við kemur laun- um, vinnuaðbúð og iðnnáms samningum sé farið eftir alls- herjarsamningum við verkalýðs samtökin., Unglingum sé greitt fullt kaup, ef þeir vinna sömu vinnu og fullorðnir. c) Engum börnum innan 16 ára aldurs sé leyfð vinna. d) Hámarksvinnutími ungl- inga sé 44 stundir á viku. Næt ur- og helgidagavinna sé bönn- uð. Sérstakar ráðstafanir séu gerðar til að tryggja unglingum heilsusamleg vinnuskilyrði. e) Fulltrúar verkalýðssamtak anna og æskulýðssamtakanna skulu hafa strangt eftirlit með að ákvæðunum um verndun æskulýðsins til sjávar og sveita sé fullnægt. 2. Iðnnámsréttindi. a) Komið sé á stofn leiðbein ingaskrifstofúm sem aðstoða ungt fólk í stöðuvali. Fulltrúar verkalýðsfélaganna og æskulýðssamtakanna, ásamt sérfræðingum skulu veita þeim forstöðu. b) Iðnnemar hljóti iðnmennt- un samkvæmt nýtízku aðferð- um, og fullt tillit sé tekið til þarfa iðnaðarins. Námstími sé ákveðinn með samkomulagi. Vinnumálaskrifstofu æskulýðs- ins og verkalýðsfélaganna. c) Stundafjöldi í verknáms- skólum ( iðnskólum, búnaðar skólum o. fl.) fari ekki fram úr 44 stundum á viku. Kennsla sé bæði bókleg og verkleg. 3. Hvíld og skemmtanir. a) Vinnutíma sé hagað þann- ig, að unnt sé að taka þátt í menningarstarfsemi, íþróttum og skemmtanalífi. Reistur verði Framh. á 5. síðu. fjöldi æskulýðsheimila í þessu skyni. b) Hressingarhæli og menr.-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.