Þjóðviljinn - 11.04.1945, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 11.04.1945, Blaðsíða 2
2 ÞTÓÐVILJINN Miðvikudagur 11. april 1945. Hfisnœðisvandrœðin í Reykjavík Það getur ekki talizt ofmælt þó sagt sé að ástandið í húsnæð ismálum Reykjavíkur sé ófor- svaranlegt, og óréttlætanlegt. Hér eru hundruð fjölskyldur sem búa í sundurryðguðum bröggum, þar sem flest þau þægindi vantar, sem talið er ómissandi að hafa í hverju sið- uðu þjóðfélagi. En þetta er ekki það versta, því miður. Ástandið er margfallt verra á þessu sviði hjá fólkinu, sem grafið hefur verið lifandi, þar sem heilar fjölskyldur með ung böm hafa verið kviksettar í óhollum. ófor- svaranlegum kjallaraíbúðumþar sem veggirnir eru rennandi af slaga og vatn síast upp um gólf ið. Hér er verið að drýgja glæpi sem falla ættu undir þvngstu reísingu. Það er verið að rækta sjúk- dómá í staðinn fyrir að útrýma þeim. Það getur sjálfsagt, eng- inn svarað því í dag, hve mörg þeirra barna er þarna alast upp, verða berklaveikinni að bráð, beinlínis af völdum þess aðbú'n aðar sem þau nú hafa, í þessum manndrápsvistarverum. Við stærum okkur af mannúð og menningu en högum okkur þc ver á þessu sviði en nokkurir villimenn mundu gera. Þeir, sem eru að flytja inn í lúxusvillurnar sínar nýbvggðar, sem kosta nokkur hundruð þús- und krónur, þar sem 5—6 her- bergja íbúð er höfð til að geyma braskúrann, frú hans, þernu os> máski einn kött eða kjöltu- rakka, því það getur verið fínt að vera dýravinur. Þessir menr virðast anda rólega, og hróp kjallara- og braggabarnunna um réttlæti virðist ekki raska sálarró þessara fínu manna. Enda er nú svo komið í höfuð- borg hins unga lýðveldis, að börnum þeirra sem ekki eru húseigendur, virðist þar ofauk ið nem'a bá helzt til að geyma þau í kjallargeymsium. Svo er verið að tala í alvöru um glæst ar skóla-, skemmtistaða- og i borgínní Næturakstur: Hreyfill, sími 1633 Næturlæknir er í læknavarðstof- unni í Austurbæjarskólanum, sími 5030. Næturvörður er í Lyfjabúðinni Iðunni. Ljósatími ökutækja er frá kl 20.00 til kl. 5.00. Útvarpið í dag: 20.30 Kvöldvaka: a) Björn K. Þórólfsson, dr phil.: íslenzkur ferðalangur á 18. öld, Árni Magnússon frá Geitastekk. — Erindi. b) 21.00 Ingibjörg Lárusdótt- ir: „Gengið til grasa“; bók arkafli (Soffía Guðlaugs- dóttir leikkona les). c) 21.20 Hannes Jónsson frá Hleiðargarði: Bændaglíman mikla'á Grund; frásöguþáU ur (H. Hj. flytur). d) 21.40 Lög úr „Veizlunni » Sólhaugum“ eftir Pál ís- I ólfsson (plötur). kirkjubyggingar, af þeim hin- um sömu mönnum er traðka blygðunarlaust á frumstæðustu kröfum mannlegra vena, sem þeir hafa hrifsað til sín umboð fyrir hér í höfuðborginni. Geta þessir herrar ómögulega komið því skammlaust inn í sín fínu höfuð, að fyrst er að bæta úr íbúðarþörf íbúanna, það er frumstæðasta þörfin sem verður iað fullnægja, áður en komið ef svo langt' á menningarbrautinni að farið sé að tala um annað fjarlægara. Uppvaxandi kvn- slóð þarf ekki skóla eöh skemmtistaði, ef henni verður tortímt í uppvextinum sökum vöntunúr á íbúðum. Þeir, serr. vilja telja sig umbjóðendur Jesú Krists hér á jörðinni verða líka að skilia svo augljóst mál, að samkvæmt frásögn og anda Guðspjallanna, þá ber fyrst að sjá börnunum fyrir húsnæði áð- ur en farið er að býggja stór og dýr musteri fyrir kirkjur. Kirkj urnar gete komið á eftir. Það geta sjálfsagt flestir verið sam- mála um, að ástandið í húsnæð- ismálum Reykjavíkur er óþol- andi og krefst 'skjótra, róttækra aðgerða, ef ekki á af að hljót- ast slíkur voði að margar kyn- slóðir þurfi til að vinna það upp sem tapazt hefur. Meirihluti bæjarstjórnar virð- ist geta sofið rólega fyrir þess- úm aðkallandi verkefnum ef dæma má hann af verkunum. Frjálst framtek einstaklinganna á að leysa vandann, segir sá vísi meirihluti. En þegar borgar arnir svo koma og biðja um lóð- ir undir hús, þeir sem treysta sér til að leggja í slíkt, þá er framkvæmd þessa kjörorðs þannig, að aðeins lítið brot aT umsækjendunum fær að byggja. hinum er neitað um lóðir. Það er því í reyndinni eins og Hjálmar sagði forðum, að lof- orðin eru reidd öðrumegin en svikin hinumegin og hallast þar ekki á. Manndómurinn er ekki það háreistur að þeir geti verið sam kvæmir sínum eigin kenningum hvað bá meira. Hinsvegar er það vitanlegt, að þó einstaklingum væri ekki neitað um lóðir, þá mundi það aldrei leysa allan vandann, þó þeirra skerfur gæti hinsvegar leyst einhvern hluta hans. Hér þarf stærra og meira átak til Átak sem gert er af djörfung, knúið fram vegna þarfar. Mál- ið verður-að leysa með skipu- lögðum samtökum einstakling- anna, bæjarfélagsins og peninga stofnana. Sigfús Sigurhjartarson hefur með ýtarlegum tillögum bent á hagkvæma leið til að leys'a vandann, en þeim tillögum hef- ur ekki verið sinnt. Það er verkefni íbúanna í borginni að þrýsta fulltrúum sínum tiJ skilnings á þessari nauðsvn Málið þolir enga bið, það verð- ur að leysast annað hvort sam- kvæmt tillögum Sigfúsar. eða einhverjum öðrum tillögum, ef þær þykja betri. Húsnæðislaus verkamaður. U. Aðalfundor Náttúru- lækningaíélagsins Eftirfarandi frásögn af aðal fundi Náttúrulækningafélags íslands hefur blaðinu borizt frá stjórn félagsins: Náttúrulækningafél'ag fslands hélt aðalfund sinn miðvikudag- inn 4. apr. s.l. Varaforseti, Björn L. Jónsson, gaf skýrslu um störf félagsins á liðnu ári. Merkasta framkvæmd félagsins. á því ári er stofnun Matstofunnar á Ská1. holtsstíg 7 hér í bæ. Rekstúr hennar hefur gengið mjög að óskum. Þar borða nú um 120— 130 m'anns í föstu fæði, 80—90 2 máltiðir á dag, hinir eina mál- tíð. Aðsókn er svo mikil, að fjölda fólks hefur orðið að vísa frá. Virðist ríkja mikil ánægja með fæðið, sem er einvörðungu selt félagsfólki. Framkvæmda- stjóri Matstofunnar er Björn L Jónsson. Ráðskona er frk. Anna Guðmundsdóttir, en auk henn- ar vinna þar 5 stúlkur. Á m'atstofunni eru á borðum ýmsar erlendar matvörur, sem lítt eða ekki hafa þekkst hér á landi, svo sem sojabaunir og þurrkað grænmeti. Hefur geng- ið vonum betur að afla þeirra, fyrir milligöngu heildverzlana, og nú eru sumar þeirra í verzl- i unum hér í bæ og eftirspurn eftir þeim töluverð og vaxandi. S.l. sumar var stofnuð félags- deild á Akureyri, og telur hún nú 100 félaga. Ráðgert er að stofna deildir víðar um land síðar meir. Félagatala hefur rúmlega tvö faldast síðan á síðasta aðalfundi félagáins. Þá voru félagar 751 en eru nú 1538. Á árinu kom út önnur útgáfa af bókinni „Matur og megin“, en fyrri útgáfan seldist upp á fáum mánuðum. Tvær fyrri bækur félagsins, ,Sannleikur- inn um hvíta sykurinn“ og „Nýjar leiðir“, eru uppseldar fyrir löngu. Nú er í prentun ný bók, sem inniheldur ýmsar rit- gerðir, innlendar og þýddari, um heilsufræðileg efni, ásamt leiðbeiningum um mataræði og matreiðslu ýmsra hollra fæðu- tegunda. Félagið hefur haldið upp’ fræðslustarfsemi á fundum, sem verið hafa 9. Þá var farin grasa ferð til Hveravalla s.l. sumar. Og í iúnúar í vetur var árs skemmtun félagsins með líku sniði og árið áður. Fyrir nokkrum vikum gekkst stjórn félagsins fyrir því, að stofnað var hlutafélag til kaupa á gróðurhúsum í Laugarásj ; Biskupstungum. Fékk stjórnin heimild félagsfundar til að leggja fé í fyrirtækið, en nokkr ir félagsmenn lögðu fram það sem á vantaði, til þess að kaup in gætu farið fram. Með þessu er stjórn félagsins og Matstof- unnar skapaðir möguleik'ar til að afla henni og félagsfólki Framh. á 5. síðu. Æskuminnmg rifjuð upp við andlátsfregn „Bókavinur" skrifar mér það sem kom ’í hug hans er sagt var frá andláti Jóns Sveinssonar rithöf. í útvarþsfréttum: „Fyrir nokkrum kvöld-Um heyrði ég í útvarpsfréttum að Nonni væri dáinn. Hefði látist í haust, þó frétt- in kæmi ekki fyrr en þetta. Hinir mörgu vinir hans kölluðu hann aldrei annað en Nonna, þó hið rétta nafn væri Jón Sveinsson. Undir nafninu Nonni varð hann kunnur fyrir bækurnar sínar, sem áreiðanlega hafa hlýjað mörgu barni og ungling á íslandi, og þó víðar væri leitað. Nonni valdi sér oft söguefni héð- an að heiman, og má af því marka hve heitt hann unni æskustöðvun- um í Eyiafirði, en þár ólst hann upp hjá foreldrum sínum til 12 ára aldurs, að hann fluttist til útlanda með þeim hætti, er fremur líkist ævintýri en raunveruleika, á þeim tíma að vera. Vann hann það heit kornungur, að gerast kaþólskrar trúar, þá stadd- ur í sjávarháska úti á miðjum Eyja- firði. Rás viðburðanna hagaði því svo að honum heppnaðist að efna það heit sitt. Honum var boðið að flytja til Frakklands og ganga í skóla Jesúítareglunnar þar í landi. Foreldrar Nonna voru fátæk, og sáu ekki ráð til að veita honum af eig- in ramleik, þá menntun er hugur og hæfileikar drengsins virtust stefna til. Þau tóku því boðinu, sendu drenginn sinn, einan síns liðs, til fjarlægs lands, vongóð um að hann mundi lenda þar i góðra höndum. Ferðasagan frá íslandi til Kaup- mannahafnar er sögð í bók sem l heitir „Nonni“ í íslenzkri þýðingu, einhverri hugljúfustu bók sem* rit- uð hefur verið fyrir börn á íslandi í Borginni við sundið og Sólskins dögum höfum við frásagnir af ferli þessa sveitadrengs í fjarlægum lönd um, — námi hans og ferðalögum Frásagnir sem eru svo barnslegar og fagrar að hveriu barni og jafn- vel fullorðnum líka, finnst hann eiga leikbróður og vin, þar sem höf- undurinn er. Við vitum ekki nema fátt eitt un þann hluta af ævi Jóns Sveinsson- ar sem í sjálfsævisögum eru nefnd starfsárin. Þó vitum við að hanr. skrifaði margar bækur og þær voru þýddar á fleiri tungumál en senni- lega nokkurt dæmi er til um bækur íslenzkra höfunda, að Snorra Sturlu syni einum undanskyldum. Auk þess ferðaðist hann víða um heim og flutti fyrirlestra um ísland. Jón Sveinsson gerði sér ekki tíð- föruit heim til íslands. Hann kom þó hingað 1930 og minnast hans sjálf j sagt margir frá þeirri heimkomu. Sá er þessar línur ritar var einn þeirra lesenda Nonna, er þá sán hann og töluðu við hann. Nonni gaf sig. á tai við okkur tvo strákpatta innan fermingaraldurs, stadda á fjöl mennri útisamkomu. Hann kynnti sig sem Nonna, og fór að spyrja okk ur hvað við hefðum lesið af bók- um sínum. Við töldum það sam- vizkusamlega upp, og fór hann þá að tala um einstök atvik er fyrir komu í sögunum og hvað okkur finndist um þau. Það kom upp úr kafinu að hvorugur okkar hafði þá lesið bókina ,.Nonni“. Var auðfund- ið að honum þótti það leitt, eins og hann teidi það sína beztu bók. Ráð- iagði hann okkur eindregið að lesa hana og lofuðum við góðu um það Þegar heim kom þótti mér þac merkasta atvik ferðarinnar og minn isstæðasta, að hafa séð Nonna og talað við hann. Eg man hvernig góð mennskan ljómaði af andliti þessa hvíthærða öldungs í svarta kuflin- um. Ekki minnist ég þess að ég tækii eftir neinu sérkennilegu við málfar hans, sem fullorðnir hefðu nefnt err lendan málblæ. Verður það að telj ast undarlegt, þar sem Nonni mun ekki að staðaldri hafa dvalið sam- vistum við landa sína frá barnæsku og fram til þess er hann kom hein. til íslands 1930. En hvað getum við gert minningu þessa víðkunna íslendings til verð- ugs sóma? Hvað myndi honum hafa verið kærast? Vafalaust að mega tala til sem flestra barna og ungi- inga á íslandi, af blaðsíðum bók- anna sem hann hefur skrifað Nonna bækurnar, sem Ársæll Árna- son gaf út hér á árun,um, eru alveg uppseldar og ófáanlegar fyrir löngu, og það er fjarri því að allar bæk- ur Nonna hafi verið gefnar út á hans móðurmáli, að ógleymdum öll um fyrirlestrunum um ísland og ís- lenzk efni, sem eru að mestu eða öllu leyti ókunnir okkur. Hér er verk að vinna fyrir ein- hvern af okkar mikilvirku bóká- útgefendum, verk sem yrði mörg- um kærkomið, bæði ungum sem gömlum.“ Er hættan liðin hjá? „Borgari“ skrifar mér um aflýs- ingu loftárásahættunnar, sem hann telur niðurrif loftvarnabyrgjanna tákna: „Þeir sem gengið hafa um Banka- stræti og Lækjargötu, síðustu dag- ana, munu hafa veitt því athygli að verið er að rífa sandpokabyrgití mikla sem staðið hefur árum sam- an á túnhorninu fyrir neðan gamla Bernhöftsbakari. Það hefur verið dálítið umdeilt manna á meðal, hvenær ætti að rífa þetta loftvarnabyrgi og önnur hér í bænum. Það hafa heyrst há- værar kröfur um að rifa ætti þessl óþriíalegu bvrgi þegar í stað, þeirra væri engin þörf. Aðrir hafa mald- að í móinn og sagt að enginn vissi hvað fyrir gæti komið, vel gæti sv: íarið að við byrftum þeirra við, og það öruggasta væri þó alltaf ör uggast. Að nú skuli hgfa verið hafist handa um að rífa byrgin, getum við talið vera tákn þess að forráða menn loftvarnamálanna telji loft- árásahættuna endanlega liðna hjá Hvort svo er í raun og veru. skal engu um spáð, en aðeins bent á þá staðreynd að aldrei hafa ógn ir styrjaldarinnar á sjónum, verið nær okkur en síðustu mánuðina, og aldrei valdið okkur dýpri sár- um. Hinir stríðsóðu glæpamenn finna sitt skapadægur nálgast hröð um skrefum og þyrma engu 1 heift sinni.“ Gamli kirkjugarðurinn „Vegfarandi“ skrifar mér um gamla kirkjugarðinn á horni Aðal- strætis og Kirkjustrætis, sem öðru nafni heitir Bæjarfógetagarður: „Það virðist sem nú eigi eitthvað að lagfæra gamla kirkjugarðinn á horni Aðalstrætis og Kirkjustrætis. Grautfúna, götótta og ramskakk i timburgirðingin, sem umlukti garð þennan, hefur verið tekin burt að mikiu leyti. Það er vonandi upp hafið að gagngerðum endurbótum á garðinum, sem hefur verið lil stór- skammar fyrir illa hirðingu. Senni- lega ieyfa menn sér ekki iengur þa ósvinnu að fleygja rusli í garðinn þegar girðingin er hætt að skýla ósómanum. Garður þessi hefur undanfarið verið þrætuepli, og hafa aðilar að þeirri deilu gætt þess vandlega fram að þessu, að garðurinn væri látinn Framhald á 5. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.