Þjóðviljinn - 11.04.1945, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 11.04.1945, Blaðsíða 3
ÞJÓÐVILJINH 3 Miðvikudagur 11. apríl 1945. R / TS TJÓRI: SIGRÍÐUR ARNLAUGSDÓTTIR Rétiindaskrá kverina SOVÉTSÖFNUNIN víðtal v ð Karólínu Síemsen Karolína Siemsen. Kvenfélag Sósíalistaflokksins hefur undanfama vetur staðið fyrir fatasöfnun til Sovétríkj anna. Eg hitt Karólínu Sieipsen eitt kvöldið og spurði han? fregna af þessu starfi. — Hvert var tilefnið til að byrjað var á þessari söfnun, voruð þið beðnar um hjálp? — Nei. Kvenfélag Sósíalista- flokksins tók upp á þessu starfi ótilkvatt. Okkur langaði til að geta lagt einhvem skerf, þó lítill væri, til þeirrar baráttu sem nú stendur í heiminum. Okkur fannst Sovétþjóðimar leggja svo mikið í sölumar þar sem barizt var heima hjá þeim. •og þeim var það að þakka, að við hér heima fengum ekki naz- ismann yfir okkur, það er mín sannfæring. — Hvenær byrjuðuð þið? — Við sendum fyrstu send- inguna fyrir jólin 1943. Það voru 8 eða 9 kassar af fötum. Við sendum það gegnum Rauða krossinn. Það var nokkuð lengi á leiðinni, því það þurfti að fara langa leið, fyrst um England svo til Teheran í Persíu áðui.' en það komst til Rússlands. — Svo senduð þið aftur seinna, var það ekki? — Jú, við sendum aftur fatn- að í marz í fyrra. Það var á- líka stór sending og sú fyrsta. En þriðja sendingin sem við emm nú nýbúnar að ganga frá er langstærst. Það eru 16 stór- ir fatakassar, enda vom fleiri félög sem stóðu að þessari söfn un í ár en undanfarið. — Hvemig fatnað hafið þið aðallega sent? — Það hafa verið ullarnærföt., sokkar, treflar, vettlingar og peysur. Margar peysumar hafa verið verulega fallegar, hand- prjónaðar og vandaðar að öll- um frágangi. — Hverjir hafa aðallega stað- ið að þessari söfnun? — Gefendur hafa aðallega verið vinnandi konur í Reykja- vík, Akureyri, Vestmannaevj- um, Hafnarfirði og svo Isafirði í fyrra. Við höfum fengið feyki- mikið af fatnaði frá Akureyri og Vestmannaeyjum, þeir stað imir hafa staðið sig tiltölulega bezt. Við vildum reyna að ná til fleiri kvenna hér í bænum með söfnunina í ár, og skrifuðum því 30 kvenfélögum hér í Reykjavík og buðum þeim þátt töku, en það vom aðeins þrjú félög sem samþykktu að vera með og senda eina konu hvert til þess að vinna með nefndinni. — Hvaða félög voru það? — Það var Mæðrafélagið, starfsstúlknafélagið Sókn og A. S. B. — Ekki hefur á'huginn verið mikill, að aðeins tíunda hvert félag skyldi mega vera að því að leggja sitt lið í þessari söfn- un. — Já, ég varð nú fyrir von- brigðum að verkakvennafélagið Fi-amsókn skyldi ekki einu. sinni geta 1/0140 með í þessu samstarfi. Þær svömðu ekki bréfi okkar auk heldur meir. En þátttaka þeirra þriggja sem bættust í hópinn var ágæt. — Þú ert formaður nefndar- innar, er það ekki? — Jú, strax fyrsta árið var kosin nefnd til að sjá um þessa söfnun og starfar hún enn ó- breytt. í henni eru auk mín: Dýrleif Ámadóttir ritari, Elín Guðmundsdóttir gjaldkeri, Rósa Vigfúsdóttir, Guðrún Rafnsdótt- ir og Margrét Ottósdóttir, og svo þær þrjár sem bættust við frá kvenfél. í vetur, sem eru Ingibjörg Jónsdóttir frá Mæðra félaginu, Oddný Guðmundsdótt ir frá Sókn og Birgitta Guð- mundsdóttir frá A. S. B. — Heldurðu ekki að þessar sendingar hafi verið vel þegn- ar? — Jú, rússneski sendiherrann hér, herra Krassilnikoff hefur fært okkur miklar þakkir fyr- ir þetta starf. Um daginn, þegar við höfðum sýningu á þeim fatnaði sem fór, í síðustu send- inguna, sendi hann fulltrúa sinn til að skoða munina. Hallveigarstaðir Kvenfélög bæjarins em nú að hefja fjársöfnun til styrktar Hallveigarstöðum. Fjársöfnun þessi hefur á sér sérstakt snið. kvenfélögin munu skiptast á um að hafa veitingasölu i Listá m'annaskálanum á sunnudögum nokkurn tíma. Verður þar á boð stólum kaffi og eingöngu ís- lenzkar köku- og brauðtegund- ir, sem konurnar baka sjálfar og gefa til söfnunarinnar, en gestir greiða fyrir veitingarnar eftir því sem beir vilja stvrkjs Hallveigarstaði. Alþjóðlegi kvennadagurinn 8. marz er haldinn hátíðlegur af konum hvar sem er í heimin- um. Þá sameinast konur úr öll- um áttum um réttindakröfur sínar og áhugamál. í kvenna- siðunni hér í fyrra var nokkuð rakin saga 8. marz og því ekki ástæða til að fara frekar út í þá sálma nú, en á fundinum í , Alberthöllinni í London og ! reyndar um gervalt England — 8. marz síðastliðinn, kom fram merkileg réttindaskrá kvenna, sem síðan var borin fram fyrir ensku stjómarvöldin. Enskar konur mælast til þess að réttindaskrá þessi verði þýdd á öll Evrópumál, kínversku, ind Versku o. s. frv. Birtist hún því hér í íslenzkri þýðingu: Nýjar vonir varðandi framtíð heimsins vakna meðal fólks í öllum löndum. Milliríkjasátt- mál'ar — Teheran, Dumbarton Oakes — sem stjómir hinna sameinuðu þjóða hafa gert sín á milli, hafa lagt traustan grandvöll að bættum fjárhag, aukinni heilbrigði og hamingju alþýðunnar. Stríðið hefur leitt hræðilegar þjáningar yfir konur. í vörn sinni fyrir frelsi h'afa þær orð- ið að þola pyntingar og horfast í augu við vissan dauða. Þær hafa með festu staðizt bá hræði legustu af öllum þjáningum — að horfa á börnum sínum mis þyrmt á villimannlegasta hátt. En konur hinna lýðfrjálsu landa hafa ekki aðeins sýnt mikið hugrekki og þolgæði; í iðnaði og í her, í opinberum störfum og í tækni- og fagvinnu hafa þær innt af hendi ómiss- * andi þátt í sigri hinna samein- j uðu þjóða. Þær hafa unnið sé/ nýjan stað í mannfélaginu. Framlag þeirra var nauðsyn- legt í hernaði. Það er engu síð- ur nauðsynlegt á friðartímum. Konur sem tóku þátt í öllum t þrengingum ófriðarins hafa rétt | og skyldu til að taka þátt í ráð- stefnum þjóðanna og krefjast | hlutdeildar í sköpun friðarin.', j og nýbyggingu heimsins með j alþjóða samstarfi. Það ástand yerður ekki leng- ur liðið, að milljónir manna víðs vegar í heiminum lifi í lélegum hreys^m, að konur vinni í verk- smiðjum og útivinnu við smán- arkjör, að börn fæðist og alist upp í umhverfi sem ekki er hæft mannlegum verum. Jafn- vel í löndum sem konur eiga við lýðfrelsi að búa hafa þær enn ekki næn'i náð fullu jafn- ) rétti í atvinnu- og þjóðfélags- málum. Karlar jafnt sem konur vinna við það að konurnar taki sinn fulla þátt í nýsköpun framtíðar- innar; til þess starfs þarf ýtr- j ustu krafta beggja. I Til að framkvæma all'a þessa miklu möguleika, krefjast kon ur og munu berjast fyrir: Sem mæður: rétti til að ala böm í heim sem er frjáls af ótta við skort og stríð; fyrirsjá stjómarvalda hvers lands utn sæmilegt heiíbrigðiseftirlit og hús sem era hæf til að lifa í. Sem verkamenn: rétti til að stunda hvaða atvinnu sem er, rétti til að fá sömu laun fyrir sömu vinnu, sömu möguleika og karlar til menntunar og tii að gegna ábyrgðarmiklum em- bættum; afnámi á nýtingu kvenna sem ódýrs vinnuafls, og fyrir bættum vinnuskilyrðum Sem þjóðfélagsborgarar: jafn- rétti við karla og fullu lýð- ræði, rétti til að sitja í ráðum, dómum og opinberum nefndum hvort heldur innanlands eða milliríkja. Alþjóðakvennadagurinn hróp- ar á sameiningu. Aðeins með því að sameinast getum við unnið framtíðina. Á þessum degi kalla konur allra þjóða til kynsystra sinna hvar sem er í heiminum. Á þessum degi heitum við því að beina kröftum okkar til að byggja upp varanlegan frið og heim þar sem hamingja og öryggi getur orðið hlutskipti hvers manns. Það er ekki út í bláinn að þessi réttindaskrá verður til nú. Eftir þetta stríð mun heimur- inn verða í stórkostlegri deiglu en nokkru sinni fyrr. Þeir sem hafa horft á ógnir stríðsins í meir en fimm ár munu hafa fullan hug á bví, að sá heim- ur sem rís úr deiglunni verði öruggari og réttlátari en hinn sem leiddi af sér þennan hildar- leik. Við íslenzkar konur höfum ekki þurfti aðvinnaað hergagna framleiðslu nótt og dag eða búa við loftárásir. íslenzka bæi þarf ekki að reisa úr rústum eftir erlenda heri, en samt á þetta skjal fullt erindi til okk- ar. Framtíð þjóðarinnar er undir því komin hvernig okkur tekst að hagnýto okkur umsköpunina í heiminum eftir stríð. Við verðum að byggja upp atvinnuvegi okkar alveg að nýju, ef við eigum að hafa nokkra möguleika til að verða hlutgengur aðili á alþjóðavett- vangi — og við verðum að gera það strax. Okkar stóra tækifæri er komið og við megum engan tímla missa. Því er ekki síður þörf á að íslenzkar konur leggi fram alla sína krafta í þágu síns lands en aðrar evrópskar konur. íslenzka þjóðin hefur ekki ráð i á því að nokkur hendi eða hug- ur sé iðjulaus á þeim tímum sem nú eru fram undan. Gott kaffikvöld á fimmtudaginn, þrátt fyrir óveður Kaffikvöld Kvenfélags Sósial- istaflokksins á fimmtudags- kvöldið, var sæmilega sótt þrátt fyrir óveðrið, og fór hið bezta fram. Stefán Ögmundsson flutti fróðlegt erindi um konur í fag- vinnu og spunnust út af því miklar og f jörugar umræður. Einnig yar til skemmtunar upplestur og söngur. Skemmtu konumar sér hið bezta og er vonandi að Kven- félagið sjái sér fært að halda áfram þessu starfi, sem það hef ur farið svo myndarlega af stað með. Ein af frægrustu leikkonum Ráðstiórnarríkjanna, T. Makarova.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.