Þjóðviljinn - 11.04.1945, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 11.04.1945, Blaðsíða 8
p«;; »j| ;•' Hrafn Jánsson og Jens Þórðarson. Guðmundur Arason, þjálfari Ar- manns, sést abdk við þá. (Ljósm.: Stefán Jónsson). Hnefaleikamót Ármanns Stærsta hnefaleikamót sem farið hefur fram hér á landi Hnefaleikamót Armanns fer fram i Andrewshöllinni, iþróttahúsi ameríska hersins við Hálogaland, föstudaginn 13. þ. m. Þetta er 8. hnefaleikamót Ármanns og eru þátttakendiir mótsins 18, allir frá Ármanni. Kcppt verður í öllum 8 þyngdarflokkunum, og er þetta í fyrsta skipti sem keppt er í öllum þyngdarflokkum hér á landi. Þetta er einnig fjölmennasta hnefaleikamót, sem lxaldið hefur verið hér á landi. Veltivigt. Kappleikirnir hefjast fyrst í veltivigt og eru keppendur þessir 4: Stefán Jónsson, áður ís- landsmeistari í léttvigt, hann hef- ur tekið þátt í 20—30 kappleikj- um, og Jóel Jakobsson, núverandi fslandsmeistari í veltivigt. Þá keppa Geir Einarsson og Stefán Magnússon, núverandi íslands- meistari í léttvigt, en ætlar að freista þess að ganga upp um einn þyngdarflokk. Fluguvigt. Þá verður byrjað á byrjtminni, ef svo mætti segja, og keppt í fluguvigt. Þar keppa þeir Friðrik Guðmundsson, er vann í þeim flokki s.l. ár, og Lúðvík Guðmundsson. Bantamvigt. Þar keppa þeir Marteinn Björgvinsson, sem vann í þessum flokki s.l. ár. og á móti honuin keppir Sigurgeir Þorgeirs- son. % Fjaðurvigt. í fjaðurvigt keppa tveir piltar er eigi hafa tekið þátt i keppni áður: Hallur Sigurbjörns- son og Gunnlaugur Þórarinsson, báðir harðir og efnilegir og óvíst hvor sigrar. Léttvigt. Þar keppir Arnkeli Marteinn Bjórgvinsson. (Ljósm.: Stefán Jónsson). Guðmundsson, er tvisvar hefur orðið Armarinsmeistari í léttvigt, á móti Hreiðari Hólm, sem keppir nú fyrsta sinni, en má þó yænta mikils af. Millivigt. I millivigt keppa Bragi Jónsson, núverandi Ar- mannsmeistari og keppti í létt- þungavigt á íslandsmótinu í fyrra og hefur auk þess tekið þátt í mörgum kappleikjum. Á móti hon- um keppir Ólafur Karlsson, áður óþekktur, en talinn efnilegur með léttan stíl. Léttþungavigt. Þar má búast við spennandi leik milli Gunnars Ólafssonar, núvérandi íslands- meistara í þeirri vigt, og Þorkels Magnússonar. — Gunnar hefur aldrei tapað kappleik, en Þorkell einu sinni. Á eftir þessum leik fer fram úrslitakappleikur í veltivigt. Þungavigt. Það verður án efa mest spénnandi keppnin milli Hrafns Jónssonar og Jens Þórðar- sonar. Jens er nýr hnefaleikari. en talinn mjög efnilegur. Báðir eru þeir í ágætri æfingu. Hringdómari verður Peter Wige- lund, en utanhringdómarar: Jón D. Jónsson og Páll Magnússon, í stað þess að selja 14—1600 miða, eins og gert hefur verið að undanförnu, verða að þessu sinni aðeins seldir 1000 miðar; er það gert bæði vegna áhorfenda og einnig til þess að keppendur þurfi ekki að keppa í svækjulofti. Frá kirkjugörðunum Allur trjágróður í báðum kirkju- giirðunum hefur verið úðaður. En það er nauðsynlegt að klippa og grisja trén og er áformað að gera 'það. Ef eibhverjir eigendur reita vildu ekki láta hreyfa tré í sínum reitum, eru þeir beðnir að láta vita um það í kirkjugörðunum. Deildarfundir KRON Einingaröflin sigruðu í 4. deild Kosning fulltrúa á aðalfund KRON hélt áfram í gærkvöld. Var þá fundur í 4. deild (Mið- bærinn og Þingholtin), í Lista- mannaskálanum. Höfðu einingarmenn hreinan meirihluta á fundinum, fengi:. alla fulltrúana (13) kosna. Hafa einingaröflin þá 30 full- trúa en sundrungaröflin 11. í kvöld verður fundur í 6. deild (Skálholtsstígur og Bjargarstígur og Freyjugata að norðan, að austan Njarðargata). Allar upplýsingar varðandi kosninguna eru veittar á skrif- stofu Sósíalistafélagsins Skóla- vörðustíg 19, sími 4824. þJÓÐVIUINN Skákþingið 10. umferð 1 meistaraflokki á Skákþingi Reykjavíkur var tefld í fyrrakvöld. Leikar fóru þannig, að Guðmundur Ágústs- son vann Pétur Guðmundsson Hinar skákirnar, sem tefldar voru, urðu biðskákir. Hæstur er þá Guðmundur Ágústsson með 7 V2 vinning .af 10, og Magnús G. Jónsson næst- ur með 7 vinninga af 9. Auk biðskákanna eru þrjár umferðir eftir. Svikari líflátinn Danskir föðurlandsvinir hafa dæmt enn einn svikara til dauða og framkvæmt dóminn. Maðurinn hét Kristensen og var garðyrkjumaður að atvinnu. — Hann hafði skrifað þýzku lögregl- unni bréf með upplýsingum um danska föðurlandsvini, en þeir komust yfir bréfið og tókst að rekja feril þéss til Kristensens, enda þótt hann hefði kallað sig Sörensen i þvi. Full tr ú ar 1 ey n i h reyf ingar innar tóku ’Kristensen hondum og var hann yfirheyrður. Játaði hann, að hann hefði skrifað bréfið og kom með ýmsar játningar að auki, en ekki dugðu þær til að bjarga lífi hans. ■ ..... ............ Danir og þýzka flóttafólkið Danska frelsisráðinu hefur tek- izt að skapa einhuga og einbeitta afstöðu meðal Dana gagnvart þýzka flóttafólkinu. Eru Danir samtaka um að skipta sér ekkert af því, og danskir læknar fást ekki til að sinna því, nema það sé í þágu Dana sjálfra, t. d. til* að koma í veg fyrir farsóttir. Um 195.000 flóttamanna eru nú í Kaupman'nahöfn og fleiri eru á leiðinni. Þjóðverjar myrtu 577 þús. Lettlendinga Stríðsglæparannsóknanefnd Sov- étríkjanna hefur tilkynnt, að Þjóðverjar hafi líflátið 577.000 manns í Lettlandi á hernámsár- uiium. Transsylvanía verður rúmensk JJÚMENSK stjórnarvöld hafa nú tekið við stjórn í Trans- sylvaníu, með samþykki sovétstjómarinnar. Sendinefnd rúmenskra stjórnmálamanna með forsætisráðherrann Grozea og utanríkisráðherrann Tatarescu í fararbroddi, fór 11. marz á fund Visinskís, varautanríkisþjóðfulltrúa Sovétríkjanna, og færði honum þakkir rúmensku þjóðarinnar fyrir þessa ákvörðun. í svarræðu sagði Visinskí meðal annars: yANDAMÁLIÐ varðandi sameiningú Transsylvaníu og Rúmeníu á sína sögu. í apríl 1944 lýsti Molotoff því yfir í nafni sovétstjórnarinnar, að Sovétríkin ásælist ekki neitt rúmenskt land né ætli sér að koma á þjóðskipulagsbreyt- ingu í Rúmeníu, og að rauði herinn fari inn í landið ein- göngu af hernaðarnauðsyn vegna framhaldandi varnar óvin- anna. Þessi yfirlýsing var hyrningarsteinn framtíðarsam- búðar Sovétríkjanna og Rúmeníu. Eg vildi einnig mega minna yður á yfirlýsingu, sem utanríkisþjóðfulltrúaráð Sov- étríkjanna gaf 25. ágúst 1944, þar sem aprílyfirlýsingin var N ítrekuð. þESSI afstaða Sovétríkjanna kom fram í 19. gr. vopnahlés- skilmálans, en þar segir: „Stjórnir Bandamanna telja ákvarðanir Vínarsamningsins varðandi TransylVaníu ó- gildar og einskisvirði, og eru sammála um að Transsyl- vanáa eða mestur hluti hennar) skuli aftur sameinuð Rúmeníu, svo framarlega sem friðarfundurinn fallist á þá skipan“. Þama var tekið tillit til hinna fomu réttinda Rúmena, sem Vínarsamningurinn hafði að engu, og einn- ig höfð hliðsjón af gildi Transsylvaníu fyrir framtíð Rúm- eníu og baráttuna gegn hinum sameiginlega óvini, Hitlers- Þýzkalandi. yiSINSKÍ segir þar næst að ekki hafi verið hægt að af- henda Rúmenum stjórnina í Transsylvaníu þegar er rauði herinn náði landmu, því þá hafi vaðið þar uppi rúmenskir óaldarflokkar, sem frömdu hermdarverk gegn Ungverjum. Sovétherstjórnin hefði látið hafa hendur í hári þessara óaldarflokka. „Síðustu mánuðina hafa skil- yrðin til rúmenskrar stjórnar í Transsylvaníu batnað, en þó vantaði það á að við völd væri í Rúmeníu stjóm sem gæti tryggt frið og reglu í landinu, væri raunvemlegur fulltrúi þjóðarinnar og sneri sér að því af alvöru að út- rýma leifum fasisma og nazisma, og tryggði vináttu og rétt allra þjóðanna. Nú hefur fyrir tilstilli rúmensku þjóðar- innar einnig þessu skilyrði fullnægt, þar sem mynduð hefur verið ný stjóm, lýðræðisstjóm. Sovétstjóminni þótti mjög vænt um þá yfirlýsingu í bréfi Grozea forsætis- ráðherra og Tatarescu utanríkisráðherra til Stalíns mar- skálks að rúmenska stjómin og fulltrúar hennar í Trans- sylvaníu muni leggja áherzlu á „jafnrétti, lýðræði og rétt- læti“ öllum íbúum l'andsins til banda“. yÍÐA á Balkanskaga eru stór landsvæði með svo blönduðum þjóðemum, að engin leið er að draga landa- mæri eftir þjóðemalínum. Þar hefur viljað brenna við, að meirihlutinn beitti þjóðemisminnihluta verstu kúgun. En nú, með hraðvaxandi áhrifum róttækrar alþýðu á stjómir Balkanlandanna virðist vera að skapast nýr andi jafnréttis og bræðralags milli þjóðanna, enda em það aft- urh'aldsöflin sem alið hafa á óvináttunni eftir reglunni „deildu og drottnaðu11. Telja má víst, að mestur hluti Transsylvaníu sam- einist Rúmeníu — en jafnframt verði tryggður réttur þjóð- emisminnihlutanna, sem þar búa.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.