Þjóðviljinn - 11.04.1945, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 11.04.1945, Blaðsíða 5
ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 11. apríl 1945 Miðvikudagur 11. apríl 1945 — ÞJÓÐVILJINN Útgefandi: Sameiningarjlokkur alþýðu - — Sósíalistajlokkunnn. Ritstjóri og ábyrgöarmaður: Sigurður Guðmundsson. Stjórnmálaritstjórar: Emar Olgeirsson, Sigjús Sigurhjartarson. Ritstjórnarskrifstofa: Austurstrœti 18, simi 8870. Afgreiðsla og auglýsingar: Skólavörðustíg 19, sími 8181). Áskriftarverð: I Reykjavík og nágrenni: Kr. 6.00 á mánuði. Úti á landi: Kr. 5.00 á mánuði. Prentsmiðja: Víkingsprent h.j., Garðastræti 17. Gerum samvinnuhreyfinguna aftur að vígi frelsis og framfara Mennimir sem hófu merki samvinnustefnunnar á íslandi fyrir meira en 50 árum voru frumherjar frjálslyndis og framfara á sínum tíma. Það voru menn sem skildu hvar skórinn kreppti að alþýðunni, þeir skildu að alþýðumaðurinn varð að taka verzl- imina í eigin hendur á grundvelli félagsskapar, til að ná því efna- Iega sjálfstæði sem með þurfti til að hefja einstaklingana og þjóðina á hærra menningarstig. Afstaða brautryðjenda samvinnuhreyfingarinnar til sinna tíma yar á ýmsan hátt svipuð og afstaða sósíalista til nútímans. enda höfðu margir þeirra kynnzt fræðiritum sósíalista og til- einkað sér kenningar þeirra, þótt ekki yrðu þeir brautryðjendur sósíalismans í þess orð eiginlegu merkingu. Efnahagsstarfsemin var þó ekki komin á það þróunarstig að verkalýðshreyfing gæti myndazt, og þess vegna skorti grundvöll fyrir sósíalistaflokk. Brautiyðjendur samvinnuhreyfingarinnar á íslandi voru djarfir og frjálslyndir hugsjónamenn, en því miður, það rætist sem einn af merkustu leiðtogum samvinnufélaganna óraði fyrir eldur hugsjónanna hefur dáið við grafir frumherjanna. En „á stóli spámanna sitja hinir skriftlærðu“. Þar sem áðui voru eldheitir brautryðjendur sitja nú steingerðir sérgæðingar, sem vilja móta samvinnuhreyfinguna þröngri hagsmunaklíku til framdráttar, klíku sem kennir sig við Framsókn, með enn minni klíku í skottinu, sem kennir sig við Alþýðu. Þessir menn vilja nota samvinnusamtökin til þess að berjast gegn hverskonar frjálslyndi og hverskonar djarfri um'bótabaráttu, þá dreymir um að láta tímann hætta að líða frá þeirri stundu, er þeir hófust til valda og urðu ríkir. Þessir menn traðka á hugsjónum þeirra sem hófu merki samvinnunnar á íslandi, þessir menn eru það sem misnota tímarit samvinnumanna, þessir menn eru það sem gefa stríðsyfirlýsingu í nafni samvinnustefnunnar á hendur sósíal- istum og öðrum frjálslyndum samvinnumönnum, það eru þessi’ menn sem síðustu dagána hafa gengið á vit Sigurbjarnar í Vísl og beðið hann fulltingis í baráttunni við „kommúnismann“, það eru þessir menn sem eftir boði „Samvinnunnar“ eru nú að reyna að mynda bandalag við kaupmenn gegn „kommúnistum" innan samvinnuhreyfingarinnar. En samvinnustefnan er enn sem fyrr lífræn. Hún getur leyst ýmis vandámál viðskipta og atvinnulífs, og hún er þess verð að henni sé fórnað eldlegum áhuga svo sem gerðu brautryðjendui hennar. Samvinnuhreyfingin á íslandi þarf að ganga í endur- nýjun lífdaganna. Hún þarf að fá undir merki sín öll hin frjálslyndustu og framsæknustu öfl þjóðfélagsins og þessi öfl verða að sprengja af sér það afturhaldsok sem um sinn hefur lagt samvinnuhreyfinguna í dróma. Hin skefjalausa barátta aft- urhaldsaflanna sem ráða Sambandi íslenzkra samvinnufélaga, gegn frumherjum frelsis og framfara, kallar á þessi öfl, hún kallar á alla sósíalista og frjálslynda menn til starfa innan sam- vinnufélaganna og býður þeim að gera þau aftur að því sem þau voru, vígi frelsis og framfara. Verklýðssamtökin eru beittustu vopn alþýðunnar til sóknar fyrir frelsi og menningu og um leið sterkasta brynja þeirra gegn misrétti, kúgun og vansæmandi ómenningu, þar næst kemur saanvínnuhreyfingin, þetta tæki verður alþýðan að nota, engu síður en verklýðssamtökin, einhuga á hún að sækja fram innan samvinnufélaganna, verkamaðurinn, bóndinn og sjómaðurinn. hlið við hlið, þá mun aftur kvikna sá eldur hugsjónanna, sem slokknaði við grafir frumherjanna. „Danir líta björtum augum til framtlðarinnar44 Kæru landar! Þegar við Danir niinnumst' 9. apríl í dag, gerum við það sem styrjaldarþjóð, því að brátt eru nú liðin tvö ár síðan 29. ágúst 1943, þegar „hið norska ástand“ var leitt yfir Danmörku og við hófum fyrir alvÖru stríðið gegn Þjóðverjuínum; þess vegna telst Danmörk nú til hinna sameinuðu styrjaldarþjóða. ' Þetta styrjaldarástand er einn- ig viðurkennt í þeim kveðjum, sem stjórnmálamenn Banda- manna hafa sent til Danmerkur á síðasta misseri. Nú síðast segir Eden, utanrík- isráðherra Bretlands, í kveðju sinni til dönsku þjóðarinnar ,í til- efni af 9. apríl: „Mótspyrnán í Danmörku hef- ur tekið á sig einkenni reglulegs stríðs gegn Þýzkalandi, stríðs, sem er ekki síður raunverulegt, þó að formlega stríðsyfirlýsingu vanti; stríðs, sem hinir dönsku sjó- menn hafa háð frá fyrstu ferð af hugrekki og dugnaði við hlið sona Bretlands“. ■ Við Danir, sem erlendis dvelj- umst, höfum ætíð haldið því fram, að það væru heimavígistöðvarnar, sem réðu úrslitum fyrst og fremst, ekki sízt síðan danska Frelsisráð- ið tók við forystunni þegar eftir 29. ágúst/ Það, að Danmörk lagði ekki þegar út í styrjöld, hefur sínar sögulegu og pólitísku orsakir. Pólitískt var þessi óvirka af- staða afleiðing hinnar eindregnu friðar- og afvopnunarstefnu, sem var í svo mörg ár ráðandi i Dan- mörku í fullu samræmi við hina barnalegu afsláttarstefnu, sem ríkjandi var í allri Vestur-Evrópu. En sagan sýnir okkur, að það er alltaf vinningur að því að verj- ast með vopn í hönd og að þjóð, sein ekki verst, er dauðvona. Vi véd at Fjeld kan sprænges og tvinges kan en Elv, men aldrig kan et Folk forgaa, der ikke vil det selv. Saga'n sýnir okkur líka, að frels- ið kemur ekki af sjálfu sér. Það verður að bérjast ’fyrir því. 1 allri sögu okkar höfum við orðið að berjast við Þjóðverjana fyrir menningu okkar ogÁilveru sem sjálfstæð þjóð. Á síðustu þús- und árum höfum við minnst einu sinni á hverri.öld háð stríð við miklu stærri þjóð í suðri. Þrátt fyrir yfiiiburði andstæðinganna höfum við aðeins misst lítinn land- skika. Ef sögulegt réttlæti ríkir, ættum við nú að fá landsvæðið milli Flensborg og Dannevirke aft- ur sem gjald fyrir hiðþýzka’arðrán. Það hefur oft verið sagt, að við Danir höfum aðeins viljað nor- ræna samvinnu í því skyni að fá Svíþjóð og Noreg til að berjast með okkur og fyrir okkur. Álcð jafngóðum rétti er hægt að segja', að við höfum búið og búum enn á hættusvæði, á vegamótum sög- unnar, herleiðinni frá suðri ti! Sendiherxa Darm, de Fontenai/, flutti í fyrradag, 9. apríl, útvarpskveðju til Dana á Grœnlandi, í tilefni af því að þá voru fiimn ár liðin síðan Þjóðverjar gerðu innrás sína í Danmörku og Noreg. í rœðu sinni sýndi hann hin sögulegu og pólitísku rök fyrir baráttu dönsku þjóðarinnar. Rœða hans birtist liér i lauslegri þýðingu: norðurs, frá vestri til austurs, og að með því höfum við varið Norð- urlönd fyrir árásarhættunni. Þess vegna skjátlaðist umheim- inum, cf hann hélt á fyrstu árum hernámsins, að hin danska þjóð léti sér vel líka valdstjórnin. Hve- nær sem Þjóðverjarnir reyndu að framkvæma hina andlegu kúgun sína rákust þeir á óbugandi mót- spyrnu og jafnó'buigandi samheldni. Nazisminn, og allt sem honum við kom, var og verður okkur fram- andi. Og eftir því sein þjóðin skildi, að nýskipunin var aðeins ofbeldi og arðrán, einungis til hagsmuna fyrir ,,húsbóndaþjóðina“ sjálfa, þá óx mótspyrnan hægt og öruggt, varð meiri og ineiri. Menningarbaráttan varð að skemmdarverkastarfsemi og virkri baráttu. Ilin hlægilega litla jijóð, sem dr. Best kallaði okkur eitt sinn, er hann hafði ekki gát á tungu sinni, lét ekki kúga sig. Þetta hlaut og varð að enda í átökunum 29. ágúst 1943, þegar öll Danmörk fleygði hanzkanum í andlit Þjóðverja og hóf barátt- una fyrir alvöru. Við erum hreykin af löndunum heima, við vitum hvað þeir þjást og víð þjáumst með þeim. Við er- um hreykin af sjómönnunum okk- ar, sem ætíð hafa verið í fremstu viglánu. Við, sem dveljumst hér úti, og búum við allsnægtir, hljótum að dást að þeirri einingu, fórnfýsi og skapfestu, sem landarnir heima eru gæddii;, er þeir tæma bikar þjáninganna. Heima ríkir nú taumlaust þýzkt stjórnleysi, sadistiskar ógnir, af- tökur án dóms og laga, morð, rán og riipl. En við vitum líka, af því sem við fréttum að heiman, að þeir geta borið það. Já, meira en það: Her heimavígstöðvanna er reiðu- búinn að kasta okinu, hann bíður aðeins fyrirskipunarinnar frá yfir- Ii ers tj ór n B a n d a m a n n a. Það er skerfur heimavígstöðv- anna sem hefur gefið Danmörku sæti meðal HSnna sameinuðu þjóða, það eru dáðir heimavíg- stöðvanna, sem gera okkur Dani hreykna af því að vera danskir. ()g á þessum sjötta og síðasta 9. apríl getum við Danir heima og að heiman litið björtum augum til framtíðarinnar. Danmörk hefur á- samt bandamönunm sínum stór- uin og smáum barizt hinni farsælu baráttu; frelsunin er nærri og með þakklæti sjáum við heri Banda- nxanna nálgast landamæri Dan- merkur. Þegar sigurinn hefur verið unn- inn, hittumst við öll aftur í sam- einaðri og sterkri Danmörku til að fást við vandamál friðarins af sama dugnaði og fórnfýsi, sem Danir hafa sýnt á þessum erfiðu árum. Það mun koma í ljós, að: Alt, hvad Fædrene har kæmpet Mödrene har grædt, har den Herre stille lempet, saa vi vandt vor Ret. 16 ÁRA — FRAMIÐ 22 MORÐ Réttarhöld yfir fasistískum glæpa mönnum er byriuð í Búdapest, höf- uðborg Ungverjalands. Meðal hinna ákærðu eru siö fyrrverandi meðlim ir ógnarflokka ungversku fasistanna og hefur hver þeirra framið milli 20 og 30 morð. Þrír hinna ákærðu hafa þegar verið dæmdir. Ákærði Laszlo Harto- bagy er enn undir lögaldri saka- manna, 16 ára, en hefur samt fram- ið siálfur 22 morð og átt þátt í urr 300 öðrum. Hann er einkennandi fyrir hinum úrkynjaða fasistíska æskulýð, sem Salaszistjórnin notaði til að framkv.æma hryðjuverk sín Hann var dæmdur í 15 ára hegn- ingarvinnu. MORÐTILRAÚN Morðtilraun var gerð í marz s. 1. á Sforza greifa, hinum ítalska stjórnmálamanni. Tveir óþekktir menn reyndu að komast inn í bú stáð hans í Róm, en flýðu þegar varðmennirnir skutu á þá. Átta stundum eftir morðtilraun- ina, skýrði útvarp fasista á Ítalíu. að enda þótt Sforza hefði sloppið í þetta sinn mundi honum engin miskunn sýnd í framtiðinni. STOFNUN TIL RANNSÓKNA Á VIRUSUM Fyrsta rannsóknarstofnun heims- ins, sem eingöngu vinnur að rann- sóknum á virusum, hefur verið sett á stofn af Læknavísindaakademíi Sovétríkjanna. Þessi rannsóknar- stofnun er frábrugðin öðrum stofn unum sem fást við rannsóknir á einstökum virussjúkdómum, að því | leyti að hún mun rannsaka öll hin j margvíslegu vandamál varðandi vir ; usana, en til bess er hún ágætlega útbúin. ^ PÓLSKIR BÆNDUR LÍTA BJÖRT- . UM AUGUM Á FRAMTÍÐINA I Vikublaðið „Chlopi“, málgagn Samhjálpar pólskra bænda, birti ný- lega grein um landbúnaðarbylting- una í Póliandí. ,,í allri sögu Pól- lands“, segir blaðið, „er þess ekki dæmi, að níu milliónir fátækra bænda vrðu á örskömmum tíma fuligildir borgarar með horfur á hagsælli framtið. Landbúnaðarbylt- ingin hefur leyst úr læðingi hina j óþrjótandi framleiðslugetu fjöldans og er hinn sögulegi grundvöliur raunverulegs sjálfstæðis Póllands" Svörum stríðsyfirlýsingunum! Á síðasta aðalfundi Sambands íslenzkra samvinnnfé- laga, lýsti Framsóknar-Alþýðuflokksafturhaldið því yfir, að það ætlaði að nota samvinnufélögin til baráttu gegn sósíalistum og öðrum frjálslyndum samvinnumönnum. Sósíalistar eru ákveðnir í að mæta þessari stríðsyfirlýs- ingu sem vera ber, með því að gera allt sem þeir geta til að hrinda hinu þröngsýna afturhaldsliði frá völdum í kaupfélögunum, Þessa dagana stendur baráttan um Kron. Til leiðbeiningar birtist strísyfirlýsingin gegn sósíal- istum og öðrum frjálslyndum samvinnumönnum, sem samþykkt var á aðalfundi S. ,í. S. síðast liðið sumar. Hún er þannig: „Fundurínn telur ástœðu til að vekja athygli samvinnu- félaganna á því, að Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalista- flokkurinn —, sem þó telur sig vilja aðhyUast sámvinnustefn- una, hefur: 1. Samþykkt á fiokksþingi sinu 191$ að efna til klofnings- starfsemi í samvinnufélögum bœnda í þeim tilgangi að þrískipta þeim og Sambandinu. 2. Ritað og birt fjölmargar greinar í málgögnum sínum, þar sem farið cr líiilsvirðgndi orðum um bœndastétt landsins, ásakað bœndur um að þeir séu byrði á þjóðfélaginu, deilt fast á atvinnuhœtti þeirra og reynt að koma óorði á allar helztu franúeiðsluvörur sveitanna og torvelda sölu þeirra. 3. Beitt öllu flokksafli sínu á Alþingi í vetur sem leið til þess: a) að feUa tiUögur um lögskipaða dýrtiðaruppbót á fram- leiðsluvörur bœnda; b) að svipta samvinnufélögin eignar- og umráðarétti yfir mjólkuriðju og mjólkursölu sveitanna og jafnvel heim- ila að beita■ hreinu eignamámi; c) að skipuð yrði af Alþingi sérstök nefnd með valdi rann- sóknar, til þess að hulla fyrir sig sem sakborninga margaf af kaupfélagsstjórum landsins og nokkra af starfsmánnum Sambandsins í því skyni að korna frann ábyrgð á liendur þeirfi fyrir tilbúnar salcir. ý. Talið það mjög óviðeigandi þegar tnínaðarmenn samvinnu- félaganna hafa í ræðu og riti varíð kaupfélögin og Sam- bandið móti þessum órökstuddu og ósóhnu árásum. Fyrír því lýsir aðalfundur Sambands íslenzkra sa-m- vinnufélaga 19ýý megnri vanþóknun á framangreindri klofnings- og skemmdarstarfsemi frá liendi þess stjóm- málafloklcs og annarra, sefri tekið hafa upp illvígan áróður gcgn samvinnufélögunum“. Þannig hljóðar stríðsyfirlýsing Framsóknar- og Al- þýðuflokksafturhaldsins innan samvinnufélaganna, henni er beint gegn sósíalistum og öllum frjálslyndum sam- vinnumönnum. Svörum með harðvítugri sókn. Fjórar sumarmyndir frá Danmörku fyrirstríðsáranna: Vngt fólk slekkur þorstann við sódavatnsvagn- inn; kýrih á hautgripasýningunni þvegin: huvdur lcwlir sig í gosbrunhskerí, og rerkamenn slökkva þorstann. — Þetta frjálsa óháiða fóllc óraði elcki fyrir þeim ógnum, sem áttu eftir að dynja yfir það. en þegar til kom tók það örlögum sinum með hetjuslmp og karlmennsku. Pólitískar ofsóknir í Grikklandi Menntamálaráðlierra grísku stjórnarinnar hefur vikið fjórum prófessorum, sem voru stuðn- ingsmenn Þjóðfylkingarinnar (E A M), frá störfum við háskól- ann í Aþenu. Á meðal þeirra eru prófessorarnir Svolos og Angelo- poulos,m sem voru fjármálaráð- herra og aðstoðarfjármálaráð- herra í stjórn Papandreous fram að 1. desember 1944. Svolos prófessor er helzti grundvallarlagasérfræðingur Grikkja og samdi frumdrætti lýðveldisstjórnarskrárinnar, ec' var samþykkt eftir að lýðveldi hafði verið stofnað 1923. Á hernámsárunum var hann einn af leiðtogum mótspyrnu- hreyfingarinnar og var formað- ur stjórnmálanefndar þjóðfrels- ishreyfingarinnar, sem stofnuð var í fjöllum Grikklands fvr- ir ári síðan. Angelopoulos er sósíalisti eins og Svolos og kenndi póli- tíska hagfræði í Aþenu-háskóla. Frá vinmisíöðvum og verkalýðs- félögum Dagsbrúnarfundinum frestað Dagsbrúnarfundinum, sem halda átti í kvöld í Listamanna skálanum, er frestað til þriðju dagsins 26. þ. m. Dagskrá fundarins var um- ræður um félagsmál og 1. maí, og frásögn Bjöms Bjamason ar og Guðgeirs Jónssonar frá alþjóðaverklýðsráðstefnunni í London. 1. maí nefnd verklýðs- félaganna í Reykjavík Vörubílstjórafélagið Þróttur hef- ur tilnefnt Hafliða Gíslason í 1. maí nefnd verklýðsfélaganna; Múrarafélag Réykjavíkur Svavar Benediktsson, óg Sveinafélag kipasmiða Sigurð Þórðarson. I. maí nefndin liélt fund s.l. ■ unnudag. Var kosið í ýmsar und- irnefndir. 10 þús. Danir í fang- elsum og fangabúð- um „Danskeren“, blað danskra flóttamanna í Svíþjóð, segir m. a. í tilefni af hernaðarafmælinu: „Skemmdastarfsemi danskra föð- urlandsvina helfur orðið Banda- mönnum að afar miklu liði bæði beint og óbeint. Hún hefur kost- að Danmörku um 300 milljónir króna fram að þessu, en það er ekki nema lítil -fórn, þegar hún er borin saman við árangurinn. 10.000 Danir eru nú í fangelsum og fangabúðum Þjóðverja. 1 Danmörku eru meir en hundr- að leyniblöð og margar leynilegar fréttastofur. — Mörg blaðanna hafa fleiri en cina ritstjórnarskrif- stofu til að útkoma þeirra þurfi ekki að tefjast, þótt Þjóðverjar hafi upp á einhverjum þeirra. En í fáum þeirra er meir en einn eftir af hinu upprunalega starfsliði. Engiun meðlimur frelsisráðsins er í höndum Þjóðverja. Þeir hafa náð tveimur eða þremtir þeirra, en misst þá aftur“. „Samvinnan skrifar“ Framhald af 1. síðu. flokkum á Islandi. Þeir segja að „kapitalistarnir“ standi sér ekki snúning og «dugi næsta illa í öllum atvinnuátökum. Þeir þykjast standa fremur vel að vígi mcð upplausn hins íslenzka mannfé- lags. Þeir eigi aðeins eftir eitt virki, sem ekki sé sundurskotið til hálfs eða meira. Og þetta eina virki eru íslenzku samvinnufélög- in. Nú er enginn vafi á, að komm- únistar ætluðu að standa við fjandskapinn við , samvinnuhreyf- inguna, bæði að stefnumarkmiðum og af því að þeir telja að bænda- stétt landsins, ef hún standi ein- huga um sín mál, og samvinnu- hreyfingin, sem nær til nálega allra bænda og líka til margra í landinu, séu eina verulega hindr- unin á leið þeirra að valdatöku með ofbeldi. Kommúnistar reyna nú í sam- vinnufélögunum eins og í öllum öðrum félagsskap, þar sem þeir starfa með frjálslyndum mönnum, að mynda í leyni áíóðursklikur i félögunum. Þær „klíkur“ munu hvarvetna starfa að því að koma heilum eða hálfum kommúnístum í valdaaðstöðu i félögunum, sem deildarstjórum, fulltrúum á aðal- fund, kaupfélagsstjórastöður eða við föst atvinnustörf hjá félögun- um. Hvar sem kommúnisti nær fótfestu, notar hann aðstöðu sina til að gylla bolsévika í Rússlandi, miklast yfir ágæti þeirra, en skap- ar jafnframt ótrú á öllum íram- förum á Islandi, og ótrú á því fé- lagi-, sem þeir starfa í, og starfs- mönnum þess. Því betur sem fé- lagið er starfrækt, því ötullegar vinnur „sellan“ að því að sann- færa einstaka félagsmenn um, að þeir hafi tjón eitt af félagssam- tökum, og að engin bót verði ráð- in á í því efni nema með gerbylt- ingu í valdastöðu félágsins, þann- ig að kommúnistar eða vinir þeirra fari þar meðf framkvæmd allra vandamála. Jafnskjótt og kommúnistar Iiefja sellustarfsemi til að koma %_ Norðmenn og Danir minnast 9. apríl Félög Norðmanna og Dana í Reykjavík minntust þess s. 1. mánudag, 9. apríl, að þá voru liðin 5 ár frá því þýzki herinn Téðist á Danmörku og Noreg. Fánar voru dregnir í hálfa stöng um allan bæ til minningar um þá Norðmenn og Dani sem fallið hafa í baráttunni fyrir. frelsi þjóða sinna og landa á hemámsánmum. Minningarathöfn fór fram í Fossvogskirkjugarði um morg- uninn, minningarguðsþjónusta í Dómkirkjunni kl. 2 og samkoma í Gamla Bíó um kvöldið. Nokkru eftir kl. 10 um morg- uninn komu sendiherrar Norð- manna og Dana, stjómir norsku og dönsku félaganna og nokkr- ir aðrir samán í kirkjugarðin- um í Fossvogi. Lögð voru blóm á leiði þeirra Dana og Norð- manna er fallið hafa í styrjöld- inni og jarðaðir eru á þessum stað. Le Sage de Fontenav, sendiherra Dana flutti ræðu til minningar um hina föllnu Dani en Torgeir Anderson Rysst minntist hinna föllnu Norð- manna. Minningarguðsþjónusta hófst í Dómkirkjunni kl. 2. Voru har viðstödd forsetahjónin, ríkis- stjórnin og fulltrúar erlendra ríkja. Danskur og norskur fáni voru bornir í kórinn. Sr. Bjarni Jónsson vígslubiskup fljutti minningarræðuna. Þá flutti frú Gerd Grieg „Ársdagen“, kvæðið sem maður hennar, Nordahl Grieg, orti þegar Noregur hafði verið hemuminn eitt ár. Þá var sunginn sálmur, en því næst lék Björn Ólafsson einleik á fiðlii og Páll ísólfsson lék undir á orgeb Samkoma hófst í Gamla Bíó kl. 9 um kvöldið, sem félög Norðmanna og Frjálsra Dana gengust fyrir. G. E. Nielsen Kveðja frá Roose- velt til Dana og Norðmanna Roosevelt forseti sendi Dönum og Norðmönnum kveðju í fvrra- dag í tilefni af 5 ára afmæli her- námsins. Ha nn sagði m. a.: „Danir ög Norðinenn hafa þjáðzt í fimm ár undir oki Þjóðverja, en hafa aldrei hætt að veita þeim mót- spyrnu. bg nú munu kvalir þeirra bráðum taka enda“. FLOKKURINN Annað kvöld, fimmtudag. halda sósíalistar í Reýkjavík fund að Skólavörðustíg 19. Nán- ar auglýst á morgun. sínum mönnum með óeðlilegum hætti í trúnaðarstöður í félögum, þá verður jafnsk-jótt myndað sam- band milli hinna raunverulegu fé- lagsmanna, til varnar félagsheild- inni. Hvar sem kommúnistum tekst nieð leynilegum undirróðri að býggja sér valdaaðstöðu. munu samvinnuhicnn gæta þess, að þeir geti ekki komið fram vilja sínum“. (Marz—apríl hefti Samvinnunn- ar 1944. Samvinnustefnan og kommúnistar. Ef til vill birtir Þjóðviljinn síðar fleiri sýnishorn r.f skrifum Samvinnunnar). formaður Fél. frjálsra Dana, setti samkomuna með ávarpi Þá fluttu ræður Rysst, sendi- herra Norðmanna og Fontenay, sendiherra Dana. Lárus Pálsson leikari las upp úr leikriti Kaj Munks: Niels Eb'besen. Guð- mundur Jónsson söng nokkur lög, íslenzk, norskt og danskt. Sámal Davidsen blaðafulltrúi Færeyinga flutti ávarp til Norð manna og Dana. Síðast flutti Sigvard A. Friid, blaðafulltrúi Norðmanna ræðu, þar sem hann sagði að á þess- ari minningarsamkomu væru Norðmenn fullvissir um að þetta yrði síðasti 9. apríl, sem Norðmenn þyrftu að dveljast í útlegð frá landi sínu. Bæ j ar póstur inn Framhald af 2. síðu. gjalda þess með frámunalegum sóða’ skap og hirðuleysi. Hver hefur tekið þá rögg á sig að láta taka girðing- una burtu, er mér ekki kunnugt En nú má ekki láta þar við sitja. Garðinn verður að hirða sómasam- lega upp frá þessu. Hann gæti ver- ið sannkölluð bæjarprýði, enda þannig settur að óviðunandi er aö hann sé það ekki.“ N áttúr ulækningaf élagið Framhald af 2. síðu. fleiri tegund'a grænmetis er. annars eru hér á boðstólum. Frú Matthildur Bjömsdóttjr skýrði frá á fundinum, að skipu lagsskrá fyrir Hælissjóð Nátt- úrulækningafélagsins sem sam- þykkt var á síðasta aðalfundi. hefði verið staðfest, en frúir. er formaður sjóðsstjómarinnar. Sjóðsstjórnin hefur fengið leyfi til að selja merki 2. sunnudag í júnímánuði ár hvert, og hún er að láta prenta minningar- spjöld, sem koma munu á næst unni. I sjóðnum eru nú rúmar 55 þúsundir króna. Stjórn félagsins var endurkos in: Jónas Kristjánsson læknir. Björn L. Jónsson veðurfr, Hjört ur Hansson stórkaupm., Axe1 Helgason, lögregluþjónn og Sig urjón Pétursson kaupm. Endur- skoðendur voru kosnir Pétur Jakobsson fasteignasúli, og Kristmundur Jónsson skrifai’i. Stjórn Hælissjóðs var einnig endurkosin, en hana skipa: Fni Matthildur Björnsdóttir fni Kristjana Carlsson, frú Fanney Björpsdóttir og Pétur Jakobs son fasteignasali. Að loknum störfum aðalfund- ar sýndi Vigfús Sigurgeirsson tvær garðyrkjukvikmyndir, sem hann hefur tekið. en Sigurður Sveinsson, garðyrkjuráðunautur útskýrði myndirnar. Var að því hinn mesti fróðleikur og skemmtun

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.