Þjóðviljinn - 11.04.1945, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 11.04.1945, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 11. apríl 1945. ÞJOÐVILJINIÍ F Mikkjel Fönhus: Hralcningar bjóraf jölskyldunnar bræði sinni, þó að hann vissi vel, að bjórinn var alL' ekki í skotfæri. Hann fékk lánaða kúlubyssu í Tanga og daginn eft- ir fór hann að bjórahúsinu, tróð óþyrmilega á þakinu og lamdi það með spýtu. Hann ætlaði að fæla bjórana út í tjörnina og skjóta þá. En bjórarnir þóttust víst í minnstri hættu þar sem þeir voru. Enginn þeirra fór út í tjörnina. Þá fór Eysteinn aftur út að Tanga og spurði Lárus í trúnaði hvort hann ætti ekki dýraboga. Hann var viss um, að ef hann legði boga í einhvern troðninginn þar sem bjórarnir voru vanir að fara, mundu þeir festa lappirnar. Það var reyndar bannað með lögum, að nota boga, en heldur vildi Eysteinn brjóta lög en koma heim án þess að hafa veitt neinn bjórinn. En Lárus átti engan boga. Flestir voru hættir að nota þá, áður en það var bannað með lögum. Eysteinn fór heim aftur. Það var hádegi. Hann lagð- ist upp í rúm sitt í skógarkofanum og fór ,að lesa dag- blöð. Gildrurnar máttu eiga sig þennan daginn. Hann ætlaði ekki að vitja um þær. Daginn eftir var gott veður, en um kvöldið kólnaði og um nóttina féll snjór. Þegar Eysteinn kom að Svörtu- tjörn þann morgun, var hún lögð. Hann sá hvítar rákir hér og þar um ísinn og vissi undir eins, hvernig á þeim stóð. Hér höfðu bjórarnir verið á sundi og brotizt gegn- um ísinn meðan hann var þunnur og haldið opnum vök- um. Smám saman lagði þær þó líka, en ísin-n varð hvít- ari þar. Eysteinn ætlaði að reyna síðasta tækifærið. Þegar fór að rökkva um kvöldið, lagðist hann í leyni, þar sem lækurinn féll í tjörnina og bjórarnir lögðu oft leið sína. Osinn var auður, svo að ekki var ólíklegt, að þeir kæmu þangað. Hann kúrði bak við grenitré, svo sem fimmtán metra frá ósnum. Því meir sem dimmdi, varð erfiðara að sjá hvar ísinn og vatnið mættust í ósnum, en Eysteinn beið þolinmóður og hafði ekki augun af vatninu. Allt í einu gat skotið upp höfði undan ísnum og þá ætlaði hann ekki að vera seinn að hleypa af skoti. Eskimóar kalla sig ekki sjálfir J því nafni. Þeir nefna sig Innuit ] (Inuk í fleirtölu), sem þýðir blátt áfram maður. Þannig aðgreina þeir sig frá nágrönnunum, sem álíta J)á alls ekki menn með mönnum. En Indíánar, sem bjuggu fyrir sunnan Eskimóaibyggðir í Nprður- Ameríku köluðu þá Eskimóa. Það Jiýðir hráæta á þeirra máli. • Þetta nafn tóku franskir land- nemar í Kanada eftir Indíánum og rituðu það Escuimaux. Þaðan barst það inn í önnur Evrópumál með viðeigandi breytingum i staf- setningu í hverju máli. Á S u ð u rh e i mskau t in u er svo hljótt og loftið svo tært, að manna- má! heyrist í tveggja km fjarlægð og hundgá jafnvel tólf km. • Bantunegri má ekki nefna nafn tengdamóður sinnar, heldur verð- ur hann að nota einhverjar lík- ingar, ef minnst er á hana. Zulu-kona má ekki nefna nafn manns sins og ekki nöfn ættingja hans, ef þcir eru af háum stigum. Hún má hehlur ekki nota þau orð, sem nöfnin eru sett saman af, í J öðrum samlböndum. Því þarf hún það vera leikin í all-fjölbreyttu lík- ingamáli á þeirrar þjóðar mæli- ] kvarða. en jiað er til aðgreiningar • kallað kvennamál. ERICH MARIA REMARQUEs V1NIR 4 ið. Við skulum ekki hlusta a þetta. Það vekur allto; sorgleg- ar minningar.“ Eg reyndi víðar. Falleg alt rödd söng lágt og innilega Par- lex moi dfamour. „Þetta er París.“ Þá kom erindi um grasmaðk- inn — auglýsingar — kvartett „Hvað er þetta?“ spurði Pat. „Prag — strokkvartett —“ las ég í dggskránni Eg beið þar til þögn varð og leitaði víðar. Þá heyrðist undor fallegur og viðkvæmur fiðlu- hljómleikur. „Þetta hljóta að vera Zigöjnalög frá Budapest. Pat,“ sagði ég. Og meo fiðlunni var leikið lágt og þýtt á hirð ingjahljóðpípur. „Þetta er fal- legt, Pat.“ Hún svaraði engu. Eg sneri mér að henni. Tárin runnu nið ur eftir vöngum hennar. Eg flýtti mér að laekka hljómleik ana. „Hvað er að þér, Pat?“ spurði ég og lagði handlegginn utan um grannar herðar hennar. „Ekki neitt — ekki neit!- Bara taugaveiklun. Þetta, að vita af París, Róm og Budapett —Góður guð, hvað ég yrði glöð ef ég mætti fara héma niður í þorpið einu sinni enn.“ „En góða Pat!“ Eg sagði allt, sem mér datt í hug til að hugga hana og fá hana til að hugsa um eitthvað annað. En hún hristi höfuðið. „Eg er ekkert hrygg, elskan mín. Það er ekki þess vegna sem ég græt. Þetta kemur svona allt í einu, en það varir ekki lengi. Eg hef einmitt hugsað þetta allt svo vandlega.11 „Hugsað um hvað elskan’1 spurði ég og kyssti hendur henn ar. „Þetta eina, sem er þess virð; að hugsa um — lífið og dauð- i ann. Þegar mér leiðist að finna ekki tilgang í neinu, segi ég við sjálfa mig, að það sé þó bezt að deyja, meðan okkur þykir vænt úm lífið. Hvað heldur þú?“ „Eg veit það ekki.“ , Jú,“ sagði hún og hallaði höfðinu að öxl minni „Þegar menn langar til að lifa, er það vegna þess að þeir elska ein- hvern. Það er að sumu leyt’ erfiðara en líka léttbærara. Eg verð að deyja einhverntíma. Nú veitist mér það erfitt, vegnn þess að ég elska þig. En ef ég ætti að velja hvort ég vildi held ur — þá mundi ég ekki vilja skipta.“ „Pat,“ sagði ég og mætti ein arðlegu áugnaráði hennar „Þi: talar eins og gamall spekingur. En er ekki þriðji möguieikinn til — að skipta um veðráttu, komi þurrviðri og þér batni, svo við getum farið heim.‘ Hún horfði rannsakandi á mig. „Þetta er erfiðara fyrir þig en mig.“ „Við skulum ekki tala um þetta,“ sagði ég „Eg sagði þetta bara til þess. að þú skyldir ekki haldá. að ég væri hrygg.* *1 „Eg veit, að þú ert það ekki?“ Hún lagði höndina á hand- legg mér: „Og viltu nú finna Zigöjnalagið aftur?“ „Langar þig til að heyra það?“ „Já.“ Eg fann Búdapest aftur. og enn heyrðum við fiðluröddina, fyrst lága og þýða, svo fjörlega og gáskafulla. Og hljoðpípum- ar tóku undir. „Þetta er yndislegt,“ hvíslaði Pat. „Það er eins og vindblær — nei, eins og bára, sem ber mig burt með sér, eitthvað langt, langt.“ Háværar glaðar raddir heyrð- ust öðru hvoru gegnum hljcm- leikana. Eg sá í huganum út- sprungin kastaníutré og kyrran vatnsflöt blikándi í tunglsljósi. Ef til vill var kvöldið svo hlýtt. að fólkið sat undir berum himni og drakk ungvemkt vín. En hér lá Pat og átti ekki eft- ir að hreyfa sig úr þessari sæng — Breytingin kom snöggt. Andlit hennar rýrnaði og kinn- beinin komu greinilega í ljós. Augun sukku dýpra. Handlegg- ir hennar urðu grannir og mátt- lausir eins og barnshandleggir. Rifin komu greinilega í ljcs undir gulleitri húðinni. Hitinn geisaði um tærðan líkama henn ar. Hjúkrunarkonan gaf henni lyf og læknirinn kom á hverj- um klukkutíma. Einu sinni seinni hluta dags, lækkaði hitinn óeðlilega ört. Píat vaknaði og horfði lengi á mig.“ Réttu mér sþegil,“ hvísl aði hún. „Hvað ætlarðu að gera með hann? Nú áttu bara að hvíla þig reglulega vel. Nú er þv: versta lokið. Þú ert nærri þvi hitalaus." Nei,“ sagði hún þreytulega „Réttu mér spegilinn.“ Eg gekk aftur fyrir rúmgafl- inn, tók spegilinn og lét hann detta á gólfið. „Æ, fyrirgefðu. Eg er aldrei handfimur. Þarna glopraði ég honum á gólfið “ „Það er spegill í handtösk- unni minni.“ Það var nikkelspegill. Eg nuddaði hann með hendinni. til að setja á hann móðu, og rétti henni hann. Hún þurrkaði hann vel og leit í hann. „Þú ættir að fara, elskan mín,“ sagði hún. „Hvað er þetta? Ertu orðin leið á mér?“ „Eg vil ekki að þú sjáir mig eins og ég er að verða núna. Þetta er ekki mitt andlit leng- ur.“ „Þú veizt, að þessir nikkel- speglar gera alla torkennilega Eg verð meira að segja fölur og horaður í svona spegli.“ „Eg vil, að þú munir eftir mér, eins og ég var áður,“ hvísl aði hún. „Elsku, góði, farðu. Eg er einfær um það sem eftir er.“ Mér tókst smám saman að sefa hana. Hún bað um spegil- inn og töskuna sína aftur. Og svo strauk hún dufti á andlit- ið. „Eg er bara að hylja það versta,“ sagði hún og leit á mig, eins og hún væri að biðja fyrirgefningar um leið og hún strauk rauðum lit yfir þurrar, sprungnar varirnár. „Þú mátt ekki sjá mig ljóta.“ „í mínum augum verður þú alltaf fegursta kona heimsins “ sagði ég hásróma, tók af henni snyrtiáhöldin og lagði hendurn- ?r undir höfuð hennar. Hún varð óróleg. „Hvað er það, Pat?“ „Úrið þitt.“ hvíslaði hún „Það gerir mig hrædda.“ Eg tók úrið af úlfliðnum. Hún horfði óróleg á sekúndu- vísirinn. „Farðu með það.“ Eg fleygði úrinu á gólfið. „Svona, nú er það hætt að ganga. Tíminn stendur kyrr. Við höfum stöðvað hann. Nú er ekkert til nema þú og ég.“ Hún horfði á mig og augu hennar stækkuðu. „Elsku, góði —“ hvíslaði hún. Eg gat varla afborið að mæta augnaráði hennar. Mér fannsi hún horfa á mig úr fjarlægð — þaðan, sem ég gat ekki fylgt henni. „Pat, elskan mín.“ — Hún dó rétt fyrir dagrenn- ingu. Dauðastríð hennar var þungt. Ehginn gat bjargað henni. Hún hélt fast um hönd mína en vissi ekki framar. að ég var hjá henni. Einhver rödd sagði:,, Hún er dáin.“ „Nei. Hún heldur ennþá fast um höndina á mér.“ Skært — óþolandi skært ljós. Raddir. Læknirinn —. Eg sleppti hönd hennar var- lega. Hún féll máttlaus niður. Blóð — Gráfölt andlit. Angist í starandi augum —. Glóbjart hár. „Pat,“ hvíslaði ég. „Pat ‘ Það var í fyrsta sinn, sem hún svaraði mér ekki. ENDIR. —---------------------------- A morgun hefst ný framhaldssaga í Þjóðviljanum, eftir danska rithöfundinn Johannes Buckholfz, og nefnist hún TENGDADÓTTIRIN. Þetta er stutt saga, en innan skamms hefst löng fram- haldssaga. t____________________________/

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.