Þjóðviljinn - 12.04.1945, Side 2
2
ÞTÓÐV3LJINN
Fimmtudagur 12. apríl 1945.
Enn um húsnæðismálin
Eitt mesta vandamál okkar
Reykvíkinga um þessar mundir
er húsnæðisskortur og húsa
brask. Þrátt fyrir almenna vel
megun og góða afkomu almenn
ings á undanförnum árum og
allmiklar húsabyggingar ein-
staklinga, búa ennþá hundruð
fjölskyldna við hinn aumasta
híbýlakost, í lélegum brögg
um eða skúrum, áem lík-
legir eru til að geta gerspillt
heilsu manna, einkum barn-
anna, sem í þeim verða að hír-
ast um lengri eða skemmri
tíma.
Ekki vantar þó, að íbúðir séu
auglýstar og einstök herbergi
sömuleiðis, a. m. k. handa sjó-
mönnum, sem sjaldan eru
heima og hafa auk þess allmik-
il fjárráð sumir. Slíkt sést oft í
blöðunum, en eigandinn lætur
sjaldan nafns síns getið opin-
berlega, heldur er óskað eftir.
að tilboðin í óséða íbúðina séu
lögð inn á ákveðnum stöðum
og merkt dulmerki. Svo getur
hann valið úr þann sem býður
hæst. Vandræði manna reka
þá til þess að greiða okurleigu
fyrir húsaskjól, sem fáanlegt
er, til þess að þurfa ekki að
„vera á götunni.“
Á stríðsárunum hefur verið
byggt mikið af húsum fyrír
einstaklingsframtak. En þau
hús hafa orðið alltof dýr og
mikið dýrari heldur en ef mörg
hús eru byggð saman eða í einu
Þess eru líka mörg dæmi. að
menn hafa byggt hús til þess
eins að græða á því, þannig
að selja þau svo aftur með stór
um hagnaði. Húsin hafa gengið
frá einum braskaranum til ann
ars og alltaf farið stighækk
andi. Þetta borga svo væntan
legir leigjendur. Sá. sem kaupir
hús, hefur kannski ekki hand-
bært nema lítið af því fé, sem
hann þarf að leggja fram, og
tekur þá það ráð að krefjasí
okurleigu fyrir það, sém hann
leigir út og láta leigutakana '
greiða svo skiptir. tugum þus-
unda fyrirfram, eða sem svarai-
verði Vz til Vz íbúðar. Margir
hafa átt kost á íbúðum með
því að greiða allstóra upphæð,
jafnvel tugi þúsunda, sem þókn-
un fyrir að komast inn, fyrir
utan allríflega húsaleigu mán-
aðarlega. Vitanlega fæst engin
kvittun fyrir slíkum fjárgreiðsl
um. Þær eru skoðaðar sem gjaí
ir. Allt er þetta gert í skjoh
laganna og athafnafrelsisins,
sem svo mjög er rómað af ýms-
um.
Ef þú tekur t. d. tíu þúsund
krónur frá einhverjum náunga'
þinum, verður þú dæmdur æru-
laus þjófur og seítur inn um
lengri eða skemmri tíma, jafn-
vel þótt þú sert örsnauður og
sért jafnvei að bjarga rnanr.s-
lífum, en hann einn af þeim
sem rakar saman fé á kostnað
annarra, eða fleygir tíu þúsund
krónum fyrir eitt gólfteppi til
að troða á. En ef þú „hefur
góða aðstöðu" cg tekur af ein-
hverjum svipaða upphæð í þvi;
sem neiðarlegir menn nefna
óleyfilegan gróða, telst þú á-
fram nýtur borgari, engu að
síður þótt þolandinn sé fátækur
fjölskyldumaður, sem ekki vill
búa á götunni, eða spilla heilsu
sinni og sinna í bröggum höf-
uðborgarinnar.
Fjöldi húsa ’iaía verið reist
á síðastliðnum fjórum árum,
en flest hafa þau orðið óhæfi-
lega dýr og venjulega því dýr-
ari sem þau hafa eignazt fleiri
eigendur. Á þessurn tíma hefur
Reykjavíkurbær byggt 43 íbúð-
ir, ágætar að mörgu leyti og ó-
dýrar í samanburði við íbúðir,
sem byggðar hafa verið af ein-
staklingum, enda þótt greiðslu
skilmálamir væru ekki miðaðir
við hagsmunaástæður láglauna
manna eins og t. d. margra op-
inberra starfsmanna. Auk þess
hafa verið 124 íbúðir byggðar
á vegum Byggingafélags verka-
manna síðan það hóf störf sín
á árinu 1939. Mikið af þeim í-
búðum voru fremur ódýrar,
enda þótt mikill verðmunui
yrði á fyrstu og síðustu íbúðun-
um. Síðasti íbúðaflokkurinn
var líka ótrúlega lengi á leið-
inni, frá því bygging var hafin
og þar til síðasta húsið var íbúð
arfært. Var ekki trútt um að
ýmsum fyndist nóg um þann
seinaganga.
Ekki þarf annað en líta á
fyrstu kostnaðaráætlunina fyrir
þennan húsaflokk til þess að
sannfærast um að verðlag hefru
þá ekki verið mikið farið að
hækka. Þar er, að mig minnir,
gert ráð fyrir kr. 4050.00 út
borgun fyrir 3 herbergja íbúðir.
en það áttu að vera um 15% af
kostnaðarverði íbúðanna. Húsa-
leigan var áætluð kr. 100.00 á
mánuði. En eðlilega breyttist
þetta á svo löngum tíma.
Nú hefur heyrzt að Bygginga-
félag verkamanna ætli að hefja
nú þegar byggingu 40 3 her-
bergja íbúða hér í bæ og hefur
sótt um lán til þeirra fram-
kvæmda úr Byggingasjóði
verkamanna. Ánægjulegt er að
heyra það, eftir þetta hlé, sem
orðið hefur á slíkum bygging
um hér í bæ. En þetta er bara
alltof lítið. Þurft hefði að
byggja minnst 100 íbúðir, svo
fljótt sem kostur væri, til þess
að bæta úr brýnustu þörfinni.
Ríkisstjórnin ætti að styðja
þetta mál og ýta undir fram-
kvæmdir. I bönkunum liggur
nú stórfé, sem ekki er notað.
Skynsamlegra virðist að lána
eitthvað . af því til jafn þjóð-
nýtra framkvæmda. Auðvitaö
verða slík lán að vera veitt tii
langs tíma og með hæfilegum
vöxtum. Hinir háu vextir, sem
bankarnir taka, eru* ein orsök
hins mikla byggingakostnaðar
og um leið þeirra ókjara, sem
margir leigjendur verða að búa
við. En byggingakostnaður er
hár núna og því brýn nauðsyn
að byggingalánin fáist til langs
tíma, til þess að fyrirfram
greidda upphæðin verði ekki or
há og húsaleigan viðráðanleg
og ekki langt fyrir ofan það,
sem tekið er með í framfærslu-
vísitöluna. En vafalaust verða
nú margir að greiða mikið
hærri húsaleigu heldur en til
lit er tekið til í vísitölrfnni.
því að leiga í nýjum húsum
hlýtur að vera há, vegna hins
mikla byggingakostnaðar. En
húseigendurnir krefjast exki
einungis hárrar leigu fyrir íbúð
ir í nýjum húsum. Gömlu íbúð-
irnar koma smátt og smátt á
eftir, eftir því sem þær losna
og reyna húseigendur því að
koma hinum gömlu leigjendum
burt úr fbúðunum, til þess að
geta leigt öðrum fyrir hærra
verð, því að eins og kunnugt
er, má ekkí hækka húsaleigu
í gömlum húsum. En reynt' er
að fara í kringum þessi lög.
Ein orsök húsnæðisskortsins
er sú, að margir hafa nú meira
húsnæði heldur en þeir höfðu
fyrir stríð. Margar fátækar fjöl
skyldur urðu að gera sér að
góðu að hírast í of litlum húsa-
kynnum og hafa því notað tæki
færið, þegar hagur þeirra batn
aði, til þess að rýmka um sig
í flestipn tilfellum hefur þetta
verið nauðsynlegt og búið að
dragast alltof lengi.
Þar sem efnahagur manna er
nú stórum betri heldur en fyrir
stríð, má gera ráð fyrir að fleiri
ný heimili hafi myndazt á þess-
um árum að meðaltali heldur
en fyrir stríðið, enda þótt ég
hafi ekki aflað mér upplýsinga
um það, hvort giftingar hafi
verið meiri síðustu 4—5 árin
heldur en áður.
í þriðja lagi hafa margir hin-
ir nýríku, sem mest hafa náð
í af stríðsgróðanum eða tekjum
almennings, fengið ómótstæðí-
lega tilhneigingu til þess að
auka við sig húsnæði, jafnvel
þótt það gerði aðra húsnæðis
lausa. Sumum finnst það geysi-
leg móðgun við sig, að húsa-
leigulögin skuli skerða rétt
þeirra til að ráðstafa „sínum
eigin“ húsum eftir geðþótta.
Þessar ráðstafanir hefði ekki
þurft að gera, ef öllum húseig-
endum hefði verið treystandi til
þess að ráðstafa því húsnæði,
sem þeir hafa umráð yfir, með
almenningsheill fyrir augum, j
stað þess að hafa sína eigin
peninga sem algildan mæli-
kvarða. Slíkt samrýmist ekki
hagsmunum heildarinnar, en
getur verið vænlegt til fram-
dráttar gróðafýknum einstakl-
ingshyggjumönnum.
Nú mun Reykjavíkurbær
vera byrjaður á byggingu all-
margra smáíbúða ^ið Skúla-
götu, sem eru góðar, það sem
þær ná, • en meira hefði verið
að'kallandi að byggja þriggja
herbergja íbúðir. Nú er ókunn-
ugí hvort þessar íbúðir verða
seldar eða leigðar,' að líkindum
yrði heppilegra fyrir margan
að fá þær á leigu, vegna þess
hve smáar þær eru.
Bjöm Guðmundsson.
úfieeictriaéitH.i'inh
Bréf um göturyk og gróður
„Gestur gangandi" heíur líklega
fengið sig fullkeyptan af sandhríð-
inni á götum Reykjavikur núna á
dögunum. Hann skrifar mér bréf
um göturykið og varnir gegn því:
„Það verður mörgum gramt í
geði, þegar göturykið fyllir augu
manna og nef. ,Þeim verður á að
spyrja hvaðan allt þetta óféti komi.
Þeir hrópa á vatn til að sprauta
á göturnar og götusópara til að
sópa öllu heila skíttinu burtu í
eitt skipti fyrir öll.
Já, hvaðan kemur allt þetta ryk
sem þyrlast upp á götunum, hvað
lítið sem hvessir? Það ætti hver
maður að geta sagt sér sjálfur. Vitið
þið ekki að meiri hlutinn af öll-
um götum í bænum, eru ofaníburð-
argötur? Sjáið í)ið ekki allar auðu
malar- og moldarflatirnar, eða húsa
sundin, bakin fínum sandi? Þegar
svo við þetta bætist, að bikuðu
göturnar slitna og verða holóttar,
og aldrei er gert við slíkar bilanir
fyrr en ógerningur er að skjóta sér
lengur undan því; þá ættum við
ekki að þurfa að setja upp neinn
undrunarsvip þó við fáum vel úti-
látnar sandgusur framan í okkur
þegar hvessir í veðri.
I»eir fá þó eitthvað fyrir
aurana!
Svo kannist þið auðvitað við ráð
ið til varnar því að borgurunum
verði fótaskortur á svelluðum
götunum, því það eru ekki ráða-
lausir karlar sem bæjarforsjónin
hefur þar í ráðum. Þeir moka bara
sandi á svellið og þá fá menn sam-
stundis fótfestu. Það er kannsiu
munur en að þurfa að paufast
áfram með broddstaf sér til stuðn-
ings eða gangandi á ísbroddum!
Þegar hlákan er svo um garð geng-
in, fá háttvirtir skattgreiðendur bæ:
arins, framan í sig allan sandinn
sem þeir hafa borgað fyrir að bera
á göturnar. Er ekki von að þeir
blási í skeggið?
En sleppum öllu gamni, við erum
hvort sem er ekki alltaf í skapi til
að taka því, þegar við erum að
streða á móti sandbyljunum.
Sennilega tekst okkur aldrei að
útrýma göturykinu til fulls, en við
getum óefað útrýmt því að miklu
leyti.
I
Meiri gróður — minna
göturyk
Við vitum að grasfletir gleypa ó-
grynnin öll af ryki er síðan skolast
niður í iarðveginn í næstu rigningaí
skúr. Þetta er veigamikið atriði sem
við þurfum að hagnýta okkur. Við
þurfum að rækta tré og runna sem
víðast meðfram húsum og á auðum
svæðum, og þá tekst okkur áreiðan-
lega, að.. halda grasflötunum við
umhverfis þetta, sem nú eiga svo
mjög í vök að verjast fyrir átroðn-
ingi bíla óg gangandi fólks.
Það er ekki nóg að hafa- garða
við húsin, sem þó vantar víða. All
ar auðar flatir í bænum þarf að
klæða gróðri. Þessum breiðu og
forugu gangstéttum sem mæta aug-
anu svo að segja hvert sem litið er
verður að skipta í gróðurbelti og
hellulagða gangstétt. Við höfum víð-
ast hvar ekkert að gera með mjög
breiðar gangstéttir, þær eru aðeins
tii óþrifnaðar.
Fullkomnarí gatnagerð
Þá verður að taka götunum ær-
iegt tak. Aðaiumferðargöturnar
verður að biksteypa (asfalt), en
al^lar aðrar götur verður að mal-
bika. Ofaníburðargötunum verður
að útrýmá, það er einn helzti liður-
inn í hernaðaráætluninni gegn götu-
rykinu.
Göturnar slitna eðlilega við mikla
umferð, og smám saman myndast
holur í þær. Þetta á sinn þátt ;
rykinu. Helzta ráðið gegn þessu er
að gera við allar slíkar bilanir strax
og þeirra verður vart. Fróðir menn
telja ofaníburð þann sem við höf-
um, endingarlítinn. Það má vel vera
að svo sé. En þá er að leita sér
að öðru betra efni. Sennilega mundi
asfalt reynast bezt, orsaka minnsta
rykmyndun. En þá yrðu göturnar
líklega óhóflega dýrar, svo ekki
þætti fært að nota það nema í
mestu umferðargöturnar.
Það ryk sem myndaðist á göt-
unum, þrátt fyrir fullkomna gatna-
gerð, yrði að sjálfsögðu að fjar
lægja. Hér í Reykjavik er líka
skammt á milli skúra sem þvo
göturnar og skola rykinu í götu-
ræsin.
Þó að gatnagerðin hér í bænum
væri í bezta lagi, kæmi það ekki
að gagni, nema auðu svæðin, sem
eru mesta rykuppsprettan, verði af-
máð með grasrækt. KjöroMið í
sókninni gegn göturykinu er þetta:
Klæðum auðu svæðin gróðri. Meiri
gróður þýðir minna göturyk."
Nafnlausu bréfin
Við ykkur sem sendið mér nafn-
laus bréf, vil ég segja þetta:
Langi ykkur til að koma ein-
hverju á framfæri í Bæjarpóst-
inum, sem ég vona reyndar að
verði sem oftast, þá verðið þið að
sýna mér þann trúnað, að láta mig
vita nafn ykkar og heimilisfang
Sé það jafnframt tekið fram að
nafnið megi ekki birta með bréfinu,
verður það að sjálfsögðu ekki gert
án leyfis höfundar.
Bæjarpósturinn getur af eðlilegum
ástæðum ekki birt bréf, sem hon
um berast án þess getið sé nafns
höfundar. í bréfunum er oft hreyft
ýmsum málum sem afla þarf nánari
upplýsinga um, hjá bréfritaranum,
og hann einn getur látið í té. Sé
bréfið hinsvegar sent nafnlaust, get
ur það vakið grun um að höfundur
hafi eitthvað óhreint í pokahom-
inu, og orðið þess valdandi að bréf-
ið verði ekki birt. Látið því ekki
bregðast að senda' fullt nafn og
heimilisfang, þegar þið skrifið Bæj-
arpóstinum, og leggið niður all-
taugaveiklun út af því að nöfnin
verði birt í óleyfi. Það er ekki eins
hætt við því og þið e. t. v. haldið
» |- ——tO
uV horgmnl
Næturlæknir er í læknavarðstof-
unni i Austurbæjarskólanum, sími
5030.
Næturvörður er í Lyfjabúðinm
Iðunni.
Ljósatími ökutækia er frá ki
20.00 til kl. 5.00.
Næturakstur: Hreyfill, sími 1633.
Útvarpið i dag:
18.30 Dönskukennsla, 1. flokkur.
19.00 Enskukennsla, 2. flokkur.
20.20 Útvarpshljómsveitin (Þórar-
inn Guðmundsson stjórnar):
a) Zigeuner-svíta eftir Col;-
ridge-Taylor.
b) Gavotte eftir Rameáu.
e) Serenade á Colombine eftir
Pierne.
d) Marz eftir Teike.
20.50 Lestur íslendingasagna (dr.
Einar Ól. Sveinsss. prófess )
21.20 Hljómplötur: Guilhermina
Suggia leikur á cello.
21.30 Frá útlöndum (Björn Franz-
son).
21.50 Hljómplötur: Elsa Sigfúss
syngur.