Þjóðviljinn - 15.04.1945, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 15.04.1945, Blaðsíða 2
2 í> TÓÐVJ LJ INN Sunnudagur 15. apríl 1945. EYJAPÓSTU R; Söguleg hlutavelta Númer fimm við Vestmanna- braut í Vestmannaeyjum stend ur allstórt stein'hús. Að innan verðu er meginhluti hússins einn mikill salur með fjórum gluggum, bogmynduðum á vest- urhlið og tveim á norðurgafli. En á suðurgafli eru stórar inn- rammaðar Jesúmyndir, enda er húsið eign K.F.U.M. og K., og þar hefur starfsemi þeirra fé- laga bækistöð síná, auk þess sem húsið er leigt út til funda- halda, fyrir hlutaveltur, bazara (gerið ekki hús föður míns að verzlunarbúð!) o. fl. I þessum sama sal hefur bæj arstjórn Vestmananeyja árum saman haldið fundi sína, og þangað þyrptist múgurinn á at- vinnuleysis- og kreppuárunum, til þess með nærveru sinni að reyna að toga einhver loforð um vinnu út úr naumum og lítils- megandi bæjarstjórnarmeiri- hluta. Þar háðu beztu foringj ar verkalýðsins áratuga baráttu við formyrkvaðan hugsunarhátt hrörnandi borgarastéttar. Þar voru menn eins og ísleifur Högnason, Guðlaugur Árnason og Jón Rafnsson jafnan í minni hluta — en hvi'kuðu aldrei frá markinu. Laugardagur fyrir pálma • sunnudag. Aðfangadagur inn- reiðarinnar í Jerúsalem. Fyrir rúmum 1900 árum reið Jesú frá Nazaret, nú heimsfrægur upp- reisnarmaður, siðameistari og bamavinur, á ösnu inn í Jerú- salem og var fagnað sem kon- ungi. Eftir tæpa viku var íhald- ið í Jerúsalem búið að kross- festa hann. Það er samt ekki á neinn hátt í minningu um þessa tburði, að hópur kennara og nokkrar 12— 13 ára telpur úr bamaskólanum leggja leið sína í K.F.U.M.-hús- ið síðari hluta laugardagsins fyrir pálmasunnudag, 24. marz 1945. í Jesúmyndasalnum, þar sem bæjarstjórn Vestmannaeyja heldur fundi sína, er borðum skipað allt um kring, með öll - um veggjum. Borð þessi eru þakin allskonar vamingi: Corn- Flakes-pökkum, þvottadufti, maccarónum, allskonar glervör- um, bókum, vefnaðarvöru o. s frv. Sem sagt, það leynir sér ekki, að hér er í uppsiglingu venjuleg hlutavelta — eða tom- bóla, sem raunar er engin ný- bóla á vertíðinni í Vestmanna eyjum. En hvað hafa kennarar og barnaskólastúlkur með þessa hlutaveltu að gera? Kennarar við bamaskólann í Vestmannaeyjum afréðu snemma á árinu 1944 að gang- ast fyrir stofnun og starfrækslu ‘amabókasafns við skólann. Kennararnir töldu það frá upp- hafi víst, að bæjarstjórn Vest- mannaeyja myndi telja sér ijúft að styðja slíka starfsemi með fjárframlagi af hálfu bæjar- sjóðs. En til þess að ná þegar inn nokkru stofnfé, fengu kenr. ararnir leyfi til þess að stofna til 5-krónu veltu, sem gaf af sér nokkra upphæð, en þó hvergi nærri fullnægjandi til að standa straum af stofnkostnaði sæmilegs bókasafns. Skrifaði þá stjóm kennarafélagsins skóla- nefnd og sótti um kr. 2000,00 — tvö þúsund krónur — styrk tii safnsins. Samþykkti nefndin — með vissum skilyrðum varð- andi bókaval og yfirstjóm safns ins — að mæla með því við bæjarstjóm, að styrkurinn yrði veittur. Þar sem kennararnir áttu um líkt leyti kost á að fá allmik- inn bókakost með lágu verði, tóku þeir kr. 2000,00 • víxillán, í því trausti, að sama upphæð fengist frá bænum. Síðan liðu svo a. m. k. fimm mánuðir, að málið fékkst ekki tekið fyrir ) bæjarstjórn, en var að þvi loknu vísað til fjárhagsnefndar. Síðan liðu enn ndkkrir mán- uðir. Snemma á þessu ári tóku kennarar málið upp að nýju og sneru sér til skólanefndar, sem samþykkti að taka upphæðina inn á fjárhagsáætlun skólans 1945. Bæjarstjórn samþykkti þá áætlun að öðru leyti en því, að meirihlutinn strikaði út margnefndar kr. 2000,00 ti! bamabókasafns. Þetta þrekvirki var unnið á bæjarstjómarfundi 16. marz s. 1., þar sem fjárhags- áætlun kauþstaðarins fyrir 1945 var safflþykkt við 2. umræðu Fimm sjálfstæðismenn (sem allir eiga börn í skóla) réttu upp hendur sínar gegn þessu óverulega framlagi til menning- armála æskulýðsins. Þessar sömu sjálfstæðishetjur eru lík- legar allar hluthafar í Sam- komuhúsi Vestmannaeyja, sem leikur sér að því að sýna 12—13 ára börnum stríðs- og morðkvik myndir, sem bannaðar eru börn um innan 16 ára aldurs. Bamabókasafnið var opnað á s.l. hausti — að vísu við frem ur þröngan bókakost — og hef- ur verið starfrækt í allan vet ur með ágætum árangri. Starfar það sem íesstofa og hefur hvei deild afnot af safninu einu sinni í hálfum mánuði, tvær klukku stundir í senn. Kennararnir hafa frá upphafi verið staðráðnir í því að koma safninu í það horf, að það megi verða skólanum og byggðarlag- inu til sóma — og eru það að sjálfsögðu enn, þrátt fyrir and- spymu meirihluta bæjarstjóm ar ( sem virðist meta heiður sinn á kr. 2000,00 — þ. e. kr. 400,00 pr. stk.). Þegar aðstoð bæjarstjómarinanr brást, varð eitthvað að taka til bragðs — og varð hlutavelta fyrir valinu Sýndu börnin hug sinn til safns- ins með því að vinna af mikl- um dugnaði að undirbúningi hlutiaveltunnar, og gaf nær því hvert einasta barn í skólanum einn eða fleiri muni. Hér má geta þess, að hluta- velta hefur sjálfsagt verið fjær skapi kennaranna en nokkur starfsemi önnur. Þeir eru sam- mála um það, að hlutaveltui séu ómenningarfyrirbrigði á háu stigi, og tæpast samboðnar virðingu heiðarlegra manna Þetta er í rauninni grátbrosleg fjárplógsaðferð, sem byggir til- veru sína í spilafíkn mannkind- arinnar — og er skilgetið af- kvæmi sjálf auðvaldsskipulags- ins, enda að nokkru spegilmynd þess. Meðan hæst stendur slást menn 1 langan tíma um að kom ast að , verzla fyrir 10—20 krón ur, draga sig síðan í hlé (oft rifnir og útsparkaðir) með miða sína, og fletta þeim sundur. Sumt eru núll, annað tölusettir miðar. Svo þegar menn, oft titr- andi af eftirvæntirigu, framvísa seðlunum, fá þeir e. t. v. ýmsa hluti, sem þeim hefur aldrei dottið í hug að girnast, né hafa minnsta brúk fyrir. — Og þá rif jast það kannski upp, að þess ir peningar voru raunar ætlað- ir til einhvers annars. En hvað um það. Hlutavejta gefur góðan arð, ef vel tekst til. Og þessari hlutaveltu lykt- aði á þann blessunarríka hátt, að allt seldist upp, bæði miðar og núll — og ávöxt þess árang- urs má vænta að sjá í byrjun næsta skólaárs, í auknum bóka- kosti til handa hinum ungu og áhugasömu lesendum í bama- skólanum. Þetta er sagan um hlutavelt- una í samkunduhúsinu laugar- daginn fyrir pálmasunnudag 1945. Má vera, að mörgum þyki sagan harla ómerkileg, og um of þrástagast á þessari litlu upphæð — tvö þúsund krónum —, þessum litla gára á úthafi dýrtíðar og peningaveltu. En hverju skiptir há eða lág tala hjá kjarna málsins? Væri sagar. um einseyring fátæku ekkjunn- ar merkilegri, þótt um fimmeyr ing eða krónu hefði verið að ræða? Mér er þessi litla saga sem opiriberun. En hef öðlazt dýpri skilning en mér áður var léður á eðli og innræti þeirra manna, er aðhyllast lífsskoðun kapitalismans. Eg hef þá sannfæringu, að sjálfstæðismennirnir í bæjar- stjórn Vestmannaeyja hafi í máli þessu komið fram í sam- ræmi við kjarna stefnu sinnar, — sem m. a. birtist í ákveðnum menningarfjandskap. Þeir gátu víst ekki annað. Svona getur venjuleg hluta- velta átt sér merkilega sögu. Á. G. Uí» bo**g?nni Næturakstur: Litla bílstöðin, sími 1980. Næturlæknir er í læknavarðstof- unni. Ljósatími ökutækja er frá kl 20.00—5.00. Næturvörður er í Lyfjabúðinni Iðunn. Útvarpið í dag: 8.30 Morgunfréttir. 10.30 Útvarpsþáttur (Rangar Jó- hannesson). 11.00 Moguntónleikar (plötur): Són- ötur eftir Beethoven: a) Sónata í G-dúr, Op. 79. b) Sónata í A-dúr, Op. 101. i) Sónata í Es-dúr, Op. 109 15.30-—16.30 Miðdegistónleikar (plöt ur): , a) Söngvar. b) 15.45 Lagaflokkur nr. 10, í F-dúr eftir Mozart. c) 16.05 „Galdraneminn" eft- ir Dukas. d) Till Eulenspiegel eftir Ric- hard Strauss. 18.30 Barnatími (Pétur Pétursson o. fl.) 19.25 Hljómplötur: Lagaflokkur eft- ir Tauber. 20.20 Einsöngur (Kristinn Þorsteins son frá Akureyri). 20.35 Kvöld Barnavinafélagsins „Sumargjafar“: a) Ávarp og ræður (Helgi Elíasson fræðslumálastjóri, Úlfar Þórðarson læknir, séra Árni Sigurðsson). b) Upplestur (Ragnar Jóhann esson, Helgi Hjörvar). c) Bamasöngur með gítarund- irleik. d) Tónleikar (Nemendur úr Tónlistarskólanum). Útvarpið á morgun: 18.30 íslenzkukennsla, 2. flokkur. 19.00 Þýzkukennsla, 1. flokkur. 19.25 Hljómplötur: Lög leikin á bíóorgel. 20.30 Samtíð og framtíð: Baráttan við sóttkveikjusjúkdómana (Kristján Arinbjarnar héraðs- læknir). 20.55 Hljómplötur: Lög leikin á sítar. 21.00 Um daginn og veginn (Vil- hjálmur S. Vilhjálmsson rit- stjóri). 21.20 Útvarpshljómsveitin: Lög eft- ir Sigfús Einarsson. Einsöngur í Dómkirkjunni (ungfrú Anna Þórhallsdóttir): a) „Sjáið engil ljóssins landa“ (Weise). b) „Nú til hvíldar halla ég mér“ (Jörgen Malling). c) „O, Herre“ (Melartin). d) Ave maris stella (Grieg). e) Ombra mai Fu (Handel) f) Aria úr Rinaldo (sami j (Undirleikur á orgel: Sig- urður ísólfsson). Styrkveitingar úr Kanadasjóði Samkvæmt skipulagsskrá fyrir Kanadasjóð til átyrktar íslenzk- um námsmönnum, verður ársvöxt- um sjóðsins öllum, eða hluta ])eirra, varið til þess að styrkja íslenzka náms- og fræðimenn til háskólanáms í Kanada. Niámsmenn, er leggja stund á fræðigreinar er hafa sérstaka þýð- ingu fyrir atvinnulíf á íslandi, skulu að öðru jöfnu ganga fyrir um styrkveitingar. Umsóknir um styrki úr sjóðn- um, ásamt námsvottorðum og meðmælum, skulu sendast forsæt- isráðherra fyrir 1. júlí n.k. Sýnikennsla í mat- reiðslu á nsstunni Húsmæðrafél. hefur lengí leikið hugur á að því, að félags- konum yrði gefinn kostur á að verða aðnjótandi sýnikennslu í matreiðslu, en það hefur strandað á því, hve erfitt hefur verið um kennslukrafta þar. Nú horfir betur í þeim efnum, því félagið fær í gegnum Banda- lag kvenna, kennara (frú Rann- veigu Kristjánsd.) frá Kvenfé- lagasambandi íslands. Frú Rann- veig hefur þegar farið víðsveg- ar um landið á vegum samb. og hlotið góða dóma og þátttöku. — Mun vel þegið af félagskon- um, að félagið hefur ráðizt í þetta, enda margar þegar gefið sig fram, og hugsa þær gott til glóðarinnar. Námskeiðin verða daga hvert um sig, frá kl. 2—6. Nánari upplýsingar gefa þess- ar konur; Jónína Guðmundsd., sími 4740, Kristín Sigurðard., sími 3607, Inga Andreasen, símí 5236, María Maack, sími 4015, Guðrún Pétursd., sími 3345. Þær konur, er hafa í hyggju að ganga í félagið, snúi sér tl gjaldk. félagsins, frú Ingibjarg- ar Hjartardóttur, sími 2321, eða formanns félagsins, frú Jóninu Guðmundsdóttur, er gefur einn- ig allar upplýsingar um nám- skeiðin eins og fyrr getur. Boris Saposníkoff marskálkur látinn „Einn af elztu og ágætustu hershöfðingjum rauða hersins". Boris M. Saposníkoff viarskálk- ur, einn hinn kunnasti hershöfð- ingi rauða hersins, lczt 26. marz, eftir langa og erfiða sjúkdómslegu. „Hann var einn af elztu og á- gætustu hershöfðingjum rauða hersins, yfirmaður herforingjahá- skólans, varamaður í miðstjóm Ko rnmú n i s ta f 1 ok k s So v é t rík j an n a og átti sæti í Æðstaráði (þingi) Sovétríkjanna“, segir í ávarpi frá leiðtogum rauoa hersins og sovét- stjórnarinnar, sem flutt var í Moskvaútvarpið daginn eftir lát hans. Skýrt var frá að Saposníkoff liafi verið einn af fyrstu fvrirlið- um keisarahersins sem gengu í rauða lierinn og beittu þekkingu sinni og kröftum í þjónustu hans. Saposníkoff vann mest að skipu- lagningu hersins og þjálfun fyrir- liða. Hann var fyrri stríðsárin for- seti herforingjarláðs Sovétríkjanna. „Hann á stóran þátt i hinumt glæsilegu sigrum sovétherjanna yfir þýzka innrásarhernum“, segir í ávarpinu. „Minning ielaga Sa- posniíkoffs mun ætíð lifa með sov- étþjóðum“. Útför Saposmíkoffs fór fram í híoskva með viðhöfn, og hefur verið ákveðið að reisa honum minnismerki þar í horg.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.