Þjóðviljinn - 15.04.1945, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 15.04.1945, Blaðsíða 8
Getraun: Heildsali -■ Framsóknarmaður Alþýðublaðsmaður ? þlÓÐVILJINN EINKUNNARORÐ r. „Niðurstaða málsins er því sú, að samvinnumenn og kaup- menn berjast af alefli móti rík- isverzlun kommúnista“. (Sam vinnan, febrúarhefti 1945). Fyrirskipunin um samfylk- ingu Framsóknarmanna, kaup- manna og Alþýðublaðsmanna gegn „kommúnistum“ innan samvinnuhreyfingarinnar, er framíkvæmd af hinni mestu samvizkusemi. Vísir, Tíminn og Alþýðublaðið eru í fullkomnu vopnabandalagi í baráttunni i KRON. Til fróðleiks og skemmt unar birtast hér kaflar úr þremur greinum, ein birtist í blaði heildsalanna, Vísi, önnur í blaði Framsóknarmanna, Tím- anum og sú þriðja í Alþýðu- blaðinu. Nú geta menn skemmt sér við að finna út, úr hvaða blaði hver þessara kafla um sig er tekinn. „Kommúnistaflokkurinn er lítill flokkur. Sjálfir lýsa þeir flokksstarfseminni svo, að þetta sé leynihreyfing, sem ann arsvegar eigi að vinna að skemmdarverkum en hinsvegar að hreinni byltingu, en raunar getur hvort tveggja farið sam- an. I viðtali við Kilerich blaða- fulltrúa gumaði Þjóðviljinn af hversu kommúnistaflokkurinn danski hefði komið fram af miklum dugnaði í mótþróabar- áttunni gegn Þjóðverjum, því að þeir hefðu verið fýrir- fram þjálfaðir í spellvirkjum — væntanlega gegn eigin föð urlandi. Baráttan í KRON er sama eðlis og barátta innan þjóðfé- lagsins, en munurinn er sá, að innan kaupfélagsskaparins skilja menn betur hið rétta eðli kommúnistanna, en á opinber- um vettvangi þjóðmálastarf- 'seminnar, Skyldu menn þó ætla, að engu síður væri þörf á að standa þar á verði“. „Ástæðan fyrir því að komm únistar leggja nú alla áherzlu á að ná einræðisvaldi í félaginu er einfaldlega sú, að hér er orð- ið um að ræða eina öflugustu félagsheild í Reykjavík og ná- grenni, milljóna fyrirtæki, sem hefur fjölda vinnustöðva og á annað hundrað manna í þjón- ustu sinni. Þeir vilja geta náð alræðisvaldi í þessum öflugu samtökum til þess að beita þeim atvinnulega, fjárhaglega, félagslega og pólitískt í baráttu sinni fyrir völdunum í Reykja vík og í landinu, gegn öllum þeim einstaklingum, stofnun- um, samtökum og flokkum, sem efcki vilja lúta hinu ofstækis- fulla trúboði þeirra og ekki vilja taka þátt í hinum siðlausu bardagaðferðum þeirra um þessi völd“. „Það sést vissulega bezt af þvi I sem hér hefur verið greint, að fyrir kommúnistum vakir það ekki að auka „einingu“ í félag- inu, þótt þeir nefni starfsemi sína því nafni. í raun réttri er hér um hina verstu sundrungar starfsemi að ræða, er ekki getur leitt til nema ills eins. Mark- mið hennar er bersýnilega að gera KRON að einu af flokks tækjum kommúnista eins og verklýðsfélögin eru þegar orðin. Og þessi leikur verður áreiðan- lega ekki leikinn í KRON einu; heldur í hverju kaupfélagi landsins, þar sem kommúnist ar fá því við komið“. Reykvíkingar! Látið ekki Framsóknarsetuliðið og heild- salana taka neytendasamtök yðar af yður. Styðjið einingar öflin í KRON. „Ekki sér hann sína menn svo hann ber þá líka“ Alþýðublaðið er nú komið í því- líkan berserksgang lit ‘af KRON- málunum. að það er jafnvel liætt að sjá „sína menn“ og ber þá nú engu síður en andstæðingana. A deildarfundum hefur verið fylgt þeirri sjálfsögðu reglu, sem viðhöfð er flestum í félögum, að loka fnmdarstað meðán kosning . \ . stendur yfir, enda mjög erfitt að gæta þess að allt fari *fram sem vera ber ef fundarmenn labba út og inn meðan á kosningu stendur. - (Þessari sjálf.sögðu reglu var þó ekki fylgt á tveimur fyrstu deild- arfundunum. Að sjálfsögðu hafa allir verið sammála um að loka ifundum meðan kosning stendur yfir, Alþýðuf/lokksmenn ekki und- anskyldir, og á fundi 8. deildar, sem lialdinn var í fyrrakvöld, og voru þekktir og reyndir Alþýðu- um kosningatilhögun. En út af því að fundi þessarar deildar var lokað kl. rúmlega 9 eftir að dag- skrárliðir voru tæmdir, þeir sem eru á undan kosningum og kosn- ingar hafnar, hefur Alþýðublaðið fengið eibt sitt allra versta æðis- fcast. Það talar um „fáheyrðar að- ferðir“, „fantabrögð“ og „svik- semi“. Þá stuttu stund, sem kosn- ingar stóðu yfir og fundi var lok- að, komu 14 menn að dyrunum, rnunu þeír hafa verið frá báðum aðilum. Þó þeir hefðu allir tekið þátt í kosningu og allir kosið eins hefði það engu brevtt um niður- stöður, því atkvæðamunur var 30. Allþýðublaðið má svo halda á- fram að berjast gegn almennum fundarregluln eftir því sem það vill, það mun ekki fá menn, ekki einu sinni Alþýðuflokksmenn, til að breyta frá því sem rétt er í þessu efm. Heildsalinn í Norð- urmýrinni Síðustu daga hefur heildsali einn birzt í ýmsurn húsum í Norður- mýrinni, og ef til viill víðar í bæn- um. Hann kvaðst vera að safna undirskriftum til mótmælá „kommunistum“ Eitthvað hitti hann af mönnum, sem fannst „rétt og tilbærilegt“ að mótmæla „fcommum", en þeim brá í brún þegar heildsalinn sýndi þeim mót- mælaskjalið. Það var inntöfcu- beiðni í KRON. Á að innleiða viðskipta- siðfræði séra Svein- bjarnar í KRON? Það er í frásögur fært, að eitt sinn, er mjólkurmálin voru til um- ræðu á Alþingi, sagði Sveinbjörn Högnason, sem er eins og allir vita Framsóknarmaður og í stjórn Mjólkursamsölunnar, að liann hefði ánægju af því að geta neit- að helvítis kerlingunum í Reykja,- vík um mjólk. Reykviskum hús- mæðrum þótti þetta þá köld kveðja, sem von var. enda átti séra Sveinbjörn og skoðanabræður hans ekki upp á pallborðið hjá þeim eftir að þessi ummæli hans urðu heyrinkunn. Nú brjótast flokksbræður Svein- bjarnar og samherjar þeirra í Al- þýðuflokknum um á hæl og hnafcka til þess að ná óskoruðum yfirráðum í KRON, sennilega til þess, ef verða mætti. að þeir geti í framtíðinni einnig fengið ánægj- una af því að neita húsmæðrunum í Reykjavík um kartöflur, kaffi Fundir í 9. og 11. deild í dag Fundir 9. og 11. deildar KRON verða báðir í dag kl. 2 e. h. Fund- ur 9. deildar verður í Listamanna- slcálanum, en fundur 11. deildar í ' A Iþý ðuhú sin u. Fundur 1. deildar verður á morgun (mánudag) i Listamanna- skálanum og hefst kl. 8JS0 e. h. DEILDARSVÆÐI 9. DEILDAR: Deildin nær yfir Frakkastíg (stök númer frá 15—25), inn Grettisgötu (rétt númer frá 26), inn á Rauðarárstíg (suður hann, tekur öll réttu númerin), öll mýr- in að Reykjanesbraut og að Hringbraut (stök númer) og með- fram Austurbæjarskóla að Frakkastíg, þar í öll Bergþóru- gatan. DEILDARSVÆÐI 11. DEILDAR: Deildin nær yfir Fossvog, Kópa- vog, Digranesháls, Blesagróf, Sogamýri og umhverfi, Kringlu- mýrarveg, allt Kleppsholt, Hraun- teig Hrísateig, Kirkjuteig og Sundlaugaveg. — Auk þess alJt fyrir innan Elliðaár og í Mosfells- sveit. DEILDARSVÆÐI 1. DEILDAR: Deildin nær yfir Seltjarnarnes, Kaplaskjól og allt vestan Bræðra- borgarstígs og Brunnstigs, þar með talin réttu númerin á Bræðra- borgarstíg og stöku númerin á Brunnstíg. • Félagar í Sósíalistafélagi Reykjavíkur og aðrir sem eru í starfi fyrir eininguna í KRON! Mætið á Skóla- vörðustígf 19 kl. 8.30 annað kvöld (nema þeir, sem sækja eiga fund í 1. deild KRON). Þessu mega húsmæðurtiar í Reykjavík búast við, ef bægsla- gangur Framsóknarbroddauna ber þann árangur aem þeir ætlast til. Fyrir því safna þær nú liði til verndar neytendafélagi sínu, ganga sjálfar í það og gjalda sun'drung- arliðinu rauðan belg fyrir gráan. Að vísu eru þær friðsamar alþýðu- - fconurnar í Reykjavík og stund- um næstiim óskiljanlegia bolin- móðar í mjólkurbúðunum. en þó er skap í þeim og fjöreggi sínu láta þær vargana í véum Reykjavíkur Verður myndað sjálfstætt kaup- félag í Keflavík? Fundir voru í KRON-deildun- um í Sandgerði og Keflavík í gœr. Kjömir voru '2ý fulltrúar á aðal- fund KRON. Ekkert kapp var í kosningunum. A fundinum í Keflavík kom fram tillaga um að fela deiJdar- stjórninni að athuga möguleika á undinbúningi og stofnun sjálf- stæðs kaupfélagis í Keflavík og að semja við félagsstjórnina um fjár- Jragslegan sfcilnað við KRON. Var tillagan samþykkt með þorra at- kvæða. Það er augljóst, að KefJavlk á- sarnt öðrum þorpum á Reykjanes- skaga er eðlilegt félagssvæði og nægilega stórt fyrir sjálfstætt kaupfélag. Samvinnumenn í Revkjavík og Hafuarfirði geta vissulega ekkert haft við það að athuga þó að Keflvíkingar vilji inynda sjáifstætt kaupfélag, þó að þeir hinsvegar sjái enga erfiðleika á því, að samvinnumenn í Kefla- vífc starfi sem deilkl innan KRON, eins og verið hefur. En sé það hinsvegar almennur vilji í. Keflavík og öðrum Jiorp- um þar syðra, að mynda sjálf- stætt kaupfélag,- þá er sjálfsagt að sýna þeim fyllstu sanngirni, og að stjórn kaupfélagsins semji við þá um skiptingu eigna. Aðalatriðið er ekki hvort sam- vinnumenn þar syðra starfa innan KRON eða í sérstöku kaupfélagi, lieldur hitt, að þeir verði innbyrð- is samtaka, svo samvinnuhreyf- ingin á þessum slóðum geti verið óklofin. Brottrekstrar úr Fram- sóknarflokknum á Siglufirði Frá fréttaritara Þjóðviljans á Siglufirði. Á bæjarstjórnarfundi í gær- kvöld var Rauðkumálið tii um- ræðu. Eftir ósk félagsmáiaráðm- neytisins var afgreiðslu frestað til mánudags. Á fundinn bárust bróf frá Fram- sókuarflofcknu m, þar sem það var tilkynnt, að Þormóður Eyjólfsson og Ragnar Guðjónsson hafi verið reknir úr flokkmnn. Hinn síðar- nefndi var frambjóðandi í síðustu aSþingiskosuingum. Krafðist flokk- urinn þess, að annar maður tæki sæti Þormóðs í bæjarstjórn. Mikl- ar viðsjár urðu á síðasta Fram- s<)knaTfundi og hafa nokkrir inenn sagt sig úr flokknum. og sykur, svo og aðrar nauðsynj- flokksmenn meðal þeirra, sem sáu | ar eftir því sem við verður komið. | ckki ræna. Munið framhaldsstofnfund Prentsmiðju Þjóðviljans í dag kl. 10.30 f. h. í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.