Þjóðviljinn - 15.04.1945, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 15.04.1945, Blaðsíða 7
Sunnudagur 15. apríl 1945. ÞJOÐVTLJINlí ¥ Mikkjel Fönhus: Hrakningar bjóraf jölskyldunnar hvergi. Allt var þakið snjó. Meira að segja tjörnin sjálf var engin tjörn, heldur hvít ísbreiða. Þeir voru að leita sér að berki og löbbuðu inn í skóginn. Slóðin þeirra sást greinilega í snjónum. Förin voru stærri en eftir ref og auðþekkt á sundfiturium. Eftir litla stund höfðu þeir hjálpast að því að naga í sundur bjarkarstofn. Allt í einu þverbrotnaði hann og tréð féll. Bjórapabbi stökk til hliðar. En litli bjór- inn var of seinn að kippa að sér löppinni, sem hann hélt um tréð, einmitt í sárinu, þar sem hann brotnaði. En tréð brotnaði ekki nema til hálfs. Greinar þess fest- ust í öðru tré um leið og það féll. Og þar hékk það Þess vegna var fóturinn á bjórnum skorðaður í brot- sárinu. Litli bjórinn hvæsti af hræðslu og sársauka og reyndi af öllum kröftum að kippa að sér löppinni Bjórapabbi hljóp í kringum tréð í dauðans ofboði. Hvað var um að vera? Þetta hafði aldrei komið fyrir hann sjálfan. Aldrei hafði hann séð neinn verða fyrir þessu, þegar tré féll. Hann skildi það, að litla bjórn- um leið illa og hann var í hættu, en vissi engin ráð til að hjálpa honum. Og bjórapabbi fór líka að hvæsa af hræðslu og örvæntingu. Hann hljóp marga, marga hringi í kringum tréð. Stundum stakk hann trýninu í litla bjórinn, eins og hann vildi segja:. Þú mátt ekki hafa löppina fasta þarna. Svona leið að morgni. Skýin á austurhimninum voru farin að roðna og glampa sló á fannirnar uppi á hæð' unum. Litli bjórinn var hættur að reyna að losa sig. Hann stóð kyrr á afturfótunum upp við tréð og horfði á bjórapabba, eins og hann byggist við hjálp frá honum. En bjórapabbi gat ekkert gert. Hann sat hjá litla bjórnum og horfði ýmist á hann eða þetta undarlega tré, sem hélt honum föstum. 7(tyt Q§ ÞETTA lohannes Buchholtz:.>3 .MiunimiiiiiiiiEJiinmimic.:. Tengdadóiiirin .>3iiiiimiiinjinuiiwi.> Margar sögusagnir eru til um það, að menn hafi dreymt í bundnu rnáli og munað það ó eftir, þó að slíkt verði aldrei fullsannað. Sagan segir líka, að Sixtinska madonnan, sem Rafa- el málaði og er heimsfræg fyrir fegurð, sé þannig til orðin, að listamanninum hafi dreymt und urfagra konu, sem hann mundi gjörla, þegar hann vaknaði. Ennfremur er sagt, að djöfla sonetta Tartinis sé áhrif frá draumi. Hann dreymdi að hann sá myrkrahöfðingjann og fékk honum fiðlu sína. Sá gamli sett ist þá niður og lék það tryllt- asta lag, sem fiðlusnillingurinn h'afði nokkru sinni heyrt. Þegar hann vaknaði, reyndi hann að líkja eftir þessu, en sagði sjálf- ur, að það væri næsta ómerki- leg eftirlíking. ★ Sæljónin, sem eru eyrnasel ir, eru flestum dýrum frábrugð- in í því, að þau hræðast ekki, eld. Tamin sæljón hafa verið vanin á að halda á brennandi blysum og grípa þau, ef þeim er fleygt til þeirra. * Margir, sem annars hefðu aldrei verið nefndir á nafn í viku'blaði, hafa tekið það til bi'agðs að gifta sig á einhvern frumlegan hátt — í flugvél, kaf báti, á sundi o. s. frv. Dýratemjari nokkur í Ohio lofaði unnustu sinni fjölmennri og áhriamikilli hjónavígslu, þar sem voru þrjú tígrisdýr. Þús- und manns horfðu á og brúður- in var nær dauða en lífi af skelfingu eftir athöfnina. En hvað er ekki hægt að vinna til þess að komast í blöð- in? brugðist honum föður þínum Eru þetta þakkirnar fyrir alla þá peninga, sem þú hefur feng ið hjá mér?“ Gamla manninum vöknaði um augu af meðaumk- un með sjálfum sér. Enn var vörubíll við verk- stæðisdyrnar. Og eflaust var Sörensen í vondu skapi. Kláus langaði ekki til að fara þangað. Hvaða erindi átti hann inn í verkstæðið. Ekki hafði hann vit á vinnubrögðunum þar — eða neinu öðru. Hann sneri við heim aftur og gek khringinn í kringum húsið. áður en hann fór inn Hanna var að segja Elsu sögu af Nielsi. Hann hafði einu sinni, þegar hann var lítill, synt í leyfisleysi svo langt út á vatnið. að hann var nærri drukknaður. ,,Ann ars var hann fjarskalega góður drengur,“ bætti Hanna við. „Hvers vegna kemurðu strax aftur?“ ságði hún við mann sinn frekar önug. „Eg gleymdi að fara með þjöl ina með mér?“ svaraði hann reiður og sneyptur. Hvað átti hún með að spyrja hann út úr? Það var sárt, að geta ekki sagl henni til syndanna. En það var ekki hægt, meðan stúlkan var viðstödd. Hann tók dagblað cg fór að lesa, en skildi ekki orð. Eftir lita stund reis hann á æt- ur og sagði: „Ef þú hefur gaman af að sjá verkstæðið, geturðu komið með mér núna.“ Aefkstæðið —,“ sagði Hanna. „Heldurðu að — En Elsa stökk á fætur og sagð ist hafa fjars^ta gaman af að sjá verkstæðið. Hún er að minnsta kosti kurt- eis, hugsaði Klaus Holten. En hvað um það? Nú hafði hann náð henni úr klónum á Hönnu. Hún gat orðið ein eftir og gónt á draslið í kommóðuskúffunum sínum. Þau fóru ekki beina leið. Hann réð því að þau gengu -^kki veginn, heldur yfir hæð- ina. Þar settust þau á bekk. Kláusi var annt um að eyða tímanum. „En er verkstæðinu ekki lok að klukkan fimm?“ spurði Elsa og leit á úrið sitt. „Jú,“ svaraði hann. „En þá förum við þangað á morgun „Það liggur heldur ekkert' á, ef það er eitthvað annað. seni bú ætlar að sýna mér núna “ „Hvað ætti það að vera?“ spurði hann undrandi. „Ertu ekki að skrifa skáld- sögu?“ „Hefur Niels sagt þé það?“ „Nei, tengdamanna.“ „Sú hefur víst ekki gert það til að hrósa mér.“ „Ojæja,“ sagði Elsa og roðn aði. Lítil stund leið. Kláus varð að átta sig. Hann hafði feng- iting fyrir hjartað. En það var ljúfur sársauki. Hana langaði til að sjá söguna hans — þessa sögu sem hann tengdi svo há fleygar vonir við. „Segirðu þetta ekki bara til að gleðja mig?“ spurði hann með skjálfandi röddu. „Nei, ég er viss um að þetta er góð bók. Niels hefur sagt mér svo margt merkilegt um þig.“ „Hefur hann gert það - hefur hann gert það?“ stamaði Kláus. „Eg hélt að hann liti á mig eins og hálfvitlausan karl- fausk.“ „Nei, alls ekki — en kannsk; dálítið sérvitran.“ „Eg er bæði sérvitur og heimskur,“ sagði Kláus með tárin í augunilm. Hann stóð snöggt á fætur. Þau urðu að flýta sér heim til að byrja á lestrinum. „Fátæktin gerir alla að heimskari og verri mönn- um,“ sagði hann. „Þetta fer allt vel,“ sagði húr: og lagði höndina á handlegginn á honum. „Fer allt vel — fer vel. Bara að ég þyrði að treysta því.“ Én þá varð fyrir þeim tákn, sem boðaði gott. Elsa nam snögglega staðar og ýtti honum svolitið til hliðar. — Hvað vai þetta? Þetta var í annað sinn, sem ýtt var við honum í dag. „Sjáðu!“ sagði hún. En hann sá ekkert. Hún laut niður og sleit upp fjögra blaða smára. „Þetta e; ^æfumerki." „Já,“ sagði hann seinlega. „En bara fyrir þann sem finn- ur hann.“ „Aðra líka,“ sagði hún. „Það getur enginn verið ánægður nema öllum, sem honum þykiv vænt um líði vel“ „Þetta var vel sagt. Það var nærri því eins og vísan, sem ég orti til hennar,“ hugsaði hann. Og allt í einu gerðist einhver breyting í hugsanalífi hans. Það sem áður hafði verið skuggalegt eins og óveðurský varð að gullnum bjarma. Hann fann að allt hlaut að fara vel — sögunarverkstæðið bera sig, hvað bá annað. En hvað var það samanborið við það, að nú hafði hann sann- reynt, að til var annar og betri heimur — heimur ljóðanna. Og enn var einhver til, sem gat fundið fjögra blaða smára og trúað á hann. Svona hafði hann verið einu sinni. . „Nú förum við heim og lít- um á söguna,“ sagði hann. „Hún er ekki eins vitlaus og sumar manneskjur segja. Það er ég heldur ekki sjálfur. Það var þó ég, sem lét Niels ganga mennta brautina.“ Seinna um kvöldið var ekið bíl heim að húsinu. Hanna heyrði það og flýtti sér út. Hún vissi, að það mundi vera dreng- urinn hennar, sem kominn var Týra gelti ekki að honum. Hún nuddaði sér vinalega við fætur hans og réð sér ekki fyrir kæti. „Hvernig fór þetta?“ spurði Niels órólegur. „Ojæja,“ sagði Hanna og andvarpaði. „Tók hann henni illa?“ „Nei — nei. Það er ekki það. Hreint ekki. Láttu .inn um stofu gluggann.1 Niels gekk að glugganum og horfði inn milli blómanna. Fað- ir hans og Elsa sátu sitt hvoru megin við borðið. Lampinn stóð á' milli þeirra og borðið var þakið pappírsblöðum. Pabbi hans hafði eitt blaðið í höndun- um. Hann hafði ekki gleraugu en var fjarsýnn og hélt á blað- inu með útréttum handlegg Þannig líktist hann konungi, sem birtir þegnunum boðskap sinn. Elsa sat á rauða legubekkn- um, hafði olnbogana á borðinu og hendurnar um höfuðið. Hún horfði á Kláus Holten og hlust- aði eins og hún væri þegn kon- ungsins. „Hvað er um að vera?“ spurði Niels. „Hann er að lesa þetta sögu- rugl sitt fyrir hana. Hún ým- ist hlær eða grætur.“ Móðii hans yppti öxlum. „Pábbi er þá ánægður með hana.“ ,-,Hann kom fram í eldhúsið rétt áðan. Þá sagðist hann ekki vilja skipta á henni og greifa dóttir.“ „Já, en — mamma. Þykir þér ekki vænt um það? Þetta hefur farið betur en mögulegt var að búast við.“ „Já,“ sagði Hanna mæðulega. „Það er svo sem gott. En ég get ekki að því gert, að mér sárnar það ofurlítið, að hann skuli hafa tekið hana af mér Eg botna heldur ekkert í því, að söguruglið hans sé merki- legra en svanirnir mínir, sem ég saumaði — og hún er þó kona.“ Sögulok. Jöhannes Buchholtz: Hin dularfulla Ásta Hann hét Marteinn Askerud og hafði hvítt hár, sem stóð út í allar áttir og vakti ósjálfrátt þá hugmynd, að maðurinn væri hræddur. Þar við bættist, að hann hafði ljósblá augu og var gráfölur í andliti. En það kom af of miklum innisetum. „Eg hef alítaf verið áveðurs í lífinu,“ sagði hann og gretti sig. Það var mikið hæft í þessu, því að Marteinn hafði alizt upp á lítilli eyju og orðið að róa átta kílómetra á hverjum degi í skólann — fjóra í skólann, fjóra heim aftur. Faðir hans var skógarvörður, fátækur og sparsamur. Móðir hans dó, þeg- ar hann var ungur. Það mæti ætla að Marteinn hefði orðið þrekmikill og stælt- ur af útiverum og aflraunum En því fór fjarri. Hóf er í hverju bezt. Hann hafði fengið hryggskekkju af róðrinum og

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.