Þjóðviljinn - 17.04.1945, Side 2
2
Þ TÓÐVJ LJ INN
Þriðjudagur 17. apríl 1945.
Víðavangshlaup t. R.
Þrítugasta víðavangshlaup í. R. fer fram á sumardaginn
fyrsta.
Þátttakendur eru 18 frá 4 félögum, í. R., Ármanni, K. R.
og Ums. Kjalamessþings.
Vegalengdin er nú 4,1 km.
í R. hefur alltaf gengizit fyrir
víðavan.gshlaupinu og voru fyrstu
tildrögin þau, að í. R. auglýsti
víðavangshiaup 1915 og æfði 2
sveitir til keppni, en keppnin fórst
fyrir vegma þess hve þá var mikL1
ófærð. Upphafsmenn að viðavangs-
hlaupinu voru þeir Helgi frá
Brennu og Björn Ólafsson, fyrr-
verand i fjármálaráðh erra.
Blöðin hafa alltaf skýrt frá
víðavangshlaupinu, og skýrir
Morgunblaðið frá 1. hlaupinu sem
fram fór 1916. Ýmislegt skemmti-
legt gerðist á fyrstu árunum með-
an endamarkið var í Austurstræti.
Áhorfendur þyrptust svo saman
á götunni að hláupararnir kom-
ust ekki áfra-m, kom fyrir að þeir
týndust. þ. e. kusu heldur að fara
niður í barnaskóla og klæða sig,
áður en þeir tróðust gegn um
mannþi-öngina.
Keppt hefur verið um 7 verð-
iaunagripi á þessum 30 árum.
Fyrsta verðlaunagripinn gaf Ein-
ar Pétursson stórkaupm. og vann
Umf. Drengur og Afturelding i
hann. 2. bikarinn gaf Pétur
Hjaltesteð. Iþróttafélag Kjósar-
sýslu vann hann. 3. bikarinn —
Hreinsbikarinn — gaf Helgi frá
Brennu. K.-R. vann. 4. bikarinn
gáfu Silli og Valdi. K. R. vann
hann einnig. 5. bikarinn gaf Morg-
unblaðið. Borgfirðingar unnu
hann. 6. bikarinn — Svanabikar-
inn — vann K. R. 7. bikarinn —
Egilsflöskuna — vann Ármann.
í þetta inn er keppt um 8. bikar-
inn, sem dagbl. Vísir hefujr gefið.
Þessir hafa oftast orðið fyrstir:
Geir Gígja og Sverrir Jóhannes-
son, báðir fjórum sinnum (K. R.);
Guðjón Júlíusson (Drengur) þrisv-
ar. Eftirtaldir menn hafa allir orð-
ið fyrstir tvisvar: Jón Kaldal (í.
Verður Bæjarbókasafn-
ið í nýrri hæð í Austur-
bæjarskólanum ?
Á jundi bœjarrúðs i gœr var
lagt jrarn modcl af Austurbœjar-
skólanum með einni hœð ojan a
hann eins og liann er nú. Er hug-
nvyndin að Bæjarbókasajninu
verði œttaður j>ar staður.
Austurbæjarskólinn er sem
kunnugt er með flötu þaki og hef-
ur það reynzt lekt. Nokkuð er síð-
an að Sigurði Guðmundssyni húsa-
meistara (en hann teiknaði skól-
ann) var falið að gera tiliögur um
hvernig ráða ætti bót á þaklek-
anum. Hefur hann nú lagt til að
bætt verði einni hæð ásamt risi
ofan á skólann og gert modcl að
skólanum þannig.
Bæjarráð samþykkti í gær að
óska eftir fullnaðarteikningu af
skólanum þannig og ráðgerir bæj-
arráð að þessi staður verði fyrst
og fremst ætlaður fyrir Bæjarbóka-
safn Reykjavíkur.
R.); Óiafur Sveinsson (í. R.);
Bjarni Bjarnason .(Borgf.); Har-
aldur Þórðarson (Umf. Stjarnan),
og Sigurgeir Ársælsson (Á.).
Magnús Guðbjörnsson (K. R.)
hefur oftast tekið þátt í hlaupinu
eða 17 sinnum. Oddgeir Sveinsson
(K. R.) er nú á skrá í 15. sinn;
Sverrir Jóhannesson hefur keppt
10 sinnum og Haraldur Matthias-
son 9 sinnum.
ALls hafa lokið hlaupi 255, en
nokkrir þátttakendur hafa ekki
komið að marki. Mest var þátt-
takan 1922, þá voru keppendnr 38.
•Víðavangshlaupið hefur alltaf
verið sveitakeppni og var keppt í
5 manna sveitum fram til ársins
1937, en í 3ja manna sveitum síð-
,an.
Lengd hlaupsins er ákveðin frá
gd/o,— 5 km og verður að þessu
sinni 4.1 km og hefst hlaupið við
heitavatnsgeymana á Oskjuhlíð-
inni.
í. R. bauð öllum héraðasam-
böndum og íþróttasamböndum að
senda keppendur til þessa 30.
hlaups og skyldi 1. R. kosta dvöl
þeirra hér, aðeins Ungmennasam-
band, Kjaíarness tók því boði og
sendir 3 keppendur. í. R. sendir 5
keppendur, Ármann 7 og K. R. 3.
í. R. er nú að vinna að sögu
víðavangshlaupsins og biður alla
þá. sem kunna að eiga myndir frá
hlaupinu, að lána stjórn í. R. þær,
gegn því að þeim verði skilað aft-
U'i* bo«*gTnn»
Næturakstur B. S. R., sími 1720.
Næturlæknir er í læknavarðstof-
unni.
Ljósatími ökutækja frá kl. 20.40
til 4.20.’
Næturvörður er i Lyfjabúðinni
Iðúnn.
Útvarpið 1 dag:
8.30 Morgunfréttir.
18.30 íslenzkukennsla, 2. flokkur.
19.00 Enskukennsla, 2. flokkur.
19.25 Hljómplötur: Lög úr óperett-
una og tónfilmum.
20.25 Tónleikar Tónlistarskólans:
Kvartett, Op. 49, eftir Sjosta-
kovits (Strokkvartett Tónlist-
arskólans leikur).
20.45 Erindi: Neyzluvörur. — Korn
og bi;auð (Gylfi Þ. Gíslason
dósent).
21.10 Hljómplötur: Lög leikin- á
píanó.
21.20 Kvöld guðspekistúkunnar
„Septímu)'; 25 ára afmæli:
a) Ávörp og erindi (Jón
Árnason prentari, Grétar
Fells rithöfundur o. fl.).
b) Söngur (frú Lára Magnús-
cíóttir).
Ungbarnavernd Líknar, Templara
sundi 3 er opin þriðjudaga, fimmtu-
daga og föstudaga kl. 3.15—4.
Fyrir barnshafandi konur: mánu-
daga og miðvikudaga kl. 1—2.
Börn eru bólusett gegn barna-
veiki á föstudögum. Þeir sem vilja
fá börn bólusett hringi áður í síma
5967 milli kl. 9og 10 sama dag.
Miar atsaMr
llIWIaðalna
Alþýðublaðið ' virðist hafa
kippzt við út af ummælum
mínum 1 Þjóðviljanum, þar sem
á það er bent, að það tínir nær
daglega upp í dálka sína ýmis
illmæli Tímans og Vísis um ein-
staka ráðherra og ríkisstjóm-
ina. Blaðið reynir þó að afsaka
sig nokkuð í þessu efni og er
það góðra gjalda vert og sýnir
það, að því hefur jafnvei
sjálfu fundizt miður sæmilegt
að smjatti á giftum stjórnar-
andstæðinga og undirstrika þær
með fjálgslegum viðurkenning-
arorðum frá eigin brjósti. En
blaðið fær sig þó ekkj til að
iðrast og biðja almenning af-
sökunar á óháttvísri framkomu
sinni gagnvart þeirri ríkisstjóm
sem flokkur þess styður og á
ráðherra í. í stað þess slær það
út í aðra sálma. Afsökun blaðs
ins er m-. a. í því fólgin, að
ekki sé hægt að halda uppi
þeim dálki í blaðinu sem hefur
að fyrirsögn ,,Hvað segja hin
blöðin?“ án þess að raddir and
stæðinganna heyrist þar. Þessa
vizku þurfti ekki að sækja til
Alþýðublaðsins enda hefur það
ekki verið ásakað fyrst og
fremst fyrir það að birta öðru
hvoru raddir andstæðinga rík-
isstjómarinnar. Eg ásakaði blað
ið fyrir það að taka undir ill-
mæli stjómarandstæðinga, jafn
vel þótt það vissi að þau byggð-
ust á ósannindum. Þegar Al-
þýðublaðið birti í dálkum sín-
um t. d. ásakanir Vísis á hend-
ur menntamálaráðherra fvrir
skipun hans í útgáfu stjórn
námsbóka, þá hefði ekki verið
ósanngjarnt að ætlast til þess
af málgagni eins stjórnarflokks
ins að það léti fylgja frá sér
þá skýringu, að ráðherrann
skipaði einn þekktasta og
menntaðasta barnaskólastjóra
landsins sem formann 'þessarae
stjórnar, en aðra meðlimi henn
ar eftir tilnefningu hlutaðeig-
andi aðila samkvæmt lögum.
Þá hefði lesendum blaðsins
mátt verða það ljóst, að Vísir
laug upp á ráðherrann og
leyndi staðreyndum.
En í stað þess lætur Alþýðu-
blaðið fylgja þessari upprent-
uðu Vísislýgi samúðarríka við
urkenningu frá eigin brjósti.
Þetta er aðeins eitt lítið
dæmi um kyndugt háttern:
stjórnarblaðs.
Alþýðublaðið þarf að gera
sér það vel lióst, að það er
ekki sama hvort lygi andstæð
iriga er birt í því skyni að fá
almenning til þess að trúa
h.enni eða til bess að varna
því, að hún verði honum að
fótakefli.
Þjóðviljinn hefur síður en
svo ástæðu til að óttast skrif
andstæðinga sinna. Þau eru
flest með þeim hætti framsett
að sósíalistum er ávinningur að
þeim. Þjóðviljjinn birtir t. d..
nú þessa dagana ýmsa eftir-
tektarverða kafla úr greinum.
sem komið hafa út í ritinu
„Samvinnan“. Þar má sjá m. a.
sameiginlega stríðsyfirlýsingu
Framsöknarityskio 09 sam-
tök reykviskrar alþýOu
Alþýðublaðið er oftast sein-
heppið í málflutningi fyrir
flokk sinn. Og sem vænta mátti
ferst því ekki betur þjónustan
við Framsóknarhöfðingjana í
KRON, þótt viljann vanti ekki
til að verða þeim að gagni
Blað þetta ásakar sósíalista fyr-
ír það, að þeir skuli leyfa sér
að vinna gegn því, að fylgis-
laus andstæðingaklíka Reyk-
víkinga, — Framsóknarflokkur-
inn — nái þeirri drottnunarað-
stöðu í KRON, sem hún hefu-.
haft í öðrum kaupfélögum inn-
an S. í. S. í því sambandi tal-
ar blaðið um það, að sósíalist-
ar safni heilum f jÖlskyldum inn
í KRON. Þessi óvarkárni blaðs
ins í málflutningi fyrir hús
bændur sína í Framsóknar
flokknum minnir óþægilega á
þá staðreynd, að einn af for-
stjórum S. í. S. og aðrir heldri
menn úr þeim herbúðum, smöl-
uðu fjölskyldum sínum, konum
og börnum á síðustu stundu
inn í eina af deildum KRON.
sem fyrst var kosið í, og hóf 1
með því þau átök, sem nú fara
fram í sambandi við fulltrúa
kjör til aðalfundar KRON.
Þessi fjölskyldusmölun Fram-
sóknarmanna og þjóna þeirra í
sveit Alþýðublaðsins, veitti
þeim meirihluta í einni deild
félagsins. En líkur benda til
að meiri'hluti í öðrum deildum
verði Framsóknarmönnum ekki
auðsóttur. Væri líka Reykvík-
ingum illa brugðið ef þeir
tryðu slíkum mönnum fyrir for
ustu mála sinna í einhverjum
allra þýðingarmestu samtökum
almennings í bænum.
Hin pólitísku handjárn Fram-
sóknarmanna í kaupfélögunum
úti á landi og valdbeitni þeirra
og pólitískt ofstæki, er of frægt
að endemum til þess að alþýð-
an í Reykjavík kjósi sér slíkt
til handa.
Þá er sagan af gömlu kaup-
félögunum í Reykjavík, undir
forustu bandingja Framsóknar
við Alþýðublaðið ekki svo
glæsileg, að líklegt sé, að Revk-
víkingar freistist til að kjósa
forustu þeirra hennar vegna í
kaupfélagsmálum.
Þá er rétt að taka það skýrt
og greinilega fram hér, að það
afturhaldsaflanna innan sam ■
vinnufélaganna gegn sósíalist-
um og frjálslyndum gamvinnu-
mönnum. Og þessir greina-
kaflar eru birtir í Þjóðviljanum
m. a. vegna þess, að þeir verða
þeim einum til skaða og van
sæmdar er að þeim standa.
í>vílíkar ritsmíðar geta jafnvel
flýtt fyrir heilbrigðu og víð-
tæku samstarfi samvinnumanna
um land allt, því að þær svipta
tjaldinu frá hinu dimma leik-
sviði þar sem pólitískar vofur
fyrirstríðsáranna þjóna geð-
illsku sinni á kostnað sam-
vinnufélaganna í óþökk allra
góðra samyínnumanna.
Alþýðumaður.
er sannanlegt, að kosningasmal
ar Framsóknar beita núna í
sambandi við KRONkosning
arnar alveg óheyrilegum aðferð
um til þess að ginna fólk til
að kjósa sig í KRON.
Það verður trauðlega skilið
að óvinir Reykvíkinga vilji ná
yfirráðum í KRON til annars
en þess að fá aðstöðu til að
neita ,,kerlingunum í bænum",
eins og þeir hafa orðað það, um
kaffi, sykur og aðrar nauðsynj-
ar, á sama hátt og þeir hafa
haft ánægju af að neita þeim
um mjólk, rjóma og smjör.
En aumingja Alþýðublaðs-
kórinn. Hvað hugsar hann9
Kannski dreymir hann um að
breyta KRON í hlutafélag og
selja sjálfum sér eignir þess,
eins og Iðnó og Alþýðubrauð-
gerðina? Eða er hann hættur
að hugsa um annað en þjóns-
starf hjá Framsóknarflokknum?
Þégar ég hitti kunninga minn
í gær og lét undrun mína :
ljós á hinu hjartnæma sam-
starfi Alþýðuflakksmanna í
KRON við fjandsamlegan and-
stöðúflokk ríkisstjómarinnar og
mikilvægustu stefnuatriða henn
ar, þá svaraði hann:
Eg er hættur að verða hissa
á Alþýðuflokksmönnum. Það
er ekki lengur nein rosafrétt.
þótt þeir slái út gömul met sín
í flónslegum vinnubrögðum og
afkáralegri frámkomu í stjóm-
málum.
En Reykvíkingar, sem eru í
KRON munu fara sínu fram.
Þeir munu ekki greiða kosn
ingarsmölun Framsóknarmanna
skóslit þeirra og armæðu. Reyk
víkingar munu að líkindum af-
þakka forustu Framsóknar-
manna í KRON eins og í öðr-
um þeim málum, er snerta vel -
ferð Reykjaví'kur og Revkvík-
inga.
Hin pólitísku handjárn Fram
sóknarmanna eru ekki útgengi
leg í Reykjavík og enginn góð-
ur Reykvíkingur mun kjósa að
sýna sig með þau á almanna-
færi.
Reykvisk alþýða ætlar að
eiga KRON sjálf og stjóma því
til hagsmuna fyrir sig. Hún
ætlar ekki að breyta KRON >
hlutafélag né selja það í hend-
ur einstaklingum. Og hún ætl •
ar bess vegna að hafna því, að
ofurselja KRON í hendur þeim
mönnum, sem óvinsamlegastir
hafa reynzt Reykvíkingur og
mestan fjandskap sýna nú rík-
isstjórninni 'Og áhugamálum
hennar, sem eru um leið á-
hugamál allra Reykvíkinga.
sem vilja bæ sínum vel.
Á.
Berklaskoðunín
í síðastiliðinni viku fór fram
berklaskoð'un á 1818 manns hér í
Reykjavík. AJls hafa verið rönt-
genskoðað í Landsspítalanu'm síð-
ustu vikurnar 20.180 mánns. 32
þúsund hafa alls verið berklaskoð-
aðir í Reykjávík.