Þjóðviljinn - 17.04.1945, Síða 3
Þriðjudagur 17. apríl 1945.
ÞJÖÐVILJINN
3
tarfsdagnr loftskeytamanns
(Niðurlag).
Nú finnst mér að ég hafi
hlustað nóg 1 bili. Finnst eigin-
lega að ég sé búinn að gera
vel í dag, og ætla því að h'alda
kyrru fyrir í brúnni dálítið og
rabba við karlinn, okkur báð-
um til dægrastyttingar. Við er-
um góðir kunningjar og ræðum
um allt milli himins og jarðar.
Allt frá hinu rólega rabbi um
veðrið, sem hverjum íslendingi
virðist vera í blóð borið, til há-
værra umræðna um pólitík og
trúmál. Eg stend út við einn
gluggann og horfi á hásetana
vinna niðri á dekkinu. Þarna
.standa þeir bullsveittir að
murka lífið úr saklausum fisk-
inum, meðan við „hér uppi“
ræðum velferðarmál mannkyns
ins. Já, ólíkt er það sem menn
hafast að á þessu skipi! En
þegar öllu er á botninn hvolft,
erum við báðir þeim samsekir,
þvi við gerum allt sem við get-
um til að sjá þeim fyrir fórn-
ardýrum. Þarna standa þeir,
tveir hvoru megin í fiskkössun
um, og hausa, fjórir við hvort
borð rista á kviðinn, rífa út
innyflin og taka lifrina. Einn
þvær fiskinn og kastar niður í
lest, annar tekur lifrina og ber
hana aftur í bræðsluhús, þar
sem bræðslumaðurinn vinnur
úr henni lýsið. Niðri 1 lest eru
líka menn. Þeir taka fiskinn um
leið og honum er hent niður,
raða honum og moka ís yfir
Annað veifið gengur karlinn að
dýptarmælinum og „lóðar“.
Þessi mælir er mesta þarfa-
þing, og vafalaust sú uppfynd
ing síðari ára, sem sjómenn
hafa hlotið mest gagn og ör-
yggi af, svo ekki væri úr vegi
að reyna að lýsa honum nokk-
uð. Hann er í raun og veru
samsettur af radíósendiviðtæki,
og nokkurs konar klukku, auk
kristals niðri í botni skipsins,
sem breytir raföldum í hljóð-
öldur og hljóðöldum í raföldur.
Þegar hann er settur í gang,
sendir sendirinn frá sér raföld-
ur eftir þræði niður í kristal-
inn. Kristallinn breytir þeim í
hljóðöldur, sem síðan berast
gegnum sjóinn og niður á sjáv-
arbotn. Þar endurkastast þær
og berast aftur upp til kristals-
ins. Kristallinn breytir þeim nú
aftur í raföldur, og berast þær
eftir þræði upp í viðtækið, sem
skynjar þær sem merki. Raföld-
urnar eru tiltölulega engan
tíma að fara sína leið, niður í
kristalinn og frá honum aftu"
upp í viðtækið, þar eð þær
fara með 300 000 km. hraða á
sek. Næstum allur tíminn sem
líður frá því að merkin eru
send og þar til þau koma aftur,
fer í ferðalag hljóðöldunnar
niður á hafsbotn og til baka.
Og þar sem menn vita um
hraða hljóðsms í sjónum, má
finna dýpið með því að mæla
tímann milli' merkjanna. Þetta
hlutverk hefur klukkuverkið.
En í stað þess að sýna aðeins
tímann og reikna svo dýpið eft-
ir honum, er verkið látið gera
hvort tveggja. Ljósgeisli, sem
alltaf gengur með sama hraða
yfir skala með dýpinu merktn
á í föðmum og metrum sýnir
breytingu þegar merkin fara og
koma, svo lesa má dýpið beint
af. Bergmáls-dýptarmælirinn,
en svo hefur mælir þessi verið
nefndur á íslenzku, er til mik-
ils hagræðis við veiðarnar, og
næstum eingöngu eftir honum
farið þegac togað er á djúp-
miðum. En ekki er þó síður
mikilvægt það öryggi sem hann
veitir í siglingum upp við
strendurnar.
★
Nú er trollspilið sett í gang,
og byrjað að hífa. Við höfum
togað í hálfan annan tíma og
næstum búið að hreinsa af
dekkinu, sem áður var hálf-
fullt af fiski. Veðrið er hið
bezta, eins og það hefur verið
undanfarna tvo daga. Næstum.
logn og sléttur sjór, en tölu-
verð þoka alltaf annað slagið.
Dálítið hráslagalegt veður að
vísu, en þannig er það nú oft-
ast hér á Halanum. Það er
langt komið að hífa og maður
fer nú að hafa augun hjá sér
Sko, þarna kemur hann!! Troll-
ið er komið upp, dg flýtur næst
um allt, löngu áður en bobb-
ingamir og hlerarnir koma að
síðunni. Þetta er góðs viti, því
að það kemur því aðeins fyrir.
að mjög mikið sé í. Nú er iokið
að hífa, og fiskurinn er allur
kominn inn á dekk. Þetta var
mjög gott „hol“, 13 pokar, og
megnið af því boldangs-þorsk-
ur. En í hverjum poka er ca.
1.5 tonn af aðgerðum fiski.
Dekkið er nú næstum fullt af
fiski, svo betra er að hendur
standi fram úr ermum. Nú er
ekki kastað aftur, heldur beðið
og lónað, þar til farið er aftur
af mipnka á dekkinu. Kl. 1800
er matur. Eftir matinn hlusta
ég og hef það náðugt fram að
næsta sambandstíma, en hann
er kl. 1930.
★
Sambandstíminn gengur fyr-
ir sig ems og vant er, en á eftir
rignir yfir mig spurningum
hvar við höfum verið og á
hvaða dýpi, því að við höfum
fengið langmestan fisk á þess
um tíma, þó við hefðum ekki
nema eitt hol. Eg vísa spurn-
ingunum til skipstjórans, og
svara þeim síðan, eins og hann
leggur fyrir. — Kl. er nú 1950,
og fréttimar byrja eftir 10 mírv-
útur. Eg stilli því tækin á Ú.t-
varp Reykjavík og gef samband
í brúna og káetuna, svo sem
flestir geti hlustað. En auk
þess skrifa ég niður helztu
fréttimar, og vélrita þær síð-
an. Fréttaúrdráttur þessi, sem
á togaramáli heitir „pressa“, er
síðan látin liggja í borðsalnum,
og þar geta þeir, sem um frétta
tímann voru að vínna á dekki
eða vom í „koju“, lesið þær.
þegar þeir hafa tækifæri til.
Auk hinna venjulegu útvarps-
frétta, eru oft í „pressunni"
fréttir og tilkynningar, sem
eingöngu varða lífið um borð,
og er það efni engu síður eftú
sótt en hitt, þótt ekki sé þá
alltaf um staðfestar fréttir að
ræða. Þegar fréttunum er lok-
ið, hlusta ég á dagskrána á ann
að tækið, en á hinu hlusta ég
til skiptis á skipabylgjuna og
neyðarbylgjuna. Kl. 2100 er
kaffi. Við erum nú aftur bún-
ir að hafa hol, og fengum 5
poka, en nú er trollið tekið inn
fyrir, og bundið þar í mest.i
flýti, í stað þess að kasta þvi
aftur. Veðrið sem eins og áð-
ur er sagt, hafði verið hið
bezta, hefur nú versnað svo á
einum 10—15 mínútum, að eng-
in leið er lengur að toga, og allt
Eftir GIC
útlit fyrir að hyggilegast verði
að hypja sig til lands. Þetta er
algengt veðurlag á Halanum,
og allir, sem. ekki vilja fórna
mannslífum fyrir nokkra þorsks
hausa að nauðsynjalausu, flýta
sér því í burtu. Þessir 5 pokar
em látnir óaðgerðir niður í
lest. Síðan er lestum lokað, og
skipið að öðru leyti gert sió-
klárt og stímað til lands. Veðr-
ið fer stöðugt versnandi, og nú
er kominn svarta bylur. Áttin
er austan, sem er ein hin versta
á þessum slóðum. Sjólagið er
með bölvaðasta móti, stórsjór.
og straumkast eins og í grautar-
potti. Það er stímað eins og
hægt er til suðurs, og skioið
veltur eins og kefli fyrir hlið
arvindinum. Sjóamir ganga vi-
ir skipið og það er oftast „lunn-
ingafullt“. Ep enginn kippir sér
mikið upp við það, því jru
allir togaramenn vanir, og
áfram er haldið. Sumir kunna
nú kannski að halda að hér se
ég að fara með ýkjur, til að
gera mál mitt sögulegra, en
sannleikurinn er sá, að ég hef
oft logið meira. Togaramir okk-
ar eru þeim eiginlei'kum gædd-
ir, að mora eiginlega alltaf ;
hálfu kafi, og tæplega kemur
svo gott veður, að fært sé þurr-
um fótum um dekkið, þegar
þeim er stímað fullfermdum.
Bezta skilgreining sem ég hef
heyrt er sú, að ég heyrði einu
sinni gamlan velstjóra segja,
en hann sagði, að togari væri
mitt á milli að vera kafbátur
og ofansjávarskip.
Tíminn líður, og við nálgumst
landið hægt og sígandi. Það er
að vísu langt eftir5 því að leið-
in er löng, eða ca. 40 sjómílur,
þangað sem sytzt er, til Ön-
undarfjarðar. Eg hlusta og les,
og get ekki sagt annað en að
mér líði prýðilega, þrátt fyrir
allan veltinginn. Það er í raun-
inni ekkert að því að fá svo-
lítinn velting við og við, og
þeim sem ekki þekkja fröken
sjóveiki, nema af afspum,
finnst það jafnvel þægileg til-
breyting, þótt hún geti auðvit-
að farið út í öfgar.
Kl. 2340 er síðasti sambands-
tími dagsins. Skeytin er nú
hvert öðru lík. Ymist qru (ekk-
ert skeyti), qm stímum. eða
bara stímum upp. Enginn er
lengur að toga, allir á leið upp-
undir, og sumir, t. d. við, em
næstum komnir þangað.
★
Nú er hinu venjulega dags-
verki lokið, en í þetta skipti er
þó svo ekki. Togaramir em van
ir að halda næturvörð á neyð-
ai-bylgjunum, og er vöktunum
skipt milli skipanna þannig, að
þrjú skip eiga vakt saman tvær
til þrjár nætur í mánuði. Eg er
einn af þeim sem eiga vaktina
í nótt. Áður en ég býrja vakt-
ina fer ég niður í borðsal og fæ
mér eitthvað í gogginn, en þar
er alltaf framreitt te og brauð
um miðnættið. Að því búnu
byrja ég vaktina og hlusta nú
á 181.8 metrum og 600 metmm,
sem er neyðarbylgjan á morsi
Vegna stríðsins mega skipin
ekki nota morssendana nema ;
neyð, en þá getur líka komið
sér vel að hafa þá, því að þeir
eru mun sterkari og draga mik-
ið lengra en talsendarnir. Tím-
inn líður fram til kl. 0200, án
t>ess að nokkuð beri til tíðinda
Við vitum nú af dýpinu, að við
munum vera að komast að
landi, en höfum ekkert séð
vegna bylsins. Það er hætt að
stíma, en lónað fram með land-
inu, til að vita hvort hvergi
sjáist neitt til. Þegar við höf-
um lónað nokkra stund, styttir
bylinn upp, að mestu, og við
sjáum Sléttanesvitann ,,foms“,
á stjómborða. Nú þarf ekki
frekar vitnanna við. Við erum
staddir, því sem næst, í mynni
Önundarfjarðar, og ekki annað
en stíma inn fjörðinn eftir
dýptarmæli og kompás. Eftir
skamma stund liggjum við fyr-
ir akkeri inni á firðinum. Tveir
togarar em komnir þangað á
undan okkur, og smátt og smátt
bætast fleiri í hópinn. Undir
morgun eru flest skipin kom-
in hingað. Nokkur eru þó ann-
ars staðar, í Dýrafirði og inni
í Djúpi, en öll eru komin í
landvar. Næturvaktin hefur
liðið, án þess að nokkuð mark-
vert bæri til tíðinda, sem bet-
ur fer. Eina starfið á vaktinni
hefur verið að hjálpa tveim
skipum, sem ekkert sáu fyrir
bylnum, að miða sig inn fjörð-
inn. Kl. 0730 endar vaktin, um
leið og fyrsti sambandstíminn
hefst. En að lokum fær maður
að leggja sig, eftir þessa ó-
venju löngu töm. •
Fjalakötturinn sýnir
•
„Mann og konu“
í kvöld hefur Fjalakötturinn !
frumsýningu á leiknum „Manni |
og konu“.
Emil Thoroddsen og Indriði
Waage sömdu leikinn sam-
kvæmt skáldsögu Jón Thorodd-
sens Maður og kona. Hefur leik
urinn nú verið nokkuð styttur
frá því sem hann var í með-
ferð Leikfélagsins.
Leikfélag Reykjavíkur sýndi
Mann og konu 42 sinnum ' 4
leikárinu 1933—’34 og 11 sinn-
um 1937. Leikurinn hefur nú
verið styttur nokkuð og la.g-
færður til þess að njóta sín
betur á leiksviði, mun sýning
hans taka þrem stundarfjórð-
ungum skemmrri tima en í
hinu fyrra formi.
Leikstjóri er Indriði Waage.
Hlutverkaskipting er þessi:
Séra Sigvaldi: Valur Gísla-
son; Steinunn kona hans: Ingi- |
björg Steinsdóttir; Hjálmar
tuddi: Valdimar Helgason: Hall
varður: Alfreð Andrésson; Sig-
urður í Hlíð: Jón Leós; Þórdís
kona hans: Emilía Jónasdóttir;
Staðar-Gunna; Inga Þórðardótt
ir; Grímur meðhjálpari: Láms
Ingólfsson; Egill: Sigurður S.
Scheving (form. Leikfél. Vest-
mannaeyja); Bjami á Leiti:
Jón Aðils; Þórarinn: Róbert
Arnf innsson; Þura gamla:
Auróra Halldórsdóttir. Smærri
hlutverk leika: Erna Sigurleifs
dóttir, Svava Berg, Gunnar
Bjamason, Guðmundur Gísla-
son og Jónas Jónasson.
Revýan verður sennilega
sýnd a. m. k. 2 kvöld enn, en
hún hefur nú samtals verið
sýnd í 64 skipti fyrir fullu húsi.
í gær var frumsýning á Leyni-
mel 13 í Stykkishólmi, en hann
var sýndur hér 33 sinnum, auk
þess á Akureyri, Vestmanna-
eyjum og víðar.