Þjóðviljinn - 05.05.1945, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 05.05.1945, Blaðsíða 1
HVAR ER ÐÖNITZ? Fréttir hafa borizt um það, að Dönitz hafi átt viðtal við landstjóra Þjóðverja í Dan- mörku ogf Noregi, Best og Terboven. Þessar umræður fóru fram í Kaupmannahöfn. Talið er að Dönitz hafi farið til Noregs frá Danmörku og er jþar þá sennilega enn. Kl. 6 í morgun samkvæmt íslenzkum tíma gáfust þýzku hersveitirnar í Norðvestur-Þýzka- landi, Hollandi og Danmörku upp skilyrðislaust fyrir Montgomery marskálki, sem stjórnar brezku herjunum á norðvesturvígstöðvunum. Yfirher- stjórn Bandamanna tilkynnti uppgjöfina kl. 18,30 í gær. Uppgjöfin nær einnig til þýzku hersveit- anna á Helgolandi og frísnesku eyjunum. Sigurvegararnir: Eisenhower og Montgomery. 5. og 7. herinn na söman í Suður-Þýzkalandi og Austurríki heldur hin hraða sókn Bandamanna áfram. Þeir hafa tekið Innsbruck og Salzburg bardagalaust og eru 6 km. frá Linz. Þeir tóku Berchtesgarden eftir harða bardaga. Rauði herinn nálgazt Linz að sunnan. Kl. 10,30 í gærmorgun fóru her- sveitir úr 7. hernum yfir Brennerskarð og hafa sam- einazt hersveitum úr 5. hernum á Ítalíu. 3. herinn hef- ur farið yfir landamæri Tékkoslóvakíu á nokkrum nýj- um stöðum. Það var eftirmaður Dönitz, voii Friecíberg. sem yfirmaður iþýzka flotaus ásamt fjórum öðrum herforingjum, sem undirritaði uppgjafarsamninginn fyrir hönd von Busch, ýfirmanns þýzka hers- ins í Norðvestur- Þýzkalandi,— Hollandi og Danmörku. Þeir komu í fvrra dag ti'l aðálbækistöðva Montgomerys á Liindborgarheiði tii umræðna um uppgjöfina, fóru aftur og kornu tilbaka á tilsettum tíma með fullt umboð til að rita undir skilyrðislausa uppgjöf. Mont gomery undirritaði samninginn fyrir h'önd Eisenihowers. Undirrit- unin fór fram kl. 18,20 í gærí tjald búðunum, þar som Montgomery hefur .aðalbækistpðvar sínar. EINS OG Á ÍTALÍU Samningurinn hljóðar svipað samningnum um uppgjöf þýzku hersveitanna á Ítalíu: Allir bar- dagar hæt'ti kl 8 5. maí, samkvæmt tvöfö'ldum brezkum sumartíma (0 ísl. tími). Þýzku hersveitirnar skuldibindi sig til að hlýða öllum trekari fyrirs'kipunum Banda manna. . Ef samningurinn verði ekki haldinn að öllu leyti verði þvi hegnt samkvæmt viðurkennd- mn ihernaðarreglum og að þessi .-amningur falli úr gildi, þegar og ci’ þýzki herinn gefst upp i heild. 1 MILLJÖN STRÍÐSFANGAR Ekki er enn vitað hvað herir þeir, er gefizt hafa upp eru f jöl- mennir, en Chester Wilmont, fréttaritari brezka útvarpsins. skýrði frá því í gær, að 2. brezki herinn mundi hafa tek- ið um 1 milljón fanga. Aður er. uppgjöfin var undirrituð, var flótti Þjóðverja orðinn svo hrað ur að brezku hersveitirnar höfðu misst af þeim. 25 SKIPUM SÖKKT Brezkar flugvléar sökktu í gær 25 skipum og löskuðu 178, sem voru á flótta til Noregs frá ströndum Þýzkalands og Danmerkur. „ÚTVARP HAMBORG“ Hamborgarútvarpið hélt á fram útsendingum í gær, en nú var það ekki lengur áróður nazista sem það flutti, heldur leiðbeiningar brezku herstjórn arinnar til íbúanna. Winfred Thomas talaði þaðan í gær og lýsti ástandinu í Hamborg. Hann kvað borgina alveg í rúst um, þó sérstaklega hafnarhverf • in, en þar voru 14 kafbátar í smíðum. Enginn íbúi sést á götunum, því að herstjórnin hefur sett á 48 stunda umferð arbann. í DANMÖRKU Engar fréttir höfðu borizt um það i gærkvöld, er blaðið fór í pressuna, hvernig þessum tíðind um hefði verið tekið í Danmörku. en menn geta farið nærri um bað. Kunnur danskur útvarpsfyr irlesari sem talað liefur til landa sinna frá London stríðsárin tal- aði í gær í brezka útvarpið. Sagð ist hann ekki þnrfa að lýsa því, hvers virði það væri fyrir dönsku þjóðina, að vera nú aftur frjáls til að lifa og vinna, til að brosa og hlæja, að hinni löngu .mar- tröð, sem hafizt hefði einn apríl- morgun fyrir svo löngu væri nú lokið. í BERLÍN Sovétfréttaritarar skýra frá því að unnið sé að því að koma lífinu í Berlín í venjulegt horf að nýju. Það er þó miklum örðug- leikum bundið. í'riedrichsstrasse, ein heizta gata Berlínar er ekki lengur umferðar- fær, því aþ gatan hefur ,,hrunið“ . neðanjarðarjárnbrautina, sem undir henni var. Unter der Lind- en er lieldur ekki fær, sökum þess að götuvirki voru bvggð um hana ! alla. Nýr borgar&tjóri, andnazisti, hefur verið skipaður í einu borg- aiáiveiifinu. Kanzlarahöll Hit'lers og Flugmiálaráðuneytisbyggiiig Görings er niú rjúkandi rústir. I STUTTU MÁLI Iiisaflugvirki hél'du áfram ár- ásirni sinum á Japanseyjamar Kjúsjú og Sjikoku i gœr. Rauði herinn hefur tekið fanga- búðir í grennd við Berlín og frels að um 12 þús. brezka og banda- í'íska fanga. Eru þeir kpmnir af stað heimleiðis. RANGOON TEKIN Vöru Japana í Burma er nú lok ið. Brezku hersveitirnar sem fóru inn i Rangoon, höfuðborg Burma í fyrradag hafa nú lokið við að hreinsa til í borginni og er nú öll á) valdi þeirra. Það voru hersveitirnar, sem gengu á land sunnan við borgina, sem tóku hana. 14 herinn sein sótti norðan að borgihni varð að stöðva sókn sína um 40 km. frá henni vegna þess að .Tapanar höfðu komið þar fyrir miklu a'f jarð- sprengjum. Eins og áður hcfur ver ið skýrt t'rá er Rangoon mjög mikilvæg hafnahborg og er búizt við að innri höfnin verði komin í fullt lag eftir nokkra daga. — 07 þús. japanskir heamenn hafa ver- .0 felldir í sókn 14. brezka hersins í Burina s.l. 15 mánuði. Varnir Þjóðverja í Austurríki eru nú alveg bilaðar og má bú ast við því að Austurríki allt verði á valdi Bandamanna inn- an skamms. Rauði herinn sækir fram í norður gegn harðri mót- spymu og má búast við því á hverri stundu að hann nái sam- an við heri Bandaríkjamanna við Linz og slíti þannig sam- bandi þýzku hersveitanna í Austurríki við Vestur-Tékkosló- vakíu, sem er nú eina miþiil- væga varnarsvæðið sem þýzki herinn á eftir auk Noregs. Eft- ir það getur vörnin í Austu. ríki ekki staðið lengi. TEKIÐ MEÐ FÖGNUÐI Þegar Bandapíkjamenn héldu inn í Innsibruck fengu þeir við- tökur/sem þeir liafa ekki átt að venjast síðustu máuuðina. Ibúarn ir þustu út á göturnar til að fagna þeim. Blómmn riitgdi yfir þá og austurriskir skæruliðar heilsuðti þeim með mi.klum fögnuði. I LINZ VERÐUR EKKI VARIN Enda þótt harðir bardagar geysi í nánd við Linz hefur þvzki vfir .. .' 1 i’oring'inn í borginni lýst vfir bví, I að innri hlnti borgarinnar Verði , ekki varirin'. RÁÐAGERÐIN BRÁST Frank Gillard fréttaritari brezka útvarpsins. lýsti í gær ástæðunum fyrir því að fyrirætlanir nazista um að gera Suður-Þýzkaland að öfl ugu virki, þar sem þeir gætu var ist um langa hríð, brugðust. Kvað liann orsakirnar fyrst og fremst tvær: t fyrsta lagi liéfði þeim ekki unnizt tími til að koma sér upp nægu liði og birgðum þar, vegna liiniia hröðu sóknar Banda- manna í Norður- Þýzkalandi og í öðru lagi hefði taka Vínar og hin stöðuga framsókn ráuða hers ins að sunnan neytt þá til að setja meghistyrk siim til varnar þeim. HVAÐ Á AÐ GERA VIÐ 1 MILLJÓN? Á sama tíma og hersveitir úr 7. hernunt fóru yfir Brenner- skarð og sameinuðust hersveitum úr 5. hernum á Italíu, ræddi Mark Clark hershöfðingi og 5 þýzkir herforingjar um frainkvæmd upp gjafarskiLmálanna: hvernig afvopn un og upplausn herjanna verði framkvæmd á sem stytztu.m tíma, hver eigi að fæða þá. hvaða verk ætti hélzt að fá þeim í hendur o.s. frv. Mark Clark sagði Þjóðverj- anna vera ágætlega samvinnu- \ Sbílíd úr blokkonum í I almeunu söfnunínní! í \ AlUr þeir sem tekið hafa söfnimargögo í almennu söfnuninni fyrir prentsmiðju Þjóðviljans, eru beðnir að skila því sem þeir hafa safnað nú þegar, og hafa hugfast framvegis að draga ekki að skila því sem safnast Söfnunin heldur áfram, bæði hlutafjársöfnunin og hin i almenna. Hver einasti flokksfélagi og vinur Þjóðviljans í verður að láta til sín taka í þessari söfnun. •5 <

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.