Þjóðviljinn - 05.05.1945, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 05.05.1945, Blaðsíða 2
2 ÞJOÐVILJINN Laugardavur 5. maí 1945 Seint tyit Land búnaðar ráðherra « svarar blekkingum Tímans nm mjólkorverðið Tala brautskráðra nemenda úr Iðn- skólanum er 201 á þessu vori Flestlr útskrifuðost í húsasmíOi og vélvirkiun Tíminn, 27. f. m. birtir grein mikla um útborgun á verði mjólkur til bænda og það sem blaðið kallar „siðlaus svik land búnaðarráðherra“ í því máli. Er greinin full af fúkyrðum í garð ríkisstjómarinnar og þó sérstaklega landbúnaðarráð- herra. Svipar greininrti mjög hvað andríki og orðaval snert- ir til þeirra prédikana sem mjólkurpresturinn á Breiða- bólstað lætur stundum birta eftir sig í Tímanum og frægar eru fyrir sniðuglega meðferð staðreynda. Tilefni þessarar Tímagreinar er það, að Mjólkursamsalan tilkynnti landbúnaðarráðuneyt- inu 19. marz s. 1. að sig vantaði rúmlega 1 millj. og 200 þús kr til að geta greitt bændum kr. 1.25 pr. líter mjólkur, fyrir framleiðslu ársins 1944. Krafð- ist Samsalan þess, að þessi tiltekna upphæð yrði greidd úr ríkissjóði. Landbúnaðarráðuneytið hef- ur með greinargerð dagsettri 30. apríl s. 1. gert grein fyrir afstöðu sinni til þessa raáls. Greinargerðin er svohljóðandi- „Vegna blaðaummæla um verðuppbætur úr ríkissjóði á mjólk af framleiðslu ársins 1944, sem mjólkurbúin á verð- Varasjóðstillag Flóabúsins Varasjóðstillag Mjólkursamlaj Tekjur af brauðasölu o. fl. Tekjur af flöskugjaldi Byggingarsjóðsgjaldið 3 aur. í Með bréfi landbúnaðarráðu- neytisins, dags. 9. þ. m. til Mjólkursamsölunnar gerði ráðu * neytið grein fyrir afstöðu sinm til fyrrgreindra þriggja atriða. 1. Ráðuneytið gat ekki fallizt á að varasjóðsgjald Mjólkur bús Flóamanna og Mjólkursam- lags Borgfirðinga yrði í því sambandi sem hér um ræðir talið til reksturskostnaðar. Varasjóðsgjaldið er framlag þeirra, sem í samvinnufélögum eru til félagsskaparins og mið- ast við viðskipti þeirra. Enda þótt mjólkurframleiðendur fái ékki útborgað gjaldið, þá er það sameign þeirra sem að sjálfsögðu bætir aðstöðu fram- leiðenda til búreksturs og kem- ur þeim þannig að fullum not- um. Kæmi það gleggst fram ef grípa þyrfti til einhvers fjái til þess að greiða tap sem mjólk urbúin yrðu fyrir. Þá yrði vara- sjóðurinn notaður í því skvni áður en krafizt yrði persónu legra framlaga mjólkurfram- leiðenda. Þetta er og í sam- ræmi við það sem tíðkast í öll- um félögum, sem safna vara- sjóði. Ráðuneytið taldi þvi þessi framlög verða að teljast jöfnunarsvæði Reýkjavikur og Hafnarfjarðar hafa tekið á móti, vill landbúnaðarráðuneyt- ið gera eftirfarandi grein fyri: þessu máli. Með bréfi, dags. 19. marz þ. á., skýrir Mjólkursamsalan ráðu neytinu frá því að samkvæmt endurskoðuðum reikningum Mjólkurbús Flóamanna, Mjólk- ursamlags Borgfirðinga, Mjólk- urbús Hafnarfjarðar, Mjólkur- samsölunnar og Mjólkurstöðv arinnar í Reykjavík, vanti kr 1.214. 252. 31 til þess að hægt verði að greiða mjólkurfram- leiðendum kr. 1.23 pr. lítra, sem meðalverð fyrir mjólkur framleiðslu árið 1944. Jafnframt er skýrt frá því, að Mjólkurbúi Flóamanna og Mjólkursamlagi Borgfirðing i hafi báðum verið reiknað 1% af viðskiptaveltu sem varasjóðs tillag. í byggingarsjóð Mjólkur- samsölunnar hafi verið reikn aðar brúttótekjurnar af* söli' brauða og annarra vara °n mjólkurafurða svo og tekjur af flöskugjaldi. Þá hafi byggingar sjóðnum einnig verið reiknaðir 3 aurar af hverjum innvegnum mjólkurlítra á verðjöfnunar svæðinu. Framangreindir liðir nema þessum upphæðum: kr. 157.722.41 Borgfirðinga 44.553.22 Samtals kr. 202.275.63 kr. 322.780.08 — 29.976.13 Samtals kr. 352.756.21 f hverjum lítra kr. 521.743.86 greiðsla til framleiðendanna. í þessu sambandi ber þess að gæta, að hinum mjólkurbúun- um var ekki reiknað þetta varasjóðsgjald og við það hefði skapazt fullkomið ósamræmi milli mjólkurbúanna. 2. Sala brauða og annarra mjólkur og mjólkurafurða í mjólkurbúðunum er svo ná- tengt mjólkursölunni, að un- það má að sjálfsögðu deila hvort tekjur af þessari starí semi verði skoðaðar sem tekju,- Mjólkursamsölnnar sem beri að koma til úthlutunar sem út- borgað mjólkurverð. I þessu efni tók ráðuneytið þá afstöðu að þessar tekjur kæmu ekki til frádráttar af mjólkurverðinu til framleiðenda. Hinsvegai voru 25000 kr. dregnar frá téð- um tekjum af brauðsölu o. fl sem er hlutfallslegur kostnað- ur við notkun umbúðapappírs ög pappírspoka. Að öðfu leyti tók brauðsalan ekki þétt t reksturskostnaði mjólkurbúð- anna. 3. Mjólkurframleiðendur eiga mjólkurstöð þá, sem nú er ver- ið að reisa og verða að sjálf- sögðu að standa straum af byggingarkostnaði hennar að öðna leyti en því, að fé er veitt til stöðvarinnar úr ríkissjóði samkvæmt heimild í fjárlög- um. Það kom því ekki til mála, enda algjörlega óheimilt að lögum, að ríkissjóður greiddi auk þess til byggingarsjóðsins 3 aura af hverjum innvegnum mjólkurlítra á verðjöfnunar- svæðinu". Eins og greinargerð þessi ber með sér hafa menn þeir sem bændur eru svo seinheppn ir að fela forráð mjólkurmál- anna, mænt um of á uppbóta-' fjáraustur úr ríkissjóði. Kunna þeir því að vonum illa, svo lengi hafa þeir ausið af þeim brunni að eigin geðþótta. Kunna þeir því jafnilla og hinu, að gerðar skuli athuga- semdir af hálfu hins opinbera, við frammistöðu þeirra í mjólk urverðlagsmálum. . % Mættu þær athugasemdir vel vera undanfari þess, að fram færi víðtæk athugun á öllu framferði þeirra manna sem nú trjóna yfir mjólkur- skipulaginu og virðast stundum skoða það sem sitt einkafyrir- tæki. Myndi mörgum Reykvík- ingnum finnast sem þeim herr- um færi betur að hrópa minna um „siðleysi“ og „svik“ en þeir gera, þegar rætt er um þessi mál. Ur borghuai Næturlæknir er í læknavarðstof- unni í Austurbæjarskólanum. Næturvörður er í Reykjavíkurapó- teki. Næturakstur: Hreyfill, simi 1633. Ljósatími ökutækja er frá kl. 21,15 til kl. 3,40. Útvarpið í dag: 19.25 Hljómplötur: Samsöngur. 20.20 Leikrit: „Júpiter hlær“ eftir A. -Cronin (Leikstjóri: Ævar R. Kvaran). 22.05 Danslög. Sýnikennslunámskeið Húsmæðrafélagsins Mæðrafélagið gengst fyrir sýni- kennslunámskeiði í matreiðslu og hefst bað mánudaginn 7. maí. Á námskeiðið að standa eina viku og verður frú Rannveig Kristjánsdóttir kennari á námskeiðinu. Félagskonur og aðrar, er vilja taka bátt í námskeiðinu snúi sér til einhverrar af eftirtöldum kon- um: Katrínar Pálsdóttur, Nýlendu- götu 15A.; Margrétar Ottósdóttu'”, Nýlendugötu 13; Hallfríðar Jónas- dóttur, Brekkustíg 14 B; Guðrúnar Sigurðardóttur, Aðalstræti 9B; Margrétar. Árnadóttur, Lokastíg 18; Ólafíu Sigurþórsdóttur, Laugaveg 24B; ÍJöllu Loftsdóttur Barónsstig 27; Þórunnar Magnúsdóttur Hjalla- veg 50 og Ingibjargar Jónsdóttur Litlu-Brekku. Frétt hefur borizt um, að bál- för Oddrúnar Bergsteinsdóttur, Njálsgötu 84, Reykjavík, fór fram á bálstofunni í Edinborg þ. 21. apríl. Iðnskólanum í Reykjavík var sagt upp mánudaginn 30. apríl. 665 nemendur voru í skólanum í vetur og luku 201 þeirra burtfararprófi. Hæstu einkunp hlaut Pétur Haralds- son, prentari, 9.57, og næstu Hinrik Jón Guðmundsson, húsa smiður, 9.45. Þeir, sem burtfararprófi luku, skiptast þannig á iðngreinar: Húsasmíði 29, vélvirkjun 24, rafvirkjun, 18, hárgreiðsla 13, skipasmíði 12, prentiðn 12, rennismíði 8, bílasmíði 7, hús- gagnasmíði 7, jámsmíði 6, klæðasaum 6, rakaraiðn 5, hattasaum 5, gullsmiði 4, hús- gagnabólstrun 4, bakaraiðn 4 málmsteypun 3, prentmynda- gerð 3, bifvélavirkjun 2, bók- bindaraiðn 2, eirsmíði 1, pípu- lagningar 1, blikksmíði 1, út- varpsvirkjun 1, úrsmíði 1, ljós- myndun 1 og glerslípun 1. Þessir luku burtfaraprófi: Aage Steinsson, rafvirki, Að- alsteinn Gíslason, húsgagna- smiður. Aðalsteinn Thoraren- sen, húsgagnasmiður. Albert Ólafsson, bakari. Alma E. Lind quist, hárgreiðslukona, Anna G. Aðalsteinsdóttir, hattasaumak . Ari Gíslason, bókbindari, Ágúst Bjartmarz, húsasmiður, Ágúst G. Helgason, húsgagnabólstraiú, Ágúst M. Þorsteinsson, vélvirki, Ása Jónasdóttir, hattasaumak., Ásgeir P. Ágústsson, vélvirki. Ásgeir Einarsson, jámsmiður, Ástráður H. Björnsson, bók bindari, Ástvaldur S. Stefáns- 9on, málari, Baldur Bergsteins- son, múrari, Baldur Helgason rafvirki, Baldur Skarphéðins- son rafvirki, Benedikt Á. Gísla son, prentmyndag.m., Berg- steinn Sigurðsson, húsasmiður, Birgir Sigurðsson, prentari. Bjami St. Óskarsson, húsa smiður, Bjarnveig Guðmunds dóttir, hárgreíðsluk., Björgvin Einarsson, vélvirki, Björn R. Ásmundsson, vélvirki, Björn Ó. Einarsson, rafvirki, Björn G. Gíslason, ketilsmiður, Björn J. Guðmundsson, vélvirki, Björn Halldórsson gullsmiður., Björn L. Sigurðsson, húsasmiður, Björn Sigurðsson, ketilsmiður. Daníel Þorsteinsson, skipasm., Eggert Ólafss., húsasmiður, Eg- ill Jónsson, glerslípari, Einar Árnason, rafvirki, Einar M Magnússon, ketilsm., Einar Markússon, þílasmiður., Einai Steinarsson, rennism., Einar Þorsteinsson, húsasm., EiríkUi Jónasson, rafvirki, Ellert B Þorsteinsson, húsgagnasmiður, Elsa Biarnadóttir, hárgreiðsluk. Erla Ólafsdóttir, hárgreiðsluk. Erlendur Ó. Guðlaugsson, prent ari, Erlendur Siggeirsson, prent ari, Erlingur Arnórsson, húsa- smiður, Ester Valdemarsdóttir, hárgreiðsluk., Eyjólfur K. Ág- ústsson, húsgagnasm., Friðrik Ágústsson, prentari, Gísli Guð- mundsson, bílasmiður., Gísh Kristjánsson vélvirki, Grétar A. Sigurðsson, prentmyndag.m . Guðbjörg Guðmundsdóttir hár greiðsluk., Guðbjöm Guðmunds son, húsasmiður, Guðfinnur J Guðjónsson, rafvirki, Guðjón Jónsson, vélvirki, Guðlaugur Jakobsson, járnsmiður, Guð- mundur I. Bjamason, klæðsk., Guðmundur Jónasson, skipa- smiður, Guðmundur Marteins- son, húsasmiður, Guðmundur Sveinbjömsson, klæðskeri, Guðni Helgason, rafvirki, Gunn ar Bjömsson, bifvélavirki, Gunnar Ferdinandsson, járnsm. Gunnar Þorvaldsson, ketilsmið- ur, Gunnar Össurarson, húsa- miður, Gústaf P. Ásmundsson. húsgagnabólstrari, Gústaf P. Símonarson, prentari, Hafsteinr Sigurðsson, húsasmiður, Hall- dór Ásgeirsson, vélvirki, Hann- es Berg, vélvirki, Hans A Clausen, málari, Haraldur Bergþórsson, rennismiður, Har- aldur A. Einarsson, húsasmið- ur, Haraldur Jónasson, rafvirki, Haraldur Þorsteinsson, hús- gagnasmiður, Haraldur Þórðar- son, bílasmiður, Haukur Jóns- son, pípulagningam., Helgi Arnlaugsson, skipasm., Helgi Árnason, rennismiður, Helgi Bjarnason, prentari, Helgi Jóns son vélvirki, Helgi E. Loftsson, eirsmiður, Herdís Ólafsdóttir,. hárgreiðsluk., Hermann Bridde bakari, Hjnrik J. Guðmundsson, húsasmiður, Hjálmar Hafliða- son, bílasmiður, Hjálmar Kjart- ansson, málari, Hjörtur Bjama son, jámsmiður, Hjörtur Guð- mundsson, rafvirki, Hörður Þorgilsson, múrari, Inga H. Jónsdóttir, hárgreiðsluk., Ingi- björg Jónsdóttir, hárgreiðsluk.. Ingimar G. Jónsson, prentari Ingimar Sigurðsson, málm - steypum., Ingólfur Árnason, málari, Ingólfur Björnssor vélvirki, Ivar Andersen, vél- virki, ívar Helgason, gullsm., Jens P. Guðjónsson, gullsmiður. Jóhann Sigmundsson, prentari. Jóhann H. Sveinsson bifvélav. Jóhannes Jóhannesson gullsm., Jóhannes Leifsson, gullsmiður.. Jón Þ. Bergsson, ketilsmiður.. Jón H. Björnsson, rafvélavirki, Jón S. Björgvinsson, prent- myndgm., Jón Helgason, hús#- sm., Jón A. Jónsson, rennism. Jón M. Jónsson, klæðskeri, Jón Pálsson, húsasmiður, Jón Sand holt, rennismiður, Jóna Bjama- dóttir, * hattasaumak.. Karl Ö. Guðbrandsson, húsasmiður Karl, R. Guðmundsson úrsm.. Karl J. Karlsson, rafvélavirki. Kjartan Einarsson, skipasm.. Kristinn Ejnarsson. skipasm.. Kristinn Á. Guðjónss. klæðsk., Kristinn Magnússon, húsasm., Kristján Guðlaugsson, málari Kristján Einarsson, húsasmiður, Kristján Ólason, klæðskeri. Kristján Sigurðsson, í'afvirki Kristján Sigurjónsson, húsg.- bólstrari, Kristján Jónsson. húsasmiður, Lárus Ó. Ingvars son, húsgagnasmiður, Lárus Ö. Þorvaldsson, vélvirki, Loftur .' Framhald á 5. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.