Þjóðviljinn - 06.05.1945, Blaðsíða 8
Samningar um kaup og
kjör í vega og brúagerð
28. apríl s.L var imdirritaður samningur um kaup og kjör
í vega- og brúagerð milli vegamálastjóra f. h. ríkisstjómarinnar
og fulltrúa Alþýðusambands íslands. Helztu atriði hans eru
sem hér segir:
þlÓÐVLHWW
íþróttabandalag Hafnar-
fjarðar stofnað
BygSíng íþróttahúss og íþróttasvæðís
rædd á fundínum
Að tillhlutun íþróttaráðs Hafnarfjarðar boðuðu Knatts'pymuféiagið
Haukar, Fvmleikafélag Hafnarfjarðar og Skíða- og Skautafélag Hafnar-
fjarðar, til stofnfundar að íþróttabandalagi Hafnarfjarðar s.l. sunnu-
dag 89 avríl. Voru mœttir fulltrúar frá þeim félögum á fundinum.
1. gr. Um kaup og kjör verka-
manna hjá vega- og brúagerð
ríkisins fer á hverjum tíma eft
ir gildandi taxta eða kjarasamn
ingi þess verklýðsfélags (innan
sömu sýslu) sem næst er vinnu-
stað, og skulu aðilar þessa samr.
ings koma sér saman um kjara-
svaeði með tilliti til þess. Fé-
lagsbundnir menn á hverju
kjarasvæði skulu sitja fyrir
vinnu, enda sé viðkomandi
verkamaður fær til vegavinnu,
að áliti verkstjóra og trúnaðar-
manns viðkomandi verklýðsfé-
lags. Við ráðningu eða stofnun
vinnuflokka sé þess gætt, að
þessari reglu sé fylgt á hverju
félags- pg kjarasvæði, enda sé
viðkomandi félag í Alþýðusam-
bandi fslands. Vinnutilkynn
ingu skal birta formanni við-
komandi félags með minnst 2ja
daga fyrirvara í kauptúnum og
4ra daga fyrirvara í sveitum.
2. gr. Sé ekki hægt að vinna
sökum óveðurs, heila daga eða
hluta úr dögum, skal greiddur
helmingur tímakaups, sé ekki
öðruvísi um samið af viðkom-
andi verkalýðsfélagi.
7. gr. Lágmarkskaup og kjör
fyrir bifreiðar sé á hverjum
tíma samkvæmt gildandi samn-
ingi eða viðurkenndum taxta
þess bifreiðastjórafélags, sem
starfandi er á kjarasvæðinu. Á
kjarasvæðum, þar sem engin
bifreiðastjórafélög eru starfandi
og engir samningar eru til fyr-
Stjórnarskrármálið
Aðstoðamefnd skipuð
Hinn 30. april s.U skipaði ríkis-
stjórnin nöfnd samkvæmt þings-
ályktun frá 3. marz þ.á., til þess
að vera milliþinganefnd í stjórn-
arskrármálinu til ráðgjafar og að-
stoðar.
í nefndinni eiga sæti:
Frú Auður Auðuns, cand. jur.,
Sigurður Eggerz, fyrrverandi
forsæ ti srá ðh erra,
Jóhann G. Möller, skrifstofu-
stjóri, —
tilnefnd af Sjálfstæðisflokkn-
um.
Frú Elísabet Eiríksdóttir,
Stefán Ogmundsson, prentari,
Sigurður Tihorlacius, skóla-.
' stjóri, —
tilnefnd af Saméiningarflokki
alþýðu — Sósíalistaflokknum.
Fru Guðrún BjÖrnsdóttir,
Halldór Kristjánsson, bóndi,
Hjálmar Vithjálmsson, bæjar-
fógeti, —
tilriefnd af Framsóknarflokkn-
um.
Frú Svafa Jónsdóttir,
Þórður Eyjólfsson, hæstaréttar
dómari,
Jónais Guðmundsson, fyrrver-
andi alþingismaður, —
tilntífnd af Alþýðufiokknum.
Sigurður Eggerz er skipaður for-
maður nefndarinnar.
ir bifreiðar. skal kaupið vera
sem hér segir:
Fyrir bifreiðar með vélsturt-
um kr. 19,00. Fyrir aðrar bif
reiðir kr. 17,00, enda flytji þær
minnst l3/2—2 tonna hlass. Ef
ekið er meira en 100 km. að
meðaltali á dag á vinnutímabil-
inu miðað við 8 stund^ vinnu
eða skemmri tíma, skal greiða
viðbótargjald á hvem hlaup
andi km., sem er fram yfir 100
km., er sé kr. 0,80 fyrir bif-
reiðar allt að tveim tonnum og
kr. 1,00 fyrir bifreiðar 2 tonna
og þar yfir. Gjald þetta breytist
til hækkunar eða lækkunar sam
kvæmt reglum, sem skýrðar eru
í 7. gr. samnings milli Vinnu-
veitendafélags fslands og Vöru-
bílstjórafélagsins Þróttur í
Reykjavík frá 6. júlí 1944.
Vegagerðin tekur ekki á leigu s
bifreiðir í eigu manna, sem ekki
aka þeim sjálfir meðan völ er
á atvinnubílstjórum innan kjara
svæðisins með hentugar bifreið
ar að dómi verkstjóra og trún-
aðarmanns. Fyrir flutning á
verkafólki til og frá vinnu um
helgar, skal bifreiðum greitt
sem svarar tímakaupi báðar
leiðir. Öryggisútbúnaður bif-
reiða, sem annast flutning
verkamanna, skal vera í það
góðu lagi að ekki stafi hætta af.
Nokkrar fleiri breytingar
hafa verið gerðar á fyrri samn-
ingi um kaup og kjör í vega-
og brúagerð og mun hinn nýi
samningur bráðlega verða birt
ur í heild.
Um kvöldið kl, 8,30 hefst
skemmtun fyrir sýningargesti. Þar
koma fram þessir menn: Magnús
Ásgeirsson og Lárus Fálsson er
lesa upp og Árni Kristjánsson og
Björn Glaifsson er munu sjá um
tónieistaratriðin. Fáll ísólfsson
stjórnar skemmtuninni.
Að skemmtun þessari lokinni
verða listaverkin boðin upp, og
ágóðanum af sölu þeirra.að mestu
leyti varið til hjálpar Dönum og
Norðmönnum.
Listaverkunum hefur fiestum
verið safnað ’sanían, í þeim til-
gangi að andvirði þeirra gangi til
styrktar Norðmonniim og Dönum.
Eru listaverkin eftir Ásgrím Jóns-
son, Jóhannes Kj'arval, Karen og
Svein Þórarinsson, Þorvald Skúla-
son, Jón i Þorleifsson, Jón Engil-
berts, Snorra Arinbjarnar, Finn
Jónsson, Ríkarð JónsSon, Guð- •
| mund Einarsson, Ásgeir Bjarn- ,
Þeif áttu skilið að
vera ftjálsír
Þeir áttu skilið að vera frjálsir,
'heitir nýútkomin skáldsaga eftir
danska rithöfundinn Kelvin Lind
enmann, í þýðingu þeirra Brynj-
ólfs Sveinssonar og Kristmundar
Bjarnasonar; Davíð Stefánsson
þýddi vísur sem eru í bókinni —
Útgefandi er Norðri á Akureyri.
Bók þessi fjallar um frelsisbar-
áttu Dana og á bókin sér athygli-
verða sögu. Hún kom út í Dan-
mörku 16. ágúst 19Jt3. Upplagið
var 35000 og seldist allt á einum
degi. Daginn eftir var bókin gerð
upptœk og höfundurinn tekinn
fastur.
Meðan Þjóðverjar drottnuðu
yfir Danmörk var vitanlega ekki
hægt að skrifa skáldsögu um
frelsisbaráttu Dana á hernáms-
tímabili Þjóðverja, sem þá stóð
yifir. En höfundinum varð ekki
skotaskuld úr því. Hann sækir
söguéfnið í uppreisn Bornhólms-
búa árið 1658 en þeir gerðu þá
uppreisn gegn Svíum — og sigr-
uðu.
Tilganginum var náð: Skáld-
saga var skrifuð um frelsisbar-
áttu Dana gegn kúgun erlendrar
þjóðar.
Enginn efi er á því að margir
íslendingar vilja lesa þessa bók.
Reykjavík aðili að sam-
bandi ísl. sveitafélaga
Bæjarstjórn héfur samþykkt að
Reykjavík gerist aðili að stofnun
samibands ísl. sveitafélaga og
kjósi fúlltrúa á stofnþing sam-
bandsins, en frá fyrirhugaðri
stofnun Slíks sambands hefur áð-
ur verið sagt.
Ætlast er til að Reykjavík kjósi
7 fulltrúa á þingið og jafnmarga
varaJfulltrúa.
þórsson, Barböru og Magnús
Árnason, Eggert Guðmundsson,
Martein Guðmundsson, Ágiist Sig
urmundsson og Grétu Björnssou.
Frelsi Danmerkur
Fögnuður gagntók hugi
manna almennt í gær yfir
því að Danmörk skuli nú
vera frjáls úr ánauð þýzka
nazismans.
Létu Reykvíkingar fögnuð
sinn í ljós með því að fánar
voru dregnir að hún víða í
bæniun.
Fundarstjóri var kosinn Jón
Magnússon kaupm: og fundarrit-
ari Hermami Guðmundsson.
Á fundinum var mættur forseti
Íþróttasambands íslands Ben. G.
Waage.
Fundurinn samþykkti lög fyrir
íþróttabandaiagið og í stjórn
banda'lagsins voru kosnir: formað
ur Jóhann Þorsteinsson kennari,
varaformaður Hallsteinn Hinriks-
son íþróttakennari. Meðstjórn
endur: Hermann Guðmundsson
frá Knattspyrnufélaginu Haukar,
Guðmundur Árnason bæjargjald-
keri frá Fimleikafélagi Hafnar-
fjarðar og Gunnlaugur Guðmunds
son tollvörður frá Skíða og skauta
félagi Hafnarifjarðar. Endurskoð-
FRÁ DANMÖRKU
Framhald af 1. síðu.
afvopna sig og’ kom til nokkurra
óeirða. Þjóðverjarnir komu sér
fyrir á Ráðhústorginu og var á-
litið að komið gæti til bardaga. i
Víða um borgina heyrðist skot- I
hníð og stafaði hún aðallega frá
viðureign dönsku þjóðfrelsissinn-
anna við Hipomenn (dönsku kvisl-
ingana). Alls staðár blöktu fánar
Bretlands, Bandaríkjanna og Sov-
étríkjanna. Fögnuður íbúanna var
óskaplegur, en þó var eins og þeir
ættu bágt með að trúa að þeir
væru raunverulega orðnir frjálsir.
Sjóliðar á beitiskipunum Prinz
Eugen og Niirnberg höfðu neitað
að gefast upp og var uggur í
mönnum að þeir mundu skjóta
úr fallbyssum sínum á borgina.
Shaw sagði að eftir því sem
bezt væri hægt að sjá, hefði líðan
manna í Danmörku verið miklum
mun betri en annarstaðar í her-
numdu löndunum, sérstaklega
héfði matur allur verið betri og
meiri. Nefndi hann sem dæmi að
vikuskammtur af sykri og smjöri
hefði verið 1 pund og auk þess
tiltölulega auðvelt að fá egg og
íiðrar landbúnaðarvörur.
^t
Holland
Háttsettuí foringi í brezka hern
um hefur farið til ýfirforingja
þýzka hersins í Hoilandi og til-
kynnt honum uppgjafarskilmál-
ana. Sagðist yfinforinginn hafa
íeynt að ná sambandi við Seiss
luquart landstjóra Þjóðverja í
Hollandi, en ekki tekizt. Um 125
þús. þýzkir herinenn eru í Hol-
landi.
Flugsveitir Bandamanna bafa
varpað niður 1200 smál. af mat-
vælum í Hollandi.
Komið hefur til nokkurra
átaka í Hollandi milli föðurlands-
vina og þýzkra hermanna.
endur voru kosnir Guðsveinn Þor-
björnsson lögregluiþjónn og Árni
Ágústsson skrifstofumaður.
í héraðsdóm voru kosnir: For-
maður Kristinn Ólafsson fulltrúi.
Kjartan Ólafsson bæjarfulltrúi og
Þorlei'fur Jónsson bæjarfulltrúi.
Varamenn í dóminn voru kosnir:
Eiríkur Pálsson bæjarstjóri, Þor-
valdur Árnason tollstjóri og Stef-
án Júlíu'sson yfirkennari.
Eftirfarandi tillögur voru sam-
þykktar á fundinum:
Fundurinn lýtur svo á að fvllstú
nauðsyn beri. til að komið verði
upp sem fyr.st fullkomnu íþrótta-
húsi í bænum og telur eðlilegast
að íþróttamenn og konur hafi
sjálf forgöngu um að koma upp
slíku liúsi. Felur fundurinn stjórn
Í.B.H. að annast frekari fram-
gang þessa máls.
Vegna stórum bættra skilyrða
til sundiðkana hér i bænum telur
fundurinn réfct, til þess að þau
skilyrði verði nýtt sem sk^ddi, að
stofnaðar séu sérstakar sunddeild
ir innan ílþróttafélaganna eða
sjál'fstætt sundfélag. Felur fund-
urinn stjórn l.B.H. að atihuga
mál þetta og hefja síðan fram-
kvæindir í samræmi við tillögu
þessa og athuganir sínar.
Eftirfarandi tillögu var vísað
til stjórnar íþrótfcasambandsins:
Fundurinn lætur í ljósi óánægju
sína ýfir því aðgerðaleysi sem
ríkt hefiír varðandi byggingu á
íþróttasvæði fvrir Hafnfirðinga.
Skorar fundurinn á íþróttanefnd
bæjarins sem verkefni þetta hafa
ineð liöndum að sína meiri rögg í
starfi sínu eftirleiðis en hún hefur
gert hingað til, þar sem fyllsta
nauðsyn krefst þess að nú verði
hafist handa um að komá upp í-
þróttasvæði og þá á þeim stað,
sem æskilegastur er í Víðistöðum.
Felur fundurinn hinni væntan-
stjóni I.B.H. að fylgjast með
þessu rnáli vel, og ýta svo á eftir
því sem tök eru á.
í ifundarlok ávarpaði hinn ný-
kjörni formaður íþróttabanda-
lagsins fundinn og hét á rþrótta-
menn og konur að standa vel sam
an.
Einnig ávarpaði fundinn for-
seti íþróttasambands íslands Ben.
G. Waage og óskaði hafnfirzku
íþróttafólki til hamingju með
stofnun íþróttabandalagsins.
Söinuleiðis fluttu þeir hvatninga-
ræður við þetta tækifæri Jón
Magnússon og Hermann Guð-
mundsson.
Með stofnun íþróttábandaiag
Hafnarfjarðar, feliur niður íþrótta
ráð Hafnanfjarðar sem á þessu
ari átti 10 ára afmæli.
Sðoii! og oiotoi i 27 iistauemoio
Ágóðanum varið til styrktar Dönum og Norðmönnum
Bandalag íslenzkra listámanna hefur ákveðið að efna til sýningar n.k,
þriðjudag á 87 listaverkum eftir 18 málara og myndhöggvara. Hefst
sýningin kl, 10 f.h. í Listamannaskálanum.