Þjóðviljinn - 12.06.1945, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 12.06.1945, Blaðsíða 2
ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 12. júni lí)45. HÁLFAN FÓR ÉG HÓLMANN UM KRING. — Pólitísk ferðasaga II — Að Höfn í Hornafirðí ( Skarðsfjörður, Almannaskarð og Vestur-Horn. Borgey á miðri myndinni. (Ljósm. Sv. Guðnas.) Strax þegar til Hafnar kemur, legg ég leið mína í Hvamminn, því að ég veit frá fornu fari, að þá eru allar vistir þrotnar, ef ég fæ þar ekki bæði fljótt og vel í gogginn. Húsbóndann í Hvamminum þekkir hvert mannsbarn á Austurlandi, hann heitir Sigurður Ólafsson, en er alltaf kallaður Siggi í Bæ, og er einn hinn allra vaskasti sjó- þjarkur, sem velzt hefur á vél- bát við strendur Austurlands. Eg hygg, að þeir muni fáir, sem komið hafa á Hornafjörð síðustu 20—30 árin og ekki notið að neinu leyti gestrisni Sigga og Bergþóru, konu hans, sem stend- ur manni sínum sízt að baki að rausnarskap, þó að þess sé sjaldnar getið að alþjóðlegri venju. Nú er Sigurður bilaður í fótum af löngum stöðum við stýrið og ekki lengur til sæfara, en situr í stofu við að hnýta á tauma og hefur símann við hendina, því að hann þarf mörgu að sinna og því mikið að tala (og bölvar drjúgan). Er ég kem til stofu, situr Siggi þar og ræð- ir við silfurhærðan öldung á ní- ræðisaldri, Þorleif, fyrrum hreppstjóra í Hólum, þingmann Austur-Skaftfellinga og héraðs- höfðingja um langan aldur. Hér skortir ekki .umræðuefni, og vit- anlega snúast umræðurnar fyrst að stríðinu, og eru þar allir á einu máli, en þegar að innlend- um stjórnmálum kemur, sést fljótt, að skoðanir muni skipt- ast. Þeim finnst kaupgjald verka manna of hátt 'og halda, að fram- leiðslan geti ekki undir því ris- ið, og ’auðvitað skortir mig ekki piltungsframhleypnina til þess að koma með athugasemdir við álit þessara reyndu öðlinga. En þeir eru ekki einir um þéssa skoðun og því er vert að víkja að henni nokkru nánar hér: Það er á allra vitorði, að kaup verka- manna er hvergi á landinu hærra en svo, að þeir geta rétt aðeins lifað mannsæmandi lífi með því, að enginn vinnudagur falli úr árið um kring. Þess munu engin dæmi, að verkamaður, sem hefur fyrir fjölskyldu að sjá, hafi fjárráð fram yf- ir það, sem hann þarfn- ast til lífsþarfa. Hann safnar ekki fjárfúlgum á vöxtu. Meðaii svo háttar til, er kaupgjaldið ekki of hátt, því að siðað þjóð- félag er skyldugt til að skapa öllum þegnum sínum mannsæm- andi lífskjör. Þá er það einnig á allra vitorði, að „þetta land á ✓ ærinn auð, ef menn kynnu að nota’ hann“. Okkur skortir ekki landgœði eða auðugan sjó, til þess að þessum fáu þúsundum sem ísland hyggja geti liðið vel í landi sínu. Geti framleiðsl- an þess vegna ekki risið undir því- kaupgjaldi, sem verkafólkið þarfnast til þess að geta lifað góðu lífi á hverjum tíma, þá er það vegna þess, að frarhleiðslu- hœttirnir eru orðnir úreltir, dauðadæindir. Og framleiðslu- háttunum megum við breyta og eiaum ao öreyta efur þörfum þjóðarinnar. En við megum aldrei rýra kjör neins hluta þjóðarinnar svo, að hann geti ekki lifað heilbrigðu menningar- lífi. Það virðist vissulega kom- inn tími til, að allir geri sér það ljóst, að maðurinn er ekki fædd- ur til þess eins „að vaka, stríða og vinna“, og hefur enga ástæðu til að lofa sinn herra fyrir það að fá að deyja úr hor, ef hann aðeins hefur fengið að lifa eftir hinni fyrr nefndu lífskenningu fram til þess, er yfir lauk En nú vill eriginn lengur ann- an hrella, svo að eftir stutt og saklaust karp setjumst við al- sáttir að rjúkandi kaffibollum og rennum niður þykkum randa- línssneiðum. ★ í Hornafirði er náttúrufegurð fádæma mikil og, ef Húsavík er ein undanskilin, hef ég ekkert sjávarþorp á íslandi augum lit- ið, sem mér þyki þriflegra og fegurra. Hér er aðalverstöðin austanlands á vetrum, eins og öllum er kunnugt. Aðalverbúð- irnar eru þrjár: Mikligarður, stór samfelld brakkabygging inni á Höfn, en hinar tvær eru í eyjunum: Mikley og Álaugar- ey. Allar þessar verbúðir eru eign Kaupfélags Austur-Skaft- fellinga, og leigir það öllum að- komubátunum (að einum und- anskildum) verbúðir yfir ver- tíðina. Heyrði ég á sjómönnum og útgerðarmönnum, að þeim fannst þeir þ\irfa að sæta ofur- kjörum með leigu á húsnæði þessu, og stafar það vitanlega af einokunaraðstöðu K. A. S. K. Enn fremur mátti greina hjá þeim megna gremju yfir fyrir- komulaginu á nýtingu lifrar- innar og seinagangi á greiðslu hennar. Þá munu fáir eða engir fá eins átakanlega að kenna á okri á þeirri síld, sem kaupa þarf til beitu, eins og þeir, sem veiði stunda frá Hornafirði. Mun síðar vikið nánar að því ó- heyrilega milliliðabraski, sem legið hefur eins og drápsklvf á íslenzkum sjávarútvegi og stað- ið honum mjög fyrir þrifum. Helztu stórtíðindin, sem rædd voru manna á meðal þess- ar klukkustundir, sem ég dvald- ist á Hornafirði, voru þau, að daginn áður, 1. maí, hafði for- maðurinn á einum bátnum ver- ið rekinn úr skiprúmi fyrir' að draga rauðan fána að hún á bátnum, sjálfan hátíðisdag verkalýðsins. Mér þótti þetta furðu sæta og spurðist því fyr- ir um það nánar og komst að raun um, að formaðurinn var ungur kunningi minn, Ármann Sigurðsson frá Norðfirði. „En hvaða „nazisti“ var þetta, sem vogaði sér að reka hann fyrir slíkar „sakir“? spurði ég, því að satt að segja, datt mér ekki í hug, að aðrir hefðu kjark í sér til að sýna svo óhjúpaða andúð frjálsum samtökum alþýðunn- ar nú á dögum, jafnvel þó að þeir hafi hug á því. En mér var sagt, að hann væri nú ekki „naz- isti“, að því er bezt væri vitað, og hefði meira að segja setið tvö Alþýðusambandsþing. Þetta er lærdómsríkt atvik, þótt lítið sé, og sýnir okkur hvort tveggja, að það er ennþá grunnt .á at- vinnukúguninni, þó að hennar hafi ekki gætt t$l muna nú' síð- ustu árin, vegna þess, að eftir- spurnin eftir vinnuafli hefur oftast verið meiri en framboðið, en það sýnir alþýðunni einnig, að hún þarf að vera vandari í vali á fulltrúum sínum og for- ystumönnum en hún oft hefur verið hingað til. Og það er von mín, að allt ókúgað og frjáls- huga alþýðufólk sýni þeim mönnum, sem þannig lítilsvirða hátíðisdag þess og samtök, verð- uga fyrirlitningu og leiti ekki á náðir þeirra með atvinnu að ó- þörfu. ★ í Hornafirði og umhverfis hann eru landgæði mikil, frjó- samar og fagrar sveitir liggja að honum og ræktunarmögu- leikar nær ótakmarkaðir. Muhu þar áreiðanlega rísa upp fögur og stór byggðahverfi, þegar far- ið verður að stunda landbúnað á Islandi með svipuðu móti og tíðkast í öðrum menningarlönd- um nú á dögum, en búið að leggja niður strjálbýlis- og rán- yrkjuhættina, sem við höfum búið við frá landnámstíð. Hér eru mestu kynstur af alls konar fuglum og egg í hverjum hólma, silungs- og kolaveiði oft talsverð og yfirleitt ákaflega fjölþættir afkomumöguleikar. Fólkið er þægilegt og frjálslegt í viðmóti. Stundu fyrir miðnætti er ég kominn um borð í sköktbát á leið út í Álaugarey. Sökum þess, hve margir bátanna hafast við í eyjum úti um vertíðina, eru skjöktbátar jafnnauðsynleg far- artæki hér á þeim tíma eins og gondólar á „götum“ Feneyja. Okkur ber ört út ,,ræsið“ undan straumi, á vinstri hönd er lang- ur stauragarður, sem lagður. hefur verið frá landi og út í svonefnda Standey til bess að auka straum í ræsinu, svo að það haldist nægilega djúpt fyrir bátana, sem eiga þessa einu leið inn á Höfn. Brátt erum við komnir að síðunni á m.b. „Hólms berg“, sem liggur við bryggju í Álaugarey. „Hólmsberg“ er rúm legá 60 tonna bátur, sem Ríkis- j skip leigir til flutninga fyrir Austfjörðum yfir vertíðina. Nú er það að leggja af stað austur. Ekki verður því á blessaðan bát- inn logið, að hann sé hentugur til farþegaflutninga, enda ekki til þess ætlaður, að sögn, en þó hinn eini farkostur, sem Aust- firðingar eiga völ á oft vikum eða mánuðum saman um þetta leyti árs. Get ég varla annað séð, en Austfirðingum sé nauðugur einn kostur að segja sig úr lög- um við hið íslenzka ríki*og stofna sitt eigið (sem þá yrði annað Austurríki), ef okkar ást- kæru landstjórn ekki þóknast. að sýna þeim örlítið ljósar en verið hefur, að hún telji sig hafa sömu skyldur við þá og aðra þegna þessarar þjóðar. Veðrið er eins og það getur fegurst orðið á vorkvöldum hér um slóðir. Skarðsfjörður blasir við sem risavaxinn spegill með smáum móðublettum, eyjunum, en austan hans sker Almanna- skarð sigð úr heiðbláum vor- himninum. Nokkur æðarhjón synda fram og aftur lænuna með lágu kvaki og út við sandana stíga öldur á land og síga á ný til upphafs síns með hljóðum ekka, annars alger kyrrð, kyrrð. Og þegar vélin fer í gang, finnst manni sem einhver hafi framið óheyrileg helgispjöll með óþarfa háreysti í sönghöll, þar sem von er á heimsfrægum söngvara fram á sviðið, og allir standa á öndinni af eftirvæntingu. Og mann langar til að hrópa: Þögn! ★ En vélinni hefur verið sagt að ganga, og hún snýst, hvað sem hver segir, og Hólmsberg skríð- ur frá bryggju. Farþegar eru fjöldamargir, og engin von um „koju“ fyrir þá alla. En ég nýt þess, að ekki fjarskyldari maður en faðir minn er hæstráðandi þes$a skips. Eg þekki orðið van- mátt minn í skiptum við þá römmu kerlingu Rán og ætla ekki að storka henni með því að vera ofan þil.ja út úr Ósnum og austur með söndum, en fer strax niður í káetu og hyggst að freista hennar með því að fara úr öllum þeim fötum, sem ég taldi mér leyfilegt í augsýn einnar mannlegrar stúlku, sem þarna dvaldist með mér (ásamt fleirum), og sting mér síðan í „koju“ föður míns. En ekkert tjóaði; ég varð að greiða henni sinn skatt með einu uppkasti, en'sofnaði síðan og vaknaði ekki fyrr en kl. 6 að morgni hinn 3. maí, og vorum við þá að leggja að bryggju á Djúpavogi. Meira. Frá Höfn í Hornafirði. Langa sambyggingin er Mikliga: ður. Skriðjöklar í baksýn. (Ljósm. Sveinn Guönasou) Eftir Einar B'raga Sigurðsson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.