Þjóðviljinn - 12.06.1945, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 12.06.1945, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 12. júní 1945. ÞJOÐVILJINN 7 Selma Lagerlöf. Lappi og Gráfeldur skepnum. Þess vegna stóð, hún í mýrarjaðrinum og' horfði á leikinn. En Lappi elti kálfinn lengra og lengra, og þá tók hún allt í einu til fótanna út í mýrina. Hún hrakti Lappa .á flótta, komst til kálfsins og sneri aftur með hann. Elgir eru flestum stórum skepn- urm hæfari til að ganga í mýrum, og allt virtist ætla að ganga vel. En rétt þegar kýrin var að komast upp úr mýrinni, steig hún á þúfu, sem lét undan, og hún sökk niður í djúpt fen. Kýrin brauz't um og reyndi að koma fyrir sig fótunum, en fenið var rótlaust og hún sökk dýpra og dýpra. Lappi stóð álengdar. Honum hafði orðið bilt við. En. þegar hann sá að kýrin komst ekki upp úr, hljóp hann heimíeiðis, á fleygiferð. Honum hafði dottið í hug, að nú yrði hann barinn fyrir að hafa elt kúna út í fenið. Hann var svo hræddur, að hann lihti ekki á sprettinum, fyrr en hann kom heim. ----Það var þetta sem Lappa datt í hug, þegar hann gekk í gegnum skóginn og honum þótti í raun og veru leiðinlegt að hafa gert þetta — miklu verra en allt ann- að, sem hann hafði gert ljótt. Það var líklega vegna þess, að hann hafði ekki ætlað sér að drepa hvorki kúna né kálfinn. Þetta var óviljaverk. „En hver veit nema þau séu lifandi enn“, hugsaði Lappi. „Þau voru ekki dauð, þegar ég skildi við þau“. Hann fékk óviðráðanlega löngun til að komast að raun um hvernig hefði farið. Enn var tími til þess. Skóg- arvörðurinn virtist ekki halda fast í bandið. Lappi stökk snöggt til hliðar, sleit sig lausan og þaut í burtu eins og örskot. Skógarvörðurinn hafði ekki einu sinni ráðrúm til að miða byssunni, áður en hann var horf- inn. Skógarvörðurinn neyddist til að veita honum eftir- för, og þegar hann kom niður að mýrinni, sá hann, hvar Lappi stóð á þúfu og gelti af öllum kröftum. Hann lagði frá sér byssuna og stiklaði út í mýrina, til að sjá, hvað þetta væri. Þá sá hann elgkúna liggja dauða í feninu. Kálfurinn lá hjá henni. Hann var enn á lífi en svo máttfarinn, að hann gat varla hreyft sig. Lappi stóð hjá honum og var að sleikja á honum höfuðið. En öðru hvoru gelti hann ákaft, til að kalla á hjálp. 0$ ÞETT4 PEARL S. BUCK: ÆTTJARÐARVINUR Það voru sums staðar lög fram á átjándu öld, að 'konur burftu ekki að greiða skuldir sínar. ef þær giftust. Það voru einkum ævin- lýrakonur, sem lent höfðu í spila- -kuldum og fjárglæfraimálum, sem þurftu á þessu að halda. Þær létu þá stundum gifta sig dauðadæmd- um föngum. Þetta var mjög hent- ugt efni í reyfara á þeim tímaim. Þá var glæpamaðurinn alltaf lát- inn sleppa og kvenkosturinn beið þess með öþreyju, að hann næðist og honuin yrði komið varanlega fyrir kattarnef. ★ Það er talið óguðlegt í margri þjóðtrú að blístra. Muhamedstrú- armenn kalla það hljómlist djöf- ulsins. Að blístra niðri í kolanámu hefur þótt vita á að náman hrap- aði. Franskt máltæki segir: „Hæna, sem galar og stúlka. sem blistrar, bera ógæfu í húsið". ★ Það þarf sex þúsund kíló af rós- um, til þess að framleiða eitt kíló af hreimi ..rósailmvatni". En oft- ast eru rósirnar drýgðar með öðr- um þlöntum, svo að 2500 kíló meaja. argarðinum heyrðist greinilega. Engin alda komst inn á höfnina. Hún var eins og stöðuvatn. Þeir höfðu gengið þegjandi. En a'llt í einu einu sagði Bunji: „Gæturðu ekki hugsað þér, að flóðbylgjan æddi einn góðan veð- urdag yfir garðinn, þó hann sé tuttugu feta hár, steypti sér inn- yfir höfnina, molaði stóru skipin hvort með öðru og fleytti litlu skipunum út á hafið?“ „Er hafnargarðurinn ekki nógu sterkur til að standast flóðbylgju?“ spurði I-wan áhugalaust. „Ef hafið rís upp í öllu sínu veldi, getur enginn máttur staðizt það“. „Það er undarlegt", svaraði I-wan annars hugar. I*eir gengu stefnulaust, að því er virtist. I-wan fann rigninguna renna niður andlitið og smjúga rdður með hálsinum. „Hvernig skyldi fara fyrir henni?“ hugsaði hann. Bunji nam staðar við lítið fer- hyrnt hús, sem stóð í litlum garði — nákvæmlega í miðjum garðin- um. „I-wan —“ sagði hann. „Já“. „Hér á Aiko heima“, sagði Bunji. I-wan reif sig upp úr hugsun- um sinum. Átti Aiko heima hér — þessi dularfulli maður, sem var - reglusemin sjálf i svo fultkomnu lagi, að það minnti á vél. „Eigum við að fara inn?“ spurði Bunji. „Er það?“ spurði I-wan. Ilann ' var ekki vanur heimsóknum. Bunji hristi rigninguna af frakk- anurp. „Ég kem hér oft. Við Sumie erum beztu vinir. Hún er ágæt kona. Alóðir min hefur meira að segja komið til þeirra“. „Þú ræður", sagði I.-wan. Hvern- ig átti hann að koma fram gagn- vart Aiko? Hvað Suime við vék, þá hafði hann aldrei talað við konu úr hennar stétt, þó að hann væri kominn á þennan aldur. Fað- ir hans hafði oft sagt. „Varastu slíkar konur". Það var um það leyti, sem I-ko komst í vandræðin. En I-wan hafði ekki haft áhuga fyrir öðru en byltingunni í þá daga. Og siðan hann kom til Jap- an — honum leizt ekki á japansk- ar konur. Tama var sú eina. Bunji barði i draghurðina og •hún rann til hliðar. „Bunji! Ert þú kominn?“ sagði þýð rödd inni i myrkrinu. „Já', það er ég og vinur minn, sem er kínverskur", svaraði Bunji. Ljósglæta barst fram í dyrnar og I-wan sá litla, feitlagna konu. sem komin var af æskuskeiði en þó fríð enn. Hún horfði út í rign- inguna. „Nei, hvað þið eruð blautir", sagði hún. ,,Æ. er það I-wan? Aiko hefur sagt mér frá h'onum. Það gleður mig að .sjá yður. Farið þið nú úr kápunum. Enuð þið ekki blautir í fæturna? Bunji Spark- aði af sér skónum og hún laut nið- nr og tók á fót>o>. iians. ,.Jií. víst, ertu blautur. Ég lána ykkur sokka I af Aiko. Þið enuð ljótu drengirnir að fara út og vaða“. Hún var svo blíð og eðlileg í framkomu að I-wan létti fyrir brjósti í fyrsta sinn þennan dag. Þeir fóru með henni inn í bjarta stofu. Þar var hlýtt og glóðarker a gólfi. Aiko sat við glóðarkerið og las dagblað I-wan hafði aldrei séð Aiko slík- an „Gjörðu svo vel og komdu inn, Bunji“, sagði hann glaðlega. „Og verið þér velkomnir, I-wan“. ,’Hann reis á fætur. „Suime, viltu bæta við tveimur glösum?“ Hún hafði farið inn í hliðarher- bergi og svaraði þýðri röddu: „Enga óstillingu! Þetta er allt á leiðinni". Aiko brosti. I-wan hafði aldrei séð hann brosa. Rett a eftir kom hún hlaupandi. Fótatak hennar heyrðist ekki á mjúkri gólfábreiðunni. Hún kom með tvö vínglös og tvenna sokka. I-wan sá það enn betúr í Ijósbirt- unni, hvað hún var falleg. Hún var í gulbrúnum, rósóttum silki- kufli. Hár hennar var svart og sett upp eftir gamalli. japanskri t'ízku. Vangamir voru sællegir og varirn- ar rjóðar. „Gjörið þið svo vel. Þú verður að íána þeim sokkana þína, Aiko, og sjá um að þeir fari í þá áður en þeir ofkælast“. Eftir litla stund sátu þeir allir við glóðarkerið og dreyptu öðru hvoru á drykknum. Þeim leið vc! Hér var allt frjálst og óþvingað. Aiko talaði um alla heima og geima, hann, sem ekki var vanur að yrða á neinn. Bunji hlustaði á hann með athvgli, en hann hló ekki, Suime sótti gljáandi öskju, tók úr hénni silkidúk og fór að sauma. Hún sat skammt frá þeim og leit á Aiko öðru hvoru. Stundum stóð hún á fætur og skaraði í eldinn. í fyrstu sat I-wan þegjandi. Það var eins og Bunji het'ði opnað hon- um dyr að einhverjum leyndar- dómi. Stofan var að öllu leyti jap- tmsk, þar var enginn hlutur með vesturlenzku sniði. Þetta hefði al- \eg eins getað verið heimili al- þýðumanns í Japan. Fáeinar bæk- ur voru í lágum gljáandi kassa á gólfinu. Rósótt pergament hékk á veggnum. raiuð lilja í bikar. sem liktist flösku Gólfábreiðurnar voru hreinar. Dag'blaðið, sem Aiko hafði lagt frá sér, var það eina, sem ekki var í röð og reglu. I-wan mundi það ekki á eftir, hvað Aiko hafði sagt. Það skipti heldur engu. Það undarlega var, að sjá Aiko sjálfan í ljósbirtunni frjálsmannlégan og, skrafhreyfinn. Þessi fáláti maður, sem I-wan hafði þekkt hingað til, var ekki Aiko sjálfur. Aiko var að tala um styrjaldir, sagði. að þær væru fávíslegar og það væri óskaplegt, að menn skyldu þurfa að taka þátt í slíkri fjarstæðu. ,,Strið!“ ,e»<-ði S'iime. ,.Við fnr- um ekki í stríð. Það verða alltaf einhver ráð að komast hjá því“. Aiko þagnaði alltaf þegar hún. tók til máls og hlustaði brosandi á hana. Það var eins og hann skipti engu það, sem hún var að segja, en het'ði unun af að hlusta á rödd hennar. „Það er einmitt það, Suime“, sagði Bunji. „Þegar að stríðinu kemur, verður að taka eitthvað annað til bragðs. En það hefur heldur enginn í hyggju að ráðast á okkur“. Suime reis á fætur og tók vín- könnuna. „Við skulum ekki einu sinni tala um þetta“, sagði hún. „Þið inegið Lala um ^llar mögulegar raunir, en ekki um stríð. Afi minn var drcp- inn áður en ég fæddist. Það var í stríðinu við Kínvcrja. Þá vorum við fátæk heima. Japanir sigruðu, en við nutum einskis góðs af því. l>egar hermennirnir komu heim og voru boðnir velkomnir, lokaði ammá húsinu og grét. — Nei, ég vil heyra sungið. Það er svo gott að vera glaður“. Hú-n sótti gitar, settist niður og söng með skærri. fallegri rödd vísu um snjó, som fellur á blóm. „Ég lærði þessa vísu í svéita- Jiorpinu, þar sem ég ólst upp“, sagði hún. I-wan kunni vel við sig' á þessu heimili, sem Muraoki hafði lýst bölvun sinni yfir. Að lokum kvöddu þeir og héldu heimleiðis. I-wan gat ekki glcymt Suime þar sem hún stóð í dyrun- um og hneigði sig brosandi og Aiko, sem stóð við hlið hennar — annar maður en sá sem hann hafði þekkt. „Þetta er skammarlegt“, sagði hann við Bunjk „Já“, sagði Bunji, en ))að er ekk- ert við því að gera“. . Hantt er fullsæmdur af honni". „Já, það vitum við öll“, sagði Bunji. „En hún er ekki fædd til þess að verða komi Aikos". Litla krossgátan 1. signi — 7. mikil — 8. frið — 10. málfræðileg skamstöfun — II ull — 12. dul — 14. heimtun — 16. fari aftur — 18. tvíhljóði 19. skrif 20. auður — 22. bein — 23. hef ákveðið -— 25. skek. LÓÐRÉTT: 2. viðhald — 3. mjólkurmat — 4. fisk — 5. leit — 6.að lit — 8. reika — 9. mikill ósigur — 11. flatarmái — 13. skrift — 15. slít — 17. bar- dagi — 21. hríðar — 23. húsdýr

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.