Þjóðviljinn - 12.06.1945, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 12.06.1945, Blaðsíða 8
8 ÞJÓÐVILJINN LýðveSdissiofnunarinnar verð* ur minnzt17. júní með fjölpætt- um hátíðahöldum héríbænum Þjóðhátíðarnefndin í Reykjavík hefur að undan- förnu starfað að undirbúningi hátíðahaldanna 17. júní; og hefur tilhögun þeirra nú þegar verið ákveðin í höfuð - dráttum. Hefjast hátíðahöldin með hátíðamessu í Dómkirkj- unni, síðan mun forseti íslands leggja blómsveig á minn. isvarða Jóns Sigurðssonar á Austurvelli, en forsætis- ráðherra og borgarstjóri flytja ræður af svölum Alþing- ishússins. I‘á fer fram skrúðganga íþróttamanna af Austurvelli á íþróttavöllinn, en þar verða sýndar í- þróttir. Um kvöldið verður samkoma í Hljómskálagarðin- um: Ræða, upplestur, kórsongur, hljómleikar og dans. Aðgangur að hátíðahöldunum er öllum frjáls án nokkurs gjalds. Greiðii’ bæjarsjóður Reykjavíkur kostn- að þann er af hátíðahöldunum leiðir. SAMKOMAN í HLJÓMSKÁLAGARÐINUM Þjóðhátíðarnefndin skýrði blaðamönnum frá hátíðahöldun um, eins og undirbúningi þeirra var komið, í gær, en mun vænt- anlega skýra þeim nanar frá einstökum atriðum síðar. Þjóðhátíðamefnd er þannig skipuð, að frá æskulýðsfélagi þeirra stjórnmálaflokka sern fulltrúa eiga í bæjarstjórn, eiga þrír fulltrúar sæti í nefndinni og aðrir þrír frá íþróttafélögun um sem staðið hafa fyrir hátíða höldum 17. júní að undanförnu. í nefndinni eiga sæti: Skúli H. Nordahl, frá Æskulýðsfylking- unni; Lúðvíg Hjálmtýsson, frá Heimdalli; Siguroddur Magnús- son, frá Félagi ungra jafnaðar- manna; Jens Guðbjörnsson, frá Ármanni; Erlendur Pétursson, frá Knattspymufélagi Reykja- víkur og. Þorsteinn Bemharðs- son, frá íþróttafélagi Reykjavík ur. Er nefndin skipuð af bæj- ráði. Formaður hennar er Lúð- víg Hjálmtýsson. HÁTÍÐAHÖLDIN HEFJAST í D ÓMKIRKJUNNI OG VDE) AUSTURVÖLL Dagskrá hátíðahaldanna verð- ur sem hér segir: Kl. 1.30 hefst hátíðamessa í Dómkirkjunni (dr. biskupinn, Sigurgeir Sig- urðsson prédikar). Kirkjan verð ur fánum prýdd Kl. 2.10 gengur forseti íslands úr Alþingishús- inu að minnisvarða Jóns Sig- urðssonar og leggur þar blóm- sveig. Kl. 2,20 flytja forsætis- ráðherra, Ólafur Thors og Bjami Benediktsson, borgar- stjóri, ræður, af svölum Alþing ishússins — Lúðrasveit Reykja víkur mun leika á milli atriða. SKRÚÐGANGA ÍÞRÓTTA MANNA OG HÁTÍÐAHÖLD Á ÍÞRÓTTAVELLINUM Kl. 2.45 verður lagt af stað suður á íþróttavöll. íþrótta- menn mæta í íþróttabúningum á Austurvelli og ganga undir fánum félaga sinna á íþrótta- völlinn með lúðrasveit í broddi fylkingar. Kl. 3.00 hefjast hó- tíðahöldin á íþróttavellinum, 17 júní-mótið. Ben. G. Waage for- seti Í.S Í. setur mótið, en síðan fara fram íþróttasýningar og keppni. Samkoman í Hljómskálagarð- inum hefst kl. 8.30. Dagskrám verður þessi: a. Ræða: Sigurður Eggerz, fyrrv. forsætisráðherra. b. Al- mennur söngur, undir stjórn Páls ísólfssonar. c. Upplestur ættjarðarkvæða (Láms Pálsso.n leikari o. fl lesa). d. Kórsöng- ur (Fóstbræður og Karlakór Reykjavíkur). e. Lúðrasveit Reykjavíkur leikur og Pétur Á. Jónsson syngur með undirleik lúðrasveitarinnar. f. Dans, á 300 m2 danspalli, til kl. 2 uru nóttina. BÆRINN VERÐUR ALLUR MBÐ HÁTÍÐABRAG Gert er ráð fyrir að fánar verði dregnir að hún kl. 8 um morguninn, hvarvetna í bæn- um, Aðalgötur bæjarins verða skreyttar með fónum og blóm- um, einnig Hljómskálagarður- inn og Austurvöllur. Þjóðhátíðamefndinni er þao mikið áhugamál að börnin taki þátt í hátíðahöldunum við Ausc urvöll og í skrúðgöngunni, og hafi með sér fána. Það eru ein- diægin tilmæli hennar til al- mennings að hann taki saman höndum um að gera þennan fyrsta þjóðhátíðardag hins ís lenzka lýðveldis samboðir.n siðmenntaðri þjóð. Verður lögð rík áherzla á að drykkjuskapar- siðleysis gæti sem minnst. Þá hefur þjóðhátíðamefndii: farið þess á leit við lögreglu- stjóra, að einstökum félögum verði ekki leyft að halda sam- komur í samkomuhúsum bæj- arins að kvöldi 17 júni, helduv verði húsin opin fyrir almenn- ing þetta kvöld, og jafnlengi og samkoman stendur yfir í Hljóm skálagarðinum. „Gift eða ógift“ Framhald a? 5. síðu. sem höfundur ætlar sér að vekja samúð með — og er leikur Regínu ágætlega til þess falliun að gera það. Hlutverkið er auðvitað ekki stórt, en óvíst hvort Regína hefur leyst annað hlutverk betur. Og í þessu hlutverki er raunhæft inni hald og ádéila Ævar Kvaran leikur hr. Sopp- itt, sem býr við inikið konuríki og fær þetta kvöld loks tækifæri tii sigursællar uppreisnar. Það er ánægjulegt að sjá Ævar Kvaran í þessu hlutverki. Hann kemur þarna fram t nýju, óvenjulegu gerfi, — t rauninni sem nýr leikari. Hlutverk hans áður voru alloft hvert öðru lík. Þarna fær hann að reyna sig á nýju sviði og tekst það ágætlega. Soffía Guðlaugsdóttir leikur konu hans og ekki vantar hana hæfileikana til þess að sýna hver eigi að stjórna. Slæmar eru þær vafalaust margar t beini ham, en það hlýtur að vera einhver sú allra versta þessi, sem Soffía leik- ur, — ég held mun verri en sú, sem Priestley hafði í huga. Sigrúu Magnúsdóttir leikur þjón ustustúlku, og Jóhanna Lárus- dóttir unnustu Farbes. og er hún auðsjáanlega óvön á leiksviði. Emelía Borg, leikur frú Nartrop Þóra Borg Einarsson Lattie Gra- die og fara báðar vel með þau hlutverk, sem vænta mátti. Brynjólfur Jóhannesson leikur ljósmyndarann og drykkjumaun- Lottie Cfacy (Inga Laxness), Ilenry Orrwnroyd (Brynjólfur J óhmmesson ). inn Ormonroyd, sem að lokum leysir allan vandann, og tekst Brynjólfi það auðvitað vel. Valur Gíslason og .Lárus Ing- ólfsson leika tvö smáhlutverk: prestinn og borgarstjórann. • Þetta leikrit skilur ekki mikið eftir hjá Jeikhúsgestunum, til þess er heldur ekki ætlast. Eu það svík ur þá ekki um það, sem það lofar þeim: glaðri kvöldstund. E. Hjónaband. Síðastliðinn laugardag voru gefin saman í hjónaband hjá lögmanni, ungfrú Kristín Eggerts- dóttir, Hverfisgötu 104 c og Jóhann- es Guðmundsson prentari, Hrísakoti við Kaplaskjólsveg. — Þjóðviljinn óskar ungu hjónunum til hamingje. Siofnþing Sambands íslenzkra sveiiarfé- laga var seii í gær Om 60 fulltrúar á þíngínu frá 55 sveítarfélögum Stofnþing Sambands íslenzkra sveitarfélaga var sett kl. 2,15 e.h., í gœr, í fundasal neðri deildar Alþingis. Á þinginu eru mœttir um 60 fulltrúar frá 55 sveitarfélögmn. Guðftmmdmr Asbjömsson forseti þingið. Sagðist Guðmundi svo frá um und irbúninginn að stofnun sambands^ ins; að eftirlitsmaður sveitarstjÖrn armálefna, Jónas Guðinundsson, hefði farið þess á leit við bæjar- stjórnir Reykjavíkur og Hafnar- fjarðar, að þær tilnefndu sinn manninn hvor til að vinna með sér að undiibúningi þessa stofn- fundar. í undirbúningsnefndinni hefðu átt sæti, auk Jónasar Guðmundsson, Björn Jóhannes- son forseti bæjarstjórnar Hafnar- fjarðar og Guðm. Ásbjörnsson for seti bæjarstjórnar Reykjavíkur. Tók nefndin til starfa í marzmán- uði síðast liðnum. Þá var tekið fyrir annað mál á dagskrá, störf kjöhbréfanefndar. í kjöribréfanefnd höfðu verið skip- aðir, þeir Björn Jóhannesson, Hinrik Jónsson bæjarstjóri í Vest- mannaeyjum og Ólafur B. Björns son forseti bæjarstjórnarinnar á Akranesi. Höfðu þeir rannsakað kjörbréf fulltrúanna og dæmt þau lögmæt. Las Björn Jóhannesson upp álit kjörbréfanefndar er síð- an var borið undir atkvæði og samþykkt samhljóða. Höfðu um GO fulltrúar frá 55 sveitarfélögum lagt fram kjörbréf. Þriðja inál var kosning forseta og ritara og hafði Jónas Guðmundsson framsögu. Kvaðst hann búast við að 6 fundir yrðu haldnir á þinginu, og taldi rétt að kosnir yrðu jafnmargir fundarstjórar. Hafði undirbúnings r.efndin stungið upp á þessum mönnum til að gegna fundar- stjórastörfum á þinginu: Á 1. Vinsamleg áskorun Nú þegar margar fata — (og matar) gjafir eru sendar út gegnum ,,RAUÐA KROSS- INN“ eru það vinsamleg til- \nœli undirritaðra umboðsmmma ,-,Fonds gumalla sji'rmanna í Kph“, til þehra sem hafa í hyggju að senda gjafapakka en hafa engan ákveðinn við- takanda úti, að senda hann tíl ,,Fondsi?is“. A dvalarheimili hans búa um 100 manns, UPP- GJAFASJÓMENN af ■ öllum greinum og SJÓMANNA- EKKJUR. (Sem kveðju héðan má leggja t.d. Utinn ísl. fána- í pakkann). Utmiáskrift er „Púns Valde- mars Fond“, Alderdanshjun, Valdemarsgode 60, Köbenhavn. V irðingarfylst K.A. Bruun Sími 2222. Skúli K. Eiríksson Isafirði, | bœjarstjömar Reykjavikwr setti fundi: Guðm. Ásbjörnssyni. 2. fundi: Ólafi B. Björnssvni, 3. fundi: Birni Guðmundssyni. 4. fundi: Friðriki Hansen, 5. fundi: Sigurjóni Jónssyni og 6. fundi: Birni Jóhannessyni. Voru uppá- stungur nefndarinnar samþykktar án mótatkvæða. Þá voru kosnir ritarar þingsins, þéir Eiríkur Pálsson bæjarstjóri í Hafnarfirði og Karl Kristjáns- son oddviti í Húsavík. Því næst var kosið í fastar nefndir, en þær eru þessar: Laga- nefnd, dagskrárnefnd. fjárhags- nefnd og alisherjarnefnd. Er lokið var kosningu í nefnd- ir, flutti Finnur Jónsson félags- málaráðherra þinginu ávarp, en að því loknu skýrði Jónas Guð- mundsson frá tilhögun þingsins. Aðrir fundir stofniþingsins verða haldnir í Káupþingssalnum. 2. fundur þingsins liófst kl. 4.30 í gær, og var bar rætt um frum- varp til laga fvrir sambandið. Þingfundum verður haldið á- frani í dag og á morgun og hefjast jieir kl. 10 árdegis. lítsvarsskráin Framhald af 1. síðu. Hér fara á eftir nöfn þeirra fyrir tækja sem hafa 50 þús. kr. útsvar og hærra. (Talið í þúsundum króna). Kveldúlfur 165 S.ÍB. 100 Shell á íslandi 85 AHiance h.f. 77 Olíuverzlun ísiands 77 Gamla bíó 75 Strætisvagnar Reykjavikur h.f. 70 Slippfélagið 66 Ölgerðin Egill Skallagrímsson 65 Vélsmiðjan Héðinn 62 Egill Vifhjálmsson h.f. 60 Haraidanbúð h.f. 60 Edda, umboðs- og heildverzlun 56 Haraldur Árnason, heild. h f. 56 Karlsefni h.f. 56 Geysir, veiðarfæraverzlun 55, ísafoldarprentsmiðja 55 Kol og salt ’ 54 Nýja bíó 53 Hamar h.f. 52 Askur h.f. 50 Eggert Kristjánsson & Co. 50 Eimskipafélag Reykjavíkur h.f. 50 Helgafeli h.f/ 50 Hrönn h.f. 50 Sláturfélag Suðurlands 50 Stálsmiðjaii 50 Tjarnarbíó 50 Verzlun O. Bllingsen 50 Víkingsprent h.f. 50 Völundur, timburverzlun 50

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.