Þjóðviljinn - 16.06.1945, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 16.06.1945, Qupperneq 7
 Laugardagur 16, júni 1945. ÞJOÐ VIL3INN 7 \ fc Selma Lagerlöf. Lappi og Gráfeldur gat ekki risið á fætur, þegar hann sá Lappa í dyrunum. Lappi stökk inn í króna til hans og þá brá fyrir leiftri í raunalegu kálfsaugunum, eins og hann yrði glaður. Eftir það stökk Lappi inn í króna til hans á hverjum degi, var oft lengi hjá honum, sleik’ti hann allan og lék sér við hann. Það var einkennilegt að kálfurinn fór að hressast og vaxa, eftir að Lappi tók upp þennan sið. Og eftir hálfan mánuð var hann orðinn svo stór, að hann komst ekki fyrir 1 krónni sinni. Þá var hann fluttur og hafður í girð- ingu. Þegar hann hafði verið úti í tvo mánuði, var hann orðinn svo háfættur, að hann gat stigið yfir girðinguna. Þá fékk skógarvörðurinn leyfi húsbóndans til að hækka girðinguna. Þama óx elgurinn upp í nokkur ár og varð stór og stæðileg skepna. Lappi var hjá honum, hvenær sem hann ga't. En nú var það ekki af vorkunnsemi. Þeir voru orðnir miklir vir. ir. Elgurinn var alltaf raunalegur á svipinn og letileg- ur. Lappi var sá eini sem gat komið honum í gott skap. Gráfeldur hafði verið í fimm ár hjá skógarverðinum, þegar hiísbóndi hans fékk bréf frá dýragarðseiganda í útlÖndum, sem vildi kaupa elg. Húsbóndanum þótti vænt um þetta, en skógarvörðurinn varð hryggur, Hann réði bara ekkert við þetta, og svo var elgurinn seldur. Lappi heyrði þetta. Hann flýtti sér til Gráfelds og sagði honum, hvað í ráði væri. Hundurinn var hryggur út af þvi að eiga að sjá á bak vini sínum. En elgnum virtist sama. Hann varð hvorki glaður né dapur. „Æt,l- arðu að láta fara með þið mótþróalaust?“ spurði Lappi. Það þýðir ekki að verja sig“, svaraði Gráfeldur. „Eg vil helzt vera, þar sem ég er, en verði ég seldur, er ekki um annað að ræða en að sætta sig við það“. Lappi horfði á Gráfeld og mældi hann með augun- um. Það var auðséð, að hann var ekki fullvaxinn enn. Hann hafði ekki eins breið horn og háa kryppu og full- orðnir elgtarfar. En nógu sterkur hefði hann átt að vera til þess að berjast fyrir frelsi sínu. „Það er auð- séð, að hann hefur verið fangi alla sína ævi“, hugsaði Lappi, en sagði ekkert. Lappi kom ekki til hans aftur fyrr en eftir mið- nætti. Þá vissi hann, að Gráfeldur væri útsofinn og farinn að bíta. mo$VETI\ Fronsk kona, sem dó áriS 1833, madame Perrine Durand, var á sinum tíma einhver merk asti vitavörður Evrópu. Hún gengdi starfi við marga vita við strendur Frakklands í 'il ár og kenndi á hverju ári fjó,*» um mönnum vitagæzlu. ★ Stjóm Bandaríkjanna greiðir enn í dag ekkjum hermanna, ’ sem börðust við Englendinga 1812—1815 eftirlaun. Þess eru reyndar ekki mörg dæmi, en þannig er þvi fanð, að einstöku þessara hermanna voru aðeins seytján ára, þegar ófriðnum lauk og náðu afar háum aldri. En þá urðu nokkrar fégjaraar, ungar stúlkur til þess að giftast þeiin, vegna eftiriaunanna, að ráði ættingja sinna ★ Grikkinn Bazil Zaharoff græddi allra manna mest á fyrri heimsstyrjöldinni. Tekjur hans af vopnasölu námu 250 milljónum dollara. Enda var hann meðal mesta auðkýfinga heimsins. “!l.■ . .*"L 11 ' '-IM.. ' ' -■? PEARL S. BUCK: ÆTT JARÐ AR VINUR L . . .- —■— ■ ■ ■■■■■.. . ....... pitt af því, sem viðskiptavirir okkar í Ameríku vildu fá til viðbótar í safn sitt. Eg fór sjálí ur með hana vegna þess, að fað- ir minn þorði ekki að senda svona dýran grip öðruvísi. Það var líka önnur ástæða til þess, að hann vildi gjaman, að ég færi af landi burt um tíma. Þegar skipið sigldi úr höfn, stóð ég við borðstokkinn og 'horfði inn yfir borgina“. Hann þagnaði en hélt svo áfram: „Sumie hafði komið til þess að fylgja mér til skips. Eg horfði í áttina til borgarinr. ar, löngu eftir að ég var hættur að geta fest auga á Sumie. Og ég sá stórhýsin bera við himin. Mörg voru há og reisuleg“. Hann kveikti í vindlingi og fór að reykja. „Svo kom land- skjálftinn. Eg flýtti mér heiin aftur. En nú báru engin stór- hýsi við himin“. „Engin?“ spurði I-wan. „Nei, borgin var svo að segja jöfnuð við jörðu. Eg horfði og horfði og ætlaði ekki að geta trúað mínum eigin augum. — Eg hafði ekkert frétt af Sumie Og hún átti að bíða mín i Yokohama'*. Aiko brosti. En þegar skipið kom nær, sa ég hvar smávaxin kona stóð í rústunum. Það var Sumie. -- Oe þá var mér sama um alk hitt“ Þeir hlógu báðir. „Rétt á eftir var farið að reisa borgina úr rústum. Allir byggðu. Og það leið ekki á löngu, áður en aftur bar stór- hýsi við himin. Við Japanir sættum okkur við örlögin. Við erum ekki löðurmenni11. Dymar opnuðust og unga kon an kom inn. „Gjörið þið svo vel“, sagði hún. Hávaxinn Ameríkumaður kom út og að baki honum lítill, ósjálegur maður í gráum skriC stofufötum. Shio var lifandi eft- irmynd föður síns. „Ágætt“, sagði Ameríkumað- urinn með sterklegri rödd: „Þér fáið greidda sjötíu og fimm þús undir dollara, mr. Muraki. En svo takið þér ábyrgð á að ekk- ert brotni í flutningunum“. „Það brotnar ekkert“, svaraði Shio hátt og snjallt. „Ágætt. Þér um það“, svar- aði Ameríkumaðurinn. „Verið þér sælir. Það hefur verið mér mikil ánægja að skipta við yð- ur“. Hann rétti fram sterklega rauða hönd sína og Shio rétti honum hikandi litla, brúna hönd. Þegar Ameríkumaðurinn hafði lokað dyrunum á eftir séi. þurrkaði Shio í laumi hægri hönd sína á vasaklútnum. Síðan sneri hann sér að Aiko og brosti s\’0 að skein í mjall- hvítar tennur undir svörtu efri vararskegginu. Aiko brosti líka. „Þetta er Wu I-wanM, sagði hann. „Já. einmitt11, svaraði Shio ástúðlega. „Faðir minn hefur skrifað mér um yður, því miður var ég vant við látinn, þegar þið kcxmuð“. Hann talaði mjög hátt. „Það gerði ekkert“, svaraði I-wan kurteislega. Honuiji var órótt. Shio minnti allt of mik- ið á föður sinn. „Gjörið þið svo vel og komið þið inn í skrifstofuna“, sagði S'hio. Þeir fylgdust með honum inn í ferhymda stofu með auðum steinveggjum og óþægilegurr. gulmáluðum timburhúsgögnum. Stúlkan, sem þeir höfðu seð áður, færði þeim te. Shio opi> aði skrifborð sitt og tók þaðan böggul. „Sjáið þið“, sagði hann ákaf ur. Innan úr umbúðunum kom í ljós fílabeinstíkneski af kín- versku miskúnnargyðjunni Hún stóð á fótstalli, fagurlirr- uð og glæsileg. Alvarleg aug- un og kuflinn, sem lá í mjúk- um fellingum, gáfu henni ró- legt yfirbragð. Líkneskið hlaut að vera mjög gamalt, þvl að beinið var orðið gult. ,.Loksins!“ sagði Aiko. ,Já, loksins“, endurtók Shio. Hann starði hugsandi á líknesk ið og sagði raunalega: „Eg vildi, að við þyrftum ekki að láta hana, en hún er þegar seld til Ameríku, eins og allt hitt. Það er safn í Ameríku, sei;i keypti allt saman“. „Allt safnið frá Peking*> ‘ spurði Aiko undrandi. Shio kinkaði kolli. Siðan spurði hann lágróma: „Hvemig líður heima í húsi föður míns? ‘ „Vel“, svaraði Aiko hikandi. I-wan fann, að Aiko horfði a hann, eins og nærvera han.-, væri ekki æskileg. Og því tók I-wan dagblað af borðinu og fór að lesa í kurteisisskyni, til þess að bræðurnir gætu talaö í friði um einkamál fjölskyld- unnar. En allt í einu heyrði hann gegnum lesturinn að Aiko sagði „— þess vegna er hann afar reiður og ætlar að biðja Seki að hraða brúðkaupinu“. I-wan starði í þögulli ör\'ænv- ingu á fílabeinsgyðjuna. Hún sneri andlitinu að honum, dul arfull1 og ástúðleg á svip, óra- gömul og eilíf. Hún var varnar- laus. Og það var hægt að flæma hana land úr landi. En hvort sem hún væri í Kína, Japan eða Ameríku, mundi hún alltaf verða óbreytt. „Eg er brjálaður. Eg er að hugsa um fíla'beinsguði“, hugs- aði hann. ,.Nú er yður bezt að hvíía yður í herberginu yðar“, sagð: Shio vingjamlega. „Ef ég get“, sagði I-wan. Rödd hans var mjó og óeðlileg. „Þér þurfið ekki að flýta yð- ur“, svaraði Shio. „Og svo verð- ið þér að fá yður að borða. Mig langar til að tala við bróðu*. minn. En á morgun kynni ég' yður starfið. Nú er mikið að gera. Dýrgripirnir streyma tli okkar frá Norður-Kína. Hvað ætti ég að segja? hugs- aði I-wan. „Gjörið þér svo vel. Þessa leið“, sagði stúlkan. Hann tók ferðakoffort sín og fylgdist með henni þvert yfir götuna að gráu steinhúsi. Það var langt og mjótt og aðeins ein hæð. Þet,ta var gistihúsið. „Það er tryggt fyrir land- skjálfta“, sagði stúlkan hreykin. Hún fylgdi honum alla leið að afgreiðsluborðinu. Þar stóð maður, sem leitaði að nafni hans í gestabók: „Herbergi 51“, sagði hann. I-wan fór og fann herbergí 51. Það var lítið. Þar var rúm, borð, stóll og þvottaskál. Veggu* og gólf voru úr naktri stein- steypu. Hann settist og huldi andlit- ið í höndunum. En eftir litla stund náði hann í skriffæri úr ferðatösku sinni. Það var eins og þetta herbergi flytti hann í þúsund mílna fjarlægð og þús- und ár aftur í tímann. „Tama“, skrifaði hann. ,,Eg hef fengið skelfilega fregn Aiko segir —“. Hatín hélt áfram að skrifa samhengislaust breí og reyndi Litla krossgátan Lárétt: 2. vesael — 4. ýlfur — ti. pípa — 8. skoðun — 9. beiðni 1— 10. að — 12. kjör — 14. vökva — 15. lotin — 17. sé — 19. stendur upp — 22. margsinnis — 24. spana — 25. sérstakur — 26. virðing 27. sortering. Lóðrétt: 1. byrgi — 2. gangur — 3. tungl — 4. greind — 5. áta — 7. veð — 11. óviljug — 12. fugl - - 13. hlé — 14. ker — 16. skógardýr — 18. klakar — 20. frysta — 21. fer ekki — 20. óhljóð — 23. trygg. Ráðning síðustu krossgátu: Lárétt: 2. sór — 4. ham —6. ö.rk — 8. önug — 9. kjá — 10. gil — 12. ótt — 14. blað — 15. árum — 17. aur — 19. lof — 22. ata — 24. róma — 25. rak — 26. átt — 27. rám. Lóðrétt: 1. mök — 2. ská — 3. röst — 4. hug — 5. agi — 7. rjál — 11. lim — 12. óða — 13. tár 14. bál — 16. urta — 18. utar — 20. ort — 21. fót — 22. orm — 23. aka.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.