Þjóðviljinn - 07.07.1945, Qupperneq 3
Laugardagur 7. júlí 1945
Þ JÓ»^ILJINN
3
Bréf frá Gunnu frænku
Oft og mikið hefur verið um
það rætt, hvernig á því standi,
að ungt fólk streymi úr sveit-
inni til sjávarþorpanna. Víst
er þetta áhyggjuefni, því öll
unnum við sVeilinni okkar, þar
sem við erum borin og höfum
lifað gleðistundir æskudaganna.
Eg er ein þeirra, sem þrái sveita
lífið, því að þar er ég borin og
fædd. En viss atvik réðu því,
að ég yfirgaf sveitina mína
kæru.
Þegar ég var' 16 ára, dó faðir
minn. Við vorum mörg, systkin-
in, og sum okkai', sem komin
vorum til vinnu, vorum lánuð
öðrum, sem vantaði vinnufólk,
skammt frá heimili okkar. Eg
var lánuð á næst bæ. Þar
vorii börnin ung og húsbóndinn
lieilsuveill, en ungur maður. Eg
átti að vera þar eitt ár til að
byrjað með að fá tvö hundruð
krónur í kaup. Þetta þótti hús-
bóndanum afarmikið og hefur
víst ákveðið að nota vinnu
mína eins og auðið væri. og það
gerði hann. Eg var látin ganga
að slætti, binda ein votaband,
fara fjallavegi með klyfjahesta,
mjólka kýrnar, og þegar dags-
verkinu úti var lokið, seint og
síðar meir, þurfti ég að hjálpa
húsmóðurinni að koma krökk-
iinum í rúmið. Flesta daga var
ég steintippgefin eftir erviði
dagsins, en útiyfir tók að þola
skammir og vanþakklæti hús-
bóndans. Það var eins og hann
gæti helzt.ekki séð mig án þess
að atyrða mig og skamma fyrir
all't, sem ég gerði. Oft var ég
svo svöng, að ég varð að laum-
ast að húsabaki til mömmu og
fá mér bita. Eg hét ]tví þá, að
ef mér ætti.að auðnast að verða
einhvers ráðandi á ævinni að
láta mér og mínum líða betur
en mér gerði þetta ár.
Eg fór, eins og áður er sagt,
úr foreldrahúsum um vorið, þeg
ar ég var áext'án ára. Þeg'ar vor
annirnar voru afstaðnar, var ég
látin fara í kaupstaðarvinnu og
svo tekin heim aftur með shétti.
Á hallandi sumri var ég send
með tvo áburðarhesta í kauj)-
stað'nn, en þeirn þr'.ðja reið ég.
Að heiman fór ég klukkan þrjú
um daginn og kom í kaupstað-
inn um tólf leytið og afhenti
vöruna, sem á hestunum var.
. Það var smjör, skvr og rjóini.
en ekki voru 'mér boðnar nein-
ar góðgerðir, enda Ilest fólk
komið til hvíldar. Eg lagði því
strax af stað heim aftur, on í
leiðinni átti ég að taka vöru
' á hesta, ef mér gengi vel, og
það gcrði ég, — lét hundrað
punda baggá á annan klárinn,
en minna á hinn, það var hryssa
með folaldi. Eg lét klárana ráða
ferðinni, en sat á hestrtíaki, —
og svof lengst af leiðinni, upp-
gefin af þreytu og svengd.
Um morguninn klukkan sjö
er ég komin „heim“ aftur, ef
heim skyldi kalla, húsbóndinn
er nýkominn á fætur. og eftir
að hafa hjálpað mér að taka
ofan af hestunum, byrjuðu
skammirnar. Hann ásakaði mig
fyrir að hafa ætlað að drepa
fyrir sér hestinn undir böggun-
um, sem ég, sextán ára gömul,
hafði látið upp á hann. —
Þetta _ voru þakkirnar fyrir að
vinna samfleytt í tuttugu og
fjórar stundir án hvíldar og
matar. Auk þessara „trakter-
inga“ fékk ég bolla af flóaðri
undanrennu. Síðan var mér
skipað strax að mjólka kýrnar,
en klukkan níu fékk ég lítinn
sultarbita að borða, en enga
hvíld fyrr en dagur var að
kvöldi kominn.
Seint á engjaslætti var ég
látin binda hey á tvo hesta.
Það var skammt frá túninu.
Með mér var drengur, ellefu
ára. Hann átti að standa undir
bagganum öðru megin meðan
ég léti upp þann seinni. Hús-
bóndinn tók á móti heyinu, þeg
ar heim, kom og kom því fyrir.
í stæðu. Hvað eftir annað sendi
liann mér tóninn og rak á eftir.
Hann ætlaðist til að ég væri
búin að binda á báða hestana,
þegar þeir komu «aftur, en það
gat ég ekki, hvernig sem ég
képptist við. Loks kom hann í
eigin persónu, þrútinn af reiði,
og jós yfir mig svo mörgum
skömmum, að ekkert orð af
því er hafandi eftir. — Nú er
hann dauður og hefur sinn dóm
með sér. — En á þessari angist-
arstUndu tók ég þá ákvörðun,
og" efndi hana, að pilla mig
burt frá þeim stöðum, sem ég
gerði mér margar og glæsileg-
ar vonir um að mega dvelja á,
eins og mæður mínar og ömmur
höfðu gert, hver fram af ann-
ari.
Þet'ta var mitt seihast sum-
ar í sveitinni minni, þ.vert ofan
í ákvörðun mína og vonir.
Nú' er ég hér, — á góðaii
mann og fjögur. börn. Sess
minn í sveifmni fögru er auður.
Gunra prænka.
Þetta er rní bréfið frá Gunnu
frænku og dæmi hana hver,
sem viil fyrir að hafa yfirgef-
'ð sveitina s'ina og leitað á möl-
na. Og æ'li fleiri, sem ílúið
hafa á 'mölina hafi ekki svip-
iða sögu að segja. — Þrældóm-
ir — óviðunandi aðbúnaður. —
En af hverju skyldi nú þetta
MALGAGN ÆSKULYÐS-
FYLKLNGARINNAR
(Samband ungra sósíalista
Greinar og annað efni send-
is/t á skrifstofu félagsins,
Skólavörðustíg 19, merkt:
„Æskulýðssíðan“.
„Dóra”
Skemmtileg
unglingabók eftir
Ragnheiði Jónsdóttur
Fáar barna og unglingabæk-
ur, sem út hafa komið nú í
seinni tíð, hafa vakið meiri at-
hygli en „Dóra“ eftir Ragn-
heiði Jónsdóttur. Hún hefur
ekki eingöhgu vakið hrifningu
í hópi lesenda, sem hún er skrif
uð fyrir, heldur einnig hjá full
orðnu fólki með Jiroskaðan bók-
menntasmekk. Æskulýðssiðan
vill ekki láta hjá líða að vekja
athygli á þessari bók og segja
um hana nokkur orð.
Dóra er Reykjavíkurbarn,
dóttir nýríks stríðsgróðamanns
og teprulegrar yfirstéttarkonu,
sem er vön að lótið sé eftir ölluni
óskum hennar. En þegar hún
binzt vináttuböndum við fólk-
ið í skúrnum, kemur fram van-
þekking hennar ó stöðu sinni í
'þjóðfélaginu, og hin hégómlega
móðir, sem elskar sjálfa sig
meira en allt annað, reynir að
taka í taumana og afstýra hásk
anum.
En Dóra litla, sem hefur orð-
ið fyrir meiri áhrifum af heim-
speki ömmu sinnar — alþýðu-
konunnar, sem aldrei hefur get-
að fellt sig við hina nýju lifn-
aðarhætti auðnuleysis og íburð
ar — en siðgæþishugmyndum
ríka fólksins, skilur ekki eðli
stéttarmunarins. Og að endingu
verður móðir hennar að beygja
sicr
Dóra litla hefur líka eld list-
1 arinnar í æðum sér, hún dansar,
og draumur hennar um framtíð-
ina er órjúfanlega tengdur við
Fyrsta útiskemmtun Æsku-
lýðsfylkingarinnar að Rauðhólum
Á morgun heldur Æsku-
lýðsfylkingin fyrstu úti-
skemmtun sína í Rauðhólum.
Eins og lesendum Æsku-
lýðssíðunnar er kunnugt
hafa félagar úr Æskulýðs-
fylkingunni undanfarið unn-
ið að því að koma upp úti-
skemmtistað fyrir reykvisk-
an æskulýð í Rauðhólum.
Þessi staður er sérlega vel
fallinn til útiskemmtana, þar
er skemmtilegt og tilbreyt-
ingarikt landslag og skjól má
finna fyrir öllum áttum, ið-
græna.r lautir og háir hólar.
í Rauðhólum er stór veit-
ingaskáli mjög vistlegur og
verönd framanvið, og getur
fólk fengið sér hressingu,
hvort sem er úti eða inni.
Þá er stór danspallur, og
tjöldum verður komið fyrir
víðsvegar um völlinn, þar
sem seldar verða ýmiskonar
veitingar, einnig mun töfra-
maður sýna listir sínar í
stóru tjaldi og sitthvað fleira
verður þar nýstárlegt að sjá.
Um langt skeið hefur reyk-
vískur æskulýður ekki átt
kost á að sækja útiskemmti-
stað utan við bæinn, þar sem
hann hefur getað dvalið
sunnudagana og hefur því
orðið að halda sig heima
í bæjarrykinu, en síðan
fréttist að von væri á að slík-
ur staður yrði opnaður í
Rauðhólum, hafa margir beð
ið þess í eftirvæntingu að
auglýsingin kæmi um fyrstu
skemmtunina. Og nú er sá
dagur upprunninn. Enginn
efi er á því, að æskulýðurinn
mun fjölmenna í Rauðhóla
á morgun og taka af heilum
hug þátt í þeim skemmtun-
dáns. Hún getur dansað tím-
unuin saman án þess að hafa
nokkra áhorfendur,-hún seniur' ,imj sem þar munu verða á
dansana sjálf og túlkar alls- boðstóliim'
konar hugarástand í dansinum!
stafa? Ekki eru sveitahændur
verri menp en aðrir. Hit.t mun
sanni nær, að afturlialds oóli-
tíkin, sem rekin hefur verið í
svfeitunum siðustu ár, hefur
hindrað eðlilega þróun land-
búnaðarins, hefur 'orðið þess
valdandi, að enn er uð mestu
leyti unnið með sömu tækjum
og afar okkar og lang-afar urðu
að notast við, á sama tíma, sem
stórfeldar framkvæmdir i vinnu
brögðum hafa átt sér stað við
sjávarsíðuna. Þess vegna verða
bændur að leggja á sig marg-
fallt meiri erfiði, til að hljóta
sömu laun fyrir sömu vinnu,
miðað við verkamennina við
sjóinn.
Allir framkjarnir menn og
konur, sem unna sveitinni sinni
og vilja ekki láta hana leggjast
í auðn, eða gjöra börn sín að
þrælum úreltra vinnubragða,
sem þjóðfélagið verður að gefa
með háar upphæðir, verða að
taka liöndum saman og breyta
atvinnuháttum húskaparins í
það horf, að hann geti staðizt
samkeppni við aðrar atvinnu-
greinar.
En nú sem fyrr samræmist
þetta uppátæki ekki hinum
virðulegu skoðunum móður
hennar á því, hvað sé sæmandi
fyrir í'jka og vel uppalda kaup-
mannsdóttur að taka sér fyrir
hendur, og enn hefst stríð. En
hinn ungi og uppreisnargjarni
andi Dóru sigrast á öllum mót-
hárum og fer sínu frain, þrátt
fyrir erfiðleikana.
Höfundinum tekst að bregða
upp ógleymanlegum myndum
af tveim heimilum, sem eru í
öllum hlutum andstæð, — hin-
um ríka kaupmannsheimili með
eigingjarnri og athafnalítilli hús
móður, sem leggur allan metnað
sinn i að halda skrautlegar
veizlur og gefa kunningjakon-
um sínum stórar og verðmæt-
ar gjafir, og verkamannsheim-
ilinu í skúrnum, þar sem heim-
ilisfaðirinn hefur stopuia vinnu,
og húsmóðirin verður að vinna
myrkranna á milli við að sauma
og hæta, til þess að börnin geti
gengið sómasamlega til fara.
Bókin cr öll skrifuð í sendi-
bréfum frá Dóru til Ellu, vin-
konu hennar, sém dvelur í
sveit hjá afa sínum, og Dóra
trúir Ellu fyrir öllu, sem gerist
á sinn barnalega og einlæga
hátt. Þetta gerir bókina enn að
gengilegri fyrir unglinga, sem
eru á svipuðu þroskastigi og
Dóra sjálf, en rýrir hana að
engu levti fyrir þá, scm vilja
lesa hana vegna boðskaparins,
sem hún flytur.
Margir bíða þess með eftir-
væntingu að fá að heyra meira
um Dóru og fólkið í skúrnum,
en framhald mun væntanlegt á
komandi hausti.
Það er von Æskulýðsfylk-
ingarinnar að þarna megi
vaxa upp menningargarður
og að þangað geti æskulýð-
urinn sót góðar og hollar
skemmtanir og til þess að
það megi verða, mun hún
gera allt, sem í hennar ’valdi
stendur, og hún væntir þess
fastlega að skemmtanagest-
irnir hjálpi til með þvi að
ganga vel um staðinn og
koma fram í hvívetna eins
og siðmenntuðu fólki samir.
Framkvæmdaráð Rauðhól-
anna vill sérstaklega minna
á að gerðar verða róttækar
ráðstafanir til þess að koma
í veg fyrir ölvun og annað
það, sem af henni leiðir.
Þeir f.ylkingarfélagar,
sem vilja aOstoða við
útiskemmtunina í Rauð-
hólum á sunnudaginn,
eru beðnir að gefa sig
fram á skrifstofu Æsku-
lýðsfylkingarinnar,
Skólavörðustíg 19 fyrir
kl. 3 í dag (laugardag).
Þ JOÐVIL JINN
er blað liinna starfandi
stétta. — Kaupið og les-
ið „Þjóðviljann“.