Þjóðviljinn - 07.07.1945, Page 5
Laugardagur 7. júlí 1945.
ÞJÓÐVILJINN
5
BJÖRN GUÐMUNDSSON FRÁ FAGRADAL :
HVAÐ ER AÐ GERAST
í HÚSNÆÐISMÁLEM REYKJAVÍKUR ?
Eitt þeirra mála, sem efst
eru á baugi hjá mörgum hér
í Reykjavík, eru húsnæðisvand-
ræðin. Þetta er mörgum svo
viðkvæmt alvörumál, að ríkis-
stjórnin má ekki láta sig það
litlu skipta, enda þótt bæjar-
stjórnin hafi sýnt óþolandi van-
rækslu í þessu efni. Þetta er
m'ál, sem varðar sjálfan heim-
ilisfriðinn á fjölmörgum heimil-
um og heilsu fullorðinna og
barna.
Fjölda margar fjölskyldur
sitja í ónáð vegna þess að
þær hafa ekkert annað húsnæði
að flytja í, enda þótt þær vildu
mikið til vinna að losna úr
sWkum kringumstæðum.
Mikið hefur “verið byggt af
húsum síðan styrjöldin hófst,
en samt búa ennþá hundruð
fj'ölskyldna við hinn aumasta
óg frumstæðasta híbýliskost, í
hermannaskálum, sem byggðir
hafa verið til að endast í 2—4
ár, án allra þeirra þæginda,
sem og hreinlætistækja, sem
við höfum verið að berjast fyrir
undanfarna áratugi og engin
menningarþjóð vill láta sig
vanta, eða þá í kjallaraholum,
sem eru það langt niðri í jörð-
inni, að efri brún glugganna
nemur við skósóla þína, þegar
þú gengur framhjá. Við getum
öll hugsað okkur hversu heilsu-
næmar slíkar íbúðir muni vera,
t.d. fyrir lítil börn.
Fjöldi fólks hefur flutt í bæ-
inn síðustu 5—6 árin, svo að
íbúafjölgun hefur af ýmsum á-
stæðum orðið hér mikil frá því
fyrir stríð. Nú eigum við von
á mörgu fólki frá Norðurlönd-
um í sumar eða haust, Islending
um, sem ekki hafa komizt heim
vegna stríðsins. Þetta fólk mun
skipta hundruðúm og þ.á.m.
fjölskyldur. Eitthvað mun fara
héðan í staðinn, sérstaklega til
Svfþjóðar. Þetta fólk á fullan
rétt á að flytja til landsins þeg-
ar stríðið hindrar það ekki leng
ur. En einhvers staðar verður
það að hafast við. Sumt af
þessu fólki mun eiga hér að-
standendur, sem geta tekið það
í sntáar íbúðir. En þannig mun
ekki ástatt um alla, sem heim
koma, sízt fjölskyldufólkið. Það
er hægara að hoia niður einum
og einum manni. Við skyldum
nú halda að eitlltvað væri gert
til þess að mæta þessum erfið-
leikum og ráða bót á þeim á
viðúnandi hátt, cn ekki hefur
neitt verið látið uppi um fvrir
ætlanir í því efni. Það hefur
líka sorglega lítið verið gert til
þess að ráða bót á húsnæðisvand
ræðunum undanfarin ár, Flest
hefur verið hálfgert kák og
kröfum um skömmtun á hús-
næði, sem var t þó jafn mikil-
vægt og skömmtun matvæla
hefur ekki verið sinnt. Þó hafa
húsaleiglögin bjargað mörgum
frá því að lenda á götunni eða
verða arðrændir af IrúsaJeigu-
okrurunum, sem nóg virðist til
af. Hefðu þessi lög ekki verið
sett, mundi húsaleiga hafa
hækkað margfalt í mörgum
gömlum húsum. Við sjáum það
á verði því, sem mörg gömul
hús komast í, ef þau eru seid
og á luisaleigunni í sumum
gömlurn húsum, scm skipt hafa
um leigjendur síðustu árin. Þessi
hús hafa mörg 5—6 faldazt í
verði, vegna þess hve vandræði
manna hafa verið mikil og pen-
ingaráð sumra meiri en áður.
Það er líka mikið af húsum
boðið til kauþs núna. Stundum
eru líka auglýstar íbúðir, en
þá er þess aldrei getið hvar
þau eru eða nefndir eigendur
þeirra, heldur verða menn að
renna blint í sjóinn og sækja
um íbúðirnar, sem þeir hafa
ekki hugmynd um, hvernig
líta út. Einhverjir fá sjálfsagt
I svar, en margir senda tilboð
dag eftir dag og fá aldrei svar.
Ýmsar sögur, sumar ófagrar,
mætti segja af þessum vett-
vangi og er ekki ástæðulaust
að sumir eru farnir að kalla
þetta „ástand“, og mun það
þó sízt betra en hið fyrra, eink
um vegna þess að þetta er sjálf
skaparvíti okkar.
Hjón, sem ég þekki leigðu
fyrst eitt herbergi í verka-
mannabústað og þurfti að
greiða fyrir það kr. 300 á mán-
uði, vafalaust nokkru hærri
leigu heldur en íbúðareigand-
inn hefur þurft að greiða fyrir
alla íbúðina. Svo fengu þau í-
búð í gömlu timburhúsi, sem
nýbúið var að skipta um eig-
endur og myndi sú í’búð hafa
kostað nálægt 60^—70 krónur
fyrir striðið. Nú kostar hún kr.
300 á mánuði og býst ég þó við
að sú leiga sé nokkuð í sam-
ræmi við kaupverð hússins.
Þáð eru vitanlega góð kjör hjá
því að þurfa að greiða sömu
upphæð fyrir eitt henbersi.
Lítið, rakasamt kjallara.ier-
bergi í Norðurmýrinni er leigl
fyrir kr. 350 á mánuði. Þau eru
kannski mörg þar, sem svipað
er ástatt um. Maðtir nokkur
átti kost á því að fá leigða
I veggja henbergja íbúð í Klepps
holti með því.að taka hana til
fimm ára og greiða alla leig-
una, eða ca. 20 þús. krónur
fyrir fram, þannig mætti lengi
halda áfram.
9
En Jieir cru bara ekki óhultir,
sem hafa íbiiðir, ef þeir sitja í
ónáð. Þeir húseigendur eru til,
sem lítils virða landslög, ef Jreir
telja þau sett gegn sér. Þannig
er með verndarlög, að þau eru
sett gegn óróaseggjunum, sem
misnota frelsið. Sumum húseig-
endum finnst sér ákaflega mis-
boðið að þeir skuli ekki fá að
ráðstafa sínu lnisnæði eftir
eigin geðþótta og búa í heilu
húsi, ef þeim sýndist svo, þótt
fjöldi fólks hefði ekki sóma-
samlegt Jiak yfir höfuðið. Það
er illt að vera upp á náð slíkra
húseigenda kominn, en )>að get
ur verið skylda leigjendanna að
kæra sig kollótta og sýna þeim
umburðarlyndi, eftir því sem
þörf gerist., enda þótt Jjað geti
stundum verið erfitt.
En óhætt er að segja, að
stunduni getur verið erfitt að
taka þegjandi öllum aðgerðum
húseigenda, þeirn er snerta
leigjendur þeirra. Sumir hús-
eigendur hafa hagað sér eins
og ómenntaðir ruddar eða
verstu götustrákar. Kastað ó-
kvæðisorðum að leigjendunum,
ef Joeir urðu á vegi þeirra og
látið börnin sín gera slíkt hið
sama. Sumir liafa lokað Jivotta
húsi, sem allir leigjendur eiga
að hafa aðgang að, og gefið
Jjað í skyn, að leigjendurnir
ættu enga heimtingu á Jíví að
nota það. Þá er heita vatnið,
sem orðið hefur á ásteitingar-
skránni húseigendanna. En dóm
ur hefur fallið í einu máli, þess
efnis, að óheimilt sé að loka
fyrir aðgang að hitaveituvatn-
inu, svo að þeir, sem greiða það,
geti ekki komizt að því. Það
þarf líka ekki mikla vitglóru
til þess að skilja það, að allir,
sem greiða heita vatnið, eiga
jafnan rétt á Joví, án tillits til
])ess, hvorl þeir eiga hús eða
annað þess háttar.
Sumir húseigendur gera ailt
til bölvunar sínum leigjend-
um það er Jieir geta, ef þeir
hlýða ekki og fara þegar þeim
er sagt upp mcð ólöglegíi upp-
sögn. Þegar ekki er hægt að
! fara lagalegu leiðina, þá er grip
ið til klækjanna og reynt að
bola. Slíkt hefur jafnan þótt
Ijótur siður og ódrengilegur og
fordæmdur af almennilegum
mönnum. En þar sem pening-
arnir ráða skoðunum manna og
gerðum, er ekki spurt um rétt-
læti.
Ónot og ruddáháttur hús-
1 eigendanna bitnar mest á kon-
um og börnum, sem mest eru
heima, ef þannig hagar til. að
samskipti eru nokkur. Ilefur
kveðið svo rammt að þessu, að
konurnar hafa fundið sig til-
neytlda að fara úr bænum með
börnin nokkurra mánaða tima
að sumrinu, til þess að „hvíla
taugarnar“‘. Þetta cr sannkall-
að taúgastríð eða 'Hitlersaðferð,
scm ekki hefur með ölln horfið
með höfuðpaurunum.
•
Jafnvel börnin hafa heimtað
að fara burt og kvíða íyrir að
lcoma aftur. Það þarf mikið
sálai'þrek til þess að geta allt-
af sýnt umburðarlyndi undir
svona kringumstæðum og dreg-
ið sig í hlé, enda á hver maður
Framh. á 7. síðu.
Allur heimurinn er í þakklætisskuld
við Sovétríkin, segir sænski sósíal-
demókratinn Georg Branting
EIN AFLEIÐING styrjaldarinnar er mjög aukinn
áhugi Norðurlandaþjóðanna fyrir Sovétrdkjunum, Jijóðfé-
lagsskipun þeirra og menningu. Verkamenn á Norður-
löndum hafa jafnan fylgzt af áhuga með hinuni miklu
framförum, sem orðið hafa í Sovétríkjunum undir alþýðu'-
stjórn, en nú eru J)að menn af öllum stéttum sem sækjast
eftir fræðslu um Sovétríkin ogvinna að samvinnu við þau.
GOTT DÆMI um þennan áhuga er hátíð til að
fagna sigri, sem Sovétvinafélag Svíþjóðar hélt 19. f. m.
í Medborgarhuset í Stokkhólmi. Formaður félagsins,
Einar Tegen prófessor, bauð gesti velkomna, en Georg
Branting, hinn kunni sósíaldemókrata J)ingmaður, hélt
aða'lræðuna. „Við höfum lifað tímamót í mannkynssög-
unni“, sagði Branting meðal annars. „Við finnum nú Jieg-
ar áhrif hinna miklu breytinga sem orðið hafa í valda-
hlutföllunum og ný sjónarmið ryðja sér til rúms. Þáttur
Sovétríkjanna í sigrinum mun gefa þeiitt rúm í fremstu
röð. Vestur-Evrópa hefur kynnzt hinum mikla siðgæðis-
Jjrótti sovétþjóðanna og ást þeirra á ættjörðinni. Nri eru
sköpuð skilyrði til friðsamlegrár viðreisnar í Evrópu.
Sovétríkin hafa lagt allt sitt fram og eru nú sigurvegari.
Svfþjóðar hefði beðið ægileg örlöjf' ef Sovétríkin hefðu
ekki sigrað. Allur heimurinn stendur i Jiakkarskuld við
Sovétríkin fyrir hið mikla framlag þeirra".
•
SKÁLDKONAN MARIKA STIERNSTEDT hyllti
Sovétríkin fyrir hin stórkostlegu stríðsframlög og varaði
við fasistaöflum, sem reyna að vekja sundrungu milli
Bandamanna og koma af stað nýrri styrjöld. „Við skul-
um opna austurgluggann“, sagði hún.
Danska leikkonan Lulu Ziegler las upp kvæði um
Stalíngrad og hyllti rauða herinn.
Formaður Kommúnistaflokks Noregs, Eg'ede Nissen,
talaði um alþýðustjórn Sovétríkjanna. Við höfum aldrei
efazt um mátt Rússanna, sagði hantt. Sovétþjóðirnar
hafa alltaf unnið gegn lygum, kúgun og ódrenglyndi. Við
iþökkum hinum hugdjörfu þjóðum Sovétríkjanna fyrir
þau afrek, sem þær hafa unnið.
•
RITHÖFUNDURINN ARNULF ÖVERLAND
sagði, að hann talaði í nafni meirihluta norsku þjóðar-
innar, er hann vottaði Sovétrikjunum og rauða hernum
þakklæti. „Við, sem setið höfum í fangelsum Þjóðverja,
hefðum aldrei komið heim til frjáls lands, ef Sovétríkin
hefðu ekki sigrað. Það var ekki úr attstri, sem hætta
vofði yfir, en þaðan kom hjálpin. Við óskum þess, að
sovétþjóðirnar fái brátt að einbeita kröftum sínum til
þess að byggja upp gott og voldugt ríki“.
Tillögu prófessors Tegen um að senda hlýjar kveðjur
til Stah’ns var ágætlega tekið. Ennfremur var ákveðið að
senda frú Kollontaj, sendiherra Sovétríkjanna í Stokk-
hólmi, beztu kveðjur.
Hefur Alþýðublaðið hreinan
m
ALÞYÐUBLAÐIl) kann áreiðanlega ekki að skammast sín. I>að
heldur áfram enn í gær að níða norska kommúnista. og heimildin er
bæklingur sem kratar i Englandi gáfu út fyrir þremur árum. Fregnir
síðustu vikna sýna svo ekki verður um villzl afstöðu norsku þjóðar-
heildarinnar og heiðarlegra sósíaldemókrata t.il koinmúnistanmi aorsku.
Hinsvegar mætti Stefán Pétursson minna á sós’aidemókrata í orsæti
nórska Stór]>ingsins, scm nú liefur verið tekinn til bæna, á afstöðu
Staunings til hernáms nazista, á afstöðu dýrlings Alþýðublaosins Tann-
ers, samverkamanns Hitlers — og íhuga hinn „hreina skjöl.i" þeirra í
baráttunni við nazismann. -— Eða „skjöld" Alþýðublaðsins sjálfs, sem
stuðlaði að ]>ví að íslenzkir stjórnmálaandstæðingar þess væru fang-
elsaðir og fluttir af landi burt, og hlakkaði yfir því er J>að i-ar íram-
kvæmt. Ili-ergi hefur Kvislingseðli komið skýrar í ljós hjá íslendingum.
Og svo vogar Stefán l’ótursson að tala um að þeir menn hafi ekki
hreinan skjöld, sem hafa áruin saman lagt lílið að veði í baráttunni
fyrir frelsi lands síns.
J