Þjóðviljinn - 09.08.1945, Side 3

Þjóðviljinn - 09.08.1945, Side 3
Fimmtudagur 9. ágúst 1945 ÞJÓÐVILJINN TJAUSTIÐ 1930 gerðust þau 1 tíðindi, er með réttu má telja hafa valdið tímaskiptum í sögu Þýzkalands. Hinn 14. september gekk þýzka þjóðin til ríkisþingskosninga og galt flokki nasjónalsósíalista 6 milljónir atkv. og 107 þing- sæti. í næstu kosningum á undan, árið 1928, hafði flokk- urinn fengið um eina milljón atkv. og 12 þingsæti. Svo furðulegur vöxtur stjórnmálaflokks hlaut auð- vitað að vekja nokkra athygli, en þó má fullyrða, að fáir hafi á þessum síðsumardögum gert sér grein fyrir því, að nú stóð fyrir dyrum Fimbulvetur naz- istaógna og einræðis, að hinu ■ stutta sumri Weimarlýðveldis ins væri lokið. En þó var þessu svo farið. Nasjónalsósíalisminn er upp runninn meðal snauðra smá- borgara þegar þýzka keis- aradæmið hrundi í og þá hét rust hann þýzki verkamannaflokkurinn. Á félagslegum og atvinnuleg- um krepputímum færast pólitískar skottulækningar mjög í vöxt, svo sem kunnugt er, og í kjölfar þýzku bylting- arinnar sigldu margar smá- snekkjur, er þóttust geta dregið þjóðina heila í höfn og höfðu ráð við hvers manns vandræðum. Þýzki verka- mannaflokkurinn var einn hinna mörgu flokka Þýzka- lands, er teygði til sín menn, er höfðu truflast í-pólitískum efnum, þegar veldi og velmeg- un þýzka keisararíkisins var að engu orðin. Snemma tók þýzki Ríkisherinn flokk þenn- an með sér, studdi hann með" fé og mannafla og gaf honum það, sem hann skorti mest— leiðtogann Adolf Hitler. Þýzki herinn var Ijósmóðir nasjónal- sósíalismans og fyrsta fóstra, og þau urðu söguleg örlög beggja, að báðum var búin sama gröf. Stefnuskrá nasjónalsósíal- ismans — hin frægu 25 stefnu- ■ skráratriði — er á marga lund fróðleg ef menn vilja kynnast því, hvernig. na?.istum tókst að afla sér hins mikla fvlgis meðal Þjóðverja af öllum stéttum. Þar segir svo: 1. Vér krefjumst þess í nafni þjóðlegrar vitundar, að allir Þjóðverjar sameinist í Stór-ÞýzkalauU 2. Vér krefjumst þess, að frðarsamningarnir í Versöl- um og St. Germain verði ó- nýttir. 3. Vér krefjumst landa til að fæða þjóð vora og ný- Á myndinni sést hóp- ur nazistaunglinga úr þýzku vinnufylking- unni hylla Adolf Hitl- er í Miinchen. Senni- Iega liefur mikill fjöldi þessara ung- linga fallið í styrjöld- inni, og þeir sem eftir lifa verða vonandi aldrei framar leiddir út í annan eins skolla leik. ÞRIÐJA RÍKIÐ lendna handa þeim hlutum þjóðarinnar, sem vér fáum ekki alið önn fyrir. f. Þjóðverjar einir mega hafa borgaraleg réttindi. Þeir einir, sem hafa þýzkt blóð í æðum mega vera þýzkir þegn- ar. Þess vegna geta Gyðingar ekki verið þýzkir þegnar. 5. Vér krefjumst þéss að af- numdar verði allar tekjur, sem ekki stafa beinlínis frá andlegri eða líkamlegri vinnu, og að fullu verði varpað burt oki rentuþrældómsins. 6. Vér krefjumst þess, að auðsamsteypurnar verði þjóð- nýttar. 7. Vér krefjumst þess að verkamenn fái hlut í iðnaðar- gróðanum. 8. Vér krefjumst þess, að komið verði á róttækum land- búnaðarumbótum, er fullnægi þörfum bjóðarinnar og að sér- stakar ráðstafanir verði gerð- ar til þess að sk'pta frjálslega jörðum almenn'ngsheill til hagsmuna. Og loks: Vér krefjumst að stofnaður verði þjóðarher. Á grundvelli þessarar stefnusk."ár skyldi Þriðja rík- ð verða stofnað. Svo sem sjá ná af stefnuskráratriðunum iafð: flckkurinn ekki gleymt ’vsinum þjóðfélagsþégn, nema ’■? vera sk ddi junkurum og -•tóriðjuhöldum. Stefnuskráin . ’ar sn:ðin eftir kröfum ■nauðrar alþýðu, sérstaklega óeirrar smáborgarastéttar, :sm var kúgdrepin af banka- vöxtum og ofurvaldi stórfyr- irtækjanna, en í sama mund v.tr hin gamla alþýzka stefna keisararíkisins um Stór- Þýzkaland og'nýlendur tekin hrá upp í stefnuskrána, og hervæðingarkrafan treysti bönd flokksins við hina sigr- uðu herforingja Ríkishersins. 3umt í þéssari stefnuskrá hlaut að vekja nokkurn ugg þroska. Iðjuhöldarnir og her- foringjarnir studdu á þessum árum hernaðarsamtök Stál- hjálmsins, til marks um það má geta þess ,að þeir guldu hermönnum Stálhjálmsins 50 ríkismörk hverjum, er þeir héldu hersýningu í Berlín árið 1927. Flokkur nasjónalsósíal- ista var dauðadæmdur ef hann fékk ekki fjárstyrk úr Eftir Sverri Krisíjánsson sagnfræðing , Anlanq Atiqusi Hitlgr< Krl^gt’aclfl In Oe»torr<|ch in. Rl«u) 15 Plg ®fc ^oljtte íwiraiorgon Ort 5rommuntftI|<öni ‘öorin $)cmlft)!anD* (6rtnmi Ort rt'ommunUiiUtrfi ðnirrnotujmiin •««»fi*' C«í«' ®»í«n« ■»» Df ltt»»i »*• kouiiirukrfi* luditn n*u«» u tii tðmottnbf ‘Jroin bt» 'i'iulflultn e»g« bfliif» Oif*uVf» «nb IWUuMi m| (U bi« .«•*• úwlnn l»Un WndiaoufiQnOi L«en • Weltergebenl Crirri t'rnm btiua, 6»( ti 3«iluiig l.inin (•«« >il4«n uo* iai.li -.»/• ••H eblitrrn’«■ bfi lofc.iftlfcfavn 'kt- •kllen grI<UafI<» 4v - V«|« fr mrrkloni burÁ. - ©1* <l« wrlir m í-fliu 'írt«!(»b6Ícg«a Der Faschismus — das »sf der Feind OeuttcHe ArHeitsrl Mvr kfinnl dcn Faschismu* nlederwerten I Ihr hnsijjt nur eintg aeln I Hér sést forsíða þýzka kommúnistablaðsins: „Rauði fáninn“, scm stöðugt háði hatrama baráttu gegn gengi nazismans. Efst stendur: ,,Fasisminn — það er fjandmaðurinn. Þýzkir. verkamenn! Þið getið lagt fásismann að velli! Þið þurfið aðeins að vera samtaka!“ meðal þeirra stétta, sem áttu lífsuppeldi sitt að þakka vaxta okri, stóriðnaði og stórbúskap, eii leiðtogar nasjónalsósíal- ismans fengu smám saman sannfært þá um, að stefnu- skráin skyldi ekki vera skilin í bókstaflegri merkingu og hinum slyngu lýðskrumurum tókst furðanlega. að sigla fram hjá ásteytingarsteinum stefnu skrárinnar á þeim tólf árum er liðu frá samþykkt hennar til valdatökunnar. TTn-ireisn nazista í Múnchen 1923 fór út um þúfur, og Adolf Hitier sannfærðist fljótlega um það, að vegur flokksins mundi ekki vaxa við illa und- irbúnar uppreisnartilraunir. Flokkurinn varð að halda inn á þá þjóðbraut, er Weimarlýð- veldið hafði markað, og taka þátt í stjórnmálabaráttunni á Ríkisþingi og landsþingum, enda þótt leikreglum væri ekki hlýtt. En á árunum eftir verðbólguna íram til 1930 átti násjónalsósíalisminn érfitt uppdráttar. Flokkurinn var í rauninni ekki annað .en fá- ménn pólitísk klíka, sem fékk ekki náð andanum á þeim veltiárum atvinnulífsins, er nú fóru í hönd. Ríkisherinn virtist vera búinn að týna trúnni á þennan flokk, sem hann hafði komið til nokkurs þeim sjóðum, er stóriðjuhöld- arnir notuðu í pólitískar mút- ur. Um þetta leyti tók Hitler að venja kamur sínar á heim- ili stóriðjuhöldanna og túlk- aði á fundi með þeim stefnu- skrá sína í atvinnumálum, og vann marga þeirra á sitt mál, svo sem járniðjuhöldinii Emil Xirdorf, sem hafði umsjá með pólitískum sjóðum þungaiðn- aðarins. Um sama leyti sner- ust margir keisarasinnar til fylgis við nasjónalsósíalism- ann, einkum eftir að Hitler hafði gengið í lið, með þýzku furstunum fyrrverandi í at- kvæðagreiðslunni um fursta- eignirnar. Þetta olli að vísu óánægju í flokknum meðal þeirra lágstéttarmanna, sem tekið höfðu hina gömlu stefnu skrá flokksins alvarlega. Það, sem einkum olli því, að nasjónalsósíalisminn átti litlu fylgi að fagna meðal al- menmngs O'g yfirstéttanna á þessum árum, var hinn mikli sýndarblómi iðnaðarins. — Þýzkaland lifir tekniska bylt- ingu á. þessu tímabili, byltr ingu, sem kostuð var af amer- ísku auðmagni að mestu leyti. En framleiðsla Þýzkalands var að vaxa því yfir höfuð, og þegar fyrstu þórdunur at- vinnukreppunnar . bárust til Þýzkalands, komst einn vold- ugasti iðjuhöldur Þýzkalands, Krupp von Bohlen svo að orði: „Okkur skortir markaði, en markaðir heimsins eru okkur lokaðir. Stór-Bretland hefur hlaðið um sig tollvernd- argörðum. Á Frakklandi, ítal- íu, í Svíþjóð, í Balkanlöndun- um, allstaðar rekst þýzk verzl un á múrveggi, sem eru smám saman að verða óyfirstígan- legir.“ . Afleiðingar þessa kreppuá- stands þýzks iðnaðar komu þegar í ljós í ársbyrjun 1930. Á fyrra hluta janúarmánaðar þess árs var 400 þús. verka- manna sagt upp vinnu, um sumarið sama ár hafði at- vinnuleysingjatalan hækkað úr 1 milljón upp í sex millj- ónir. Vöruútflutningur Þýzka lands hafði 1929 numið 13 milljörðum ríkismarka, en 1933 hafði hann hrunið niður í 5 milljarða ríkismarka. En í sama mund og atvinnuleys- ingjatalan hafði sexfaldast var Þýzkaland 130 milljóna- mæringum auðugra en árið 1925. Hagur Þýzkalands var því orðinn sá árið 1930, að um 18 milljónir manna urðu að lifa á lækkuðum launum. Hin almennri góðgerðarstarfsémi, en 20 millj. manna urðu að lfa á lækkuðum launum. Hin pólitísku umskiptk sem þessu fylgdu, eru nálega táknræn: á því ári er atvinnuleysið sex- faldast, vex atkvæðatala nasj- ónalsósíalismans úr 1 milljón upp í sex milljónir. Lýðræð- isflokkurinn, sem tekið hafði mikinn þátt í stofnun Weim- arlýðveldisins og gerð stjórn- arskrárinnar, var nálega þurrkaður út, skipti um nafn og kallaðist „Ríkisflokkur- inn“. Flokkur Hugenbergs, Þýzk-þjóðlegi flokkurinn, hafði misst 65 þingsæti. Af þessu varð ljóst, að hin íhalds- sömu öfl Þýzkalands höfðu snúizt til fylgis við flokk Þriðja ríkisins, nasjónalsósíal- ismann. Framhald á 7. síðu.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.