Þjóðviljinn - 09.08.1945, Side 4
ÞJÓÐVILJINN
Fimmtudagur 9. ágúst 1945
Ú.tgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sigurður Guðmundsson.
Stjórnmálaritstjórar: Einar Olgeirsson, Sigfús Sigurhjartarson.
Ritstjórnarskrifstofa: Austurstræti 12, sími 2270. (Eftir kl.
19.00 2184).
Afgreiðsla: Skólavörðustíg 19, sími 2184.
Auglýsingar: Skólavörðustíg 19, sími 6399.
Prentsmiðjusimi 2184.
Áskriftarverð: í Reykjavík og nágrenni: Kr. 6.00 á mánuði.
Úti á landi: Kr. 5.00 á mánuði.
Prentsmiðia Þjóðvilians h. f.
Frumeinda orkan
Öldum saman hefur mannkynið dreymt að fá meiri
orku í sína þjónustu. Og draumarnir hafa rætzt. Hver orku-
lindin af annarri hefur opnazt, kol og olía hefur fengizt
úr iðrum jarðar, og mannkynið hefur lært að breyta ork-
unni úr einni mynd í aðra, rafmagn og gas hefur þjónað
mönnunum, og sprengiefni margs konar hafa^verið hagnýtt
á ýmsan hátt.
Með vaxandi kvíða hafa mennirnir horft á kolanámur
og olíulindir jarðarinnar tæmast, og þeir hafa reiknað hve
margar aldir mundu líða þangað til þessi forðabúr jarðar
yrðu tæmd fyrir fullt og allt, og þeir hafa rætt um hvaða
orkulindir gætu komið í stað þessara.
Um alllangt skeið hafa augu vísindamannanna sem um
þetta mál hafa fjallað beinzt í eina og sömu áttina, þeir
Mannþekking
Símon Jóh. Ágústsson:
Mannþekking
Hagnýt- sálarfræði.
Rvík 1945. Hlaðbúð'.
Fátt er mönnum gagn-
legra en staðgóö þekking á
sjálfum sér og meöbræör-
um sínum. Hefur oft verið
fundið að því, aö vísinda-
rannsóknir nútímans beind-
uöt meir að umhverfi
manna en mönnunum sjálf-
um. En við lestur þessarar
riýútkomnu bókar dr.
Simonar geta menn sann-
færzt um, að baö er alls
ekki svo lítið, sem sálfræð-
ingar vita þegar meö vissu
um sálarlíf manna og lög-
mál þess. Sem vísindagrein
er sálfræöin mjög ung, og
þær niöurstööur, sem þegar
eru fengnar, eru lítt kunnar
almenningi. Hefir því dr.
Símon unnið hiö þarfasta
verk meö samningu þessar-
ar bókar. Hún er rituö af
þeirri hófsemi og varfærni,
sem einkenna áreiöanleg
fræöirit. Höfundur fullyröir
ekki riieira en hann getur
staöiö við og mættu ýmsir
þeir, er aldrei geta á sér
setiö meö órökstudda
hafa vitað að með því að kljúfa kjarna frumeindanna mætti
leysa úr læðingi orku, og að þessi orka væri stórfenglegri en
svo að állur almenningur geti gert sér í hugarlund. Þeir
hafa staðhæft að, ef takast mætti að beizla þessa orku yrði
gjörbylting á öllum atvinnuháttum og lifnaðarháttum mann-
kynsins. Og nú er þessi þráða stund upprunnin — mönn-
unum hefur tekizt að beizla frumeindaorkuna.
©
Það varpar vissulega skugga á þennan gífurlega sigur
vísindanna, að uppfinningin er gerð í þjónustu hernaðar og
notuð til að tortíma mannslífum og eyðileggja verðmæti.
Ekki var þetta draumur vísindamanna.
í þessu sambandi er rétt að minnast þess, að margar
hinar merkustu uppfinningar, sem fært hafa mannkyninu
blessun og hagsæld hafa fyrst komið fram sem þjónar her-
stjórnanna og þær hafa verið notaðar í þjónustu tortíming-
ar og eyðileggingar.
Hvernig stendur á þessari dapurlegu staðreynd?
í stríði er barist um líf eða dauða. Þá leggja báðir aðilar
fram allt sem þeir geta, ekkert er of dýrt í baráttunni fyrir
lífinu. Þetta er skýringin á þeirri staðreynd, að ekkert hef-
ur fleygt tækninni eins ört fram og stríðin. í sjálfu sér er
ekkert ömurlegt eða óskiljanlegt við þessa staðreynd, mann-
kynið er ekki enn vaxið upp úr því að gera mál sín upp
með vopnaviðskiptum, og er þá vissalega rétt og eðlilegt að
viðurkenna þær björtu hliðar, sem því fylgja, nóg er af
hinum dökku hliðunum.
sleggj rdóma um náungann,
margt læra af honum. En
hann lætur sér ekki nægja
að hrekja ýmsa hleypidóma
og rangar skoöanir, sem
lengi hafa veriö teknar fyr-
ir góöa og gilda vöru, held-
ur sýnir hann einnig framá,
hvernig þessar skoðanir eru
tilkomnar, rekur rætur
þeirra 1 samfélagsháttum
og sálarlífi manna. Þá segir
höfundur frá því hversu
menn þegar eru farnir aö
notfæra sér sálfræðilegar
mðurstööur í náms og
stööuvali, sem nú er mjög
fariö aö tíöka erlendis. Gam
an væri aö vita. hve lengi
íslenzkir æskumenn þurfa
aö bíöa þess aö hæfileika-
könnun hefjist hér á landi.
Mál og stíll á bókinni er
mjög ljós og ætti hver meö-
algreindur maöur aö geta
haft iiennar full not án
allrar undirbúningsþekking
ar á þessu sviði. Þó hefur á
stöku staö láöst aö þýöa er-
lendar tilvitnanir, en þess
þarf meö mál eins og t. d.
frönsku, sem mjög fáir ís-
lendingar skilja.
En verður ekki hinn nýi stórfelldi sigur vísindanna notað-
Þjcðhátíð Vestmanna
ur fyrst og fremst til eyðileggingar? Þannig er spurt og það
er meira að segja spurt hvort mannkynið muni tortímast.
Vissulega hefur oft verið spurt þannig fyr^En staðreynd-
in er sú, að sérhver sigur vísindanna hefur leitt til betri
tíma og aukinnar fnenningar, þó unnin hafi verið í þjónustu
hernaðarins, slíkir sigrar hafa oft haft geysilega pólitíska
og atvinnulega þýðingu.
Púðrið markaði tímamót í mannkynssögunni, þegar það
eyinga
Hin árlega þjóöhátíö Vest
mannaeyja fór fram í Herj-
ólfsdal dagana 3—4 þ. m.
Veöur var ágætt, einkum
á laugardaginn og fór þjóö-
hátíöin vel fram. Var hún
mjög ijölsótt að vanda. Þjóö
viljinn mun síðar skýra nán
ar frá hátíöahöldunum.
ENN UM SLEIFARLAGIÐ
Á PÓSTINUM
í gær birtist hér í Bæjarpóst-
inum smáfrásögn af bréfi, sem
ekki kamst í hendur rétts aðila
fyrr en 3 dögum eftir að það kom
á flugvöllinn í Keflavík.
í tilefni þessa hringdi fyrirtæki
hér í bænum til „Bæjarpóstsins"
og lét í ljós það álit, að atvikið,
sem minnzt var á í gær, gæti tal-
izt hraðmet, ef miðað væri við
sum önnur. Til dæmis sagðist það
hafa sett tvö bréf í innanbæjar-
póst á miðvikudaginn var, 1. ág.
Viðtábiandi annars bréfsins á
heima vestur á Melum, og hann
féldl sitt bréf á mánudaginn, 6.
ágúst, en hinn, sem á heima inni
í Sogamýri, fékk sitt degi síðar,
þriðjudaginn 7. ágúst.
Það virðist vissulega ástæða til
að rannsakað sé, hvað veldur því,
að það skuli taka hátt í viku að
koma bréfi til rétts viðtakanda
hér innan bæjar.
FJÖLGUN GISTIHÚSA —
ÖRARI FERÐAMANNA-
STRAUMUR
„Gestur“ hefur sent Bæjarpóst-
inum eftirfarandi bréf:
„I sumarleyfunum streymir
fólkið út um byggðir og ból, út í
sumar og sól. Fjöldi manna ferð-
ast um Norðurland. Þar er mftrgt
fagurt að sjá, þar er gaman að
dvelja. Leiðir flestra liggja þá um
Húsavík. En ýmsum er kunnugt
um það hversu erfitt hefur verið
að fá þar greiða og gistingu. Þar
hefur hin síðari ár, aðeins verið
starfandi einn greiðasölustaður,
Hótel Húsavík, sem hvergi nærri
hefur getað fullnægt þörfum
þeirra, sem þangað hafa leitað.
En eins og fyrr hefur verið getið
í fréttum hér í blaðinu er búið
að opna annað Hótel í Húsavík,
,,Gistihúsið Garðarshólma“. Er
þar aðlaðandi að koma og mesti
myndarbragur á öllu. Er þar með
bætt úr aðkallandi nauðsyn um
aukinn og bættan aðbúnað þeirra
gesta, sem til Húsavíkur koma og
leita sér hressingar og hvíldar.
Ætti sízt að verða minni ferða-
mannastraumur um Húsavík hér
eftir heldur en hingað til hefur
verið, þegar vitað er að þar er völ
á svo góðum greiðastað sem
„Gistihúsið Garðarshólmi" er.“
STEFANO ISLANDI
Hinn raddprúði landi okkar,
Stefán Guðmundsson, hefur leyft
Reykvíkingum að heyra til sín
nokkrum sinnum, síðan hann kom
heim. Þeir hafa vel kunnað að
nota sér þessi tækifæri, því að
allir miðar hafa alltaf verið pant-
aðir löngu áður en söngskemmt-
anirnar hafa átt að vera. Og það
er engin hætta á því, að menn sjái
eftir að fara á þessar skemmtanir.
Stefán hefur hlotið í vöggugjöf
eina hina dásamlegustu rödd, sem
nokkrum getur hlotnazt. En rödd-
in ein er ekki nóg til að ná þeirri
snilld, sem Stefán hefur til að
bera. I-Ionum er einnig gefin ytri
glæsimennska í ríkum mæli og
hrífandi persónuleiki. Og við það
bætist þaulmenntuð tjáningar-
hæfni og fjörugt temperament.
Það er þetta allt í sameiningu,
sem skapað hefur séníið Stefano
Islandi.
SKORTUR Á GÓÐU HÚSNÆÐI
Aldrei finnur maður eins sáran
til þess, eins og þegar slíka góð-
gesti ber að garði, hve óbætan-
legt menningartjón af því hlýzt,
að ekki skuli vera til stærra og
betra húsnæði að bjóða slíkum
listamönnum. Það er ekki aðeins
að listin njóti sín ekki nema til
hálfs í svo lélegu húsnæði, heldur
er enginn möguleiki á því, að all-
ir Reykvíkingar geti sótt þær
skemmtanir, sem þeir mega alls
ekki verða án, vegna þess hve
húsrúmið er lítið.
Ef rödd Stefáns Guðmundsson-
ar ætti að geta komið þessum 45
þús.. sem Reykjavík byggja, til
eyrna, yrði hann að gjöra svo vel
og halda 80—90 söngskemmtanir,
og gæti þó enginn farið oftar en
einu sinni, en flesta, sem hlýtt
hafa á hann einu sinni, mun fýsa
að fara oftar.
ÓDÝR SKEMMTUN
Aðgangseyrir að þessum
skemmtunum Stefáns er óvenju
lítill, aðeins 16 krónur fyrir
manninn, og stingur það vissu-
lega í stúf við það, sem nú er far-
ið að tíðkast hér langt um of.
Til samanburðar má geta þess, að
aðgangseyrir að hljómleikum
þeim, sem Busch mun halda hér,
hefur verið auglýstur 50 kr. fyrir
manninn. Með svona verðlagningu
er auðsjáanlega stefnt að því að.
útiloka alþýðufólk frá því að
sækja menningarsamkomur. Fá-
tækur fjölskyldufaðir, sem á þrjú
börn, getur ekki leyft sér þann
munað að snara út 250 kr. fyrir
skemmtun eitt kvöld, hversu mik-
ilsverð sem hún er. í sama horf
sækir orðið í bókaútgáfunni.
Ýmsar beztu bækur, sem gefnar
eru út hér á landi um þessar
mundir, koma aldrei fyrir almenn-
ingssjónir og virðist í rauninni
alls ekki svo .til ætlazt. Eg nefni
sem dæmi bækurnar: Ættmold og
ástjörð, Friheten og Meðan
sprengjurnar falla, sem allar eru
sönn listaverk og allar hafa verið
gefnar út með þeim hætti, að al-
menningi hefur alls ekki verið
unnt að eignast bær. Þetta er
mjög illa farið. Hvers konar list,
orða, lita og tóna, á skilyrðislaust.
að vera öllum mönnum til reiðu
og nær alls ekki tilgangi sínum,
nema hún komist til eyrna og
augna allra, sem notið geta. Þess
vegna á ríkið að greiða slíkum
mönnum, sem Stefáni Guðmunds-
syni, tvöföld forsetalaun, ef með
þarf, til að allir geti fengið að
hlýða á hann, Það á einnig að
kaupa öll hin beztu málverk mál-
aranna okkar og hafa bau al-
menningi til sýnis fyrir ekkert í
sæmandi húsakynnum. Og það á
að dreifa klassiskum bókum út á
meðal þjóðarinnar við gjafverði,
en banna með lögum að þær séu
gefnar út á þann hátt, að fáum
útvöldum sé unnt að afla sér
þeirra til menningar- og ánægju-
auka. Fátæka hafið þér jafnan á
meðial yðar en séníin sjaldan.
var fundið liðu lénsríkin undir lok og nútíma ríki tóku að
myndast. Vel má hugsa sér að atomsprengjurnar valdi hlið-
stæðum tímamótum í sögu mannkynsins. Ef til vill valda
þær því að allar þjóðir heims myndi með sér allsherjar
bandalag eða alheimsríki, og tryggi þannig þann frið, sem
mennina dreymir um.
Eitthvað í þessa átt hljóta hin pólitísku áhrif þessarar
uppfinningar að ganga. Á sviði atvinnulífsins verða áhrif
hennar ugglaust gagnger, þó búast megi við að alllangan
tíma taki að beizla orkuna svo að hægt verði að knýja hvers-
konar vélar, fastar og hreyfanlegar með henni. En það mark
hlýtur að nást, og þá renna upp nýir tímar, tímar ótæm-
andi möguleika.
Skipafréttir. Br-úarfoss fór norð
ur fyrir land í gærkvöld. Fjall-
foss og Reykjafoss eru hér. Sel-
foss var á ísafirði í gær á suð-
urleið. „Baltere" kom í gær frá
Englandi.
Esja vaf á Isafirði í gær, Súð-
in á Sauðárkróki.