Þjóðviljinn - 09.08.1945, Page 6

Þjóðviljinn - 09.08.1945, Page 6
6 ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 9. ágúst 1945 Storkurinn „Svo fljótt!“ sagði storkurinn undrandi. „Ójá,“ sagði fíkjutréð. „Þegar rigningin er kom- in á annað borð, erum við ekki lengi að, hressast.“ „Ætti ég ekki að flytja mig til mísmosunnar þarna?,“ spurði storkurinn. „Ekki ræð ég þér til þess,“ sagði fíkjutréð. „Mimo-san hefur þann sið, að loka blöðunum á nótt- unni, þegar hún sefur og það gerir hún líka, ef hún kemst í geðshræringu. Þar er líka apahyski.“ „Það er hryllilegt,“ sagði storkurinn. „Eg verð þá líklega að leita til balsamtrésins, þó að skrjáfi ónotalega í berkinum á því“. „En ég vil helzt ekki, að þú farir,“ sagði fíkju- tréð. „Það væri mér sönn ánægja, ef þú gætir gert þér að góðu, að skýla þér í holu í stofninum mín- um, þegar rigningin kemur. — En flýttu þér nú hún er að koma.“ Rigningin skall á með því feikna afli, að stork- urinn valt niður úr trénu, eins og hann hefði orðið fyrir höggi. Hann skreið rennvotur inn í holuna.“ „Nú er mér nóg boðið,“ sagði hann. „Þú átt eftir að sjá það svartara,“ sagði fíkju- tréð. „En eftir á verður allt svo guðdómlegt, að þú getur ekki gert þér neina hugmynd um það.“ Það rigndi dag og nótt — nótt og dag. Lækir og skorningar í fjallahlíðunum fylltust vatni, sem fossaði í stríðum straumum út í Níl. Og Nil óx og óx og flæddi langar leiðir út yfir bakkana. Dalurinn lá undir vatni, eins langt og augað eygði. Dýrin hlupu sem skjótast úr fylgsnum sínum og flýðu upp á hálendið. Aparnir sátu í trjánum og skræktu ámátlega. WtOð ÞETTA H -að <*r bað. sem ekki hefir t, ■■■' . . PEARL S. BUCK: * ÆTTJARÐAR\ k. . . ^INUR j verið „reiknað út“ og samdar um skýr hur? Fyrir nokkurum áratugum rannsakaði sálfræð- ingur, hve mörg „prósent“ manna og kvenna teldu sig hamingjusöm og hvorir væru lánsaniari karlmenn eða kon- ur. Niðurstaðan varð þannig: Af 109 konum voru: 20 fullkomlega hamingju- samar, 61 í meðallagi ánægð- ar, 16 afar ólánssamar. Af 100 karlmönnum voru: 16 fullkomlega hamingju- sam:r, 75 í meðallagi ánægðir, 9 afar ólánssamir. Niðurdaðan er því sú, að karimenn séu gæddir „hinu gulna rneðalhófi“ tilfinning- anha, en konum sé áíður mark aður bás. ' ' 'k „Að leggja sólina að veði“ er orðatiltæki á Spáni, og er það sagt þannig til komið: Þegar Spánverjar fóru ráns hendi um Peru, fundu þeir í Indíánamunstri fagra gull- kringlu með álmum eða „geisl um“ í allar áttir og átti hún að tákna sólina. Hermaður nokk- ur, nafngreindur, fékk dýr- grip þennan í sinn hlut af ránsfengnum. En um nóttina spiluðu hermennirnir, og sá, er „sólina“ átti, lagði hana að veði og tapaði. Braut hann þá af hgnni hvern geislann af öðrum og skipti henni allri milli þeirra, sem unnu. En mun hafa séð eftir þessu og talið ills vita. Síðan er orðatiltækið notað, þegar mikið þykir lagt í hættu. ic Varðlið bankanna í New York er um 5000 manns. Er það æft í skotfimi og vopna- burði í til þess gerðum jarð- hveldingum, sem eru undir mörgum bönkum í borginni. líta eftir flugvélinni. Það er skárra, að hún verði 1 lagi, ef við liggjum af stað í fyrramál- ið.“ 1 „Peony!“ endurtók I-wan. „Kom hún?“ „Já, hún er hérna,“ sagði En-lan. „Fáðu þér sæti. Hvernig eigum við að segja hvor öðrum allt, sém hefur drifið á dagana síðán.“ En-lan klappaði saman lóf- unum og í sama bili kom ung- iingur í Khaki-einkennisbún- ingu í dyrnar. „Biddu konuna mína að Koma,“ sagði hann. „Er Peony — ert þú—?“ stamaði I-wan. „Já, við erum hjón. Við höf- um verið það í tíu ár.“ „í tíu ár! Hvers vegna hafið þið aldrei skrifað mér?“ „Við gerðum það. Við skrif- uðum þér undir fölskum nöfn- um og héldum, að þú mundir skilja það.“ • „En ég hef aldrei fengíð neitt bréf,“ sagði I-wan undr- andi. „Við sendum það heim til þín.“ „Faðir minn hefur ekki þorað, að senda mér það,“ sagði I-wan hugsandi. Auðvit- að hafði faðir hans verið svo hygginn, að sjá, að þetta var grunsamlegt bréf. „En þú — hvers vegna skrif aðir þú ekki?“ spurði En-lan. „Eg hélt •—■ að þú værir dá- inn. Og vissi ekki, hvað varð af Peony.“ Þeir horfðu enn hvor á ann an, rannsakandi, eins og þeir væru, hvor um sig, að leita að dráttum fulorðins manns. Og unrfingsandiitinu í svip og 1-wan hugsaði með sér. „Á ég að segja þér hver Tama er?“ „Og þú! Hvað hefur drifið á daga þína?“ spurði En-lan. „Ertu kvæntur! Átu börn.“ „Já,“ svaraði I-wan. Hann langaði til að segia En-lan,! hvað Jiro og 'Gangjiro væru efnilegir — en bezt var, að Tama bærist ekki í tal. En var þetta Peony,? þessi grannvaxna kona í einkennis- búningi eins og karlmaður, I með stuttklippt hár? Hún angaði ekki af ilmvatni, eng- in merki andlitslitar sáust á henni — og höndin, sem hún rétti honum, var hörð og tók fast. Þessi hönd skalf ekki, eins og hræddur fugl. „I-wan — I-wan —“ kallaði hún. Hún reif af sér húfuna og lét hana detta á gólfið. Nú sá hann, að þetta var Peony. Hún var að vísu ekki sama fallega, þunglynda, viðkvæma stúlkubarnið, sem hann hafði þekkt. Þetta var kona En- lans. I-wan settist. „Eg get varla staðið á fótunum,“ sagði hann: „Eg skelf af undrun. Hvernig á ég a§ átta mig á þessu?“ Nú fannst honum hann hafa legið í dvala öll þessi ár. En á meðan hélt lífið áfram — þetta líf, sem hann hafði haldið, að væri liðið undir lok. Og á þennan hátt. „Hvernig gerðist þetta allt?,“ spurði hann.“ „Hvers vegna léztu mig alltaf halda, Peony, að þú vantreystir bylting- unni?“ „Eg vantreysti lionum aldrfei, “ svaraði hún glaðlega og benti á En-lan. Stóru aug- un hennar ljómuðu, þegar hún leit á hann. Þessi augu höfðu ekki breytzt. „En þú þekktir hann ekki,“ sagði I-wan. „Þú hafði aðeins einu sinni séð hann.“ En-lan fór að skellihlæja og Peony roðnaði. „Eg þekkti hann dálítið — áður en ég sá hann,“ sagði hún hikandi. „Haltu áfram,“ sagði En- lan. „Þér er bezt að játa alla lævísi þína.“ „Eg var einu sinni að raða í skúffunurh þínum —“ sagði Peony. Hún talaði hægt og gætilega. „Eg átti líka dálítið í skúff- unni, sem ég saknaði um dag- :.nn,“ sagði I-wan og fór líka að hlæja. „Hún fann bréfið, sem ég skrifaði þér einu sinni — þú manst eftir því bréfi, I-wan,“ sagði En-lan. „Hún stalst til að lesa það og — það sann- færði hana strax.“ Peony t.yllti sér á stól. Hún oeit á vörina. „Það var mitt verk að raða í skúffunum þínum, I-wan,“ ragði hún og horfði á hann. Yugu hennar tindruðti af galsa. „Já, satt er bað,“ sagði I- wan. Þau hlógu öll. I-wan hafði aldrei á ævi sinni- hlegið svona hjartanlega. En allt í einu minnist hann þess, hvers vegna þau voru öll hér. Hann sneri sér að En-lan. „Það var Chiang, sém sundraoi okkur. Nú hefur hann stefnt okkur saman aftur. Eg er með bréf til þín. Þú átt að sjá um, að það komist líka í hendur hinna, sem eigá að sjá það.“ Hann tók innsiglaða bréfið úr brjóstvasa sínum og fékk En-lan það. „Eg bjóst við því,“ sagði En- lan. En ekki datt mér í hug, að þú kæmir með það. Eg má ekki tefja lengur. Hinir bíða eftir því. Verið þið sæl á með- Hann tók bréfið og fór leið- ar sinnar. Þegar I-wan var orðinn einn eftir hjá Peony, litu þau hvort á annað og hún fór óðar að spyrja hann eftir foreldr- um hans og ömmuforeldrum. Hann sagði henríi allt, eins og var og bætti því við athuga- semdalaust, að I-ko væri kvæntur. Hánn orðaði það ekki, að hann ætti hvíta konu. Hvað kom það málinu við? — Tama kom heldur ekki mál- inu við. Hann fann það. Hún hlustaði með athygli á allt, sem hann sagði og nú var hún líkari því, sem hún var áður, þó að þessi tíu ár hefðu breytt henni meira en En-lan. Skömmu seinna kom En-lan aftur. Svipur hans var alvar- legur. Hann leit á Peöny og sagði hátíðlega: „Nú er það komið fram, sem ég bjóst við. Chiang býður bandalag.“ Hún rak upp gleðióp. Og I- wan sá, að það var ekki ástin ein, sem tengdi þau saman. „Eg sagði þér það, Peony, að hann væri mikill maður,“ sagði En-lan. „Nú verð ég, með einhverju móti, að koma mönnum mínum í skilning um þetta — þeir taka því ekki vel, ég veit það. Það verður hver að tala við sína deild. Nú verður að kalla saman fund.“ Hann horfði á Peony, ‘e:ns og hann yrði að vita álit henn- ar. Hún hneigði höfuðið til samþykkis. „Á ég að fara út og biðja bá að hringja til fund ar,?“ spurði hún. ,,.Tá, gerðu það — nei, bíddu við, ekki fyrr en eftir hálf- tíma. I-wan verður að hvíla sig. Og ég verð að vinna dá- litla stund.“ „Harm skrifar alltaf það, sem hann. ætlar að segja,“ sagði Peony við I-wan. I-vran sat á jörðinni á ber- svæðinu. Peony sat við hlið hans. Og i kring um þau sátu menn og konur, hvað innan um annað. Þetta var allt ungt fólk. Skært og brennheitt sól- skm Norðiw-Kína féll á veð- urteknu andlitin. Það var ekki auövelt að sjá mun á mönn- um og konum í þessum hópi, en öll andlit sneru í áttina til En-lans. Hann var að tala pg stóð fast hjá I-wan. I-wan fannst hann vera horf inn afur til æskuá-ra sinna, þegar hann heyrði En-lan tala. Þá . hafði hann haft tuttugu áheyrendur. Nú skiptu þeír hundruðum. — Hvernig hafði þetta gerzt? Hann hafði álitið En-lan dauð an, en hann hafði lifað, barizt og sigrað — þetta land. Þrátt

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.