Þjóðviljinn - 09.08.1945, Síða 7
Fimmtudagur 9. ágúst 1945
ÞJÓÐVILJINN
7
Þriðja ríkið
Framh. af 3. síðu.
Kosningasigur nasjónalsósí-
alismans kollvarpaði með öllu
flokkaskipan Weimarlýðveld-
isins. Næstu 27 mánuði fór
Miðflokkurinn kabólski með
stjórn undir forustu Briinings
kanslara, er var keisarasinni
að hugarfari og fékk ekki
stjórnað nema því aðeins að
ríkisforsetinn beitti einræðis-
valdi því, er stjórnarskráin
heimilaði. Á meðan Hinden-
burg skrifaði undir neyðarráð-
stafanir kanslarans gat Weim-
arlýðveldið enn skrimt að
nafninu til. En Bruning varð
það að falli, að hann reyndi
að skerða að nokkru hinn
heilaga rétt prússneskra junk-
ara til að lifa á framfæri
þýzku þjóðarinnar. Kanslar-
inn ráðgerði að þjóðnýta stór-
jarðir nokkurar, þó gegn full-
um bótum, og gefa atvinnu-
lausum verkamönnum þar
jarðnæði. En Hindenburg
gamli, sem var einn mesti
jarðeigandi ríkisins, eftir að
stóriðjan hafði keypt handa
honum ættaróðal hans, var
algerlega í höndum stéttar-
bræðra sinna, og fyrir atfylgi
þeirra og áróður, veik hann
Brúning frá völdum. Hinn
aldni marskálkur vildi engan
bolsjevism í ríki sínu. Upp frá
þessu og til valdatöku Hitlers,
var hin raunverulega ríkis-
stjórn Þýzkalands komin í
hendur pólitískra baktjalda-
manna, er hreiðruðu um sig í
návist Hindenburgs, fulltrúar
hersins, stórjarðeigenda og
iðnaðar, og í þessari klíku
voru ráðin banaráð lýðveldis-
ins. Fremsti maður í þessum
félagsskap var Franz von
Papen, kaþólskur aðalsmaður,
stórríkur, eigandi stórblaðsins
Germania, er var málgagn
Miðflokksins, meðlimur í
Herrenklub í Berlín, tignasta
félagsskap hinnar þýzku há-
stéttar. Papen varð eftirmað-
ur Brúnings, og fyrsta verk
hans var að tryggja sér stuðn-
ing Ríkishersins. Hann gerði
Kurt von Schleicher, yfir-
mann hersins að hermálaráð-
herra. Schleicher var orðinn
gamall í hermálaráðuneytinu,
undirhyggjumaður mikill og
hafði brallað margt í bak-
tjaldapólitík Ríkishersins á
umliðnum árum. Papen varð
að leita styrks hjá Ríkishern-
um til þess að framkvæma þá
ráðagerð Hindenburgsklíkunn
ar um að afnema síðustu leif-
ar lýðræðisins í Þýzkalandi.
En þótt undarlegt megi virð-
ast áttu nú þessar leifar að-
setur í Prússlandi. Þar höfðu
þrír flokkar farið með völd,
Sósíaldemókratar, Lýðræðis-
flokkurinn og Miðflokkurinn.
Happdrætti Hóskóla islands.
Athygli skal vakin á auglýsingu
happdrættisins í blaðinu í dag. Á
morgun fer fram dráttur í 6. fl.,
og verða menn að hafa endurnýj- j
að í dag, því að á morgun verða
engir miðar afgreiddir. Vinningar
á morgun eru 450, aukavinningar
eru 2, en vinningar samtals
150.600 krónur.
Nú var svo komið í Prússlandi
að þingræðisleg stjórn varð
ekki mynduð þar, en prúss-
neska þingið hafði samþykkt,
að gamla stjórnin skyldi fara
áfram með völd. Sósíaldemó-
kratar höfðu á hendi embætti
forsætisráðherra, innanlands-
málaráðherra og lögreglumála
ráðherra. Það var vitað, að
Papen mundi ekki geta verið I
lengi við völd og fylgt aftur-
haldsstefnu sinni í andstöðu
við ráðuneyti Prússlands.
Þess vegna fékk Papen Hind-
enburg til að skrifa undir til-
skipun, sem veitti kanslaran-
um alræðisvald í Prússlandi.
Þegar þetta varð kunnugt
væntu allir þess, sem vildu
verja lýðveldið, að sósíaldemó
krataflokkurinn mundi verja
Prússland gegn yfirgangi rík-
iskanslarans. Það er heldur
enginn efi á því, að Papen
hefði orðið að hrökklast frá
völdum, ef veitt hefði verið
viðnám. Verkalýðurinn beið
þess eins, að skipun yrði gef-
in um allsherjarverkfall, rík-
islögreglan og hersamtök
verkamanna voru þess albúin
að leggja til orustu, ef Ríkis-
herinn skærist í leikinn með
Papen. En leiðtogar sósíal-
demókrataflokksins biluðu á
nýjan leik, hvöttu lýðinn til
að hverfa af götunum og bíða
kosninga. Júlíkosningarnar
táknuðu stórkostlegan sigur
nasjónalsósíalismans. Nazist-
ar hlutu nálega 14 millj. atkv.
og 230 þingsæti, nasjónalsósí-
alisminn stóð á hátindi kosn-
ingasigra sinna, og krafðist
óður og uppvægur valdanna,
en Papen var ekki fús til að
sleppa völdunum í hendur
Hitlers skilmálalaust. En það
var þegar sýnilegt, að nazist-
ar urðu að komast í stjóm
þegar í stað, ef fylgi þeirra
átti ekki að rjúka út í veður
og vind. Framháld,
Up borglani
Næturlæknir er í læknavarð-
stofunni. Sími 5030.
Næturvörður er í Ingólfs apó-
teki.
Næturakstur: Hreyfill: sími
1633.
Útvarpið I dag:
19.25 Hljómplötur: Söngdansar.
20.20 Útvarpshljómsveitin (Þór-
inn Guðmundss. stjómar)'
20.50 Frá útlöndum (Bjöm
Franzson).
21.10 Hljómplötur: Fiðlusónata
eftir Ílaríni.
21.25 Upplestur (Jón Norðfjörð
leikari).
21.45 Hljómplötur: Marion And-
erson syngur.
Hjónaband. í gær voru gefin
saman í hjónaband á Akureyri
ungfrú Ásdís Þórhallsdóttir, Litlu-
Brekku^ Skagafirði, og Sigurður
Guðmundsson ritstjóri Þjóðvilj-
ans. Samstarfsmenn hans við
Þjóðviljann óska ungu hjónunum
heilla og hamingju.
Ferðafélag íslands fer tvær
skemmtiferðir um næstu helgi.
Gönguför á Tindafjallajökul. Lagt
af stað kl. 2 e. h. á laugardag og
ekið að Múlakoti, en um kvöldið
gengið upp í skála Fjallamanna
og gist þar, en farangur fluttur
á hestum, — ef hestar fást — ann-
ars gist í tjöldum á Múlakoti. Við-
leguútbúnað og mat þarf að hafa
með sér, komið aftur á sunnu-
dagskvöld. Hin ferðin er Þórs-
merkurför Lagt á stað kl. 2 e. h.
á laugardag og ekið að Stóru-
Mörk, en snemma á sunnudags-
morgun farið ríðandi inn á Þórs-
mörk og komið til baka um kvöld-
ið. Viðleguútbúnað, tjöld og mat
þarf að hafa með sér og verður
gist á Stóru-Mörk. Farmiðar seld-
ir á skrifstofu Kr. Ó. Skagfjörðs,
Túng. 5 til hádegis á föstudag.
Vegna fjarveru minnar til ágúst
loka gegnir Jón Bjarnason blaða-
maður ritstjórnarstarfi við Þjóð-
viljann þann tíma.
Sigurður Guðmundsson
Hitler heldur ræðu í Ríkisþinginu
----------------------------------------------------
Nýjar bækur, ódýrar
Síðustu dagana hafa eftirtaldar bækur komið í bókaverzlanir:
1. ísland í myndum, endurprentun síðustu útgáfu. Það
er öllum kunnugt, og ekki sízt íslenzkum kaupsýslu-
mönnum, að þessi bók hefur á undanförnum árum ver-
ið bezti landkynnirinn, sem ísland hefur haft á að skipa,
og hefur gert íslendingum ómetanlegt gagn. Upplag
bókarinnar er, vegna pappírseklu, mjög lítið að þessu
sinni.
2. Lífsgleði njóttu. Eftir Sigrid Boo. Bækur Sigríðar Boo
(svo sem „Við, sem vinnum eldhússtörfin“, „Allir hugsa
um sig“ o. fl.), eru orðnar svo kunnar hér á landi, að
ekki þarf að mæla sérstaklega með þessum höfundi.
En hitt er flestra dómur, að bókin „Lífsgleði njóttu“
sé ein af beztu bókum hennar, og þýðing Axels Guð-
mundssonar er afburða góð.
3. Kímnisögur. Þorlákur Einarsson frá Bo.rg á Mýrum
safnaði og tók saman. Þorlákur faðir hans, séra Einar
á Borg, voru áður þjóðkunnir fyrir skemmtilega frá-
sögn og ótæmandi birgðir skemmtilegra sagna. Hér
kemur í dagsljósið fyrsta hefti Kímnisagna, sem mun
verða lesið með óblandinni ánægju um land allt.
4. Kennslubók í sœnsku, önnur útgáfa kennslubókar
þeirra Péturs G. Guðmundssonar og Gunnars Leijström.
En þessa útgáfu bjó Jón Magnússon fil. cand. undir
prentun.
5. Hjartarfótur. Indíánasaga eftir Edward S. Ellis, en hann
og Cooper eru taldir slyngustu höfundar Indíánasagna
nú á tímum.
6. Meðal Indiána. Spennandi saga eftir Falk Ytter. Sá,
sem byrjar að lesa þessar bækur, leggur þær ógjarna
frá sér, fyrr en hann hefur lokið bókinni.
7. Dragonvsyck, eftir Anya Seton. Þessi saga og
8. í leit að lífshamingju, eftir W. Sommerseth Maugham,
birtust neðanmáls í Morgunblaðinu, en mik.ll fjöldi
kaupenda blaðsins óskaði þess, að þær væru sérprent-
aðar, enda er hvorttveggja ágætar bækur.
9. Grænmeti og ber, fjórða útgáfa, eftir Helgu Sigurðar-
dóttur, forstöðukonu Húsmæðrakennaraskóla Islands,
er nú komin í bókaverzlanir. Bókin hefur verið upp-
seld um tíma, en hana þarfjiver húsmóðir að eiga.
10. Lísa í undralandi. Eftir Lewis Carrol. Prentuð með
stóru og fallegu letri og prýdd fjölda mynda. Bókin er
prentuð 1937, en dálítið af upplaginu var geymt ó-
bundið, og því er bókin nú svo ódýr, að þótt hún sé
200 blaðsíður, prentuð á fallegan pappír og í laglegu
bandi, kostar hún aðeins 10 krónur. Lísa í undralandi
er barnabók, sem prentuð hefur verið oftar og ef til
vill fleiri eintök en af nokkurri annarri barnabók í
enskumælandi löndum.
Fást hjá bóksölum um allt land.
Bökaverzlun ísafoldarprentsmiðju
Norsku verkalýðs-
flokkarnir
Framhald af 5. síðu.
Stórþingskosninganna í okt.
í haust, og að halda sam-
einingarþing flokkanna í
byrjun septembermánaðar.
Einna markverðasti við-
burður í stjórnmálalífi þjóð
arinnar er hinn geysilegi
vöxtur Kommúnistaflokks
ins á hernámsárunum og er
hann enn í örum vexti.
Norski verkalýöurinn ger-
ir sér miklar vonir um þaö,
að meö sameiningu verka-
lýösflokkanna veröi hægt
aö koma á stórkostiegum
þjóöíélagslegum endurbót-
um og skapa þjóöinni á
sem skemmstum tíma vel-
megun og víötækt lýöræöi.
— HvaÖ viljið þiö segja
frekar um feröalagið?
— Við höfum lært mikiö í
þessari ferö af kynnunum
viö verkalýöshreyfingu Norð
urlanda; einlcum í förinni
til Noregs.
Sú innsýn er viö fengum
í baráttu norska verkalýös-
ins og þjóöarinnar, hafði
mikil áhrif á okkur og er
það sannfæring okkar að ís-
lenzka verkalýðnum og ís-
lenzku þjóöinni sé það mjög
í mun aö tengjast sem nán-
ustum böndum við bræðra-
þjóöir okkar á Noröurlönd-
um.
Þeim félögum gafst ekki
tími til að ræða nánar um
þessa för sína aö sinni, en
vonandi fá lesendur Þjóövilj
ans nánari fréttir af henni
áöur en langt líður.
J. B.