Þjóðviljinn - 25.08.1945, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 25.08.1945, Blaðsíða 4
ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 25. ágúst 1945 tXtgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sigurður Guðmundsson. Stjórnmálaritstjórar: Einar Olgeirsson, Sigfús Sigurhjartarson. Ritstjórnarskrifstofa: Austurstræti 12, sími 2270. (Eftir kl. 19.00 2184). Afgreiðsía: Skólavörðustíg 19, sími 2184. Auglýsingar: Skólavörðustíg 19, sími 6399. Prentsmiðjusími 2184. Áskriftarverð: í Reykjavík og nágrenni: Kr. 6.00 á mánuði. Úti á landi: Kr. 5.00 á mánuði. Prentsmiðja Þjóðviljans h. f. Ábúðarrétturiim á sjónum Það er gleðiefni öllum sæmilegum mönnum að ríkis- stjórnin hefur enn á ný sýnt stórhug sinn með því að geri kaupsamning um 30 togara í Englandi. Sjálfsagt verður þessi ráðstöfun stjórnarinnar kölluð „svikráð og landráð“ af hrunstefnumönnum Vísir og Tím- ans, eða svo sagði Vísir eitt sinn, að það væru svikráð og landráð ef farið væri að kaupa ný framleiðslutæki áður en búið væri að tryggja að þau bæru sig. En hvað sem þeir hrunstefnumenn kalla þessar framkvæmdir, þá kalla réttsýnir menn þær bjargráð. Högum okkar íslendinga er svo háttað að við hljótum að búa á sjónum kringum landið, jafnvel fremur en á land- inu sjálfu. Yfirgnæfandi meirihluta þess sem við öflum okkur til lífsframfæris hljótum við að afla úr sjó, bresti þjóðina tæki til þess getur hún ekki lifað menningarlífi. Stórvirkar athafnir ríkisstjórnarinnar, sem að því miða áð þjóðin fái í hendur hin fullkomnustu veiðiskip nútímans, eru því undirstaða undir það að þjóðin geti lifað því lífi sem henni sæmir á komandi árum. Eitt meginatriði er það sem við megum ekki gleyma í sambandi við búskap okkar á sjónum. Ábúðarréttur okk- ar þar er hvergi nærri eins vel tryggður eins og á land- inu. Margar þjóðir sækja á fiskimið íslands. Engin sam- vinna er hafin milli þjóðanna um hagnýtingu og skiptingu miðanna, þar gildir enn hin villimannlega frjálsa samkeppni. En þjóðunum er nú að verða ljósara og ljósara að við svo búið má ekki standa. Að því hlýtur að draga að gert verði samkomulag um hagnýtingu fiskimiðanna. Alþjóða- reglur hljóta að verða settar um í hve ríkum mæli veiðar verði stundaðar á hverju veiðisvæði, og þá um leið hvaða þjóðir fái rétt til að hagnýta hvert svæði. Við íslendingar teljum okkur eiga tvímælalausan for- gangsrétt að miðunum kringum ísland. Engin þjóð hefur jafngóða aðstöðu til að nýta þau sem við, og engri þjóð er slík lífsnauðsyn að nýta þau sem okkur. Þótt þessar röksemdir séu veigamiklar, munu þær þó ekki verða metnar fullgildar á alþjóðaþingum, nema að þjóðin sýni og sanni að hún hafi atorku og framtak til að nota þessi fiskimið og afla þjóðunum þar með þeirra matfanga sem þær þurfa að fá úr auðlindum íslandsmiða. Við höfum þegar sannað að sjómannastéttin okkar er afkastamest allra sjómannastétta heimsins, við fiskiveiðar. Meðalhlutur íslenzka fiskimannsins er 67.2 smálestir á ári. Meðalhlutur fiskimanns í Bretlandi er tæplega 21 smálest. Færeyjum 19^2, Noregs 8 og Nýfundnalandi tæpar 6 smá- lestir. En því miður hefur það einnig komið 1 ljós að við kunnum ver að hagnýta aflann en allar aðrar þjóðir, því engin þjóð fær eins lítið fyrir hvert kg. sjávaraflans eins og íslendingar. En eigi að síður eru þessi miklu afköst íslenzkra fiskimanna ein sterkasta röksemdin fyrir því að það sé réttmætt og sjálfsagt að fela okkur fyrst og fremst að nota fiskimiðin við ísland til að afla sjálfum okkur og öðrum fæðu, en til viðbótar þessu verður að sýna að við höfum hug og dug til að afla þeirra tækja, sem með þarf, það er skipa af fullkomnustu og beztu gerð. Þetta er Nýbyggingarráð og ríkisstjórnin að framkvæma. Hún er að skapa þjóðinni lífsmöguleika og gerá það sem gert verð- ur til að tryggja henni ábúðar'rétt á hafinuJcringum land- , ið, en það-er stærsta mál þjóðarinnár að sá ábúðarréttur verði henni tryggður. . Biblíufræðingur Vísis ritar skemmtilegan heimskuvaðal í leiðararúm blaðsins á þriðjudag- inn undir fyrirsögninni: ,,Falsspá- menn“. Er höfundum biblíunnar lögð þar orð í munn, sem þeir reyndar aldrei hafa sagt. í greininni segir: ,,... falsspámenn hafið þér jafnan á meðal yðar, stendur í biblíunni“. l»að er leið- inlegt að „ókristilegt kommún- istablað" skuli þurfa að benda hinum þíramídaþenkjandi guðs voluðu Vísisritstjórum á, að þessi orð standa hvergi í biblí- unni, nema til sé einhver sérút- gáfa af þessu helga riti, sem Vísismenn nota til uppsláttar, þegar öll vopn eru þrotin til „baráttu gegn bolsévismanum“. Nei, góði Vísismaður, ef þú ætlar að grafa upp hverja bók þér til hjálpar í hinni þýðingar- lausu baráttu, þá ættirðu að leita í annarri bók fremur en þeirri, sem greinir frá einum hinum merkasta sósíalista allra alda, Jesús frá Nazaret. En annars skil ég vel mistök þín. í biblíunni stendur nefni- lega: „FÁTÆKA hafið þér jafn- an á meðal yðar.“. Og hver getur undrazt það, þó að FÁTÆKUR breytist hjá Vísi í FALSSPÁ- MAÐUR? Það er tungunni tam- ast sem hjartanu er kærast. En ef notað er hið rétta orð, kemur setningin alveg rétt út: ,,Fátæka hafið þér jafnan á meðal yðar“ stendur í biblíunni. Slíkt er eng- in nýjung, en illa getur farið, ef of rnargir" þeirra öðlast efnalegi; sjálfstæði og andlegan þroska, því að þá afnema þeir auðvalds- skipulag fátæktarinnar, sem Vís- isdindlarnir hafa sitt lifibrauð af að verja. Illgirnin ræður o Enn eru í fersku minni hin ar fávíslegu árásir Vísis á fiskimálanefnd út af fisk- flutningunum á s.l. vetri. Varð Vísir sér þá svo mjög til skammar með fullyrðing- um sínum er ekki áttu sér stoð í veruleikanum að blað- ið hefur haft hægt um sig nokkra hríð. En • í gær hóf Vísir þessar árásir að nýju, og hefur auðsjáanlega engu gleymt og ekkert lært. Innrætið er hið sama og áður, illgirnin eins. Heitasta ósk þeirra manna, er Vísi skrifa, er sú að atvinnuveg- unum og þá fyrst og fremst sjávarútveginum vegni illa. Það hlakkar í Vísi í hvert GÓÐUR OG HLJÓÐUR GESTUR í LANDI Það kann að virðast rangt að telja nokkurn íslending gest á íslandi, og ekki er það af neinni löngun til að láta þá kenna hins minnsta kala sem dvalizt hafa langtimum erlendis, að svo er tekið til orða. En samkvæmt venjulegri skilgreiningu orðsins hlýtur það þó að eiga við þá íslendinga, sem dvelja flestum stundum erlendis; en gista ísl’and aðeins skamma hríð endrum og eins. Jón Helgason hefur gist ætt- jörð sína í sumar. En það hefur verið ótrúlega hljótt um þenn- an gest, allt of hljótt myndu víst flestir segja. Ekki mun það þó stafa af því, að landar hans hafi ekki haft fullan hug á því að leika við sitt eftirlæti, heldur hinu, að maðurinn hefur sjálfur óskað að fá að vera í friði og ekki kært sig um að mikið væri látið með hann. Það var auð- heyrt, er hann kom fyrst til landsins, að hann vildi ekkert með blaðasnápana hafa. Hann leitaði brátt út í náttúruna eftir heimkomuna til að komast í snertingu við ástmold sína og ættjörð (og ef til vill einnig til að komast burt frá skarkalan- um og ágengnuna fréttamönnum). Við verðum því enn sem fyrr að láta okkur nægja þá kynningu, sem við getum af honum hlotið með því að lesa verk hans. „UR LANDSUÐRI" Það mun ekki meira en ára- tugur, síðan almenningi á ís- landi tók að berast til eyrna, að við Eyrarsund austur dveldist íslenzkur menntamaður, sem væri óvenju hnyttinn hagyrð- ingur. Ýmsar af vísum hans urðu brátt landfleygar, og svo var mikill sumra kraftur, að þær kváðu svo gjörsamlega nið- ur þá drauga, pem þeim var beint gegn, að enginn vildi eftir það láta sér við þá bendlað. Allir muna, hvílíkur voða veðra- gangur varð hér í landi árið 1938, þegar Guðmundur Hagal’n lét frá sér fara sína dæmalausu bók: ,,Sturlu í Vogum“. Sá, er þetta ritar, hlýddi á vindmikinn unglingafræðara, sem hvorki vildi standa Ólafi Thors né öðr- um bókfróðum mönnum að baki, lýsa því yfir við nemendur 1 eldri deild Laugaskóla, að á því léki lítill vafi, að „Sturla í Vogum“ myndi valda aldahvörf- um í íslenzkum bókmenntum! En svo kom bara Jón Helgason með sínar fjórar sterku ljóðlínur, og síðan hefur varla nokkur mað- ur viljað láta um sig spyrjast, að hann teldi „Sturlu í Vogum“ til bókmennta. Árið 1939 kom á íslenzka bókamarkaðinn ljóðabók, er bar nafnið: „Úr landsuðri". Höfund- ur hennar var þessi hnyttni Is- lendingur við Eyrarsund austur. Það þurfti ekki að hvetja menn til að kaupa þessa bók. Hún rann út, var lesin, lærð og rædd um land allt, lesin aftur og aft- ur, þangað til hún var bókstaf- lega ekki til lengur sem bók. En ljóðin standa nú þrykkt á andlegt bókfell þúsunda íslenzkra ljóðunnenda, og þar er til þeirra gripið, þegar mönnum finnst við eiga. Og aftan við er þá ævin- lega skeytt: ,,Eins og þar stend- ur“, en ekki: „eins og Jón Helga- son segir“. Þetta er að vera þjóðskáld. Jón hefur flutt eitt erindi í útvarpið um íslenzka bókaútgáfu í Danmörku á stríðstímanum. Það, sem einkenndi þetta erindi var hið dæmafáa yfirlætisleysi. Þessi maður, sem okkur er tið- ast að ætla, að sé gagnkunnur öllu rituðu máli, sem út kemur á Norðurlöndum, hikar ekkert við að segja: Um þessar bækur sem hann tiltekur, mun ég ekki ræða, því að þeim er ég ókunn- ugur eða á þær her ég ekki skyn. Og þegar hann ræðir um bók, sem allir vissu, að hann átti drýgstan þátt í að velja kvæði í og gefa út, þá orðar hann það svo: „Eg var viðstadd- ur, þegar kvæðin voru valin“. Og hann gat þess aðeins, að hann hefði verið viðstaddur, vegna þess að hann þurfti þess með í öðru sambandi. Mikið gætu þeir af þessu lært, sem byggja ræður sínar upp úr nokkrum tíu álna löngum égum með nokkrum orðum inn á milli í hvert skipti sem þeir opna sinn munn. Það væri leitt, ef þessi gest- ur færi svo úr landi, að fólk fengi ekki að hlusta á hann með „augunum", og svo er um fleiri íslendinga, sem nú dvelj- ast hér í landi, en fara utan, er haustar að. Eg vildi stinga því að þeim íslendingum, sem nú eru nýkomnir heim, að það yrði áreiðanlega vel þegið, ef þeir efndu til opinberra allsherjar skemmtana, þar sem margir hinna nýkomnu kæmu fram á sjónansviðið. Ágóðanum væri vel til fallið að verja til dæmis til styrktar starfsemi íslendingafé- laganná í Höfn. Slíkt tækifæri væri og tilvalið til að sópa kaup- endum að þeim bókum, sem gefnar eru út í Höfn um íslenzk efni o. s. frv. Eitt er áreiðan- legt: Bæði hinir nýkomnu og við, sem heima höfum dvalið, gætum haft ómetanlegt gagn af slíkum „menningartengdamót- sinn er hann sér hilla undir von um ófarir atvinnuveg- anna, og þá grípur hann til fullyrðinga, en hitt skiptir Vísir engu, hvort nokkuð er hæft í því er hann segir — því illgirnin ræður. Af öllum þessum sökym er stórhuga framkvæmdum ríkisstjórnarinnar og Nýbyggingarráðs í skipakaupunum fagnað, og með hverri nýrri framkvæmd á því sviði fylkir þjóðin sér fastar að ,baki stefnu ríkisstjórnarinnar, enda er stefna hennar, — „sem arðbáerasta atvinna-fyrir alla“ —- krafa þjóðarinnar. Endurbætur á Stýri- mannaskólanum gamla Bæjarráö hefur heimil- að borgarstjóra að láta gera endurbætur á gamla Stýrimannaskólanum fyrir Gagnfræðaskóla ■ Reykvík- inga.. Orðsending frá Mæðrastyrks- nefnd. Konur þær sem fara i boði nefndarinnar að Laugar- vatni, mæti í Þingholtsstræti 18 kl. 9. f. h. mánudáginn 27. þ. m.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.