Þjóðviljinn - 25.08.1945, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 25.08.1945, Qupperneq 6
6 ÞJÓÐVIL JINK Laugardagur 25. ágúst 1945 Storkurinn „Sjáum til!“ sagði fíkjutréð hugsandi. „Eg veit ekki um neina skepnu, sem lýsingin á nákvæm- lega við. — Jú, bíddu nú við! Það er þó vænti ég ekki krókódíllinn? Hann er ferfættur, hefur lang- an hala og syndir í kafi eins og fiskur. Þarna kom það! En ég veit náttúrulega ekki, hvernig hann er á bragðið“. „Er hann hér?“ spurði storkurinn og vatn kom í munninn á honum af tilhlökkun. „Flýttu þér að vísa mér á hann“. „Ja, hvort hann er hérna. Það er mesti fjöldi af krókódílum hér- Bara að þeir séu ekki of stór- ir handa þér. Satt að segja eru sumir þeirra.karl- ar í krapinu og aðrar skepnur langar ekki til að verða fyrir hrekkjum þeirra“. „Hafðu ekki áhyggjur af því,“ sagði storkurinn. „Þetta eru auðvitað einhverjar lyddur og minni máttar dýr, sem hafa beyg af þeim. Salamandra verður aldrei annað en salamandra. Eg segi þér satt, að ég hef borðað þær með' góðri lyst heima í Danmörku. Og þær stærstu eru beztar.“ „Mundu hvernig fór með snákinn-“ sagði fíkju- tréð. „Vertu ekki að minna mig á snákinn. Þá var ég ókunnugur hérna. En nú þekki ég ykkur öll. Hvar er krókódíllinn? Eg er matbráður.“ „Já, já. Vertu rólegur. Krókódíllinn er í Níl. Fjöldi krókódíla! Horfðu bara út á fljótið. Eg skal segja þér til, ef einhver þeirra stingur upp trýn- inu.“ Storkurinn starði út á fljótið litla stund, sem honum fannst þó aldrei ætla að líða. Hann var svo óþreyjufullur- „Þarna er hann!“ sagði fíkjutréð. „Sjáðu! Sjáðu! Sérðu ekki litla ey? Rétt hjá henni kemur eitthvað upp úr vatninu. Það er trýni á krókódíl. Og ég sé ekki betur en það sé einn þeirra stærri.“ „Eg sé hann ekki héðan,“ sagði storkurinn. „En eyna sé ég. Nú fer ég og sezt á hana. Þá sé ég salamöndruna.“ Storkurinn flaug. „Bíddu! Bíddu við! hrópaði fíkjutréð á eftir hon- um. „Ertu frá þér. Þetta er engin ey. Það er haus á Nílhesti. Varaðu þig!“ Ring Lardner: Hnefaleikakappinn ÞETT4 Piltur í íslenzkuprófi átti aö beygja oröið kona í öll- um fölluin fleirtölu. þetta var við Menntaskólann á Akureyri. Eins og menn vita, er kvennaskpli að Laugalandi í Eyjafirði. Pilt- urinn var alveg á því hreina með þrjú fyrstu föllin: „það eru konur, um konur, frá konum, til . . . . ”, en þá strandaöi hann. Kennarinn vildi létta und- ir með honum og sagði, að það væri menntastofnun hér frammi 1 firöi, sem væri kennd viö þessa eignarfalls- mynd. Þá rann upp ljós fyr- ir drengnum, og hann ruddi beygingunni út úr sér í snatri: „Það eru konur, um konur, frá konum/ til kvennaskóla.” Skólastjóri nokkur, sem þótti dálítið utan viö sig stundum, var að ávarpa nemendurna og hóf ræðu á þessa leið: „Góðir hálsar og konur! Er nokkur hér, sem ekki er viðstaddur?” klukkan fjögur og liggja fyr- ir stundarkorn. — Eg þarf engrar hvíldar með til að geta lamið þenna náunga, sagði Midge. Hann mun liggja nóg fyrir okkur báða. Hann hló jafnvel hærra en hann hafði lungnaþol til og stikaði út úr salnum meðan horft var á hann undrunar- og aðdáunaraugum. Það lengsta sem Midge komst í átt til hafnarinnar var á hornið hjá Boylston og Tremont, og daman sem beið hans var eftirtektarverð- ari sjón en afli hins heppn- asta Massachusetts-fiski- manns. Og hún gat líka talað — sennilega meira en fiskur- inn. — Ó, drengur! sagði hún, og nokkrar silfurtennur komu í ljós meðal þeirra sem voru úr gulli. — Ó, þú bardagamaður! Midge brosti til hennar. — Við skulum fara eitt- hvað og fá okkur snafs. Einn sakar ekkert. Fimm mánuðum síðar, í New Orleans, eftir að hann hafði breytt útliti Buds Cross í þriðja sinn, lauk Midge við æfingarnar undir keppnina um meistaratitilinn við Hol- lendinginn. Þegar hann kom í gistihús- ið eftir lokaæfinguna stað- næmdist hann hjá piltum að norðan, sem höfðu komið alla leið til þess að sjá hnefaleika- meistara sigra á ný, því úr- slit þessarar keppni voru tal- in svo viss að jafnvel sér- fræðingana renndi grun í þau. Tommy Haley náði í póst- inn og lykilinn að herbergi Midges. Hann var í baði, þeg ar Midge kom upp. — Nokkur póstur? spurði Midge. — Þarna á rúminu svaraði Iialey frá baðkarinu. Midge tók bréfabunkana og leit á þau. Hann valdi þrjú bréf úr bunkanum og lagði þau á borðið. Hinum fleygði hann í bréfakörfuna. Svo tók hann hin þrjú og hélt á þeim stundarkorn, horfði út í loft- ið og virtist annars hugar. Að lokum leit hann aftur á ó- opnuð bréfin, stakk einu í vasann, henti hinum, en hitti ekki bréfakörfuna. — Helv....... sagði hann beygði sig niður og tók þau upp. Hann opnaði bréfið, sem var stimplað í Milwaukee og las: Elskulegi eiginmaður. Eg hef skrefað þér oft og mörgum sinnum og aldrei feingið þau, svo ég skrefa þér enn og vona þú fáir það og svarir. Mér leiðist að þurfa að ergja þeg með á- áhyggjum mínum og mindi ekki gera það, ef það væri ekki vegna barnsins og ég er ekki að biðja þig að skrefa mér, heldur að senda eitthvað af peningum, þeir eiga eki að vera ferer meg, heldur barnið því það hefur verið veikt síð- an í ágúst og læknirin segir að það geti eki lefað megið leingur ef það fær eki betra viðurværi, en eins og ástæð- urnar eru nú er slíkt als eki hægt. Sam hefur ekki unnið í heilt ár og það sem ég vinn fyrir dugir yarla fyrir húsa- leigunni. Eg er ekki að biðja um peninga ferir sjálfa meg heldur að senda ferir því sem ég skulda, þegar þú átt hægt með, ég held það sé um 36 dollarar. Góði, reyndu að senda þá upphæð, það dugir mér, en ef þú getur það ekki þá reyndu að senda eitthvað. Konan þín, Emma. Midge reif bréfið í tætlur og fleygði þeim á gólfið. — Peningar, peningar, pen- ingar! sagði hann. Það er eins og það haldi að ég sé búinn til úr tómum peningum. Ætli sú gamla heimti ekki peninga líka. Hann opnaði bréfið frá móður sinni: Kæri Mikael. Connie vildi endilega að ég skrifaði þér til að segja að bú verðir að sigra Hollendinginn, hann segist vera viss um að þú sigrir og bað mig að biðja þig að skrifa og segja okkur frá því en ég býst ekki við þú hafir tíma til að skrifa, annars hefðum við fengjð bréf frá þér fyrir laungu en ég vildi óska að þú gætir skrifað eina eða 2 lín- ur, því að það myndi verka betur á Connie en heil flaska af meðölum, Það væri mikil hjálp ef þú gætir sent mér eitthvað af peningum öðru hyoru ef þú mátt missa þá og nokkrar línur ef bú hefðir tíma til að skrifa aðeins það myndi gleðja Connie hugsaðu bér bara að hann hefur nú legið rúmfastur í þrjú ár Connie segist óska þess að þú vinnir. þín mamma Ellen F. Kelly. — Datt mér ekki 1 hug, sagði Midge. Þau eru öll eins. Þriðja bréfið var frá New York og hljóðaði svo: Hunangið mitt: — Þetta er síðasta bréfið sem þú færð frá mér áður en þú keppir, en ég ætla að senda þér skeyti á laugardaginn, en ég get ekki sagt í skeytinu eins mikið og mig langar-til, þess vegna skrifa ég til að segja þér að ég bið fyrir þér að þú megir sigra í keppninni. Berðu hann miskunnar- laust, hunangið mitt, og hlífðu honum ekki, og gleymdu ekki að senda mér skéyti' þegar þú ert búinn. Gefðu honum gömlu vinstri handar höggin þín á nefið og vertu ekki hræddur við að af- skræma hann, því hann gæti ekki orðið verri en hann er. En láttu hann ekki skemma andlitið á fallega drengnum mínum. Ætlarðu að muna það, hunangið mitt. Jæja, hunangið mitt, ég vildi gefa mikið til að fá að horfa á bardagann, en ég reikna með að þú elskir Haley meira en mig því annars myndir þú ekki láta hann stía mér frá þér svo lengi. En þegar keppninni er lokið getum við yerið eins og okkur listir og sagt Haley að fara til fjandans. Jæja hunang, ég sendi þér skeyti á laugardaginn, og ég var nærri búinn að gleyma því, að þú þarft að senda mér meiri peninga, tvö hundruð býst ég við, þú þarft að senda þá í símaávísun eins fljótt og þú getur. Þú gerir það hun- angið mitt. Eg sendi þér skeyti á laug- ardaginn og gleymdu ekki hvað mér þykir vænt um þig. Jæja, vertu bless elskan og góða skemmtun. Grace. — Þau eru öll eins, sagði Midge. Peningar, peningar, peningar. Tommy kom úr hliðarher- berginu og gljáði allur eftir baðið. — Eg hélt að þú lægir fyr- ir, sagði hann. — Eg ætla að gera það, sagði Midge og fór að losa reimarnar á gulum skónum. — Eg kem til þín klukkan sex; það er bezt fyrir þig að fá matinn hingað upp til þess að losna við þessi montprik þarna niðri, ég verð að fara og láta þessa fugla fá að- göngumiða. —- Hefurðu frétt nokkuð frá Goldberg, spurði Midge. — Já, sagði ég þér það ekki. Fimmtán vikur á fimm hundruð ef við vinnum. Og við getum fengið tryggingu fyrir tólf þúsundum og einka-

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.