Þjóðviljinn - 05.09.1945, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 05.09.1945, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 5. sept. 1945. ÞJÓÐVILJINN Jóhann J. E. Kúld: Fiskveiðihöfn á Grænlandi er lífsnauðsyn fyrir íslendinga í framtíðinni Nú í seinni tíð, síðan skrið- ur komst á þá nauðsyn að endurnýja og auka fiskveiði- flota- íslendinga undir for- ustú núverandi ríkisstjórnar, þá hefur verið mikið talað um hve brýn þörf sé víða á hafnarbótum við strendur þessa lands. Og í því sam- bandi hefur verið talað um landshöfn hér við flóann, og einnig um hafnarbyggingu á Rifi á Snæfellsnesi. Þetta er allt gott og blessað svo langt sem það nær. Hinsvegar hef ég aldrei heyrt minnzt opinberlega á nauðsyn íslenzkrar fiskveiði- hafnar á Grænlandi, hvorki frá hendi útgerðarinnar, né stjórnarvalda. Þó er það stað reynd öllum þeim er vilja rökrétt hugsa þessi mál, að slík höfn er ekki aðeins æski- leg vegna vélbátaflotans sér- staklega, heldur verður hún lífsnauðsyn til að tryggja ör- ugga afkomu þessa flota í framtíðinni. Þetta kemur á- reiðanlega skýrar í ljós þeg- ar fram líða stundir. Eg skrifa þessar línur í trausti þess, að íslenzkir útgerðar- menn og stjórnarvöld, geri sér fulla grein fyrir þýðingu þessa máls vegna framtíðar íslenzkra fiskveiða, og geri þar af leiðandi nauðsynlegar ráðstafanir í tíma svo íslend- ingar missf ekki þennan rétt út úr höndunum á sér. Eg mun nú í fáum dráttum útskýra þessa nauðsyn. Á þeim tíma þegar vetrarvertíð lýkur hér á Suðurlandi, eða um það bil, þá byrjar vor og sumarvertíðin við Grænland. Það er staðreynd að fiski- gengd er þar meiri í sjónum þennan tíma árs heldur en hér við ísland. Hún er svo mikið meiri, að hún tekur oft jafnvel bezta vetrarvertíðar- afla hér fram. Þar við bætist að á þessum slóðum eru alveg sérstaklega auðug lúðumið. Líklegast þau allra auðug- ustu í heimi. Þegar vélbáta- flotinn verður stóraukinn á næstunni, þá mun það brátt koma í ljós, hve æskilegt það væri að nokkrum hluta þessa flota v'æru búin skilyrði til Grænlandsvéiða. Sumir munu máski segja, að allur vélbátaflotinn eigi að stunda síldveiðar yfir þetta tímabil. Því er til að svara að margir af vélbátun- um eru alls ekki heppilegir til þeirra veiða, ef um eitt- hvað annað væri að ræða. Það á líka eftir að koma í ljós, að fyrir því eru mikil takmörk, hvað hægt er að auka dragnótaveiðar frá því sem nú er hér^ og á ég þar við sumarveiðina. Þar að auki er það frá þjóðfélagslegu sjón armiði mikið vafamál hvort einbeiting alls flotans að síldveiðinni yfir sumarið sé réttlætanleg, séu skilyrði fyr- ir hendi að stunda annað, með góðum árangri. Allir vita, að síldveiðin getur brugðizt. Að skipta flotanum til síldveiða og Grænlands- veiða væri að mínum dómi hyggilegri ráðstöfun. Færeyingar hafa höfn á Vestur-Grænlandi sem þeir notuðu fyrir stríð og nota nú í sumar fyrir nokkur skip. íslendingar hafa hinsvegar aldrei svo mér sé kunnugt, reynt að fá viðurkenndan rétt sinn til að hafa fiskveiði- bækistöðvar þar í landi. Nú eru síðustu forvöð að fá við- urkenndan þennan rétt. Ef þessu máli verður ekki hreyft í sambandi við endanlega samninga á milli íslands og Danmerkur, þá er þetta mál íslendingum tapað. Þessir samningar standa fyrir dyr- um. Við þurfum ekki aðeins að fá fiskveiðihafnir á ein- um eða tveim stöðum á vest- urströndinni, heldur verðum við líka að fá rétt til hafa bækistöðvar á Austur-Græn- landi. Þetta verður að vera krafa íslenzkra stjórnarvalda nú, þegar samið verður á milli ríkjanna um hin ýmsu mál sem ósamið er um enn- þá. Fáist þetta ekki fram með samningum, þá verður að krefjast úrskurðar alþjóða- dómstóls og gera þessa kröfu á grundvelli sögulegra stað- reynda og Gamla sáttmála. Þetta er ekkert smámál, því við lausn þess mun verða tengd að sumu leyti framtíð og þróun íslenzkra fiskiveiða. Reykjavík, 26. ágúst 1945. Jóhann J. E. Kúld. Söngskemmtun Þorsteins H. Hannessonar Þorsteinn H. Hannesson, tenór efndi til söngskemmt- unar í Gamla Bíó í fyrra- kvöld kl. 19,15. Eins og kunnugt er hefur Þorsc.einn getiö sér ágætan orðstír sem söngvari, enda þótt hann sé enn kornungur sem lista- maöur. Hann hefur dvalizt alllengi eriendis til að þroska sig í list sinni og mun aöeins dvelja hér skamma hríð aö sinni, en halda síðan utan aftur til frekara náms. Hefur hann haldiö söngskemmtanir norðan lands 1 sumar, á Ak- ureyri og Siglufiröi, viö fá- dæma góðar undirtektir. Þaö veröur ekki sagt, aö nú sé heppilegur tími fyrir ungan listamann að „troöa upp" í Reykjavík. Stefán ís- landi hefur glatt Reykvík- inga með fjölmörgum söng- skemmtunum, vafinn frægö arljóma margra ára fjarvist- ar og glæstra söngsigra. Rögnvaldur Sigurjónsson, píanósnillingur, kom heim frá Ameríku með lofsamleg ummæli heimskunnra list- dómenda fyrir píanóleik sinn í Washington aö vega- nesti. Rétt í kjölfar hans sigldi sjálfur heimsmeistar- inn Adolf Busch hraöbyri til hjartna allra listunn- enda. Og fyrir örfáum kvöld um hélt eftirlæti flestra Reykvíkinga, Guömundur Jónsson, kveöjuhljómleika. En þrátt fyrir þetta fékk Þorsteinn Hannesson fjöl- marga hlustendur og ein- staklega góöar viötökur. Fagnaðarlátum áheyrenda ætlaði aldreí aö linna, þeg- ar honum tókst bezt upp. Varð hann að endurtaka sum lögin og syngja mörg aukalög. Fögrum blómsveig- um rigndi vfir söngvarann. Á söngskránni voru 12 lög, þar af 4 epAv innlenda höfunda. Meöal laganna eft- ir erlenda höfunda voru 3 aríur: aria úr óperunni Carmen eftir Bizet, óper- unni Tosca eftir Puccini og óperunni I Pagliacci eftir Leoncavallo. Söng hann þær allar af einstakri karl- mennsku og myndugleik. í hinni síðast nefndu kom greinilega fram afbragð's vel menntuð tjáningarhæfni. Þorsteinn hefur hrífandi persónuleik og glæsi- mennsku til aö bera. Og hann má ekki spilla ahrif- um þess meö því aö rýna í textana á blööum. Hann veröur að læra þá skilyrðis- laust, svo aö hann geti gef- ið sig allan aö söngnum og dragi eikki athygli hlust- enda aö afkáralegu pappírs- fitli. Lýðræðisöfl Þýzkalands sam- stilla krafta sína y^NDFASISTAFLOKKARNIR í Þýzkalandi hafa myndað samfylkingu, og komu nýlega saman fulltrúar miðstjórnar Kömmúnistaflokksins, mið- stjórnar Sósíaldemókrataflokksins, stjórn Kristilega lýðræðisflokksins og Frjálslynda lýðræðisflokksins. Fregnir herma að á fundi þessum hafi ríkt andi eindrægni og samvinnu, og var eftirfarandi ályktun samþykkt: ITITLER hefur bakað Þýzkalandi mestu vand- ^ ræðin, sem landið hefur nokkru sinni komizt í. Það er á allra vitorði að Þýzkaland átti sök á styrjöldinni. Verulegur hluti þýzku þjóðarinnar lenti undir áhrif nazistakenninganna, og fylgdu nazistum í hinni ægilegu styrjöld þar til yfir lauk. Mikill fjöldi Þjóðverja lét berast með straumnum án þess að spyrna við, og eiga því sinn þátt í ábyrgð- inni á Hitlersstjórninni. jjANNIG steypti Hitler þjóð vorri í glötun, gerði hana ábyrga fyrir því sem gert var og bakaði henni vansæmd. Einungis með gerbreytingu hugar- fars þjóðarinnar, einungis með sköpun andfasistískt lýðræðisskipulags er hægt að bjarga þýzku þjóð- inni. • J'ULLTRÚAR hinna fjögurra flokka hafa ákveðið að mynda sterka samfylkingu andfasistískra lýð- ræðisflokka til þess að leysa með samstilltum kröft- um þau verkefni sem framundan eru, og hefst með þeirri ákvörðun nýr kafli þýzkrar sögu. Flokkarnir viðurkenna sjálfstæði hvers þeirra um sig, þrátt fyrir samfylkinguna, en mynduð hefur verið samvinnustjórn flokkanna, og mun hver hinna fjögurra flokka tilnefna fimm fulltrúa í hana. Sam- vinnustjórnin setur sér þessi verkefni: 1. Samvinnu í baráttunni fyrir því að hreinsa Þýzkaland af öllum leyfum nazismans og hefja end- urreisn landsins á andfasistískum lýðræðisgrund- velli, baráttu gegn hugmyndafræði nazismans og heimsveldasinnuðum hermennskutilhneigingum. 2. Samstilling allra afla til að flýta fyrir endur- reisn atvinnulífsins í Þýzkalandi^ tryggja þjóðinni vinnu, matvæli, fatnað og heimili. 3. Koma á iögum og reglu á grundvelli lýðræð- is- og réttarríkis. 4. Tryggja trúfrelsi og virðingu fyrir trúarhug- myndum 'og skoðunum. 5. Vinna traúst og hefja á ný skipti við allar .nágrannaþjóðir, byggð á gagnkvæmri virðingu; bæla niður allar tilraunir í þá átt að etja einni þjóð gegn annarri; sýna í verki vilja til að fara eftir fyrirmæl- um hernámsyfirvaldanna, og viðurkenningu á ábyrgð þjóðarinnar á því tjóni er unnið hefur verið. Flokkarnir hafa komið sér saman um að semja- sameiginlega starfsáætlun. Skorað er á öll samtök andfasista að hefja samvinnu í hverju héraði og hverri borg, í samræmi við þau meginatriði, er mið- stjórnir flokkanna hafa komið sér saman um.“ • ^LYKTUN þessi var undirrituð af hálfu Kommún- istaflokksins af Wilhelm Pieck, Walter Ulbricht, Franz Dahlem, Anton Ackermann, Otto Winzer. Fyr- ir Sósíaldemókrataflokkinn: Erich Griffke Otto Grotenohl, Gustav Darendorf, Helmuth Lohmann, og Otto Meier.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.