Þjóðviljinn - 05.09.1945, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 05.09.1945, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 5. sept. 1945. >JOÐVILJINN W alterskeppnin: Valur vann KR með 4:1 1 Það leið ckki nema vika frá því að liinn mikið fyr- irframumræddi leikur K. R. og Vals og ekki síöur um- ræddi eftir á, fór fram, þar til þessir gömlu og nýju keppinautar lentu saman aftur í harðri keppni 1 síð- asta knattspyrnumóti árs- ins, Walterskeppninni. Eftir því sem gekk á í fyrri leikn- um hefði mátt búast við hörðum og tvísýnum leik, en því fór fjarri að svo yrði. Leikurinn var yfirleitt mjög prúður og að hinu leytinu haföi Valur yfirhöndina all- an leikinn, þó ef til vill þessi markamunur sé fullmikill. Valur lék fyrst undan nokk- urri golu og lá þá yfirleitt á K. R. Þó gerðu þeir nokk- ur áhlaup en fæst hættuleg og flest stöðvuð áöur en skoti yrði komið við, Þrátt fyrir sókn Vals, sem oft er nærgöngul er langt liðið á leik, þegar þeim tekst að gera mark, er það Jó- hann, sem ýtir knettinum yfir marklínu. Litlu síðar skaut Ellert af löngu færi í horn marksins, en Vals- maður stóð þar rangstæö- ur skammt frá svo markið var dæmt ógillt, en Ellert bætir þetta upp litlu fyrir hálfle'ikslok og standa leikar 2:0 í hálfleik. Síðari hálf- leikur er nokkuð jafnari og nú eru það KR-ingar, sem setja fyrsta markið. Skaut Hafliði út við stöng á stuttu færi. Ellert setur þriðja markið fyrir Val og nokkru síðar það fjórða, og þar viö sat. Yfirleitt var hættan meiri við mark K. R. Þó voru K.R.-ingar æði nær- göngulir, lenti t d. eitt skot þeirra í marksúlu. Eru þeir hættulegir ef þeir komast í skotfæri. Birgir og Óli B. voru ekki með að þessu sinni en þeir sem komu nýir í liðið lofa góöu, t. d. Daní- el, sem lék vinstri bakvörð og Einar, sem lék miöfram- vörð, lék góðan leik. Aftur á móti réð Haraldur ekki við Ellert að þessu sinni og munaði litlu að hann gerði ekki fleiri en þessi 3 mörk. Hliðarfram- verðir eru duglegir en spörk þeirra eru of há svo gott sé að taka á móti þeim fyrir framherjana. Valsliðið var eins og í úr- slitaleiknum nema hvað Jó- hann lék hægri útherja, Hafsteinn miöherja og Gunnar vinstri innherja. Tókst þeim oft vel upp, sér- staklega Ellert. Sveinn og Geir voru góðir. Geir og enda Guðbrandur héldu knettinum oft of lengi. Sig- ‘ urður Ólafsson bar hita og þunga öftustu varnarinnar. Dómari var Þráinn Sig- urðsson. Ahorfendur voru ekki eihs margir og búast héfði mátt við. Ur borgínni Næturlæknir er í læknavarð- stofunni Austurbæjarskólanum, sími 5030. Næturvörður er í Ingólfs apó- teki. Ljósamími ökutækja er frá kl. 20.10 til 4.40. Næturakstur: Litla bílstöðin, sími 1383. Útvarpið í dag: 20.30 Útvarpssagan: Gullæðið eftir Jack London (Ragnar Jóhannesson). 21.00 Hljómplötur: söngmenn. 21.15 Erindi: Uppeldi nesti (Snorri skólastjóri). 21,45 Hljómplötur: Ensk þjóð- lög íslenzkir og vega- Sigfússon Ferðasaga frá Reykjavík Framh. af 3. síðu. sér hvernig alls staðar er reynt að gefa bænum stór- borgarsnið. Göturnar eru malbikaðar, verzlanirnar ný- tízku með stórum rúðum, hús in í fúnkis, garðar eru bún- ir til o. s. frv. Hátt uppi yfir mökknum sem liggur yfir bænum gnæf ir kaþólska dómkirkjan, turn inn sést langar leiðir að, hvaðan sem komið er að bæn- um, en á illa hirtu túninu þar sem hún stendur, eru kýr á beit. Reykvíkingum finnst augsýnilega ekkert athuga- vert við það, en ekki er öllu breytt á einum degi. L Margrét Smiðsdóttir Sænsk sveitalífssaga frá öndverðri 19. öld eftir sænsku skáldkonuna Astrid Lind. — Konráð Vilhjálmsson íslenzkaði „Heiðraði lesari! Þú hefur eflaust heyrt sögur sagðar, þegar þú varst barn. Sjálf heyrði ég þær harla margar. Hrifnust var ég þó að heyra æviþætti þeirra, er átt höfðu bólfestu hér í byggðinni á undan mér. Eg hlýddi á þá, sem fluttu þessi fræði; og fúsir voru þeir að fræða mig. Svo dóu mínir gömlu sögumenn. Ef til vill höfðu þeir sjálfir séð og þekkt, elskað eða hatað sumt af því fólki; er þeir sögðu frá. Ef til vill! Ékkert veit ég um það. Við, sem búum hér uppi í hinum víðlendu skógum, erum ekki vön að spyrja. Við sitjum og hlustum, þegar sagt er frá. Og við segjum þeim aftur, er hlusta .“ „Heil öld er nú liðin síðan fólk það, er sagan Margrét Smiðsdóttir segir frá, lifði lífi sínu norður hér í Námahéraði. Allt var það — hver einasti maður — lífrænir hlekkir í langri festi kynslóðanna. Það er nú horfið af þessari jörð. Ótalmargir höfðu runnið skeið sitt á undan því, og ærinn fjöldi hefur síðan lifað og starfað á sama vettvangi, — unnað, hatað og syndgað, þolað og þjáðst. Öld af öld fellur hinn ævarandi og stríði örlagastraumur eftir hinum norðlægu og víðlendu skógum Námahéraðs. Skógurinn einn er æ hinn sami. Öld af öld vakir hann á verði um lífsferil vor allra, er lifum hér norður frá. — Og alltaf skapast ný og ný örlög...........“ Liðnar aldir koma oss títt fyrir sjónir með sterkari átökum og tilþrifa- meiri, fábrotnari lífsvenjum og fyrirbrigðum, en öflugri og ákafari á marga vegu heldur en gerist nú á dögum, í blíðu sem stríðu, gleði og sorg, ást og hatri. Margrét Smiðsdóttir er örlagarík saga, sém aldrei gleymist. Átökin í Frakklandi Framhald af 1. síðu ingi Frakklands, sem hann er nú, fái svipuð völd og Bandaríkjaforseti þ. e. að ríkisstjómin beri ábyrgð gagnvart honum, en ekki þinginu, og þingið geti því ekki svipt ríkisstjórnina völdum, þótt það samþykki Gullbringurnar Framh. af 3. síðu. skipuleggja bæi hér á íslandi á þennan hátt? Hér heima virðist þróunin því miður liggja í öfuga átt. Gömlu verkamannabústaðirn- ir í vesturbænum voru spor í rétta átt; en nú í öllum hús- næðisvandræðunum er helzt ekkért byggt nema lúxusvill- ur með einni og tveim íbúð- um. Sú skoðun virðist æ fastari í sessi, að stó.r hús séu ó- möguleg vegna þess að hús- Barnaskóli Hafnarfjarðar Kennsla getur að þessu sinni ekki hafizt fyrr en eftir miðjan september- Síðar verður auglýst hvenær börn skuli mæta. Skólastjórinn. vnntraust á hana nema því mæðrunum semji svo illa, séu aðeins að hann sé því sam-1 Þær margar undir sama þaki. þykkur. Heízta röksemd' hans fyrir þessari breytingu er sú, að með því veröi kom- ið í veg fyrir hin sífelldu stjórnarskipti, sem ein- kenndu franskt stjórnmála- líf árin milli heimsstyrjald- anna og áttu vafalaust sinn þátt í því aö veikja afstöðu Frakklands sem stórveldis. Vinstri flokkarnir mótmæla , Vinstri flokkarnir frönsku og þá sérstaklega Kommún- istaflokkurinn, sem nú er einn stærsti og áhrifamesti flokkur Frakklands, mót- mæla þessari skoðun de Gaulles á þeim grundvelli, að með þessu væri þjóðhöfð- ingjanum fengin of mikil völd í hendur, sem ekki geti samrýmzt lýðræðis- þjóðfélagi og telja það skil- yrðislausa kröfu allrar þjóð- arinnar, að ríkisstjómin beri ábyrgð gagnvárt heniíi sjálfri gegnum þingkosna fulltrua hennar. Laglegt hrós um kvenþjóð- ina það! Eitt hlálegasta dæmið um þetta eru verkamannabústað- irnir sem nú er verið að byggja í Keflavík. Þar eru að vísu byggð tvö og tvö hús saman en aðeins einni fjöl- skyldu ætlað að vera í hverju húsi. Þar á sannarlega ekki að stofna til vandræða með of miklum samgangi! Afleiðingin verður auðvitað sú, að þessar íbúðir verða mjög dýrar og efnisfrekar. Annar sleggjudómur um stór hús er að þau séu svo ljót. Bæjarhúsin á Melunum sanna bezt hver fásinna sú skoðun er, þau eru einhver fallegustu íbúðarhús hé.r í bæ og þar eru áreiðanlega einar skemmtilegustu íbúðir bæjar- ins. Reykjavík er - orðin nógu stór um sig og erfið þó ekki '1 Daglega NÝ LGGí soðin og hrá. Iíaffisalan HAFNARSTRÆTI 16. um allt eins og tveggja íbúða húsum og engu öðru. Á þessum húsnæðisvand- ræðatímum er það líka óf-yr- irgefanlegt bruðl að fara þannig með það byggingar- efni sem til landsins flyzt. Á húsmæðrunum bitnar verst lítið og lélegt húsnæði, og reykvískar húsmæður ættu að vera samtaka í því að heimta samsteypuhús með mörgum íbúðum, ekki aðeins vegna þess að með því fást fleiri íbúðir úr sama bygg- ingarefni, heldur líka vegna þess að með því móti er miklu auðveldara að hagnýta |,;l 1 ÍV^i.LlO ,, V estr jaroaícrðir ‘ ‘ Vörumótttaka í dag í báta til Patreksfjarðar, Tálknafjarðar, Bíldudals, Þingeyrar, Flateyrar, Súg andafjaröar, Bolungar- víkur og Isafjarðar. sér nýjustu tækni við heim- sé haldið áfram að sáldra út1 ilisstörf og barnauppeldi. FÉLAGSLIF IR-ingar! Aliir þeir ÍR-ingar, sem ætla að aðstoða við hluta veltuna eru beðnir að mæta í Thorvaldsen- - stræti 6 annað kvöld -fimmtud.) kl. 9. Nefndin.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.