Þjóðviljinn - 05.09.1945, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 05.09.1945, Blaðsíða 1
Lýðvsldissinnar handteknir á Spáni F orsætisráðherra spænsku lýðveldis- stjórnarinnar á förum til Frakklands t frétt frá Reuterfrétta- stofunni segir, að fjöldi spænskra lýð'veldissinna hafi verið teknir til fanga í héruðunum Saragossa og Huesca á Spáni. Nánari fréttir um hand- tökur þessar höfðu ekki bor- izt í gærkvöld, þegar blaðið fór í prentun. En á sama tíma barst frétt um það, að hinn nýkjörni forsætisráð- herra spænsku lýðveldis- stjórnarinnar, sem kosinn var á þingi spænskra lýð- veldissinna í Mexíco, sé á leið til Frakklands, þar sem hann mun að eigin sögn reyna að ná sambandi við lýöveldissinna heima á Spáni í þeim tilgangi að fá forystumenn þeirra í stjórn sína. Franco skipað að senda herlið sitt úr Tangier Nánar hefur nú verið skýrt frá efni samkomulags- ins, sem fulltrúar Sovét- ríkjanna, Bretlands, Banda- ríkjanna og Frakklands gerðu með sér, á fundi sín- um í París um Tangiermál- ið. Franco-stjórninni hefur nú verið skipað að flytja herlið sitt á burtu frá hinu alþjóölega verndarsvæði, er hún lagöi. undir sig árið 1940. Brezki sendiherrann í Madrid afhenti Franco- stjórninni þessa orösend- mgu. Nýjar ílugvélar bætast í hópinn Flugfélag íslands keypti nýlega tveggja hreyfla Grun manflugbát er tekur 6—8 farþega, og mun hann hefja innanlandsferðir á næst- unni. Vélamenn Flugfélagsins hafa nú lokið við að setja flugbátinn seman og hefur honum þegar veriö flogiö i reynsluflugi. Þá mun einhreyfils sjó- flugvél félagsins, sem er af Norsemangerö, og félagið keypti einnig fyrir skömmu bráðlega veröa tekin í notk- un til innanlandsflugs. Komnar eru til landsins 4 flugvélar af Tiger-Moth- gerö, sem ætlaöar eru til flugkennslu. Eina þeirra á vélflugu- deild Svifflugfélagsins og ætlar að nota hana til flug- kennslu. Eina á Björn Ei- ríksson flugmaður og tvær ciga menn á Akureyri og ætla aö nota þær til flug- kennslu þar. Harðnandi átök í Frakklandi vegna fyrirhugaðra breytmga á stjórnarskrá lýðveldisms De Gaulle neitar að ræða við fulltrúa franska verkalýðssambandsins - Hélt ræðu í gær Átökin út af væntan- legri breytingu á frönsku stjórnarskránni fara nú síharðnandi í Frakk- landi. Þjóðaratkvæða- greiðslan mun fara fram í næsta mánuði um breyt ingarnar. Stjórn fransk.v verkalýðssambandsins fór fram á það við de Gaulle að fulltrúar þess ræddu við hann um fyr- irkomulag atkvæða- greiðslunnar, en hann synjaði henni þess. Hef- ur synjun hans almennt vakið óánægju í Frakk- landi, sérstaklega meðal vinstri flokkanna. Fulltrúar fimm vinstri flokka í Frakklandi sátu á fundi í gær til að ræða um synjun de Gaulles og mót- mæla henni. Nær öll frönsku blöðin mótmæla henni harölega. De Gaulle byggir synjun sína á því, að hann álíti aö verkalýðssam- tökin eigi ekki að_ skipta sér af stjórnmálum heldur ein- ungis af velferðarmálum verkaiýðsins. Hefur forseti verkalýðssambandsins mót- mælt þessari afstöðu harð- lega og haldið fram rétti verkalýössamtakanna til að skipta sér af hverju því máli sem varðar almenningsheill, ekki sízt vegna hins mikla skerfs, sem þau lögöu til baráttunnar á hernámsár- unum. De Gaulle heldur ræðu De Gaulle hélt ræðu í gær í tilefni af í, aö 75 ár voru þá liðin frá því aö þriðja franska lýöveldið var stofnaö. Hvatti hann alla þjóðina til aö fylkja sér á bak við hann 1 afstööunni til stjórnarskrárbreyting- anna. Hann kvaðst vera sannfærður um, að meiri- hluti þjóöarinnar muni greiöa atkvæði með breyt- ir^mum, sem hann hefur til aö gerðar veröi á stjórnarskránni. Um hvað er deilt? Eins og áöur hefur vbrið skýrt frá hér í blaöinu, eru meginbreytingartillögur de Gaulles viö stjórnarskrána á þá leið, að æðsti þjóöhöfö- Fhr. á 7. síðu. ♦- ♦ Japanskeisari heldur ræðu japanska þinginu Landgangan gengur að óskum 1 Fyrsti fundur utanríkisráð- herranefndar- innar á mánudag Japanskeisari hélt ræðu í gær á sameiginlegum fundi beggja deilda japanska \ i ngsins.- Hvatti hann þjóð- ina til átaka til að sigrast á þeim örðugleikum, sem í hönd færu. Um fimmlíu blaðamenn Bandrýnanna voru viðstadd- ir þingfundinn, en aðgang fengu þeir þó ekki, fyrr en eftir allmikið þras. Keisarinn talaði úr gullnu hásæti, lögöu pelli og pur- pura, en áhuginn var þó ekki meiri hjá þingmönn- unum á því, sem hann var aö segja, aö fréttaritari brezka útvarpsins, Douglas Willis, segist hafa talið 11 öldungadeildarmenn, sem sváfu undir ræðunni. Landgangan gengur að óskum Landgangan gerigur eftir öllum óskum. Búizt var við í gærkvöld, aö 15000 her- menn mundu ganga á land í nágrenni Tokio og borgina sjálfa í dag. Útvarpsstööin í Tokíó rr.un veröa tekin í dag í þjónustu hernámsliösins, sem mun útvarpa dagskrár- liðum til stríðsfanga Banda manna á Japanseyjum með leiöbeiningum til þeirra, hljómlist o. s. frv. Landganga á Kjúsjú hófst í fyrradag, hélt áfram í gær og mun halda enn áfram í dag. Bretar taka Singapore í gær var siglingaléiöin um Malakkasund til Singa- pore orðin skipfær, eftir að tundurduflunum hafði ver- iö rutt burt af henni af brezkum og japönskum tundurduflaslæöurum.Brezk flotadeild er nú komin til Singapore og mun brezkt herlið ganga þar á land í dag. Eins og kunnugt er, var sett á stofn á Potsdamráð- stefnunni nefnd utamákis- ráðherra Sovétríkjanna, Bretlands, Bandaríkjanna, Frakklan >’ og Kína. Þessi nefnd átti að koma saman, þegar nauösyn krefði til að leysa úr ýms- um vandamálum, sem varó'a samstarf sameinuðu þjóð- anna. Nú hefur veriö til- kynnt, að fyrsti fundur nefndarinnar verði í London n. k. mánudag. Munu utan- ríkisráöherrar ,,hinna fimm stóru“, þeir' Molotoff, Bevin, Byrnes, Bidault og Tsjú Tsjei, ræðast þar við, ásamt ráðunautum sínum. Fyrsta viðfangsefni nefnd arinnar verður að undir- búa friðarsamninga við fyrr verandi bandaríki Þýzka- lands, ítalíu, Finnland, Rú- meníu og Ungverjaland. 300 þúsund manns fórust og særðust í árásinni á Hirosjima Borgin verður ekki byggð upp aftur Fyrsti samsöngur Sunnukórsins Sunnukórinn frá ísafirði heldur fyrsta samsöng sinn í Gamla Bíó á morgun. í kórnum eru yfir 30 manns. Söngstjóri er Jón Tómasson. Undirleik annast dr. Urbantschitsch. Sagt veröur nánar frá kórnum á morgun. Skákkeppni i fyrradag tefldi Eggert Gilfer fjölskák við 17 Vest- mannaeyinga. Fóru leikar svo aö hann vann 12 þeirra. 5 ölvaðir bílstjórar Allmjög hefur kveðiö að ölvun um helgar undanfar- ið. Síðastliöinn laugardag og sunnudag voru fimm bíl- stjórar teknir ölvaöir við akstur. Nánari vitneskja hefur nú fengizt um atóm- sprengjuárásina á Hiro- sjima og afleiðingar hennar- Þeim fréttaritur- um Bandamanna, sem þangað hafa komið ber öllum saman um það, að eyðileggingin sé svo gíf- urleg, að erfitt sé að í- mynda sér, að hún sé af völdum einnar sprengju. Brezkur fréttaritari segir að eyðileggingin sé svo mik- il, að jafnvel íbúar í þeim hverfum Londonar, sem fyr- ir mestum loftárásunum hafa oruiö í stríöinu muni tæplega geta gert sér hana í hugarlund. Allt miöbik borparinnar er algerlega í rústum og engin bygging,1 jafnvel ekki járnbent stein- steypuhús í úthverfum hennar, séu ólöskuö. Fréttaritari AP-fréttastof- unnar segir, að taliö sé að 100 þús. manns hafi látið *’.ið í árásinni, en 200 þús. særzt svo, að þeir muni aldrei fá fullan bata, þó að þeir haldi lífi. Japanskir embættismenn segja aö borgin muni ekki verð'a bygg'ö upp aftur, og engu fólki muni leyft að flytjast í nágrenni hennar, fyrr en öruggt hefur v'r>ð talið’ að áliti vísindamanná, að þaö sé ekki íífsHv ■ ~ en eins og áður hefu” ■,-n ;ð frá skýrt, eru nú sérfró^1' vísindamenn, brezki’’ bandarískir, á leiö til bory- arinnar til aö rannso.ka af- leiðingar árásarinnar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.