Þjóðviljinn - 19.09.1945, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 19.09.1945, Qupperneq 6
2 ÞJÓÐVÍLJINN Miðvikurdagur 19. sept. 1945 Flótti arnarins var sólin að setjast. Eldrauð skýin á vesturloft- inu bentu á, að óveður væri í aðsigi. Ungi, konungsborni fuglinn fann, að hann var einmana og umkomulaus og hann horfði dapur á bleika kvöldþokuna læðast inn dalinn. Hann sá krákuhóp, sem flaug gargandi heimleiðis til hreiðra sinna niðri í mannabyggð. Svo stakk hann nefinu í barm sér, þrýsti fast að sér vængjunum og sat grafkyrr — einmana í fjallaauðninni. Þá heyrði hann hvin í lofti yfir höfði sér. Kven- örn með hvítt brjóst sveif þar í mörgum hring- um og bar við rauðan kvöldhiminninn. Hann sat kyrr enn um stund, rétti úr hálsin- um og starði á þessa nýstárlegu sýn. ISn allt í einu hvarf honum allur ótti. Hann þandi væng- ina til fiugs og var á svipstundu kominn til henn- ar. Óg nú hófst eltingaleikur inn yfir fjöllin. Kvenörnin var stöðugt á undan og flaug hærra. „Kláus“ drógst aftur úr, þunglamalegur og and- stuttur. Þau voru komin langt inn til fjalla. Sólin skein enn á hæstu tindana, en þau t'vö þreyttu flugið i hálfrökkrinu yfir fjallahryggjunum. Hann heyrði þyt í skógum' riðxá í hlíðunum Ög dimman fossnið í háum giljum. „Skyldi hún ekki ætla að iivíla sig?“ sagði hann við sjálfan sig. Þessi óskiljanlega háreysti neðan að gerði honum órótt innanbrjósts. Hon- um var orðið erfitt um andardráttinn og þreytan lamaði vængina. En kvenörninn flaug hærra og hærra. Hún jþaut lengra og lengra inn yfir fjallgarðana með itælandi kvaki. Þau flugu yfir gróðurlausar urðir. Hann sá í fjarlægð fannhvíta jöklatinda gnæfa upp í skýin. Þar var ríki öræfanna ósnotrið af hverri lifandi veru. Þetta er heimkynni arnarins. Síðustu bjarma dagsbirtunnar brá á hvítar fannirnar. Himinninn var dökkblár og stjörnubjartur. Örninn settist óttasleginn á klett. Hann skalf ixf kulda og kvíða og horfði á þetta hvíta eyðiland ÞETT4 Eökiraióar hafa einkennileg a í sið t:l að jafna deilur sín- a:', eftir því sem Knud Ras- mussen segir: „Verði tveir menn eða tvær konur ósáttar, ■eða jafnvel hatursmenn, er hægt að jafna misklíðina með' því að kveðast á. Fjandmenn imir stefna saman vinum s'.num og kunningjum til að | vera vottar að „einvíginu“. Allir áheyrendur koma spari- húnir og helzt í fötum, sem þeir hafa ekki verið í áður. Sá, sem skorar á hinn að xnæta, verður að gera það í tæka tíð, svo að hann hafi ráðrúm til að búa sig undir vörn sína eða gagnsókn, ef vel gengur. „Einvígið“ fer þannig fram, að fjandmennimir taka sér stöðu á miðju gólfi og áheyr- endurnir raða sér í kringum þá. Sá, sem upptökin á, hef- ur fyrst upp rödd sína og j reynir að syngja andstæðing sinn af hólmi (með níðvís- um), en trumbur eru slegnar á meðan. Sá, sem gerir fjand- mann sinn að athlægi er sig- urvegarinn og áheyrendurnir hylla hann. hvernig er hægt að láta það ná þessu lágmarki“. „En það verður að gerast“, sagði Thyme. „En heyrðu mig, barnið gott. Manstu eftir Purcy? Þú mátt reiða þig á það, að mik- ill hluti yfirstéttarinnar hef- ur ekki hugmynd um, að neitt sé að. En við, sem erum hafin yfir sjónarmið hans, er- um í miklum minnihluta. Og hvað mörg okkar eru það svo sem erum reiðubúin að breyta eftir skoðunum okk- ar? Þrátt fyrir kenningar afa þíns er ég hræddur um, að við séum öll stéttbundin. Menn hafa alltaf talið sig til enhverrar stéttar og gera það enn“. „Stéttir!“ sagði Thyme. „Þetta eru gömul hindurvitni frændi“. „Heldurðu það? Eg held aftur á móti, að stéttin sé bara einstaklingurinn sjálfur i í fleirtölu. Og enginn flýr sjálfan sig. Hvernig eigum við —r' þú og ég — að mynda okkur' sérs.töðu?“ Thymé- leit á hann með lít- ilsvirðingú æskunnár,-eins og hún vildi segja: „Þúe'rt bezti maður, frændi. Én þú ert Kelmirigi eldri en ég. Og það ríður baggamuninn11. „Hefur nokkuð verið gert fyrir frú Hughs?“ spurði hún allt í einu. „Hvað segir pabbi þinn í dag?“ Thyme tók teiknibókina sína og gekk til dyra. „Pabbi er ómögulegur. Hon um dettur ekkert annað í hug en að vísa henni til einhvers góðgerðaféí ags“. i Svo var hún farin. Hilary sat einn eftir. Hann andvarpaði og greip penn- ann. En hann gat ekki skrif- að------. Loftið í vinnustofu hans ilmaði af mildu reyktóbaki og hefði fallið hverjum and- ríkum manr.i vel í geð. Þar stóð höfuðlíkneski af Sókn- tesi, sem eigandinn hafði alveg sérstakar mætur á. Hann hafði einu sinni lýst fyrir öðrum rithöfundi þeim áhrifum sem gipsmyndin hefði á hann: Andlit hennar ljómaði af vizku, þrátt fyrir ófríðleikan, og það var eins og það skildi manneðlið alveg njður kjölinn í all.ri þess nautnasýki og grimmd en þekkti líka þrá, þess eftir rét't læti, ást og fegurð. „Hann kenndi okkur“, sagði Hilary við sjálfan sig „að við ættum að tæma bik- arinn til botns, kafa niður í djúpið og faðma hafmeyj- arnar, sitja í sólskininu uppi á fjallatindunum, strita eins og þrælar og þekkja allt dautt og lifandi. Fyrr kom- umst við ekki í tölu vitring- anna, segir hann. Þess vegna hefur hann svona mikil á- hrif á mig — en þó er það eiginlega ekki hvetjandi fyr- ir menn eins og okkur“. Hilary sat í skugga mynd- arinnar með hönd undir kinn. Þrjár bækur lágu opnar fyr- ir framan hann, mikið af handritum, grænleitur papp- írsbunki, sem hann hafði ýtt til hliðar og ritdómar um síð ustu bók hans, klipptir ur dagblöðum. Það var ekki auðvelt að vita með vissu, hvaða afstöðu svona maður hafði til rithöf- undarstarfsins. Hann hafði tekjur af því, en hefði getað lifað án þeirra. Þar eð hann var skáld, ritgerðahöfundur og skrifaði bókmenntagrein- ar, hafði maðurinn eignazt „nafn“ — að vísu ekki „stórt nafn“, en nóg til þess að vitn að var í ummæli hans. Vinir hans ræddu stundum um, hvort hann mundi hafa kom- izt á framfæri, ef hann hefði verið efnalaus maður. En þeirn, * íím töldu hann mið- lungsmann, kom það stund- um á óvart, að hann virtist búa yfir einhverri seigju, ef honum lá á að lúka ákveðnu verki. Hilary reyndi að beina hug anum að vinnu sinni, en aft- ur og aftur kom honum í, hug samtalið við frænku sína. og það, sem fjölskyldan hafði minnzt á frú Hughs sauma- konu daginn. áður á vinnu- stofu Biöncu. Stefán fór síð- astur. Mæðgurnar gengu út á undan honum, og hann gaf bróðu. sínum heilræði um leið og þeir skildu við garðs- hliðið: „Það er varasamt að skipta sér af sambúð hjóna. Og þú veizt hvernig fátæklingar eru“. Hann hafði litið heim að húsinu. Þar var ljós í einum glugga. Litli, guli hundurinn stóð við fætur hans og horfði þangað líka. Mr. Stone sat hreyfingarlaus með .penna- stöngina í hendinni, auðsjá- anlega.í djúpum hugsunum. Svo gekk hann út að glugg anum og starði út í myrkrið, en hann sá tengdason ■ sinn áreiðanlega ekki. Höfuhdur bókarinnar um „alheims bræðralag“ átti eft- ir að sitja yfir handriti sínu og stara þess á milli út í myrkrið þar til klukkan 11. Þá var hann vanur að hita sér kakó á lítilli suðuvél. -----Hilary hrökk upp af hugsunum sínum, þar sem hann sat frammi fyrir höfuð- líkneski Sókratesar. „Við eigum okkur öll skugga á þessum slóðum — í þessum götum“. Það bjó áreiðanlega sýking arhætta í þessum orðum. Ann að hvort varð að taka þau. í gamni, eins og Stefán gerði, eða — — já, hvað átti að gera? Hve langt átti það að ganga að sámlagast öðrum? Hilary vr ekki ungur eins og frænka hans og Marteinn. Þeim fannst allt auðvelt. Hann var heldur ekki gam- all -;ins og tengdafaðir hans. Lífsbarátta hans var liðin hjá. ■ Hann fann vel vanmátt sinn til að komast að niður- stöðu í þessu máli — og kom- ast að niðurstöðu yfirleitt, nema helzt í bókmenntaleg- um viðfangsefnum. Þess vegna reis hann á fætur og fór út. Hann hafði hundinn með sér. Hilarv hafði afráðið að heimsækja frú Hughs og sjá með eigin augum, hvað um var að vera. En hann átti líka annað er- indi------. FJÓRÐI KAFLI Fyrirmyndin. Þegar Bianca fór að mála myndina, sem hún kallaði „Skuggann1, varð Hilary mjög undrandi, því að hún bað hann ið útvega sér fyr- irmynd. Hann vissi nefnilega ekki hvers konar mynd var um að ræða og hafði ekki fylgzt með starfi konu sinn- ar eða hugsunum í mörg ár. „Hvers vegna biðurðu ekki Thyme að sitja fyrir?“ spurði hann. Bianca svaraði: „Hún hef- ur alls ekki útlit til þess. Hún er allt of hversdagsleg. Auk þess er þetta ekki fyrir vél upp alda stúlku. Hún á að vera hálf nakin“. Iiilary brosti. . Bianca vissi, að hann brosti að því, að hún skyldi gera gréinarmun á „bétra kvenfólki“ og kvenfólki yfir- leitt. Hún vissi líka að hon- um þótti þó kátlegast.að hann gerði einmitt þennan grein- armun sjálfur. Og allt í einu brosti hún líka. Hjónabandssaga þeirra var öll sögð í þessum brosum. Þau voru tákn langvarandi, duldrar' gremju, vona, sem höfðu orðið sér til skammar

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.