Þjóðviljinn - 27.09.1945, Síða 1
þlÓÐVI LJIN N
10. árganjrur
Fimmtudagur 27. sept. 1945
216. tölublað.
Sjómanna-
verkfall?
Sj ómannaf élags-
fundur í kvöld
Sjómannafélag Reykja-
vtkur heldur fund í kvöld
kl. 8.30 í Iðnó, uppi.
Aðalumræðuefni fund-
arihs er launadeila á
verzlunarskvpunum, en
stjórn .Sjómannafélags
Reykjavíkur hefur b'oð-
að verkfall háseta og
kyndara á þeim skipum
frá 1. október n. k. að
telja.
Sjómenn þurfa að fjöl-
menna á þenna fund í
kvöld.
Hernámssvæði
Bandaríkjamanna
í Þýzkalandi skipt
a
Citrine heimtar að mo nyja
verkalýðsins taki upp stefnu Amsterdam-
Flokkurinn
Félag-ar eru beðnir um að
athuga það að skrifstofa
félagsins verður opin í kvöld
frá kl. 8.30—10.00 e. h.,
eins og að undanförnu.
Ákveðið er að hafa fé-
lagsfund á föstudaginn 28.
september í Listamanna-
skálanum. Kætt verður um
verðlagsmálin.
ST5ÓRNIN.
a
Annars taki brezku verkalýðsfélögin ekki þátt í stofnun þess
Á fundi alþjóðaþings verkalýðsins í París í
gær flutti sir Walter Citrine, forseti brezka verka-
lýðssambandsins, ræðu. Lýsti hann því yfir, að
brezku verkalýðsfélögin myndu því aðeins taka
þátt í myndun nýs alþjóðasambands verkalýðsins,
að samningar tækjust milli þessa nýja alþjóða-
sambands og alþjóðasambands sósíaldemókrata,
sem kennt er við Amsterdam.
Kvað hann brezku verkalýðsfélögin krefjast
þess, að hið nýja alþjóðasamband starfaði í anda
Amsterdamsambandsins og réði starfslið þess
til sín.
í þrjú ríki
Eisenhower hershöfðingi
gaf í gær út yfirlýsingu þess
efnis, að hernámssvœði
Bandaríkjanna í Þýzkalandi
verði skipt í þrjú ríki, er hafi
hvert um sig sjálfstjórn.
Bíki þessi verða Stór-
Hessen, Wiirntenberg-Baden
og Bajern. — Þau fá hvert
um sig sérstaka stjórn, er fer
með löggjafarváld, dómsvald
og framkvæmdavald undir
eftirliti Bandaríkjamanna.
Þá hefur Eisenhower kall-
að Patton hershöfðingja, er
fer með herstjórn í Bajern,
fyrir sig. Hefur Patton lýst
því yfir, að hann muni láta
nazista halda embættum, er
þeir gegna í Bajern, ef erfitt
sé að fá hæfa menn í stað
þeirra. Brýtur betta í bág við
fyrirskipun, er Eisenhower
hefur gefið út, um að allir
nazistar skuli tafarlaust rekn
ir úr embættum, enda þótt af
því kunni að hljótast erfið-
leikar meðan nýir menn eru
að venjast embættunum. Hef
ur Eisenhower lagt bann við
að hið opinbera eða einstakl-
ingar ráði menn sem voru
í nazistaflokknpm til annarra
starfa en erfiðisvinnu.
Talið er að Eisenhower
muni taka bart á. .óhlýðni
Pattons.
Enga pólitík.
Citrine hóf mál sitt á því
að' vara við því að hið nýja
alþjóðasamband skipti sér
af stjórnmálum. Sagði
hann, að það værí vísasti
vegurinn til glötunar, ef
sambandið færi að flækja
sér inn S stjórnmáladeilur.
Það yrði að vera algerlega ó
pólitískt og láta sig aðeins
skipta hagsmunamál verka-
lýðsins í heiminum.
„Ekta“ og „óekta“
verkalýðsfélög.
Þá vék hann að því, að
ekki kæmi til mála, að
hleypa hvaða verkalýðssam
bandi, sem væri, inn 1 hið
nýja alþjóðasamband. í það
mættu aðeins fá inngöngu
sönn og þrautreynd verka-
lýðssambönd. Sagði hann,
aö sum þau verkalýðssam-
bönd, er ættu fulltrúa á
Paríarþinginu væru með
öllu ókimn þeim mönnum,
sem fróðastir væru um
verkalýösmál í heiminum
og hefði aldrei verið að
neinu getið fyrr en nú, að
þau sendu fulltrúa á þetta
þing. Engri átt næði ao
telja þau sönn verkalýðs-
sambönd að óreyndu. og
væri rétt aö veita þeim upp
töku í alþjóöasambandiö til
bráöabirgða, en láta þau
ekki öölast full réttindi inn
an þess, fyrr en reynsla
væri kpmin á hvort þau
væru þess verðug aö vera
sett á bekk með verkalyðs
samböndum annarra landa,
sem eldri 'væru og reynd-
ari.
Amsterdamsambandið og
hið nvja alþjóðasamband.
Sir Walter ræddi því næst
um afstöðu hins nýja verka
lýðssambands til Amster ■
damsambandsins. Hann
sagði, að brezka verkalyðs
sambandið hefði átt frum-
kvæöiö að þvt að kallaður
var saman fundur verka
lýðsins í London í sumar,
til þess að reyna að sam
'ina allan félagsbundinn
verkalýð í einu alþjóðasam-
bandi. En þaö þýddi þó
ekki. að brezku verkalýðs-
félögin ætluðu að bregðast
Amsterdamsambandinu eða
starfsli'ði þess. Það myndu
þau aldrei gera. Þau settu
það skilyrði fyrir þátttöku
sinni | nýju alþjóöasam-
bandi, aö viðunanlegir samn
ingar tækjust milli þess og
ð msterdamsambandoins.
Vilji brezku verkalýðsfé-
laganria væri, að hið nýja
verkalýössamband starfaði
í anda Amsterdamsam-
bandsins og tæki viö starfs-
liði þess.
Boðskapur Amsterdam-
sambandsins.
Amsterdamsambandið hef
ur ekkert stai’fað á styrj-
aldarárunum, en hefur
aldrei veriö leyst formiega
upp. Nú nýlega hélt það
fund í London. Hann sóttu
þó éngir fulltrúar frá
frönsku verkalýðsfélögun-
um og finnsku verkalýösfé-
lögin hafa sagt sig úr þvi.
Er ræöa Citrines talin "boð-
skapur frá þessum fundi
Amsterdamsambandsins til
stofnfundar hins nýja al-
þjóðasambands.
Skoðanamunur um skipu-
lag sambandsins.
Talið er að nokkur skóö-
anamunur sé á þinginu
j um skipulag -sambandsins.
1 Vilja verkalýðsfélog Bret-
lands að samböntíum hinna
einstöku landa verði veítt
mikið sjálfstæði og aö
stefna alþjóðasambandsins
verði ákveðin með mála-
miðlun milli þeirra skoð -
ana, sem fram koma á
hverjum I na. Verkalýðsfé-
lög Sovétríkjanna vilja, aö
framkvsemdastjórn sam-
bandsins fái mikil völd or
að meirihluti verkalýðssam
bandanna ráði stefnu al-
þ j óðasambandsins.
Auk Citrines töluðu í gær
Mexicomaðurinn Toledano
og Bandaríkjamaðurinn
Hillman. Lögðu þeir áherzlu
á ao flýta þyrfti störfum
þingsins, þar sem þegar
væri búið að semja uppkast
að lögum fyrir hið nýja
alþjóöasamband.
Fundarstjóri á fundi þings
ins í gær var Siíinn Lind-
berg.
Afmælis Kristjáns
X. Banakomings
minnzt í
Reykjavík
Fánar blöktu við hún
á öllum opinberum bygging
um og fjölmörgum stöðum
öðrum hér í Reykjavík í
gær, í tilefni af 75 ára af-
mæli Kristjáns X Dana-
ungs.
Danska sendiráðið efndi
til hátíðaguðsþjónustu í
Dómkirkjunni. Sr. Bjarni
Jónsson flutti ræðuna.
Sungnir voru danskir sálm-
ar og að síðustu danski
konungssöngurinn og risu
menn þá úr sætum.
Forsetinn ríkisstjórnin,
fulltrúar erlendra ríkja og
allmargir embættismenn
aörir voru viðstaddir.
Bandaríkin telja ekkert rúm
fyrir Franco-Spán í sam-
félagi þjóðanna
Bréf frá Roosevelt um afstöðu Bandaríkj-
anna til Francostjórnarinnar birt.
Varaútanríkisráðherra Bandaríkjanna birti í
gær bréf, sem Roosevelt heitinn forseti ritaði í
marzmánuði síðastliðnum um afstöðu Banda-
rikjastjórnar til Francostjórnarinnar á Spáni. Seg-
ir þar, að Bandaríkjastjórn telji ekkert rúm fyrir
fasistisk ríki á borð við Franco-Spán í samfélagi
þjóðanna.
V ar autanríkisráðherrann,
Addison, las bréf þetta á
blaðamannafundi í Washing-
ton í gær, sem svar við spurn
ingu um það, hver væri af-
staða Bandaríkjastjórnar til
Francostjórnarinnar.
Er það stílað til sendiherra
Bandaríkjanna á Spáni. Er
þar rakið, hvernig Franco
komst til valda með aðstoð
Hitlers og Mussolinis og hef-
ur síðan stjórnað Spáni með
einræðisaðferðum.
Segir í bréfinu, að Franco-
stjórnin hafi 1 styrjöldinnn
gert sig bera að fjandskap
við Bandaríkin og bandalags-
þjóðir þeirra, er verst stóð á
fyrir þeim. Auk þess hafi hún
lagt allt kapp á að útbreiða
fasismann á vesturhelmingi
jarðar.
Roosevelt fullvissar'spönsku
þjóðina í bréfinu um vinátju
Bandaríkjanna, en sew" að
fyrir fasistiska stjórn sé
ert rúm í samfélagi bhS,r’ - \
Talið er að ban-’árí ’-.i
sendiherrann í Madrid hafi
tilkynnt Franco og utanrík-
isráðherra hans efni bréfsins.