Þjóðviljinn - 27.09.1945, Page 6

Þjóðviljinn - 27.09.1945, Page 6
6 i Þ J 0 Ð V IL JIN N Fixnmtudagur 27. sept. 1945 Tvíburarnir John Galsworthy: Bræðralag þegar engin hætta virtist steðja að ofan frá brekk- unni. Þeir tóku götuna í tveimur stökkum. En þá skall hurð hælum nærri. Eitt þessara stóru, gangandi húsa kom þá einmitt á harða spretti upp hallann. Þeir höfðu gleymt því, að þau á'ttu það til að renna upp í móti. Þeir sluppu með naumindum og námu staðar við girðingu hinum megin við götuna. „Hvað er það, sem hefur losnað í brjóstinu á mér?“ spurði Styrbjörn og lagði höndina á hjartað. „Eg var nærri því orðinn undir húsinu, og þá fór þetta af stað í brjóstinu á mér“. „Eg hef ekki hugmynd um, hvað það er“, svar- aði Arinbjörn. Tvær stúlkur í rauðum kápum stóðu rétt hjá þeim og horfðu á þá. „Það hefur verið hjartað“, sagði önnur þeirra. „Hjartað! Til hvers er það?“ spurði Styrbjörn. „Ja, nú veit ég ekki“, svaraði stúlkan. En hún vissi það víst, því að hún hló, en vildi bara ekki segja það. „Eg hugsa, að það sé til að aðvara menn, ef þei-r eru að komast í hættu, sagði Arinbjörn. „Við höfum að minnsta kosti aldrei orðið varið við það fyrr“. „Hvaðan eruð þið?“ spurðu stúlkurnar. „Ofan af Skarðsheiði“, svöruðu þeir. „Voruð þið í útilegu“, spurðu þær. „Láguð þið í tjaldi?“ ,,Nei,T við komum ekki þaðan núna. Við vorum á vöggustofunni á Kaldadal. Og við strukum“. Þær skellihlógu. „Hvað eruð þið gamlir?“ „Við erum tveggja ára“. Þær hlógu enn meira. „Við erum jafn gamlir vegna þess að við erum 'tvíburar“, sagði Styrbjörn alvarlega. „Hvar er allt fullorðna fólkið hérna?“ ÞETTA Það hefði átt að vera hérna: Fyrir nokkrum árum voru leigjeniur í sex hæða húsi í New York lausir við að gre:ða leigu, vegna þess, að enginn eigandi fannst að því. Þanmg hafði það verið í tíu ár, Þá fann einn leigjandinn, áttræður maður, upp á því að láta sem hann ætti húsið. En le’gjendur létu ekki blekkja sig og drógu hann fyrir lög og dóm. Var mikið kapphlaup um að fá íbúðir í þessu húsi, en leigjeniurnir voru heimarík- ir, sem vonlegt var og héldu velli, þegar síðast fréttist. • Ein af þeim „skoðanakönn- unum“ sem fram hefur farið í Ameríku, á síðari árum leiddi í ljós þau áhrif, sem kvikmyndir hafa á æskulýð- inn. Var tilraunin gerð á 458 menntaskólanemehdum: 62 'af hundraði játuðu, að þeir líktu eftir klæðaburði kvikmyndaleikara. 33 af hundraði játuðu, að þeir tækju sér kvikmyndaleik ara til fyrirmyndar í ásta- málum — sjaldan þó með eins góðum árangri! 66 af hundraði viðurkenndu að ; þeir, sökktu .sér niður í dagdrauma, sem’væri eftirlík ing á kvikmyndaævintýrum. 22 af hundraði höfðu or-ðið óánægðir með heimili sín og kjor við að sjá allsnægtir þær, sem kvikmyndirnar bregða upp fyrir augum þeirra. „Hann er kaldur í dag. þetta er ekkert vorveður“. Gamall maður með gler- augu og bólgið nef fálmaði eftir smápeningum til að skipta. „Mér finnst ég kannast við yður“, sagði Hilary. „O, já. Þér verzlið í vissri búð — í tóbaksdeildinni. Eg hef séð yður fara þar inn. Stundum kaupið þér blað af honum þarna“. Hann sneri höfðinu í áttina til ungs manns* sem stóð snölkorn frá með stærðar blaðabagga. Margra ára öf- und og ásökun um ranglæti birtist í svip gamla manns- ins. „Þetta er mitt blað“ virtist hann ætla að segja. „Svo sannarlega sem réttlæti er til á þessari jörð. En svo kem- ur þessi mannfjandi og kepp- ir við mig um söluna“. „Eg sel þessi ólukkans W estminster-tíðindi“, sagði hann við Hilary. „Eg les það meira að segja sjálfur á sunnudögum. Það er ágætt blað — ég á við fyrir utan pólitíkina. En sjáið þér til. Þegar þessináungi kemurhing að til að selja „Pell Mell“. Hann lækkaði röddina og hélt áfram í trúnaði: „Þá kaupir fínt fólk það stundum. Og það er ekki svo margt fínt fólk, sem kemur hingað — ég á við reglulega fínt fólk, að ég hafi ráð á að láta taka það frá mér“. Hilary hafði hlustað á hann með vorkunnsemi, en nú datt honum dálítið í hug: „Þér eigið heima í Hound Street. Er það ekki?“ „Jú, í númer 1. Eg heiti Creed. Og þér eruð maðurinn sem ungfrúin hjá okkur er að skrifa fyrir“. „Nei, hún skrifar ekki fyrir mig“. < „Eg veit það. Það er gam- all maður. Eg þekki hann vel. Hann heimsótti mig einu sinni. Það yar. á súnnudags- morgni. „Hérna kem ég með eitt pund af tóbaki handa yð- ur“, sagði hann. „Þér hafið verið yfirþjónn11. sagði hann svo. Og svo bætir hann við: „Eftir fimmtíu ár verða eng- ir yfirþjónar til“. Og svo var hann farinn“. „Búa ekki hjón, sem heita Hughs í sama húsi og þér?“ „Eg leigi hjá þeim. Eg hitti frú í gær, sem var að spyrja mig eftir þeim. Var þ_ið kon- an yðar?“ „Það hefur líklega verið mágkona mín“. „Já, einmitt. Hún kaupir oft blað af mér. Það er reglu- leg hefðarkona — ekki ein af þessum ólukkans —“. Nú kom aftur trúnaðarhreimur í rödd hans: „Ekki ein af þess- um sem kaupir tilbúin föt í þessum ólukkans almennings- vöruhúsum — þér skiljið. Eg þekki þessa frú vel“. „Gamli maðurinn, sem heimsótti yður, er faðir henn- ar“. „Nei, er það? Nei, er það?“ Gamli maðurinn þagnaði og va’’ð vandræðalegur. Hilary hleypti brúnum, eins og hann var vanur, þeg- ar hann var að vinna bug á ströngustu hefð sinni: „Hvernig — hvernig kemur Hughs fram við ungu stúlk- una, sem leigir á sömu hæð og þér?“ Gamli yfirþjónninn svaraði þurrlega: „Hún fer að mínum ráðum og forðast hann. Hann er eitthvað svo útlendingslegur, sá maður. Ekki veit ég hvað- an úr veröldinni- hann er“. „Hefur hann ekki verið hermaður?" „Hann segir það. Annars vinnur hann hjá bænum. En þegar hann er drukkinn, hlíf- ir hann hvorki guði né mönn um og virðir hvorki lög né rétt. Eg hef aldrei séð her- mann svipaðan honum. Enda segja þeir, að hann sé Vall- oni“. „Hvernig fellur yður að eiga heima í þessari götu?“ „Eg er út af fyrir mig. En gatan er bágborin og ræfla- legt fólk sem á þar heima. S'keytir hvorki um skömm né heiður“. „Einmitt það“. „Það eru fátæklin^ar, sem eiga þessi hús. Og þeim er sama um allt, ef þeir ba’-a fá húsaleiguna. Það er-ekí við öðru að búast. Þessir vesl ingar verða að fá sitt. Það er sagt að svona hús séu í búsúndátali í London. Sum- ir segja að eigi að rífa þau. En það er bara slúður. Hvað- an ættu peningarmr að koma? Þessir fátæklingar hafa ekk; einu sinni efni á, að endurnýja veggfóðrið. Og lóðaeigendurnir, sem eru stór efnaðir menn! Það er ekki við því að búast, að þeir viti hvað það er, sem þeir hafa ekki einu sinni séð. Það eru bara bjálfar eins og Hughs, sem eru að vaða elginn um lóðaskatt. En það er ekki hægt að ætlast til þess, að betra fólk sé að skipta sér af öðru eins. Það býr á herra- górðum úti í sveit. Eg ætti að vita bað. Eg hef verið hjá því fólki“. Gula tíkin var orðin gröm út af umferðinni í kringum hana. Hún var farin að berja skottinu við fætur gamla mannsins. „Guð hjálpi mér. Hvað er þetta? Hann bítur víst ekki þessi hundur?“ Miranda horfði á andlit hús bónda síns, eins og hún vildi segja: „Þarna sérðu, hvað komið getur fyrir heiðvirðan hund á svona götum“. „Það hlýtur að vera erfið vinna, sem þér hafið, að standa svona allan daginn, þér sem eruð betra vanur“, sagði Hilary. „Eg er ekki að kvarta. Þetta heldur í mér lífinu“. „Mig langar til að spyrja yður, Creed. Hvað er hægt að gera fyrir frú Hughs?“ Gamli maðurinn sótti í sig veðrið og svaraði af móði: „Væri ég í hennar sporum, mundi ég draga bann fyrir lög og dóm, svona sannarlega sem ég heiti Creed. Hún ætti að fá skilnað og aldrei verða á vegi hans framan. En ef hann kæmi samt aftur, ætti hún að láta setja hann inn. Það mundi ég gera, þó það kostaði mig lífið. Eg vork-enni ekki ynönnum eins og honum. Hann var meira að segja ó- svífinn við mia í morgun“. „Það er nú hart, að þurfa að grípa til fangelsisvistar“, sagði Hilarv. Gamli yfirþjónninn svaraði einarðlega: „Það er e:n að- ferð sem dugir til að siða þrjóta eins og hann: Og það er að sýna þeim í tvo heim- ana“. Hilary ætlaði að svara ein- hverju en tók þá eftir því. að hann stóð einn síns liðs á gangstéttinni. Snölkorn frá stóð Creed gamli, horfði til h’mins og faðmaðf að sér af öllum kröftum stærðar bag"n af hádegisútgáfu Westminst- er-tíðinda, sem kastað hafði verið n:ður til hans úr vagni. ..0, já“ hugsaði Hilary. ..Idann veit að minnsta kosti, hvað hann vill“. Hann hélt áfram ferð sinni og lit-la . gula bolakvnstíkin tölti með honum, háleit og snúðug, eins. og hún vildi segja: „Það var sannarlega tími-til kominn', að við lory,- uðum við þennan nærgöng- ula mann“,. • SJÖUNDI KAFLI - Cecilia'hugsctr sig um. * Frú Cecilia Dallison sat í einkástofu sinni við gamalt eikarskrifborð og var að reyna að beina hugsunum sínum að ákveðnu efni. Ann-

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.