Þjóðviljinn - 06.10.1945, Síða 5

Þjóðviljinn - 06.10.1945, Síða 5
. Laugardagur 6. okt, 1945. , l»JÖÐVILJltíN ■ „ j mmmái g g S s ■1 ssB Gunnar Benediktsson: Nýr háttur til að halda niðri vísitölunni Ríkið tekur að sér að greiða ákveðinn hluta lauhanna til launþeganna, til‘að hjálpa atvinnuvegum þjóðarinriar. Búast má við, að allmikið skorti á að allt kjöt seljist innanlands og bændur fái því lægra Verð fyrir kjötið en verið hefur. Það verður œ meir aðkallandi, að samrœma framleiðsíu búvara við eftirspurn innanlands. Að öðrum kosti verður ekki unnt að forða því að mikill hluti bænda fær þungan skell. Bœndur Verða að' ganga til samstarfs við aðrar stéttir landsins um varanlegar úrlausnir í búnaðarmálunum. Lengi var éftir því beðið, að ríkistjórnin tæki ákvörð- un um það, á hvern hátt hún hindraði það, að verð búvara hækkaði vísitöluna um 30— 40 stig, svo sem orðið hefði, ef engar ráðstafanir hefðu verið gerðar. 15. sept. gekk úr gildi heimild sú, ' sem stjórnin hafði til niðurgreiðsln anna og auk þess hækkuðu búvörur um nærri 10% frá því sem verið hafði. Það var vitað, áð stjórnin hlaut ein- hverjár ráðstafánir að gera, því að haekkun vísitölu um 30—40 stig, héfði: stefnt út- flutningsatvihnuvegi þjöðar- innar í fullkomna tvísýnu. Ekki stætt á fyrri úr- lausnum Sá hefur verið háttur við aðgerðir ríkissjóðs til að halda niðri vísitölunni með tilliti til búvaranna, að greiða til bænda ákveðinn hluta út- söluverðsíns. Sá sami háttur er enn viðhafður að því er mjólkinni viðkemur að öðru leyti erx því, að niðurgreiðsl- an er ekki eins mikil og áð- ur, 22 aurar í stað 25 pr. lítra, svo að útsöluverð mjólk ur hækkar um 15 aura frá því sem áður var, og mun það koma til með að valda þriggja til fjögra stiga hækk- un á vísitölunni. Með tilliti til afkomu bænda hefur þetta engin áhrif. Hækkun útsölu- verðsins hefur ekki á nokk- urn hátt áhrif á sölumagnið. Neytendum finnst alls ekki til um verð rnjólkurinnar, og nokkurn hluta ársins fá þeir ekki svo mikla mjólk sem þeir vilja. En gagnvart kjötinu var uop tekin ný aðferð. Aður tók ríkið að sér að greiða til bænda þann mismun, er var á raunverulegu útsöluverði og þess verðs er ákveðið var á grundvelli sexmannanefnd- arsamkomulagsins, á allt það kjötmagn, sem kom til slát- urhúsa, án tillits til þess, hvort það seldist' á innlendum eða erlendum markaði, eða hvort það seldist yfirleitt. Þetta hafði þau áhrif, meðal annars fyrir það, að í sex- mannanefndarálitinu mun kjötverðið hafa verið ákveðið tiltölulega hærra en mjólkur verðið, að jafnvel á mjólkursölusvæðunum sáu bændur sér hag í að auka kjötframleiðsluna á kostn- að mjólkurframleiðslunhar. Beindist þróun f ramleiðsl-. unnar því í þveröfuga átt við það sem þjóðhagslegar þarfir heimituðu. Er þar éin ástæða þess, að hverfa frá þessu fyr- irkomulagi, þvi að því lengur sem þannig er haldið áfram, því þyngri skellur hlýtur af því að verða um síðir að beina þróun þannig þveröf- ugt við þjóðarhag. Og í fyrra var öllum orðið ljóst, að þá var gripið til þessarar lausn- ar í síðasta sinn, og þá ekki sízt fyrír þá sök, að sjáan- legt var, að ríkissjóður reis alls ekki undir svona stórkost- legum greiðslum. Framsókn viðurkénndi það meira að segja opinberlega, að lengur væri ekki staétt á þessari braut. Hermanrt Jónasson færði fram þá afsökun fyrir eftirgjöf ■ Búnaðarþingsins í fyrrá, að méð öðru móti hefði ekki verið hægt að fá sam- þýkkt uppbót á útfluttu Vör- urnar. Nýr háttur upp tekínn Þegar sýnt var að taka þurfti upp nýjan hátt í sam- bandi við niðurgreiðslurnar, þá var um skeið allmikið rætt um tvöfalt verð, þann- ig að niður væri greiddur sá hluti kiötsins, sem gert er ráð fvrir í vísitölureikningn- um. Hefði hver og einn, sem réttur hefði verið veittur til að njóta niðurgreiðslunnar, þá. fengið seðla, sem hefðu gefið honum rétt til að fá á- kveðið magn af kjöti með lægra verðinu. Það var mik- il óánægja með fyrirkomu- lagið meðal neytenda, ef þeir hefðu ekki fengið niður- gréiðslu á meira magni en því, sem gert er ráð fyrir í vísitölunni, en það eru 30 k.g. á mann á ári, og frá sjónarmiði bænda var það augljóst, að þetta fyrirkomu- lag myndi draga úr kjötkaup- unum, því að fjöldi neytenda hefði lagt áherzlu á, að miða kjÖtkaup sín við skömmtun- arseðlana, þeim hefði enn meir vaxið 1 augum hið háerra verðið, þegar þeir höfðu hið lægra til saman- burðar. Bændur munu al- mennt hafa verið mjög á móti því að varan yrði seld með tvennskonar verði. Og að lokum var það Við þessa leið að athuga, að skömmtun- arseðlum fylgir mikill kostn- aður og vafstur og raunveru- lega óframkvæmanleg nema með nokkrum fyrirvara. Ríkissjóður tekur að sér að greiða ákveðinn hluta, launa Nú er kjötið selt sínu raun verulega verði. En vísitalan er reiknuð út frá því kjötverði, sem gilti 1. sept., eða kr. 6.50 pr. kg. Muninn á því verði og útsöluverðinu tekur ríkis- sjóður að sér að greiða til þeirra manna, sem taka laun samkvæmt vísitölu eða eiga kjör sín henni háð á svipað- an hátt. Áætlaður skammtur hefur verið færður úr 30 kg. í 40 kg. og er þaf gengið til móts við óskir bæði fram- leiðenda og neytenda. Þarf neytandi nú aldrei að stinga við fótum vegna þess að hann uppgötvi, að skammtur- inn sé að þverra, heldur neyt- ir hann nú þessarar vöru í samræmi við lífsvenjur sín- ar og efnahag. Búast má við lakárí af- komu kjötframleiðendá en verið hefur Ef svo yrði nú, eins og síð- astliðið ár, að meginið af kjöt- inu seldist innanlands, þá myndi hagur kjötframleið- enda verða líkur, og undan- farin ár', að því er viðkemur verði fyrir afurðirnar. En bú- ast má við að afköman versni sökum þess, að töluvert þuyfi að flytja út, og mun Fran* sóknarflokkurinn ekki telja það éftir sér að kehna stjóm- araðgerðum um. í fyrsta lagi verðUr að gera ráð fyrir nokk urri meiri slátrun en í fyrra sökum erfiðrar heyskaDartíð- ar víða á landinu. í öðru lagi- má búast við minni kjöt- neyzlu. Því ber ekki að neita að seinlætrstjórnarinnar með úrlausnir sínar mun hafa dregið allverulega úr því að rnénn birgðu sig í haustkaup- tíð til vetrarins, menn vildu vúa fyrst hvaða lausn málið h,<-+'. Gera verður ráð fvrír,- að bað vinnist upp ’ að mestu leyti með meiri neyzlú síðar á árinu. En aðalatriðx þessa máls er það, að kauoyeta al- mennings í bæjunum er nú minni én hún hefur verið undanfarin ár. FjÖldi manna kom heim af síldveiðunum með lítinn hlut og sumir engan. í haust eru það því fléiri heimili en undanfarin haust, sem þurfa aðgæzlu með, hvernig hægt sé að láta tekjurnar mæta þörfunum, og kemur það ekki sízt niður á kjötneyzlunni. Áminning til að læra af Sá uggur, sem nú hlýtuf að fylla hugí kjötframléiðeiida um að þeir fái minna fyrir Frámhalk á 8. síðu:} REGLUR um sölu mjólkur í Reykjavík og Hafn- arfirói á tímabilinu frá október 1945 til marz 1946 1. gr. Hver maður, búsettur í Reykjavík eða Hafn- arfirði, fær af hentan skömmtunarseðil fyrir mjólk, er gildi til 16. marz 1946. Skömmtun-1 arseðlar eru útbúnir með reitum fyrir hvern dag. Eru þeir tvennskonar, handa börnum (A- seðlar) og fullorðnum (B-seðlar). A-seðlar eru afhentir þeim sem fæddir eru 1931 óg síðar og gildir hver reitur á þeim, sem kaupheim- ild fyrir 1 lítra af mjólk, en reitur á B-seðlum fyrir 2 desilítrum. Þeir, sem þurfa vegna sjúkdóma að not’a meiri mjólk en aðrir, geta fengið skipt á B- seðli og A-seðli, enda leggi þeir fram læknis- vottorð um sjúkdóm sinn, og að þeir vegna hans þurfi meiri mjólk en aðrir. 2. gr. Úthlutunarskrifstofur Reykjavíkur og Hafn- arfjarðar sjá um afhendingu mjólkurseðla. Hver heimilisfaðir útfyllir eyðublað, þar sem taldir eru með nöfnum, fæðingardögijm og árum allir þeir, sem þar eru í heimili, og fær gegn afhendingu þess jafnmarga seðla og þeirra tegunda, sem hið útfylltá eyðublað seg- ir til um. 3. gr. Mjólkurbúðir afgreiða ekki aðra mjólk en þá, er seðlar þess dags hljóða um, frá því búðir opna um morguninn til kl. 13.30, en eftir þann tíma má selja mjólk án seðla, - 4. gr. Nú er að dómi forstjóra Mjólkursamsölunn- ar hætta á að mjólk sú, sem hefur borizt til bæjarins, nægi einhvern dag ekki til þess að afgreiða mjólk út á allá mjólkurreiti þess dags, og getur hann þá ákveðið að til kl. 13.30 skuli einungis af'greidd mjólk út á A-seðla og eftir þann tíma aðeins út á seðla;. 5. gr. Forstjóri Mjólkursamsölunnar getur ákveð- ið að. afgreiða hálfan lítra út á reiti B-seðla, þegar hann telur að svo mikil mjólk hafi bor- izt til bæjarins, að tilefni sé til þess. Nú berst svo mikið mjólkurmagn til bæjar- ins, að dómi hans, að engin hætta er á að hver geti ekki fengið þá mjólk er hann óskar að fá keypta, og má hánn þá ákveða að selja mjólk án skömmtunarseðla þann dag. Reglur þessar eru settar af viðskiftamála- ráðuneytinu í samráði við bæjarstjórnir Reykjavíkur og Hafnarf jarðar og mjólkursam- söluna. Reykjavíky -5.: okt. 1945.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.