Þjóðviljinn - 18.10.1945, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 18.10.1945, Blaðsíða 5
Fimhitudágur 18. okt. 1945. HJÓBVILJllíN Björn Franzson Ejrindi. sem næturlangt Niðurlag. En hafi ég annars hneyksl- að einhverja góða menn með ummælum mínum síðast, þá er ég fús til áð báeta þar úr, því að mjög er mér fjarri skapi að fara hér með nökk- urs konar hlutdrægni. Eg hef til dæmis orðið þess áskynja, að einhverjir hafa hnotið um þau ummæli mín, að Rúss- ar virtust allmiklu hógvær- ari en fulltrúár vesturveld- anna að því leyti, að þe.:r gerðu engar kröfur varðandi stjórnarfarið í Vestur- og Norður-Evrópu og krefðust þess jafnvel ekki að ráðstjórn arlýðræði væri leitt í gildi í löndum Austur-Évrópu og Balkanskaga, þar sem full- trúar vesturveldanna vildu ekki sætta sig við annað én það að borgaralegu lýðræði að vestrænni fyrirmynd yrði komið á í öllum löndum álf- unnar vestan Rússlands (að Spáni og Portúgal undan- teknum). Eftir nána og ítrek- aða athugun finnst mér nú reyndar, að þessu verði tæp- lega neitað ög hér sé ekki að ræða um annað en einfalda rökfræði. Þó mætti ef til vill segja, að hér hallaðist á um hálft strik, og til þess að leiðrétta þanft halla er mér ljúft að taka.það fram, að ég er alls ekki frá því, að segja megi með . sanni um fulltrúa vesturveldanna, að þeir séu á öðrum sviðum, svona yfirleitt, allmiklu hóg- værari menn en Rússar. Eg lét mér einnig um munn fara, að ekki væri eyðandi orðum að þeirri staðhæfingu hatrömmustu andstæðinga Ráðstjórnarríkjanna, að þar væri ríkjandi einræði engu betra en í fasistalöndum. Hér kann nú að hallast á um hálft annað str.ik, þó að ekki sé annað sagt en það, sem satt er. En úr þessu vil ég gjarna bæta með því að taka það fram, að til eru þeir and- stæðingar hins borgaralega lýðræðis, sem staðhæfa, að á því og fasísku einræði sé í raun og veru enginn munur, og þykir mér raunar ennþá síður orðum eyðandi að þess- ari fjarstæðu, með því að hún á sér svo fáa formælend- ur, að þar er naumast nokk- urn misskilning að leiðrétta. Varðandi tilvitnunina í um mæli hins rússneska blaða- manns skal ég geta þess til gamans, að ég taldi mig raun ar vanta einhverja ritgerð um svipað efni, en frá and- stæðu stjórnarmiði, til að vitna í, svo að enginn þyrfti að hneykslast, og ég orðaði það við strfsbræður mína, hvort þeir gætu ekki. visað mér á þvílíkt efni. Mér tókst ekki þá í bráðina að riá í slíka ritgerð, enda verður samning þessara erinda oft og tíðum að vera nokkurt flýtisverk, og er þá ekki all- ténd tóm eða tækifæri að pæla gegn um þykka stafla erlendra blaða og tímarita til að leita uppi gögn, sem ekki eru handibær. Eg gerði mér ekki ljóst fyrr en löngu seinna, hversu hæg hefðu í rauninni verið heimatökin í þessu efni. En til þess að sýna svart á hvítu, að öll hlutdrægni í erindaflutningi er mér víðs f jarri skapi, ætla ég nú til andvægis við grein Sokolovs, hins rússneska blaðamanns, að vitna að þessu sinni í ritgerð um það efni, sem um var að ræða, utan- ríkismólaráðherTafundinn í London, eftir íslenzka blaða- manninn Stefán Pétursson. Ritgerðin birtist í „Alþýðu- blaðinu“ 7. þ. m. og nefnist „Ný blika á lofti“. Eg les ritgerðina orðrétt frá upp- hafi til enda og sleppi engu úr> Hinum íslenzka blaða- manni farast þannig - orð í ritgerð sinni: „Síðan möndulveldin gáf- ust upp í vor og sumar og mannkynið fagnaði friðinum eftir hér um bil sex ára styrjöld óg villimennsku, hef ur ekkert vakið eins mikla athygli og fréttirnar af hin- um misheppnaða utanfikis. málaráðherrafundi í London, sem slitið var í vikunni, sem leið. Við sundrung þá, sem á þessum fundi kom í ljós meðal hinna sameinuðu þjóða, hefor nýja bliku dreg' ið á loft, bliku, sem nú þeg- ar varpar óhugnanlegum skugga á hinn nvfengna og langþráða frið. Menn soyrja með kvíða, hvort það sé mögulegt eftir allar þær hörmungar, sem þjóðirnar hafa orðið að þola undan- farin ár, að friðurinn verði ekkert annað en tiltölulega stutt vopnahlé“. Hinn íslenzki blaðamaður heldur áfram: „U tanríkismálaráðherra- fundurinn í London, sem set inn var af utanríkismálaráð- herrum Breta, Bandaríkja manna, Rússa, Frakka og Kínverja, áttu fyrst og fremst að undirbúa friðarsamninga hinna sameinuðu þjóða við þau lönd í Evrópu, sem um lengri eða skemmri tíma veittu Þýzkalandi Hitlers lið í styrjöldinni, þ. e. við Ítalíu, Búlgaríu, Rúmeníu, Ungverja land og Finnland. En þegar til átti að taka við þessi fyrstu vandamál iriðarins, kom það í ljós, sem áð vísu marga hefur grunað, að ein- ingin í bandalagi hinna sam- einuðu þjóða hefur. ekki byggzt á miklu öðru en hinni sama'ginlegu hættu á með- an Þýzkaland Hitler's var enn ósigrað. Stríðsmarkmiðin hafa undir niðri verið furðu ólík; það sýnir, svo að ekki verður um villzt, deilan, sem upp er risin um friðarsamri- ingana við Balkanlöndin, Búlgaríu og Rúmeníu, og stjórnarfarið í þeim löndum. Rússland, sem heldur þessum löndum hersetnum. vill raunverulega eitt fá að ráða málum þessara ríkja og friðarsamningunum við þau, enda hefur það þegar komið á fót í þeim stjórnarfari sem mjög ef í ætt við einræðis- stjórn þess sjálfs, og stjórn- arvöldum, sem í einu og öllu hlíta boði bess og banni. Bretland og Bandaríkin krefj ast þess hinsvegar, að frelsi og lýðræði verði rétt við í þessum löndum og framtíð- arsjálfstæði þeirra tryggt. Á þessari deilu meðal annars strandaðá utanríkisráðherra- fundurinn í London, en öll- um má ljóst vera, að hér er raUnverulega deilt um það, hverjir skuli vera' hornstein-' ar hins nýja heims, einræði eða lýðræði, kúgun eða frelsi". Síðan heldur hinn íslenzki blaðamaður áfram: „Það er oft talað um tor- tryggni Rússa í garð Vestur- veldanna í sambandi við þessi mál, og afstaða þeirra afsökuð fneð henni^ eiris og þeir hefðu einhverja sérstaka ástæðu til að gruna aðra um græsku. En sýndu ekki Rúss- ar þegar í byrjun styrjaldar Sendisveinn óskast strax Vinnutími frá "kl. '2—7. Létt vinna — Gott kaup Skrifstofa Þjóðviljans Skólavörðustíg 19. ■» | aðeins rautt einræði í stað hins brúna. Því að það er raunverulega þetta, sem um var deilt á utanríkismálaráð- herrafundinum í London, og margir óttaSt, að nú þegar sé að stefna heimsfriðinum í hættu á ný. í lengstu lög munu menn vona hið bezta. En hinn mis- heppriaði utanríkismólaráð- herrafundur í London hefur opnað augu margra fyrir því, að enn er friðurinn fallvalt- ur.“ Þannig farast hinum ís- lenzka blaðamanni orð. Eg held, að ég hafi þá fyllilega jafnað reikningana, hafi einhvers staðar verið eins eða hálfs annars striks halli í ummælum fyrra er- indis míns, og sýnist mér þar með brott fallinn allur grundvöllur frekari árása á útvarpið út af mínum erinda- flutningi. Vænti ég þess, að öll blöð og aðrir taki þetta til greina og stilli nú tií frið- ar. Stríð éða friður? En svo að vikið sé að éfni, sém nú er mjög á dagskrá um viða veröld, ef til vill framar en öll alþjóðamál önn ur: Hefur mannkynið með þessari styrjöld, sem nú er nýlokið, tryggt sér ævarandi frið héðan af, eða eigum vér því, að í Rússlandi ríkti eiji- ræðis- og ofbeldisskipulag engu betra en í fasistaríkjun- um, þá væru auðsjáanlegá lítil skilyrði friðar með þjóð- um. Þá væri auðvelt fyrir hvers konár stríðsæsinga- menn að telja þjóðunum trú um. að þeirri bæri einmitt siðferðisskylda til að leggja út í nýja styrjöld til að berja niður eitthvert ímynd- að einræðis- eða ofbeldis- skipulag.' Hér á Vesturlöndum og ekki 'sízt' á íslándi er nú vissu Iega ýmislegt að leiðrétta varðandi hugmyndir manna um Róðstjórnarríkin og stjórnskipuíagið þar. Þess vegna vitnaði ég í fýrra er- indi mínu í orð hins rússneska blaðamanns um lýðræði. Eg gerði það auð- vitað ekki í þeim tilgangi að halla á hið vestræna lýð- ræði, heldut einmitt í því skyni að jafna halla á ráð- stjórnarlýðræðið, sem fyrir hendi var hér á landi, og fyrst og fremst tíl þess að draga fram þá athyglisverðu rtiðurstöðu höfúndarins, að munur sá, sem er á lýðræðis- skipulagi Ráðstjórn a-rríkjanna og Vesturlanda, ætti engan veginn að þurfa að verða samstarfi óg vináttu þessara þjóða til tálmunár. Það er nú sánnfærmg allra innar, áður en þeir soguðust j ennþá ógurlegri en hinnar inn í hana sjálfir, að stefna að vænta nýrrar styrjaldar, góðra manná, að voðalegri ógæfa gæti ekki komið yfir þeirra og stjórn er furðu skyld hinum þýzka nazisma, þó að þeim lenti saman við hann síðar? Gerðu þeir ekki vináttusamning við Hitler þegar hann var að ráðast á lýðræðisríkn? Og sölsuðu þeir ekki í skjóli þess samn- ings hvert nágrannalandið eftir annað — Austur-Pólland, E;stland, Lettland, Lithauga- land, Kyrjálaeiði á Finnlandi, Bessarabíu og Búkóvínu í Rúmeníu — undir sig, rétt eins og Þýzkaland Hitlei's? Sú stefna, sem Rússar hafa í dag, að stríðinu loknu, er aðeins áframhald á slíkum jrfirgangi við hin litl-u ná- grannalönd í upphafi ófriðar- ins. Og fleiri og fleiri varpa nú þeirri spurningu fram hvort baráttan gegn þýzka nazismanum hafi aðeins ver- ið til þess háð, að rússnesk yfirráð og rússneskur komm- únismi kæmi í hans 'stað,- — síðustu? Um þetta er nú rætt og ritað í útvarpssendingum og blöðum hvarvetna, og flestum ber saman um það, að svar við'þeirri spurningu, hvort friður eigi að haldast eða ékki, velti fyrst og fremst á því, hversu til tekst um samvinnu og samkomulag bandamanna, sér í lagi vest- urveldanna og Rússa eða yf- irleitt hinna vestrænu og austrænu ríkjafy'lkinga. Nú getur það ekki leikið á tveim tungum, að skilyrði fyrir samvinnu og samkomulagi þessara aðilja hljóta að fara að miklu . leyti eftir því, hversu sannar og réttar hug- mynd.:r þeir gera sér hverir um aðra. Ef Rússar tryðu því, að ekkert væri unnið með sigrinum yfir þýzka, ítalska og japanska fasismanum, því að fasismi engu betri væri nú í Englandi. og Bandaríkjun- um, - og ef vér í Vestur- -íhxrópu, og . Ameríku tryðum þetta mannkyn en ný styrj- öld. Hinum, sem í einhverrii blindni kynnu að óska þess í hjarta sínu, að t:l styrj- aldar kæmi, ber aó oenda á það, að aldrei er að vita, hvorir sigra mundu í slíkri styrjöld eða hvort báðir að- iljarnir mundu ekki gereyð- ast. Og hvað mundi verða um ísiartd í þeirri styrjöld? Ekki þyrfti stóra kjarnorku- sprengju til bess að útþurrka Reykjavík. Að þessu athug- uðu held- ég, að segja megi, að ekki sé unnt að vinna öllu vérra verk en ala á tor- trýggni og hatri milli þessara tveggja xíkjafylkmga, hinn- ar austrænu og hinnar vest- rænu: Og í annan stað held: ég',; áð naumast verði unnið öllu betra og þarfara starf eri að eyða þeirri tortryggnij. sem á-sér stað þéssara þjóða í milB, með því að veita hverri þjóð sanna og rétt% fræðslu um hinar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.