Þjóðviljinn - 18.10.1945, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 18.10.1945, Blaðsíða 6
2 ÞJOÐVILJINN Fimintudagur 18. okt. 1945. Saga um dreng (Lauslega þýtt). en fótatak tuttugu gesta, þó að þeir væru ekki stórir. Þeir komu miklu fyrr en þeir höfðu ætlað sér. Þeim var ómögulegt að bíða lengur. Mamma Péturs opnaði dyrnar og gestirnir komu inn. Þeir voru allir berhöfðaðir og snöggklæddir. Það var svo hlýtt úti. Sumir voru í rifnum buxum. Sumir voru berfættir í skónum og með marbletti á hnjánum. Þeir höfðu hendurnar í vösunum og voru glettnir og hróðugir á svipinn en reyndu að vera alvarlegir og þungbúnir, eins og fullorðnir menn. Það tókst ekki. Þegar þeir sáu útvarpstækið brostu þeir allir út að eyrum, og þeir litlu ýttu þeim stóru frá sér til að sjá betur. „Hvað segirðu nú, Pétur?“ spurði læknirinn. Pétur þagði. En hann var ekki að hugsa um, hvað hann ætti bágt. Hvernig gat nokkur maður átt bágt, sem átti svona marga og góða vini? Hann heilsaði gestunum glaður í bragði. ENDIR. Rósalind kóngsdóttir (Lauslega þytt). Einu sinni var kóngsdóttir, sem hét Rósalind. Hún var bláeyg og bjarthærð og fallegasta kóngs- dóttirin, sem sögur fóru af um mörg lönd. Konungsríkið hét Ljómaland. Kóngurinn, fað- ir Rósalindar, sat í hásæti sínu, klæddur purpurarauðri skykkju, með kórónu á höfði og með gildan veldissprota úr silfri. Höllin var úr gulli og fílabeini. Kóngur hafði sjö ráðgjafa. Þeir voru gamlir, síðskeggjaðir, frekar geðleiðir og voru vanir að koma saman á fimmtudögum til að ræða um landsins gagn og nauðsynjar. ! Eky uppnæmur: Þegar enska skipið „Fala- bas“ var skotið í kaf í fyrri heimsstyrjöldinni, urðu hokkrir farþegar eftir á skip- inu, þegar allir björgunarbát- ar voru farnir frá því, sökk- hlaðn'r af fólki. Einn þessara manna lét sem ekkert hefði í skor'zt, tók myndavél sína, gékk rólegur um þilfarið og miyndaði fólkið sem velktist í ’ sjónúm í kringum skipið og troðfulla björgunarbátana. Sjálfur var hann og þeir, sem eftir voru á srkipinu, r.æsta vonlitlir um að kom- flst af. Hann gekk þó vand- I’ETTA lega frá myndavélinni í skinnpoka og batt á bak sér, eftir að hann hafði tekið myndir á aliar „filmur“ sín- ar. Að því búnu steypti hann sér í sjóinn. Maðurinn bjargaðist af flaki eftir að hann hafði hrak izt í klukkutíma í sjónum. Myndir hans vorú óskemmd- ar og þóttu merkilegar. Þær gáfu glögga 'hugmynd um, hvernig sjávarháski lítúr út í augum myndarvélarinnar, sem horfir á „köld og róleg“, og ekki er hægt að véfehgja. Annars er sjaldgæft, að mynd ir náist af slíkum atburðum. fr's- ' ' .;-=- '■ ■ - -----------------------!-j John Galsworthy: Bræðralag i V. _________________________—----J Thyme hætti að skrifa. Hún heyrði þröst syngja úti í garðinum og dilla röddinni lengi, lengi. Hún hljóp út að glugganuim. Fuglinn sat í tré, rétti hálsinn beint upp og lét í ljós persónuleika sinn í dillandi tónverki út um gult nefið. Hann virtist lofsyngja allt — himinninn, sólina, trén, döggvott grasið, sjálfan sig! „En hvað hann er yndis- legur“, hugsaði Thyme. Hún andvarpaði af vellíðan, fleygði minnisbókinni niður í skúffu, fór úr nátt- kjólnum og flýtti sér inn í baðherbergið til að baða sig. Um tíuleytið gekk hún hljóðlega að heiman. Hún hafði ekkert sérstakt að gera á laugardögum. Móður henn- ar þótti vænt um að hafa hana hjá sér, en hún varð að neita henni um það og sömuleiðis föður sínum um að fara með honum til að leika „golf“. Stefán var van- ur að koma heim úr Réttin- um fyrir klukkan þrjú á laugardögum. Og fengi hann konu sína eða dóttur til að fara með sér á golfleik dá- litla stund, var hann betur úndir það búinn að leika „golf“ á sunnudaginn. En þá fór hann alltaf klukkan ell- efu og hélt áfram allan dag- inn. Ef hvorug þeirra fékkst til að fara með honum, fór hann í „klúbbinn“ og las vikufréttirnar í dagblöðun- um til þess að geta fylgzt sómasamlega með hverri hreyfingu, sem uppi var á teningunum. Thyme bar höfuðið hátt og var þungbrýn, eins og hún væri niðursokkin í alvarleg- ar hugsanir. Gæfi einhver henni hýrt auga, lét hún að minnsta kosti sem hún tæki ekki eftir þvi. Þegar hún átti skammt ófarið þangað sem Hilary átti heima, sneri hún inn á Breiðgötu og gekk hana til enda. Marteinn frændi hennar sat á dyrahandriði, rétti frá sér fæturna og horfði ávþá, sem framhjá fóru. „Ennþá of seint“, sagði hann. ,.Komdu nú“. „Hvert eigum við að fara fyrst?“ spurði Thyme. „Við komumst ekki lengra en í Notting Hill hverfið í dag, ef við eigum að koma til frú Hughs aftur. Eg verð að vera á spítalanum- seinni hluta dagsins“. Thyme hleypti brúnum: „En hvað ég öfunda þig af því, að þú skulir vera út af fyrir þig, Márteinn. Það er meiri vitleysan að þurfa endi lega að vera heima hjá sér“. Marteinn svaraði engu en fitjaði svolitið upp á nefið. Þau gengu eftir götu með há- um húsum til beggja handa og horfðu í kringum sig. „Hér búa menn eins og Purcey“, sagði Marteinn. Thyme kinkaði kolli. Svo varð þögn. En það var ekkert vandræðaleg þögn. Iivorugt þeirra veitti því eiginlega at- hygli að þau þögðu. Og augu þeírra, us»g og athugul, hvíldu með eftirtekt á því, sem fyrir þau bar. „Hér eru landamerkin. Nú erum við bráðum komin“. Þau gengu eftir langri, krókóttri götu. Öll hús voru lág og hrörleg og báru glögg merki örbirgðar. Vorvindur- inn þyrlaði bréfsneplum í göturæsinu. Það var eins og köld og bitur barátta væri háð hér í sólskininu og hlýj- unni. „Þegar ég fer um þessar götur, hef ég það á tilfinn- ingunni, að ég sé innantóm“, sagði Thyme. „Það er hálf míla enn þar til þetta tekur enda. Lækn- arnir hafa gefizt upp við and- ófið hér“. Þau komu að þvergötu. „Við skulum fara þessa leið“, sagði Marteinn. Thyme nam staðar og gretti sig. Hann leit á hana. „Nú skaltu ekki vera hug- laus“. „Eg er ekki huglaus, Mar- teinn. Eg þoli bara ekki þenn an óþef“. „Þú verður að venja þig við hann“. „Já, — ég veit það. En ég hef gleymt vasaklútnum mínum“ Marteinn rétti henni vasa- klútinn sinn, sem var saman- brotinn og ósnertur. „Hérna er minn klútur“. „Það — það er skömm að taka hann af þér“. ■ „Gerir ekkert. Komdu-nú“. Gatan var mjó og þar var fjöldi kvenfólk, bæði úti o? inni. Margar höfðu börn á handleggnum. Sumar voru að vinna inni í húsunum og litu öðru hvoru út um gluggana. Aðrar stóðu á götu'hornum og töluðu sam- an í ákafa. En allar stein- bögnuðu þær. þeear þær komu auga á Martein og Thyme. : Thyme leit • á fvlgdarmann sinn. Hann hélt áfram þögull og skreflangur og tók eftir- öllu. Andlit hans var fölt og svipurinn blandinn hæðni eins og vant var. Thyme kreisti vasaklútinn í hendinni og reyndi að vera róleg og æðrulaus eins og hann, þegar hún virti fyrir sér konur, sem stóðu fimm í hóp við næstu húsdyr. Þrjár sátu og tvær stóðu. Önnur þeirra sem stóð, var ung kona, kringluleit og svip- hrein. Hún var auðsjáánlega vanfær. Hin var breiðleit, grá á hörund, svipill með flókið hár og reykti pípu. Ein þeirra þriggja, sem sátu, var ung en hvítgrá í framan, eins og óhrein rekkjuvoð. Hún var bláeyg. Önnur var tötraleg til fara. Fötin voru í óreiðu og hún var að gefa barni brjóst. Sú þriðja sat á efsta þrepinu miðju. Hún stakk höndunum í síðurnar. Bæði handleggirnir og and- litið var rautt og hún bar glögg merki ofdrykkju. Hún var að kallast á við konu í glugga hinum megin við götuna. Það var í góðu, en orðbragðið var afleitt. Thyme réð sér ekki fyrir reiði. Hvað þetta var and- styggilegt! Andstyggilegt! En hún þorði ekki að láta ,á neinu bera, beit á vörina og siieri andlitinu undan með viðbjóði ósoilltrar stúlku, sem sér kynsystur sínar verða sér til minnkunnar. Konurnar gíáptu á hana, og þó að andlitin væru ólík, báru þau öll vott um fjand- samlega gagnrýni og for- vitni. Það var engu líkara en konunum fyndist þessi ó- spillta, vel upp alda og fag- urbúna stúlka með feimnis- roða í vöngum, verða kyn- systrum sínum til skammar. Fyrirlitningin skein út úr svin þeírra og hreyfingum. Og auðséð var, að þær álitu sig og sína lifnaðarhætti heiðarlega og í samræmi við veruleikann, en ungu stúlk- una sem komin var hingað óboðin, ímynd lasta og óveru leika. i.BiÍl ætti að e!ga þessa brúðu. Hann léti hano hafa eitthvað að gera —“. Og svo hlógu þær allar. Marteinn dró saman var- irnar. Thyme eldroðnaði. í hinum enda götunnar komu þau að búð og hanri nam staðar. ,.Komdu“ sagði hann. „Þá færðu að siá, hvar það kaupir matinn“. Mórauður hundur, horaður, stóð í dyrunum, hjá lítilli ljóshærðri konu með papp- írsvöndla í há.rinu ofan við 'hátt ennið. Þar var líka lítil stúlka með útbrot um and- litið. Marteinn kinkaði kolli

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.