Þjóðviljinn - 31.10.1945, Side 4
■ xSt
Miðvikudagur 31. .okt. 1945:
TJtgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sigurður Guðmundsson.
Stjómmálaritstjórar: Einar Olgeírsson, Sigfús Sigurhjartarson.
Bitstjórnarskrifstofa: Austurstræti 12, sími 2270. (Eftir kl.
19.00 2184).
Afgreiðsla: Skólavörðustíg 19, sími 2184.
Auglýsingar: Skólavörðustíg 19, sími 6399.
Prentsmiðjusími 2184.
Áskriftarverð: í Reykjavík og nágrenni: Kr. 6.00 á mánuðL
Úti á landi: Kr. 5.00 á mánuði.
Prentsmiðja Þjóðviljans h. f.
Lækninga- og upplýsingastöð í
stað „kjallarans“
Það var athygliverður fundur, sem haldinn var í
Listamannaskálanum um áfengismálin í fyrra kvöld. Fund
urinn sýndi að Reykvíkingar eru sammála um að áfeng-
isnautn sé það vandamál sem kalli nú á alla góða karla
og konur til starfa gegn því sem aflaga fe.r.
•
En hvað er þá til ráða?.
Tvennt var það einkum, sem þeir er á fundi þessum
töluðu virtust hafa áhuga fyrir. í fyrsta lagi hvað hægt
væri að gera fyrir þá menn, sem fallið hafa fyrir ofur-
borð vegna ofdrykkju og í öðru lagi, hvað hægt væri að
gera til að koma í veg fyrir að fleiri og fleiri leggðust
í þeirra slóð.
Þetta eru spurningar sem vissulega ber að svara.
Hver sá sem kynnir sé.r líf ofdrykkjumanna hér í bæn-
um, manna sem gista í „kjallaranum“ um nætur og
rangla um Hafnarstræti á daginn, veit að þurfi nokkrir
menn á aðstoð og samúð að halda eru það þessir menn.
Þetta eru sjúkir menn, sem þurfa bæði á líkamlegri og
andlegri umönnun að halda.
í hverju ætti slík umönnun að vera fólgin?
í staðinn fyrir að lögreglan flytur þessa menn nú í
„kjallarann", þarf að komast á sú skipan að hún flytji
þá til læknis. Lögreglan ætti skilyrðis- og tafarlaust að
taka hvem einasta mann, sem sökum áfengisnautnar er
ekki sjálfráður orða og æðis, á götum úti eða í opinberum
samkomu- eða greiðasölustöðum, og flytja hann til læknis,
er hefði það verk með höndum að annast þessa sjúku
menn. Þessi læknir þyrfti að ráða yfir nokkrum sjúkra-
klefum, þar sem hann gæti haldið sjúklingum sínum
nokkra daga, eða vikur eftir atvikum, og jafnframt þyrfti
að gera ráðstafknir til að gefa þeim aðstöðu til að hefja
heilbrigt starfsldf.
1 sem fæstum orðum sagt, í stað „kjallarans“ þarf
að koma lækníngastofa, sjúkraklefar og upplýsinga- og
hjálparstöð fykir ofdrykkjumenn, og aðstandendur
þeirra. Ýmsir þessara manna þyrftu síðan að fara til
langdvala á heimili, eins og það sem nú starfar í Kald-
aðarnesi, þar sem þeim gefst tæklfæri til að herða hug
og hönd við nýtileg störf og góðan aðbúnað, og verða
þannig færir um að taka aftur þátt í hinu daglega lífi
starfandi manna. Þegar slíkri vist væri lokið greiddi
upplýsingastöðin svo götu þeirra eftir bví sem föng
stæðu til og þurfa þætti.
Þingstúka Reykjavíkur hefur komið upp vísi að slíkri
upplýsingastöð, en hún þyrfti að þróast í þá átt, sem
lýst er hé.r að framan, og ætti slíkt vissulega að vera
kleift með samstarfi bæjarins og Þingstúkunnar..
•
En hvað á að gera til að hindra að fleiri og fleiri
fari út í fen ofdrykkjunnar?
Flestir benda á sterkt alraenningsálit gegn ofdrykkj-
unni, sem bezta vopnið. Það er mikið satt í því.
En hverjir geta myndað það almenningsálit? Naum-
ast þeir sem sjálfir „eru með“ eins og það er kallað. Þar
er erfitt að standa með glasið í hendinni og ætla að
beina mönnum frá foræði ofdrykkjunnar.
JVefndarálit um
verðlagningu
landbúnaðar-
vara
Minnihluti landbúnaðar-
nefndar neðri deildar hefur
skilað eftirfarandi áliti um
frumvarp til laga um verð-
lagningu landbúnaðaraf-
urða:
„Frumvarp þetta er sam-,
hljóða bráðabirgðalögum
frá 20. ágúst sl. og hefur
þegar komið til fram-
kvæmda. Það felur í sér
miklar breytingar til bóta á
því skipulagi, sem ríkt hef-
ur um verðlagningu og sölu
landbúnaðarafurða. í staö
fjögurra nefnda,, sem ráðið
hafa yfir þessum málum,
kemur ein 5 manna nefnd. t.
Formaður hennar er nú for-
stöðumaður búreikninga
skrifstofu ríkisins og með
honum fjórir bændur, sinn
úr hverjum landsfjórðungi,
kosnir af búnaðarráði, sem
er samkvæmt ákvæðum
frumvarpsins nefnd 25
bænda og bændafulltrúa, er
landbúnaðarráðherra velur
til að fjalla um þau mál,
sem í þessu sambandi koma
til greina.
Landbúnaöarnefnd hefur.
rætt þetta frumvarp og
i samþykkt að fella inn í það
efni viðaukabráðabirgða-
laga frá 20. september. En
um afgreiðslu málsins í
heild er nefndin ekki sam-
mála. Við undirritaðir leggj
um til, aö frumvarpið verði
samþykkt án frekari br'eyt-
inga, Barði Guðmundsson
er hvorki með né móti, cn.
þeir Bjarni Ásgeirsson og
Jón Sigurðsson eru andvíg
ir frumvarpinu og munu
skila séráliti.
Alþingi, 26. okt. 1945
Jón Pálmason,
Sigurður Guðnason".
Dvöl, 2. hefti þ. á. hefur blað-
inu borizt. Efni: Reikningsskil,
saga eftir Kristmann Guðmunds-
son. Jarðarför, saga eftir John
Steinbeck. í rökkrinu, kvseði eft-
ir Harald Magnússon. Dagur ís-
land, 17. júní 1944; kvæði eftir
Steingrím Baldvinsson. Hin dul-
arfulla Ráskaeyja, saga eftir
Hákon Mielehe. Frjálsir straum-
ar, kvæði eftir Kára Tryggva-
son. Á Ytrihnúk, kvæði eftir
Jónas Jóhannesson. Rakarinn og
frændi hans, sem sirkustígurinn
beit höfuðið af, saga eftir Wilí-
iam Saroyan. sagan um skozku
kóngsdótturina, eftir Hans M.
Debers. Ljóðasmíði gefur gull,
saga eftir Konrad Bercovici. Eig-
inl^onur, eftir Peter Freuchen.
Miðstöð íslenzkrar alþýðumenn-
ingar, eftir Þórunni Magnúsdótt-
ur. Regn, eftir W. Somerset
Maugham (framhaldssaga): Um
bækur o. fl.
Sósíalistafélag Reykjavíkur
heldur fund í Listamannaskál-
anum 1. nóv. kl. 8,30 e. h. fyrir
félagsmenn og gesti þeirra.
DAGSKBÁ:
1. Sigfús Sigurhjartarson: Bæjar-
stjórnarkosningarnar og blaða-
skrifin.
2. Björn Bjamason: Frá alheimsþingi
verkalýðsins í París.
3. Orðrómurinn um hernaðarstöðv-
ar á íslandi
Enginn sósíalisti má láta sig vanta í
Listamannaskálann á fimmtudaginn.
Stjómin.
ÞÁÐ sem koma skal!
Raunhæft ástalíf
Er fyrsta nútíma handbókin um samlíf karls
og konu. — Kemur út í næsta mánuði.
Hina prýðilegu þýðingu annaðist Ásbjörn
Stefánsson.
Efnisyfirlit:
1. kafli: Ágrip líffærafræði 7. kafli:
2. — Lífeðlisfræði
3. — Kynkvatir og sál-
fræði
4. — Samfarirnar
5. — Meðgöngutímiog
fæðing
6., — Getnaðarvamir
Innsiglaðar myndir
8.
9.
10.
11.
Fóstureyðing og
fósturlát
Samræðissjúk- .
dómar
Mansal
Vanmætti og ó-
frjósemi
Lokaþáttur
. Auk þess*eru í bókinni 11 innsiglaðar
myndír í tveimur litum
Raunhæft ástalíf
var endurprentuð 15 sinnum í Englandi á
stuttum tíma.
í»ó bókin sé berorð, er hún hreinskilin og sönn!
Læknavísindin hafa gert allar eldri bækur
um þessi efni úreltar.
Raunhæft ástalíf
kostar í bandi aðeins rúmar 20 krónur
Fræðsluhringurinn, Pósthólf 733, Reykjavík
Sendið mér .eintak af Raunhæft ástalíf
Nafn ....................
Heimili .............;...
Tryggið yður eintak í tíma!
NB. Það skal tekið fram að bókin er aðeins
fyrir fullorðna, og verða pantanir af-
greiddar í þeirri röð sem þær berast oss.
FRÆÐSLUHRINGURINN, Pósthólf 733, Reykjavík
Skynsamlegasta ráðið er því að hafna áfengisnau’tn
með öllu, það missir enginn neitt,, sem honum er nauð-
synlegt við það, en hver sem- það gerir fær aðstöðu til
að móta almenningsálit gegn .áfengisnautn og það er
bezta leiðin eins og sakir standa til að forða mönnum
frá ofdrykkjunni.
Iijónaband.
S.l. laugardag voru gefin sam-
an. i hjónaband aí séra Bjama
Jónssyni ungfrú Kristín Karls-
dóttir (Bjarnasonar bakara)
Freýjugötu 9 og. Eggert Laxdal
(Laxdals listmálara) Ásvallagötu
33. Heimili .ungu hjónanna er á
Ásvallag. 33.