Þjóðviljinn - 31.10.1945, Blaðsíða 5
Miövikudagur 31. okt. 1945
ÞJOÐVILJIHN
Ti».«aa i.r ; — rwiBgiai.'.u-jsr
Smáríki Evrópu reyna að hindra skiptingu
heimsins í hernaðarbandalög
Setja traust sitt á öryggisbandalag sameinuðu þjóðanna
Fregnir, sem borizt hafa
síðustu daga um afstööu
Hollendinga, Svía, Dana og
flelri smáþjóða Evrópu, til
alþjóöamála, hafa vakið
mikla athygli.
Forsætisráðherra Svía,
sósíaldemókratinn Per A1
bin Hansson, lýsir yfir því,
að Svíar séu þess albúnir
að hverfa frá hlutléysis-
. stefnu þeirri, er verið hef-
ur yfirlýst gi'undyaliaratr-
iði í utanríkispólitík Svía.
En forsætisráðherrann tek-
ur skýrt fram, að þetta
. þýði ekki að Svíþjóö sé
reiðubúin að ganga til
fylgis við neitt stórveldi eða
ríkjasamsteypu, heldur ein-
ungis til þess aö gerast
þátttakandi í öryggissam-
tökum hihna sameinuðu
þjóða, sem fullgildur sjálf-
stæður aðili.
Samskonar yfirlýsingu
hefur stjórn Hollands gef-
ið. Einnig hún telur sig
reiðubúna að hverfa frá
hlutleysisstefnu, í því skyni
að takasl á herðar þær
skyldur að.verða aðnjótandi
þeirra réttinda, sem því
fylgir að v?ra fullgildur
meðlimur í öryggisbanda-
lagi hinna sameinuðu
þjóða.
Svipuð ummæli hafa á-
byrgir stjómmálamenn
flestra smáríkjánna í Ev-
rópu viðhaft síðan hernámi
uazistanna var aflétt. Hvort
. sem eru Danir eða Norð-
menn, Tékkar eða Júgóslav-
ar, er þeim það sameighf-
legt, að þeir telja hlutleys-
isstefnu ekkí framkvæman-
lega lengurt ^dg ætla sér
stöðu innari hinna samein-
uðu Jþjóða, Hitt er jafná-
kveðið látið í ljós, að smá-
ríkin vilji ekki láta draga
sig í dilk með einstöku stór-
veldi eða ríkjasamsteypu.
vilja ekki vera með í neins-
konar dulbúnum hernaðar-
bandalögum, ætluðum til
að undirbúa næstu heims-
styrjöld.
Þannig hefur t. d. hug-
myndinni um bandalag
Vestur-Evrópuríkja, sem
skotið hefur upp öðru
hvoru síð'ustu mánuöina,
verið illa tekið af smáríkj-
unum. Utanríkisráðherra
Dana, Christmas Möller
skar upp úr með það, að
Danmörk vildi ekki eiga
pátt að myndun sliks banda
Iags, og teldi það ekki sam-
rýmast hugmyndinni um
bandalag sameinuðu þjóð-
anna. Enda hafa ýmsir þeir
sem helzt hafa haldið á
lofti hugmyndinni um
bandalag Vestur-Evrópu-
ríkja ekki farið dult með,
að því væri ætlað að vera
mótvægi gegn hinu volduga
alþýðustórveldi í Austur-
Evrópu, — Sovétríkjunum.
Á síðustu árum Þjóða-
bandalagsins tóku nokkur
sriiaríki í Evrópu sig sam-
an. um það, að telja sig
uridir vissum kringumstæð-
um, er þau sjálf akváðu,
óbundin af ákvörðunum
bandalagsins, þar á meðal
ákvörðimum um refsiáð-
gerðir. Meðal þessara landa
voru einmitt þau ríki, sem
nú lýsa yfir vilja sínum til
að hverfa frá hlutleysis-
stefnu og verða fullgildir
meðlimir hins nýja þjóða-
bandalags sameinuðu þjóð-
anna. Smáríkin höfðu að
vísu nokkur rök fyrir því að
takmarka ábyrgðir sínar
vegna aðgerða Þjóðabanda-
lagsins; refsiaðgerðirnar
gegn ítalíu 1 Abessiníustyrj-
öldinni, einu meiriháttar
refsiaðgerðirnar, sem farið
var út í, voru framkvæmd
ar af hálfum hug, og náöu
ekki tilgangi sínum, vegna
þess að stórveldi Vestur-Ev-
rópu undir íhaldsstjórn-
um, vildu ekki beita ítalska
fasismann hörðu. Ákvörðun
smáríkjanna um takmark-
aðar skuldbindingar við
Þjóðabandalagið var eitt
upplausnarmerkið á þeirri
alþjóðastofnun, sem vann
síðasta „frægðarverk“ sitt
með því að víkja Sovétríkj-
unum úr þessu bandalagi
þjóðanna.
Smáþjóöirnar, sem nú
eru reiðubúnar að taka á
sig þær skyldur, sem leiða
af þátttöku - í- bandalági
hinna sameinuðu þjóða, en
neita hinsvegar harðlega
að láta draga sig í dilk
neins einstaks stórveldis
eða dulbúins hernaðar-
bandalags, hafa lært fnargt
síðustu sex árin, ár heims-
styrjaldar og hernáms fas-
istaherja. Þau hafa lært, að
bæði hugtökin, algert hlut-
leysi, og hemaðarbanda-
lög eru ósamrýmanleg hug-
myndinni um sameiginlegt
öryggi allra friðsamra þjóða
heimsins, samvinnu þeirrrt
allra um viðhald friðarins,
sem bandalag sameinuðu
þjóðanna hvílir á.
Þess vegna reyna smá-
þjóðir Evrópu að styrkja
þau öfl, er vilja hindra að
heimurinn skiptizt í dulbú-
in hernaðarbandalög, sem
hefji vitfirrt kapphlaup um
herstöövar víðsvegar um
heim, og vígbúist með öll-
um þeim tækjum er vís-
indin hafa lagt nútímastór-
veldum í hendur.
entafélögunum við stúdenta-
arnar
Kosning fer fram n. k. laugardag
Stúdentaráðskosningar fara fram p. k. laug-
ardag. Hafa komið fram listar frá fjórum eftir-
töldum félögum. Félagi róttækra stúdenta,
Stúdentafélagi lýðræðissinnaðra sósíaiista, Félagi
frjálslyndra stúdenta og Vöku, félagi lýðræðis-
sinnaðra stúdenta.
í stúdentaráðskosningun- ’
um í fyrra höfðu Alþýðu-
flokksfélag Háskólans (sem1
nú kallar sig Stúdentafélag
lýðræðissinnaðra sósíalista)
og Félag frjálslyndra stúd
enta, sameiginlegan lista og
fengu tvo menn kjörna í
ráðið. Félag róttækra stúd-
enta fékk þrjá menn kjörna
af sínum lista og Vaka, fé-
lag lýðræöissinnaöra stúd-
enta, kom aö fjórum mönn-
um af sínum lista.
Fyrst eftir kosningarnar
var' samvinna milli Félags
róttækra stúdenta, Félags
lýðræðissinnaðra stúdenta
(Framsókn) og Alþýðu-
flokksfélagsins, um stjórn
ráðsins, en sú samvinna var
fljótlega rofrn af Framsókn
og krötum, og myndaði þá
Vaka (Sjálfstæðismenn)
stjórnina með stuöningi
framsóknarmannsins og
hlutleysi kratans, og hefur
stjórn ráðsins verið í þeirm
höndum síðan.
Á þeim fjórum listum,
sem kosið verður um á
laugardaginn, eru þessir
menn í sex efstu sætunum:
A-listi (Stúdentafélag
lýöræðissinnaðra sósíalista)
Jón Ingimarsson stud. med.,
Stefán Hilmarsson stud.
jur. Kjartan Ólafsson stud.
med., Brandur Þorsteinsson
stud. med., Brynjólfur Ing-
ólfsson stud jur. og Kjartan
Gunnarsson stud. phil.
B-listi (Vaka, félag lýð-
ræðissinnaöra stúdenta):
Páll Tryggvason stud. jur.
Jónas Bjarnason stud med.
Tómas Tómasson stud. jur.,
Runólfur Þórarinsson stud.
mag., Guðmundur Ás-
mundsson stud. jur. og
Skúli Guðmundsson stud.
polyt.
C-listi (Félag frjálslyndra
Framhald á 8. síðu
Draumur bændanna um jarð-
næði rætist
y/lÐA í Evrópu er verið að framkvæma víðtæka
endurskipulagningu landíbúnaðarmála, sem hlýt-
ur -að gerbreyta þjóðfélagsaðstæðum í stórum
landshlutum og löndum. Það er alþýða landanna í
Austur- og Suðaustur-Evrópu, sem loks hefur getað
látið rætast sinn aldagamla draum um jarðnæði.
Þessa endurskipulagningu er verið að gera í Póllandi,
Ungverjalandi, Júgóslavíu, Rúmeníu, og nú. berast
fregnir um fyrstu meiriháttar jarðskiptinguna í
Austur-Þýzkalandi, en sú ráðstöfun bindur -endi.. á
valdaaðstöðu prússnesku júnkaranna.
^EINT í september birti héraðsstjórinn í Branden- :
burg tilskipun um jarðaskiptingu. Þar er kveðið
svo á, að jarðnæði það og skógár, sem verið hafa
eign stríðsglæpamanna og fasista skuli eign ríkisins.
Jarðeignir stærri en 100 hektarar eru teknar eignar- 1
námi. Eigendalausar jarðir renna til ríkisins. Jarð-
næði þessu er síðan skipt milli fyrrverandi póli-
tískra fanga, flóttamanna, smábænda, sveitavinnu-
fólks og jarðlausra bænda. Jörð og lóðir í eign vís-
indastofnana, klaustra, kirkna, ríkis eða bæjarfélaga
er undanþegið eignarnámi. Eignarnóminu á að vera
lokið í þessum mánuði til að tryggja vetrarsáning-
una. Skiptinguna framkvæma nefndir, sérstaklega
til þess skipaðar og eiga allir starfandi flokkar full-
trúa í þeim.
gÆNDUR þeir sem fá úthlutað jarðnæði, eiga að
afhenda 1000—1500 kg. af korni til birgðastjórnar-
innar við verði sem xeiknast eftir -verðlaginu 1944.
■Jarðnæðistilskipunínni lýkur með þeim orðum að þéss
ar ráðstafanir séu óhjákvæmileg skilyrði fyrir var-
anlegum friði og lýðræðislegri endurreisn landsins.
í tilefni þess að skipting stórjárða er hafin í Þýzka-
landi, hefur Kómmúnistaflokkur Þýzkalands birt
ávarp, og-'ér þar sýnt fram á að hrunið sem nazisní-
hjn'léiddi yfir Þýzkaland, fór ægilega með laridbún-
aðinn. Bændumir krefjist þess nú á Jjoldafundum,
að sú jörð, sem júnkararnir hafi'''rænt, verði aftur
eign bændanna sjálfra, og- þetta sé þegar verið að
framkvæma af héraðstjórnunum í Saxlandi, Brand-
enburg og víðar á hernámssvæði Sovétríkjanna.
Flokksstjórnin tekur fram, að þessa jarðaskiptingu
hafi bændumir þráð öldum saman, og hafi hún
mikla sýnilega þýðingu fyrir þýzku þjóðina. Hver
sannur lýðræðissinni og fasistaandstæðingur verði
þess vegna að styðja jarðaskiptinguna. Með fram-
kvæmd þessarar ráðstöfunar telja kommúnistar að
fengin sé ein traustasta stoðin í endurreisn landsins.
Samfylking þurfi að skapast milli bænda og verka-
manna, og vísir að slíku bandalagi sé þegar til
orðinn með samfylkingu hinna fjögurra andfasista-
flokka Þýzkalands, kommúnista, sósialdemókrata,
Liberaldemókrata og kristilegra demókrata. Alls
staðar á hernámssvæði Sovétríkjanna hafa þessir
fjórir flokkar haft samvinnu um framkvæmd jarða-
skiptinganna.
•
^VARPI Kommúnistaflokksins lýkur með þessum
orðum; „Við hvetjum alla verkamenn, skrif-
stofufólk og menntamenn til að hjólpá bændunum-
við framkvæmd þessa mikla verkefnis. Þá fyrst er
borgarbúar og sveitafólk hjálpar hvort öðru og
myndar einhuga baráttufylkingu, er endurreisn
landsins tryggð. _ ’